Vísir - 30.05.1974, Síða 9

Vísir - 30.05.1974, Síða 9
Visir — Ferðablað 1974 9 fr ekki mál til komið að heilsa upp á nágrannana? Hvað sem veldur, þá þekkja ís- iendingar likiega Mallorca, Costa del Sol og aðra slika suðlæga sólarstaði miklu betur en ná- grannalöndin og frændþjóðirnar. Reyndar hafa lika ferðaskrif- stofurnar upp á miklu fleiri ferðir að bjóða á þær slóðir heldur en hér yfir til frændþjóðanna. En ferðir til Norðurlandanna eru samt sem áður i boði, og þá höfum við helzt i huga Sviþjóð, Noreg og Finnland, þó litið sé um skipulagðar ferðir á siðastnefnda staðinn. ,,JU, ég mundi ráðleggja fólki að fara til Noregs i sumarfriinu sinu. Ég hef að visu ekki komið mikið lengra en til Oslóar, en þar var ég i fyrrasumar. 1 Osló er mjög þrifalegt og friðsælt. Það er einhver sveitabragur yfir allri borginni, enda er Osló kölluð stærsti sveitabær i heimi.” Þetta sagði 21 árs gömul stúlka, Anna Guðjónsdóttir, sem dvaldist I Osló við vinnu i fyrrasumar. Hún kynntist þjóðlifinu og norsk- um nokkuð vel, enda var hún þar á eigin spýtur og hafði á litið annað að treysta en sjálfa sig. Við forvitnuðumst hjá henni um Noreg og hvernig það er fyrir is- lenzkan ferðalang að koma þang- að. „Það er nokkuð dýrt i Noregi. Matur er dýrari þar en hér. Föt eru á svipuðu verði, en ef menn skyldu vera svo heppnir að lenda á haust- eða vorútsölum þar, þá eiga þeir von á alveg nýjum fatn- aði, en ekki gömlum sem hefur verið geymdur langa lengi. Maður hittir býsn af Islending- um, enda allt yfirfullt af islenzk- um stúdentum. Það finnst mörg- um ágætt, en annars eru Norð- menn ágætir. Þeir eru opnari en við, lifsglaðari og drekka kynstur af bjór. Þeir drekka litið af sterk- um vinum, og maður sér sjaldan fullan mann. Ef ég ætti að ráðleggja ein- hverjum að skoða eitthvað sér- stakt i Osló, þá mæli ég með Vige- landsgarðinum. Ég held, að allir hefðu gaman af að sjá styttur Vigelands, sem eyddi allri ævi sinni i að koma þeim upp. En ann- ars er óskaplega margt að skoða i Noregi. Það er erfitt að mæla með einhverri sérstakri vöru að kaupa. Það er allt frekar dýrt og verð á vörum fyrir túrista oft sprengt upp.” Verzlanir i Osló eru opnar frá 8.30 f.h. til 5 e.h. á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. A fimmtudögum frá 8.30 til 7, nema i júli og ágúst, þá til 5. A laugar- dögum eru þær opnar frá 8.30 til 2 e.h. Þá vitum við það um Noreg. En hvað um Sviþjóð? Við leituðum upplýsinga um Sviþjóð og Finn- land. Til Finnlands er litið um skipulagðar ferðir héðan. Þó býð- ur Útsýn upp á ferðir þangað i gegnum Tjæreborg. 1 Sviþjóð er dýrt. En þar ér hægt að fá mjög vandaða vöru. Fatnaður er til dæmis einkar vandaður og vörur yfirleitt i mjög háum gæðaflokki. En fötin i Svi- þjóð eru ekki mikið ódýrari en hér, segja þeir, sem eru kunnug- ir. Ef menn ætla að kaupa sér eitthvað i soðið, þá mega þeir eiga von á háum upphæðum, en þó er hægt að fá ódýra vöru, en hún tilheyrir þá sjaldnast lifs- þurftum. Það er nokkuð gott að ferðast i Sviþjóð upp á málið að gera. Is- lendingar eiga ekki mjög erfitt með að gera sig skiljanlega, en eiga kannski frekar erfitt með að skilja Sviana. Ef einhver orð vefj- ast fyrir okkur, þá er alveg eins gott að gripa til islenzkunnar. Sviar skilja islenzk orð furðuoft. Sviar eru kurteisir, og ef maður er það sjálfur, þá ætti bara að ganga vel i sumarleyfinu. Verzlanir eru opnar frá 9 eða 9.30 til 6 e.h. Á laugardögum til 2 e.h. A veturna eru stærstu verzlanir oft opnar til 8 e.h. á mánudögum og föstudögum og til 4 e.h. á laugardögum. Það er ekki lögð mikil áherzla á, að við islenzkir sjáum og skoð- um Finnland. Viðgetum þó fengið ferðir i gegnum Tjæreborg, og svo þegar komið er út til Norður- landanna. 1 Finnlandi er sömu sögu að segja og annars staðar á Norðurlöndum, þar er nokkuð dýrt. Hægt er að fá bilferðir I tvo til þrjá daga, jafnvel lengur, þeg- ar komið er til Helsinki, þ.e.á.s. þaðan og til annarra staða i ná- grenninu eða lengra. Sunna og Útsýn bjóða upp á ferðir til Norðurlandanna og sömuleiðis Úrval. Sunna er eina ferðaskrifstofan sem býður upp á hópferðir til Noregs og Sviþjóðar. Hinar ferðaskrifstofurnar tvær eru með ferðir i samráði við ýmis félög, svo sem Verzlunarmanna- félag Reykjavikur og Norræna félagið. Sunna býður upp á 11 daga ferð. Sú ferð kostaði i fyrra 30 þúsund krónur. Endanlega ákveðið verð hefur ekki fengizt nú, en þessar ferðir verða þó ekki undir 38 þús- und krónum. Farið er til Kaup- mannahafnar og þaðan til Svi- þjóðar, t.d. Stokkhólms og fleiri staða. Þá er farið til Noregs, þar á meðal Oslóar og fleiri staða. Þessar ferðir verða farnar 2. júli, 7. júli og 4. ágúst. Útsýn verður með eina ferð til Oslóar 4. júli, sem kostar 12 þús- und krónur. Sú ferð er á vegum Norræna félagsins. Ferðin er bundin við mánuð og er ekki hóp- ferð eða skipulögð að einu eða neinu leyti, nema hvað viðkemur flugáætlun fram og til baka. Siðan verður farin ferð til Stokkhólms 1. júli, sem kostar 15 þúsund. Sama fyrirkomulag er á þessari ferð og til Osló. útsýn er siðan með umboð fyrir Tjære- borg-ferðir. Þannig er til dæmis hægt að panta 14 daga ferð til Finnlands og Lapplands. Þar er allt innifalið. Og ferðirnar kosta frá 21 þúsund kr. Ferðir Úrvals eru alveg bundn- ar við félög og félagsmönnum einum ætlaðar. —EA Hefjið ekkri ferðalagrið án íerðaslysa-. tryggingar SJOVA Ferðaslysatrygging SJÖVÁ greiðir bætur við dauða af slysförum, vegna varanlegrar örorku og vikulegar bætur, þegar hinn tryggði verður óvinnufær vegna slyss. Ferðaslysatrygging SJÖVÁ er nauðsynleg, ódýr og sjálfsögð öryggisráðstöfun allra ferðamanna. Suðurlandsbraut 4 ‘S 82500.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.