Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 12
12
Vlsir — Feröablað 1974
Eins og aðrar perlur er perla
austursins, Hong Kong, dálæti
ferðamannsins. Um þetta sann-
færðust blaðamaður og ljós-
myndari Visis, er þeir voru þar á
ferðalagi fyrir nokkru. Hvergi
getur að líta jafn iðandi og fjöl-
breytt mannlif eins og þar. Kin-
versk börn i lörfum, sem hoppa
milli júnkanna, cr liggja
hundruöum saman i höfn i
hafnarborginni Aberdeen og eru
heimili þúsunda manna.
Og i fjörunni og á gangstéttum
hafa menn reist hreysi sin og
þegar gengið er um göturnar
■ferður að gæta sin svo ekki sé
stigið á hrisgrjónaskál hús-
bóndans eða skott heimilis-
hundsins. Og kinversk börn og
konur elta ferðamanninn og bjóða
honum siglingu um höfnina á
„shampan” litilli róinni kænu.
Aðrir eru blindir og betlandi eða
sumir hlaupa á eftir ferðalangn-
um og vilja selja honum far i hand
‘dreginni kerru. Og á meðan má
eiga von á þvi að fram hjá aki
svartur Benz eða gylltur Rolls
Royce, annars vegar eru hreysi
úr gömlum eplakössum og hins
vegar gnæfir Peninsula hótelið,
sem hefur 10 Rolls Royca til þess
eins að sækja viðskiptavini sina
út á flugvöllinn. Hér er hægt að
búa ódýrt og hér er hægt að búa
dýrt, en almennt er verðlagið
hreint og beint hlægilega ódýrt
jafnvel hættulega ódýrt fyrir is-
lenzka ferðalanga, sem láta
freistast af rafmagnsvörum,
myndavélum, listmunum og
klæðskerasaumuðum fötum, sem
hvergi fæst ódýrara ef vel er
prúttað. Ferðamennirnir láta
ekki hjá liða að fara upp á úndinn
og lita yfir sundið baðað ljósum
skipanna á fögru kvöldi, ganga
um Þjófamarkaðinn, þar sem þú
getur örugglega fengið keypt aft-
ur úrið, sem stolið var af þér i
gær, heimsækja „næturklúbb
fátæka mannsins” þar sem
verkamennirnir gera innkaup sin
undir berum himni að loknum
vinnudegi. Og allir borga lika 2
krónur og taka sér ferð með
ferjunni yfir sundið, yfir til
Kowloon, þar sem skemmti-
hverfið er og stóru hótelin og
halda jafnvel enn lengra inn á
meginlandið með lest og lita á
kinversku landamærin úr góðri
fjarlægð. Hong Kong verður vart
lýst i orðum eða myndum, það er
hið æpandi mannlif austursins, er
umlykur gestinn, er fær hann
seint til að gleyma Hong Kong.
-JB-