Vísir - 30.05.1974, Síða 13
Visir — Feröablað 1974
13
Moldaviu-vínin eru heimsfræg, en veOurlag þarf að vera gott, til að vinrækt geti blómgazt
Ódýrasta land Evrópu
Austantjalds hafa
menn á undanförnum ár-
um beint augum að
ferðamannabransanum
og hafið samkeppni við
sólarlöndin um að laða að
sér ferðafólk.
Eitthvað á annað þúsund Is-
lendingar fóru til Júgóslaviu og
Rúmeniu i fyrra, og þó stærri
hópurinn til Rúmeniu. Horfir til
þess, að enn fleiri leggi þangað
leið sina á þessu ári.
Vinsældir Rúmeniu sem
ferðamannalands byggjast á
þvi, að það þykir vera ódýrasta
land Evrópu að dvelja i. —
Verðbólga er þar gersamlega
óþekkt fyrirbrigði.
Rúmenia er auðug af land-
gæðum og náttúruauðlindum.
Oliuiðnaður þar stendur orðið á
gömlum merg. bar hefur verið
ör þróun á undanförnum 5 árum
á ýmsum sviðum, og hefur
Rúmenia haft samvinnu við
fyrirtæki ýmissa vestrænna
rikja til að flýta fyrir uppbygg-
ingunni.
Ferðalög til Rúmeniu hófust
upp úr 1953, en þá réðu hótel
landsins yfir um 5 þúsund gisti-
rúmum, en i dag eru þau orðin
um 125 þúsund.
Svartahafið hefur verið að-
dráttaraflið. Enda var það
fyrsta skref Rúmena i uppbygg-
ingu ferðamannaiðnaðarins að
koma sér þar upp baðströndum
með gistirými á ströndinni. Þeir
hafa smám saman byggt upp
þrjá slika staði á ströndinni. Sá
fjórði kemur i gagnið i sumar og
nefnist Aurora, og þar hafa is-
lenzkir aðilar tryggt sér gisti-
rými fyrir þá, sem hug hafa á
orlofsferðum héðan.
Það þykir mörgum kannski
lygilegt, að hægt sé að koma
fyrir slikum sælunnar sólbáðs
ströndum i næsta nágrenni við
hafnarborg á borð við Kon-
stanza, sem er eina hafnarborg
Rúmeniu, 200 þúsund manna
byggð. bar er m.a. mikil skipa-
smiðastöð. — En svo ótrúlega,
sem það hljómar, þá hefur ekki
örlað á mengun frá höfninni.
Enda voru i upphafi gerðar um-
fangsmiklar ráðstafanir til þess
að það yrði ekki. Munar þó mest
um það, sem náttúran lagði
sjálf til þarna, þegar hún hagaði
straumum á þann veg, að það
berast frekar hlutir frá bað-
ströndinni til hafnarinnar
heldur en öfugt.
Sandurinn þarna fjörunum er
framburður Dónár, þeirrar
miklu móðu. Svartahafið fær
stöðugt nýtt vatn úr henni, en er
þó brimsalt með afbrigðum. En
þetta salta vatn þykir hafa mjög
heilsubætandi áhrif. Frá
nágrannaþjóðum okkar á
Norðurlöndunum hafa verið
siðustu árin skipulagðar heilsu-
bótarferðir á þessar slóðir og
fer af þe'im gott orð.
Þykir ekki litill fengur að geta
slegið 1 einu höggi heilsubótar-
ferð og svo orlofsferð með sólar-
strandavist og skoðunarferðum.
Prófessor Ane Aslan, 76 ára
gömul kona, sem i tugi ára
hefur helgað sig rannsóknum á
elli og hrörnunarsjúkdómum, er
ein af þeim, sem gefur Rúmeníu
heilsubótarstimpillinn. Henni
hefir verið þakkað langlifi ým-
issa þjóðhöfðingja álfunnar. Til
stofnunar hennar, sem reyndar
hefur deildir um land allí, leitar
fjöldi fólks árlega, sem telursig
fá góða bót af heimsóknum
þeirh.
Það er þó af og frá, að einung-
is gamalmenni og heilsutæpt
fólk stefni til Rúmeniu. Náttútu-
skoðarar finna þar nánast sitt
fyrirheitna land, enda eru vel
skipulagðar ferðir fyrir slikt
fólk, og þá ekki sizt fuglaskoð-
ara.
Dýralif landsins ber keim af
veðursæld þess, sem er mikil
eins og má sjá t.d. af vinyrkju
landsmanna, en þeir eru kunnir
að léttvinum sinum. Magnaliu-
vin eru t.d. flutt til Frakklands,
og eru Frakkar ófeimnir að
selja þau aftur sem sina eigin
framleiðslu.
Rúmenum er viðbrugðið fyrir
hagleik á sviði byggingarlistar,
og klaustrin i Moldaviu þykja
talandi vottur þess. Vikulangar
ferðir eru skipulagðar frá
Þýzkalandi, þar sem fólk tekur
sér ferð á hendur til þess eins að
skoða þessi klaustur, svo mikið
þykir til þeirra koma.
En mest lokkar þó litill ferða-
kostnaður. Hafa t.d. augu
Bandarikjamanna opnazt fyrir
ódýrum ferðalögum til
Rúmeniu, og hafa þeir gert
samninga við Rúmena, þar sem
Bandarikjamönnum gefst
kostur á farmiða fram og til
baka, vikudvöl á fyrsta flokks
hóteli með mat og öllu fyrir
átján þúsund krónur.
Standa um þessar mundir
einmitt yfir samningaumleitan-
ir islenzkra aðila til að komast
inn i þessar ferðir, en flugvélar,
sem flytja fólk milli Rúmeniu og
Bandarikjanna mundu milli-
lenda hér á Keflavikurflugvelli.
Rúmenia er fræg fyrir m.a.
heilsulindir sinar og margir
túristar leggja þangað leið sina
þeirra vegna einvörðungu.