Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 15
Vísir — Ferðablað 1974
15
Ameríkuferðir nú
orðnar hagstœðari
Það er orðið miklu hag-
stæðara fyrír íslenzka
ferðamenn að ferðast til
Bandaríkjanna en fyrir
nokkrum árum.
Yfirleitt hugsa Islendingar til
annarra landa en Banda-
rikjanna, er þeir velta fyrir sér
ferðalögum erlendis. Miklu
veldur, að til skamms tima hefur
verðlag i Bandarikjunum verið til
mikilla muna hærra en iEvrópu.
Þetta bil hefur smám saman
jafnazt, með þvi að verðbólgan i
Evrópu hefur verið meiri en i
Bandarikjunum, að öllu jöfnu, og
þó mest á Islandi siðustu árin.
Það munar nú til dæmis litlu á
verðlagi á matvælum i Reykjavik
og i Bandarikjunum umreiknað á
núverandi gengi, að minnsta kosti
gætu menn etið sig sadda á þvi,
sem þeir eyða að jafnaði i matinn
i Reykjavik. Einnig er hótel-
gisting ekki orðin neitt dýrari i
Bandarikjunum en hér. Meðal
Bandarikjamaður hefur miklu
meiri laun i islenzkum krónum en
meðal íslendingur. Auðvitað
verður að vara sig i Bandarikja-
ferð að lenda ekki á hóteli eða
matsölustöðum, þar sem verðlag
er miklu hærra, og vissulega er
þessi kostnaður minni i islenzkum
krónum viða i Evrópu. Hins
vegar er ekki lengur frágangssök
fyrir meðal Islending að sækja
Bandarikin heim, ef hann skipu-
leggur ferðina vel.
Loftleiðir hófu fyrir ári að
fljúga beint til Chicagoborgar,
auk áframhaldandi ferða til New
York. Með þessu gætu Bandarikin
„opnazt” fyrir islenzka ferða-
menn, þvi að i Chicago eru þeir
komnir inn i mitt landið. Það er til
dæmis hagstætt að halda til
Kaliforniu, þess sólrika og fagra
fylkis.
Ferðalög fyrir 24 þúsund
krónur
Björn Matthiasson hag-
fræðingur, formaður Islenzk-
ameriska félagsins, sagði blaðinu
frá hópferðum, sem félagið
. gengst fyrir i vor. Ferðin á að
kosta 15.500 krónur báðar leiðir.
Hún er ætluð félagsmönnum en
félagið er öllum opið. Farið
verður til New York og gert ráð
fyrir, að hver ferðamaður kaupi
sér hótelþjónustu fyrir 100 dollara
á vegum félagsins, en fyrir það
ættu menn að geta gist svo sem 7-
8 daga á hóteli. Ferðin má ekki
standa lengur en þrjár vikur, og
greiða menn að sjálfsögðu það,
sem til þarf framyfir þessa 100
dollara. 100 dollarar eru rúmlega
9000 krónur. A þessu sést, að
ferðast má til Bandarikjanna
fyrir tiltölulega hafstætt verð.
Ferðirnar verða væntanlega 17.
og 31. mai og 14. og 28. júni, þó
gæti haggazteitthvaðum dagana,
þvi skipulagning ferðanna var
rétt i burðarliðnum, þegar blaðið
ræddi við Björn
Bandarikin eru vitt land og viða
fagurt. Það mundi æra óstöðugan
að reyna að gera i stuttu máli
grein fyrir þvi helzta, sem þau
hafa að bjóða ferðafólki.
Allmargir íslendingar hafa farið
til Flóridaskaga einkum á vegum
ferðaþjónustu Loftleiða. Þar er
sól að kalla allt árið. Benda má á,
að flugfélög og Greyhound-lang-
ferðabilafélagið bjóða oft furðu-
hagstæð kjör fyrir langferðir um
þver og endilöng Bandarikin.
Þannig hafa menn getaö greitt
nokkur þúsund krónur fyrir ferð-
ir, sem felst i þvi, að menn fara
t.d. með langferðabilum, dveljast
á einhverjum stað eins og þeim
sýnist og taka siðan annan bil
eitthvað annað án frekari
greiðslu. Svipuðu máli hefur
stundum gegnt hjá flugfélögum,
en þetta „kerfi” er nokkuð breyti-
legt, og skyldu menn kanna það
vel, áður en þeir leggja af stað, á
hverju kostur er af þessu tagi.
Rétt er að mæla sérstaklega
með þvi, að fólk fari, ef mögulegt
er, akandi frá Chicago vestur til
Kaliforniu, um Klettafjöll. Þetta
mættifara á 4-7 dögum með þægi-
legu móti. Mótel eru hvarvetna.
Þó er rétt að panta fyrirfram á
aðalferðatimanum.
Reyndar má aka frá New York
til Chicago á svo sem sólarhring
með þindarlausri keyrslu,
þannig að fólk skiptist á að
keyra. Frá Chicago til Kaliforniu
mætti aka á litlu lengri tima, ef
mönnum lægi lifið á. Á móti hinu
geysilega landflæmi koma af-
burðavegir.
Bandarikin eru ekkert óvin-
gjarnlegri en önnur lönd, en sizt
skyldu Islendingar flandra ofur-
ölvi einir um nætur i banda-
riskum borgum, ef þeir vilja
halda peningum sinum og
limum. Einnig skyldi ekki ferðazt
„á puttanum” þar um slóðir, þótt
sumir hafi lifað það af.
—HH
MALLORCA
1974
Meó Sunnu
1 sólina á Mallorca
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRRTI ^ 1640012070