Vísir - 04.06.1974, Page 1

Vísir - 04.06.1974, Page 1
64. árg. — Þriðiudagur 4. júnl 1974. — 89. tbl. Foðir sinni bjargar dóttur frá drukknun Baksíða Hi Skagamenn kátir — en ný martröð hjá Ármanni — Lesið um knatt- spyrnu helgarinnar á íþróttasíðunum, bls. 9, 10, 11 og 12 KÓNGUR í MÓTBYR — og ráðuneytis- menn settir í hinn mesta vanda Listahátíð frestað Þvi fylgja ótrúlegir erfið- leikar, þegar konungskomu seinkarum sólarhring. Þetta fengu þeir að reyna i utan- rikisráðuneytinu, en þeirra verkefni er að ganga frá öll- um hnútum i sambandi við heimsókn Ólafs Noregskon- ungs. Gifurlegt illviðri i ís- landsálum mætti konungs- snekkjunni og fylgdarskip- unum tveim, og hefur skip- unum seinkað um sólar- hring. — BAKSiÐA Bandaríkja- menn heyja þorskastríð! — bls. 5 KÓNGUR BER NAFN MEÐ RENTU Fjögur ungmenni farast flugvél þeirra fór af leið sinni til Reykjavíkur og fórst í Dölum Hann hlaut beztu einkunn- ina á veðreiðum Fáks, hann Kóngur, ber sannarlega nafn með rentu. Ekki laust við að eigandinn, Hjalti Pálsson, sem var þulur veðreiðanna eins og fyrri daginn, væri með nokkuð stolt i rómnum, þcgar hann kynnti Kóng fyrir áhorfendum. — Myndin sýnir Reyni Aðalsteinsson, knapa Kóngs. — Sjá bls. 3 um veðreiðarnar. l myndinni má sjá hvar vélin rakst I hliðina rétt neðan viö þjóðveginn, sem er efst á myndinni. Litil eins hreyfils vél i einkaeign af gerðinni Beachcraft fórst i Svina- dal i Ðölum um kl. 9.10 á sunnudagskvöld. Létust fjögur ungmenni, sem i henni voru samstundis. Þau voru Pétur Sigvaldason, 25 ára,búsetturIHafnarfirði. Hann var flugmaður vélarinnar. Einar Gunnarsson, 18 ára, búsettur að Hlégarði i Mosfellssveit. Hann var flugnemi. Tvær stúlkur sem voru farþegar i vélinni. Elsa Sylvia Benediktsdóttir, Hvamms- gerði 6, 16 ára og Kolbrún Edda Jóhannesdóttir, Hvammsgerði 4, 19 ára. Vélin, sem bar einkennis- stafina TF—JOI hafði áðurflogið til Akureyrar og hélt siðan til Stykkishólms i samfloti við tvær aðrar vélar TF-KAI af gerðinni Colt og TF-MLP af gerðinni Cessna 172. Er vélarnar héldu frá Stykkishólmi, tóku þeir Einar og Pétur tvær kunningjakonur sinar með sér. Höfðu þær um nokkurn tima unnið I skelfiski þar fyrir vestan en voru báðar búsettar i Reykjavik. Tók önnur hinna vélanna einnig farþega fyrir vestan. Voru það tveir piltar, annar útlendingur. Var nú haldið til Reykjavikur. Vélin, sem fórst, villtist af leið, önnur hinna hélt áfram til Reykjavikur, en sú þriðja sneri við. Um kl. 9,10 heyrðist til TF-JOI frá bænum Miðgarði i Svinadal i Dölum. Fylgdist bóndinn, Benedikt Gislason, með ferðum vélarinnar. Flaug vélin lágt inn með Drukknaði í Reyðarvatni þrjú ungmenni náðu landi og sýndu þrekvirki Leitin að liki Reynis isköldu jökulvatninu og Dagbjartssonar, sem drukknaði i Reyðar- vatni um helgina, hefur enn engan árangur borið. Ungmennin þrjú, sem náðu landi, höfðu unnið mikið afrek með sundi sinu i land. Syntu þau um 500 metra i var ein stúlkan nær þvi að missa meðvitund á siðustu metrunum i land en vinkona hennar kom henni þá til hjálpar. —Sjá nánar i bak- siðufrétt austurhliðum dalsins. Innarlega mætti flugvélinni þokubakki, beygði flugmaður þá i vestur, en virðist að sögn sjónarvotta hafa misst stjórn á vélinni, eða þá að vélin var ekki á nægilegri ferð I beygjunni. Hrapaði vélin I hliðina fyrir neðan þjóðveginn og tók með sér simalinu I failinu. Segja sjónarvottar að skyggni hafi ekki verið verra en það, aö flugmaður hefði átt að sjá hliöina greinilega. En lágskýjað var og mikil þoka. Kom upp eldur I vélinni og varð I henni sprenging skömmu siðar. Munu ungmennin fjögur hafa látizt samstundis. Bóndinn i Mið- garði fór þegar á staðinn ásamt gesti á bænum. Einnig kom að slysstað fólk, sem leið átti um þjóðveginn. Hringdi kona Benedikts þegar i lækni og sjúkrabil. —JB— SEX SOVEZKAR Á EINUM DEGI í tengslum við flotaæf- ingar þær, sem Rússar efna tii á íslandshafi um þessar mundir, hefur ferðum sovézkra flug- véla við ísland fjölgað mikið. HERÞOTUR í siðustu viku gerðist það til dæmis, að flug- vélar frá varnarliðinu á Keflavikurflugvelii flugu á einum degi i veg fyrir sex sovézkar her- þotur, sem komu óboðn- ar inn á islenzkt flugum- sjónarsvæði. -BB- Liggur þungt haldinn eftir bflslys Klukkan 2,15 aðfaranótt sunnudags var ekið aftan á hóp fjögurra unglinga, sem voru á gangi á leið til Grindavikur að aflokinni útihátið i Svartsengi. Var það Reykjavikurbill, sem ók á unglingana, og slösuðust tvö þeirra. piltur og stúlka. Stúlkan handleggsbrotnaði og fékk fljótlega að fara heim til sin, en pilturinn fótbrotnaði á báðum fótum og höfuðkúpu- b r o t n a ð i . S a m k v æ m t upplýsingum, sem blaðið fékk i morgun, var hann enn þungt haldinn. —JB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.