Vísir - 04.06.1974, Blaðsíða 9
Visir. Þriðjudagur 4. júni 1974.
Islandsmeistararnir eru
heldur að nó sér ó
-----Keflavík sigraði Akureyri með 3-0 í 1. deildinni á laugardag-
strik!
Allt virðist benda til
þess/ að l-deildarkeppnin
ætli að verða tvísýnni í
sumar en oft áður, ef
dæma má eftir úrslitum
fyrstu leikjanna. Liðin
reita stigin hvert af öðru
IBA sigrar KR, sem síðan
sigrar IBK, og hvernig ætli
leikur ÍBK og iBA hafi
farið, svo einn þráður
deildarinnar sé rakinn? í
fáum orðum sagt, Kefl-
vikingar sigruðu með
nokkrum yfirburðum,
skoruðu þrjú mörk gegn
engu.
Eftir frammistöðu Keflvikinga
að undanförnu var það hald
manna, að liklega færu Akur-
eyringarnir með bæði stigin
norður, — enda vantaði IBK tvo
af sinum máttarstólpum, þá
Guðna Kjartansson og Einar
Gunnarsson, sem báðir eru
meiddir. En raunin varð önnur.
Áfall hjá
Brazilíu
Heimsmeistarar Braziliu léku i
gær við Basel, svissneska 1.
deildarliðið, i Basel og sigruðu
með 5-2. Staðan i háifleik var 2-2.
Balmer skoraði bæði mörk Basel,
en þeir Rivelino (3), Jairzinho og
Vadomiro skoruðu mörk Braziliu.
Yfir 40 þúsund áhorfendur sáu
leikinn — og þeir voru litt hrifnir
af leik heim smeistaranna.
Brazilia varð fyrir miklu áfalli i
leiknum. Clodoaldo lék með og
tóku meiðsli hans sig upp á ný —
þannig, að eftir leikinn var hann
tekinn út af lista Braziliu yfir
HM-leikmenn landsins. Hann
verður þvi ekki með i heims-
meistarakeppninni — en Clodo-
aldo er einn af kunnustu leik-
mönnum Braziliu, varð heims-
meistari 1970.
Keflvikingar sóttu svo til allan
leikinn, en hann var liður í
hátiðahöldum vegna 25 ára
afmælis bæjarins — sem gerir
mest allra bæja á fslandi fyrir
knattspyrnumenn sina, — svo að
norðanmenn komust ekki upp
Sautjón óra
meistari
Hinn 17 ára sænski tennisleikari,
Björn Borg, vann sinn stærsta
sigur á sunnudag, þegar hann
varð italskur meistari. Sigraði
hinn fræga Rúmena Ilie Nastase
með yfirburðum I úrslitum 6-3, 6-4
og 6-2. Borg er yngsti maður —
verður 18 ára í þessum mánuði —
sem sigrað hefur á meiriháttar
móti i tennis, — og þó þetta sé
fyrsta stórmótið, sem hann sigrar
i, hefur hann undanfarna mánuði
lagt alla beztu tennisleikara
heims að velli. Fyrir sigurinn
hlaut hann 16 þúsund dollara á
opna mótinu i Róm, sem flestir
beztu tennisleikararnir voru þátt-
takendur á.
Hann missti
af veizlunni!
i leik KR og Vikings i 1. deild
á föstudaginn meiddist einn
hinna sterku varnarmanna Vik-
ings, Heigi Helgason, sem
meðal félaga sinna gengur
undir nafninu „Basli”, illa á
fæti, og varð að yfirgefa völlinn.
Helgi, sem lék með Breiðablik
i 1. deild i fyrra, var fluttur upp
á Slysavarðstofu eftir leikinn,
þar sem fóturinn var settur i
gifs, og mun hann þvi ekki geta
leikið með Víkingi næstu vik-
urnar.
Sama daginn og leikurinn fór
fram útskrifaðist Helgi sem
stúdent úr Kennaraskólanum.
Einnig útskrifaðist Björn Pét-
ursson úr KR þennan sama dag
úr sama skóla. Hann komst
ómeiddur i veizluna, sem beðið
var með heima hjá honum þar
til eftir leikinn, en Helgi varð
að sjá af sinnl i þetta sinn. —-klp-
með neitt múður. Attu aðeins tvö
markfæri leikinn út.
Potturinn og pannan i leik ÍBK
var Hörður Ragnarsson, sem tók
fram skóna i vor eftir árshlé. Auk
þess að vera lykilmaður sóknar-
aðgerða liðsins, skoraði hann
fyrsta markið, þegar nokkuð var
liðið á fyrri hálfleik. Tókst Herði
að teygja sig upp úr þvögunni,
sem myndaðist fyrir framan
mark IBA, og skalla knöttinn
hnitmiðað i markið, — úr
sendingu frá Karli Hermanns-
syni, sem með harðfylgi tókst að
spyrna knettinum, áður en hann
fór út fyrir endamörk.
Rétt fyrir hlé bættu heimamenn
öðru marki við, reyndar með
góðri aðstoð mótherjanna. Ólafur
Júlfuss. var að kljást við vinstri
bakvörðinn, sem hugðist leysa
vandann með þvi að senda knött-
inn i áttina að marki, en Steinar
Jóhannsson var þar óvart fyrir og
lét jafn gullið færi ekki ónotað:
sendi knöttinn fram hjá Samúel
Jóhannssyni i markið, 2:0.
Akureyringar tóku smásprett i
byrjun seinni hálfleiks, en siðan
ekki söguna meir. Keflvikingar
sóttu án afláts, en vörn IBA
varðist af miklum móð, undir
stjórn Gunnars Austfjörð, hins
öfluga brimbrjóts, og hratt
hverri sóknarlotunni af annarri
þar til á 40. minútu, að Hilmari
Hjálmarssyni, sem kom inn á um
miðjan seinni hálfleik, — tókst
með naumindum hálf sitjandi að
krafla i knöttinn og senda til Ólafs
Júliussonar, sem stóð i hálfgerðri
hvildarstöðu óvaldaður á mark-
teig og afgreiddi óvænta sendingu
snarlega i netið, 3:0.
Keflvikingar eru greinilega að
ná sér á strik. Hörður Ragnars-
son er óefað sá hlekkur, sem
Enskir
unnu
Búlgarana!
Enska landsliðið I knattspyrnu,
sem nú er i keppnisför i
Austur-Evrópu, sigraði HM-lið
Búlgariu i Sofiu á laugardag 1-0.
Búlgarar, sem töldu þetta aðal-
leik sinn fyrir HM, voru ekki
minna með knöttinn, en komust
ekkert áleiðis gegn sterkri vörn
Englands. Siðan náði England
alveg yfirtökum á miðjunni þar
sem Brokking, Dobson og Bell
léku mjög vel. 1 framlinunni voru
Channon og Worthington hættu-
legastir, og það var einmitt
Worthington, sem skoraði eina
mark leiksins rétt fyrir hlé. Kevin
Keegan skallaði þá knöttinn fyrir
fætur Leicester-Ieikmannsins og
fast skot hans af 16 metra færi i
mótstætt horn réð Rumen
Goranov ekki við. 65 þúsund
áhorfendur sáu leikinn og piptu
þeir á eigin leikmenn I leikslok.
England leikur við Júgóslaviu á
miðvikudag.
Sama golfmótið sam-
tímis á tveim völlum!
Á morgun fer fram undan-
keppni i Replogle golfkeppninnar
hjá tveim golfklúbbum samtimis.
Er það hjá GK i Hafnarfirði og
GN á Seltjarnarnesi.
A báðum stöðunum hefst
keppnin kl. 17.00 en hægt verður
að komast út allt til kl. 19.30.
Leiknar verða 18 holur — án for-
gjafar — en siðan halda 16 beztu
frá báðum áfram i holukeppni,
sem öll fer fram á Nesvellinum.
Keppnin er öllum kylfingum
opin og geta þeir valið um á hvor-
um vellinum þeir vilja leika i
undankeppninni. Búizt er við, að
flestir af beztu kylfingum i
Reykjavik og nágrenni verði með
að þessu sinni, en þetta er i 3ja
sinn sem keppnin fer fram.
vantaði i liðskeðjuna. Lúðvik
Gunnarsson fyllir ótrúlega vel
skarð Guðna, þrátt fyrir ungan
aldurog litla reynslu, en hann var
ásamt Gisla Torfasyni, Ástráði
Gunnarsyni svo og Herði einn
bezti maður liðsins.
Lið Akureyringa er skipað
fljótum léttum og leiknum
piltum, sem verður þvi miður
ekki jafn ágengt og efni standa
til. Eirðarleysi og fum er mjög
áberandi i sóknarleiknum, sem af
þeim sökum rennur jafnan út i
sandinn, þegar nálgast markið.
Liðið þarf að temja sér meiri
festu og yfirvegun, ef árangur á
að nást. Auk Gunnars Austfjörðs
áttu þeir Steinþór Þórarinsson og
Jóhann Jakobsson ágætan leik.
Dómari var Guðmundur
Haraldsson og gerði það með
miklum ágætum, alveg
óaðfinnanlega.
Beckenbauer
meiddur
Angist greip um sig í
Vestur-Þýzkalandi i gær,
þegar sú frétt barst, að
Franz Beckenbauer, fyrirliði
vestur-þýzka iandsliðsins i
knattspyrnu, hefði meiðzt á
æfingu — tognað illa i maga-
vöðva. Hann verður alveg i
hvild næstu daga og alls ekki
vist, að þessi lykilmaður
landsliðsins verði með i
' fyrstu leikjunum á HM. Þá
er annar kunnur leikmaður
landsliðsins, Uli Hoeness,
einnig meiddur.
Víkingur
og Fram
í kvöld
1 kvöld verður leikinn einn leik-
ur i 1. deild Islandsmótsins i
knattspyrnu. Fram mætir Vikingi
á Laugardalsvellinum kl. 20.00.
Þessi leikur ætti að geta orðið
skemmtilegur og spennandi —
enda hressileg lið sem mætast.
Úrslitin hafa mikið að segja fyrir
bæði liðin, þau hafa ekki fengið
mörg stig i sarpinn, það sem af er
mótinu, og hvert stig er dýrmætt
úr þessu.
Þá fer einn leikur fram i 2. deild
i kvöld. Isfirðingar fá Þróttara i
heimsókn og etja kapp við þá á
Isafjarðarvelli kl. 20.00. —klp-
PUMA
gaddaskór
^jj P|
I Hlaupaskór, lang-
I stökksskór, þri-
| stökksskór, kúlu-
I varpsskór, kringlu- 1
| kastsskór, hástökks- 1
skór.
Verð frá kr. 1940 -
5500.
PUMA —
| ÆFINGAGALLAR |
Verð frá kr. 3000 - I
5400
Póstsendum. 1
Sportvöruverzlun Insólfs Óskarssonar
Klapparstig 44 — Simi 11783 — Revk>avík
KíRJAz
óumdeilanlega ómissandi alls staðar, þar
sem kerti eru höfð um hönd.
Ennþá á gömlu, góðu verði.
H^oiocur eitu5>
Skólavörðustig 8 og
Laugavcgi 11. (Smiðjustigsmegin )