Vísir - 04.06.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 04.06.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriðjudagur 4. júni 1974. 3 Svalt og blautt í Svartsengi - fœstir gistu nóttina „Hér hafa sennilega verið mest um 1500 manns”, var ojíkur sagt, er við könnuðum gang mála á Svartsengi við Grindavík. Þar hélt ungmenna- félagið á staðnum útihátið um hvitasunnuna. Veðrið seinni partinn á laugardaginn var þar mcð ágætum og á útidans- leiknum þá um kvöldið var fjöl- mennast. Fæstir gistu um nóttina, en þó var nokkuð um tjöld. ,,Ef nokkuð er hægt að tala um drykkjuskap að ráði þá var það þarna á laugardagskvöldið”, sagði lögreglumaður. „Við buðum nokkrum hópi unglinga upp i lögreglubilana og ókum þeim i fangageymslur i Kefla- vik og á Keflavikurflugvelli. Einnig var þó nokkru magni af vini hellt niður. Það þykir vist hæfa á ungmennafélags- skemmtunum að taka vin af unglingunum. En um litra- fjöldann sem við helltum niður, vitum við ekki”. Eftir dansleikinn á laugar- dagskvöldið fór að rigna, og gekk þá nokkuð brösótt að koma þeim, sem vildu i bæinn. Klukkan 2,15 um nóttina varð eina alvarlega slysið á há- tiðinni. Ók þá bifreið úr Reykjavik aftan á unglinga, sem voru á leið gangandi til Grindavikur og slösuðust piltur og stúlka, pilturinn mjög alvar- lega. Á sunnudaginn var rigning meiri hluta dagsins og fór þá að fækka tjöldum og fólki. Lög- reglan vargreinilega búin undir það versta á þessari hátið og i fámennum hópi gesta á sunnu- dagskvöldið var mergð lög- reglumanna mest áberandi. Dansleikurinn á sunnudags- Það þótti hæfa að leita að vini við hliðið. Ljósm. Visis JB. Veðreiðar Fáks í gœrdag: KÓNGUR bar nafn með rentu Það var margt um manninn á kappreiðum Fáks á Viðivöllum á annan I hvitasunnu, enda ekki amalegt veðrið. Mikið var af krökkum og ekki laust við að mörg hefðu löngun til að eignast hest. „Ég er að safna mér fyrir hesti” varð einni litilli 5 ára hnátu að orði, þegar við spurðum, hvort hún ætti nokkurn hest. Mótið gekk fljótt fyrir sig. t 350 m hlaupi stökkhesta tókum við eftir þvi, að einn hesturinn tók á rás um það bil, sem hlaupið var að hefjast. Knapinn togaði og togaði I beizlistaumana, en réði ekki við neitt. „Það er naumast hann er viljugur”, varð einum að orði þarna. Þetta var nú samt ekki einleikið, enda kom i ljós, að mélið (gúmmi) hafði farið i sundur up.pi i hestinum og knapinn, sem reyndist vera Svanur Guðmundsson, hélt bara i tóma taumana. Hesturinn hét Glæpur, i eigu Steins Einars- sonar. Mest spennandi keppni var vafalaust milli skeiðhesta á 250 m. Þar sigraði Máni, eigandi Sigurbjörn Eiriksson, knapi: Sigurður Sæmundsson, á 23,3, no. 2 Selur, sem bezta tfmann átti i fyrra, eigandi Sigurbergur Magnússon, knapi: eigandi, 23.7 no. 3. Hvinur, eigendur Sigurður og Aðalsteinn Sæmundssynir, knapi Sigurður Sæmundsson, 23,9. 350 m stökkkeppnin var mjög tvisýn og mátti varla á milli sjá, hver myndi sigra, en no. 1 varð Vinur Hrafns Hákonarsonar, knapi: Ragnar Björgvinsson, á 26.2, no. 2 Sörli Reynis Aðalsteinssonar, knapi: Aðalsteinn Aðalsteinsson, á 26.2, þarna var aðeins sjónarmunur. No. 3 var Blakkur Arnar Einars- sonar, knapi: eigandi, á 26.4. I 250m stökki vann Sörli Reynis Aðalsteinssonar, knapi: eigandi, á 19,3 no. 2 Sörli Ólafar Ólafs- dóttur, knapi: eigandi, á 19.4 og no. 3 Reykur Guðna Kristins- sonar, knapi: Kristinn Guðnason, á 19.5. t 800 m stökki vann Stormur Odds Oddssonar, knapi: eigandi, á 64,0,no. 2 Breki, eigandi Trausti Þór Guðmundsson, knapi: eigandi, á 64.0, aðeins sjónar- munur var á þessum hestum. No. 3 var Gráni Gisla Þorsteinssonar á 64.4. t 1500 m stökki vann Lýsingur Baldurs Oddssonar, knapi: Oddur Oddsson, á 2.18.6, no. 2 Veddi Guðna Krstinssonar, knapi: Kristinn Guðnason, á 2.25.5, no. 3 Húni Sigursteins Guðbrands- sonar, knapi: Garðar Sigur- steinsson, á 2.30.8. t A-flokki góðhesta fékk Kóngur Hjalta Pálssonar einkunnina 8.52, Háfeti Halldórs Eirikssonar 8.42. 1 B-flokki fékk Hrimnir Matt- hildar Þórðardóttur 8.60 og Demantur Halldórs Sigurðssonar einkunnina 8.34. —EVI Stormur er hér sjónarmun á undan Breka 1800 m stökkkeppninni, en þeir höfðu sama tima Þessum hafði þó tekizt að lauma flösku inn. Ljósm. Vísis JB. kvöldið var heldur sóðalegur i rigningu og for. Voru hreyf- ingar gesta likari þvi sem þeir væru að berja sér til hita en dansa. Hjá lögreglunni lágu svefn- pokar og bakpokar i óskilum, gleraugu og jafnvel heyrnar- tæki. „Það þýðir vist litið að kalla upp eiganda heyrnar- tækjanna, hann heyrir ekkert, það væri helzt að hengja upp auglýsingu”, sagði ungur lög- regluþjónn um leið og við hurfum út i rigninguna. Klukkan var orðin eitt, kaldir gestirnir að tinast heim og skemmtuninni i Svartsengi lokið. —JB Höfum verið taka upp mjög mikið af nýjum vörum, t.d. handskornum kristal, og ekta finnskum kristal með silfri. Við viljum vekja athygli á mjög skemmtilegum koníaks og líkjörs drykkjarpípum sem eru nýkomnar Gjörið svo vel og lítið á okkar mikla vöruúrval Gjafavörur Skólávörðustíg 16 simi 13111

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.