Vísir - 04.06.1974, Page 2

Vísir - 04.06.1974, Page 2
2 Visir. Þriðjudagur 4. júni 1974. vimsm: Hvenær eigum við að taka upp 200 riíilna fiskveiðilandhelgi.... Strax eða eftir hafréttarráðstefn- una? Jónas Haraldsson, lögfræðingur: — Ég tel rétt aö biða eftir haf- réttarráðstefnunni og sjá hvaða þróun málin taka þar. Jóhann Sveinsson, skipstjóri, Mitt álit er að það eigi hiklaust að gera það strax og vera ekki að spyrja einn né neinn um það. Það á heldur ekki aö vera að mismuna mönnum innan lögsögunnar eins og nú er gert. Magnús ólafsson, prentari: — Strax, þvi hik er sama og tap. Það á að fylgja fullkomlega eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins i þessu máli. Ingimar Þorkelsson, banka- maður: — Ætli að ekki sé rétt að bfða eftir hafréttarráðstefnunni og sjá hvað gerist þar. Viö ættum ekki aö fara neitt verr út úr þvi. Guðmundur Pétursson, lög- fræðingur: — Ég vildi helzt láta færa út i 200 milur strax. Það er sterkara vopn fyrir okkur þegar loks kemur að þessari ráðstefnu. Þráinn Finnbogason, lyfja- fræðingur: — Það á að taka hana upp strax og vera ekki að hika neitt við það. 108. skoðanakönnun Vísis: Hvenœr eigum við að taka upp 200 mílna fiskveiðilandhelgi? Strax eða eftir hafréttarráðstefnuna? „IGUÐANNA BÆNUM EKKI NÝTT STRlÐ" „Strax, eftir hverju erum við svo sem að biða?” — „Nei. í guðanna bænum ekki nýtt strið.” — „Það hefði átt að vera búið fyrir löngu, en núverandi stjórn hefur gloprað mál- inu niður.” — „Æ, hvað eruð þið að spyrja mig svoleiðis spurninga? Ég hef ekkert hugsað um þessa hluti.” ,,Ég er nú svo litil fiskæta, að min vegna mætti friða allan fiskinn. En að öllu gamni slepptu finnst mér við hafa flýtt okkur helzt til mikið hingað til, og ættum við að fara að öllu með gát.” — ,,Það er ekkert, sem ég hugsa jafnlitið um og 200 milurnar....” — „Við verð- um að gera eitthvað strax” — ,,Æ, ég er svo illa að mér i þessum efnum. Ég vil bara láta stjórnina eina um að ráða fram úr þessu.” „Eigum við ekki fyrst að tryggja okkur 50 milurnar?” Niðurstöður skoðana- könnunarinnar urðu þessar: 200 mílur strax 87 eða 39.6% Eftir ráðstefnuna 85 eða 38,6% Óákveðnir 48 eða 21,8% Ef aðeins eru teknir þeir, sem afstöðu tóku, eru niðurstöðurnar þessar: Strax 50,6% Eftir ráðstefnuna 49,6% Þetta eru nokkur dæmi um, hvernig fólk brást við spurning- unni um útfærslu i 200 mílur. Eining virðist rikja hjá al- menningi um að færa skuli fisk- veiðilandhelgína i 200 sjómflur innan skamms. Þótt fram kæmi hjá sumum, að þeir teldu að viö hefðum farið full hratt, voru þeir miklu færri en hinir. Enginn andmælti þvi, að fært yrði i 200 milur. Spurningin er þvi um það, hvort þetta skuli gert „strax” eða hvort biða skuli eftir þvi, að alþjóðlegu hafréttarráðstefnunni um land- helgismálin ljúki. Ráðstefnan hefst i sumar. Þetta er engin venjuleg ráðstefna, heldur er gert ráð fyrir, að hún kunni að standa i eitt ár og þó sennilegar i mörg ár. Svo litlu munar i niðurstöðum þessarar skoðanakönnunar milli þeirra, sem vilja 200 milur strax, og þeirra, sem biða vilja eftir niðurstöðum ráðstefn- unnar, að við verðum að úr- skurðá „jafntefli.” 39.6% vilja útfærslu strax og 38.6% eftir ráðstefnuna. 21,8% eru óákveðnir. Þetta þýðir, að mun- urinn er sáralltill og langtum minni en þau 5% frávik, sem viö gerum ráð fyrir i þessum sima- könnunum. Af þessum niður- stöðum getum viö ekki dregiö neina ályktun um það hvor hópurinn er stærri, en greini- lega eru þeir nokkuð álika að stærð. Eðlilegt er, að 200 milna fisk- veiðilandhelgi hafi nú að kalla einróma fylgi þjóðarinnar. Nú er komið i ljós, að fáir eru and- vígir 50 milna landhelginni. Jafnvel Sovétmenn, sem þó mótmæltu, virðast nú vera orðnir fylgjandi 50 milum eða meira Bretar munu vafalaust fara þá sömu braut. Við börö- umst fyrir 50 milum og höfum raunar ekki enn unnið það strið, en 200 milurnar eru strax orðið það, sem flest riki samþykkja. Við höfum ekki unnið strlð um 50 milur, og til hvers er það strið að verða, þegar jafnvel stór- veldin eru farin aö hugsa lengra með sina landhelgi? Þvi gerist það, að 50 milurnar, sem mönn- um þóttu vera talsvert mikið, eru orðnar talsvert litið, áður en þær hafa I öllu hlotið viður- kenningu. Jafnvel stöndum við i striöi fyrir alþjóöadómstóli við Breta og Vestur-Þjóðverja um 50 milna landhelgi, sem verður lik- lega stefna þeirra sjálfra, ef ekki mun meira, innan skamms. Þá er það spurningin um leikaðferðir, hvort við eigum að fara i 200 milur strax eða biða eftir ráðstefnunni. • LESENDUR HAFA ORÐIÐ Gosbrunnar til prýði A.O., einn af áhafnameðlimum Loftleiða, hringdi „Það er eitt, sem ég hef oft furðað mig á, og þaö er, að ekki skuli fyrirfinnast gosbrunnar hér I Reykjavlk. Ég held, aö það séu um 20 lönd, sem ég hef komið i og i hverju einasta þeirra eru fjölmargir gos- brunnar. 1 New York borg eru þeir ákaflega viöa. T.d. við 51. götu eru gosbrunnar fyrir utan hvern banka og þeir eru ófáir bankarnir i þeirri götu. Gosbrunna sér maöur lika viöa milli húsa og eru þeir látnir mynda alls konar fossa. Væri nú ekki alveg upplagt á 1100 ára afmæli þjóðarinnar að setja upp nokkra. Viö erum ekki svo litið hreykin af okkar ómeng- aða vatni að þaö væri óhætt, að þaðsæisthérog hvar um borgina hversu tært það er. Niður i vatni hefur alltaf róandi áhrif á fólk, og þaðeruekki allir.sem hafa tæki- færi til að fara upp i sveit til að njóta sliks, jafnvel þó að ekki þurfi langt að fara. Mér er kunnugt um, að kostn- aður við að gera gosbrunna er ekki mikill, svo ekki ætti það að standa i veginum”. Eitt af þvi, sem er er augnayndi ferðamönnum á Palma eru ein- mitt gosbrunnar á borö viö þennan, sem hér sést á myndinni viö hliöina.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.