Vísir - 04.06.1974, Page 5
Vísir. Þriðjudagur 4. júnl 1974.
5
AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón: BB/GP
FISKAFll HÆTTI AÐ
AUKAST ÁRIÐ 1972
Japan var mesta fiskveiðiþjóð
heims árið 1972. Fóru Japanir þar
með fram úr Perúmönnum, sem
höfðu verið I fyrsta sæti, en féllu
1972 niður I fjórða sætið. Heildar-
fiskafiinn minnkaði á árinu 1972
frá þvi árinu áður úr 69.7 milljón
tonnum í 65.6 milljón tonn. Fram
til 1972 hafði fiskaflinn aukizt
jafnt og þétt frá 1948, þegar hann
var 19,6 milljón tonn.
Þetta kemur fram i skýrslu
FAO, Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
sem birt var i Róm i gær.
Japanir veiddu alls 10,2
milljónir tonna af fiski 1972, en
fiskafli Perúmanna minnkaði úr
12,6 milljón tonnum 1970, 10,6
milljón tonnum 1971 i minna en
4,8 milljón tonn 1972. En á þvi ári
varð aflabrestur á ansjósuveiðum
Perúmanna.
Sovétmenn voru önnur mesta
fiskveiðiþjóðin 1972 og veiddu 7,8
milljón tonn. FAO telur, að Kin-
verjar hafi verið þriðju i röðinni
með um 7,6 milljón tonn.
A eftir þessum fjórum afla-
hæstu þjóðunum, sem veiddu um
helming alls afla ársins 1972,
koma þessi lönd:
5. Noregur 3,1 milljón tonn, 6.
Bandarikin 2,6 milljón tonn, 7.
Thailand 1,7 m.t., 8. Indland 1,6
m.t., 9. Spánn 1,6 m.t., 10. Chile
1,5 milljón tonn.
Island kemst ekki á blað yfir
mestu fiskveiðiþjóðir heims árið
1972, þá veiddust hér á landi 722,6
þúsund tonn.
[Skotimn
brúðkaupi
dótturinnar
Lögreglan I Torino skaut til
bana meintan vindlinga-
smyglara á brúðkaupsdegi
dóttur hans, þegar hann var
að hjálpa henni inn i bil, sem
flytja átti þau til kirkju.
Hermir lögreglan sjálf svo
frá atburðum, að 4 lögreglu-
þjónar hafi rutt sér leið inn i
hóp ættingja fyrir utan heimili
hinnar 18 ára gömlu brúðar.
Báðu þeir föður hennar að
fylgja sér á lögreglustöðina.
Hann þverskallaðist viö og
byssuskot, sem kom úr
hópnum, særði einn lögreglu-
þjóninn, en félagar hans þrir
hófu þá skothrið á móti. Drápu
þeir föðurinn og særðu tvo
gestanna.
„Siðustu orð föður mins
voru: Látið mig vera, þetta er
dóttir min. Ég skal gefa mig
fram, þegar brúðkaupið er
búið”, sagði 16 ára bróðir
brúðarinnar.
„Hann var bara smyglari”,
sagði ekkjan. „Og ekki einu
sinni góður smyglari. Alltaf
borgaði hann sektirnar, sem
þeir lögðu á hann. Hann var
óvopnaður”.
Brúðguminn, Giovanni De Nicola, vefur smyglaradótturina, Rosanna Lentini, örmum til að róa
hana, en faöir hennar, Gaspare Lentini, féll fyrir kúlum lögreglunnar, sjálfur óv<opnaður.
Bretar vilja
undanþágur
James Callaghan, utanrikis-
ráðherra Breta, mun i dag gera
starfsbræðrum sínum innan
Efnahagsbandalags Evrópu
grein fyrir kröfum Breta um ný
skilyrði fyrir aðild þeirra að
bandalaginu.
í dag hefst i Luxemburg fundur
ráðherranefndar EBE og verða
tengsl Breta við bandalagið þar
til umræðu. Enda þótt búizt sé við
þvi, að Callaghan setji fram kröf-
ur, sem aðrir eigi erfitt með að
samþykkja, er það skoðun sér-
fróðra, að Bretar hafi breytt um
stefnu frá 2. apríl, þegar Callag-
han hótaði úrsögn úr bandalag-
inu, ef hann fengi ekki sinu fram.
Það var eitt af kosningamálum
Harolds Wilsons i kosningunum
28. febrúar, að endursemja um
aðild Breta að EBE og efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild-
ina. Eftir að krafa brezku stjórn-
arinnar um hagstæðari aðildar-
skilmála kom fram, hafa nýir
menn tekið við stjórnartaumun-
um bæði i Vestur-Þýzkalandi og
Frakklandi. Þeir hittust um sið-
ustu helgi og komu sér saman um
að fallast ekki á neina grundvall-
arbreytingu á aðild Breta að
EBE.
Talið er, að brezka stjórnin
muni ekki halda þvi til streitu, að
sjálfum aðildarsamningnum sé
breytt. Hins vegar ætli hún að
reyna að ná sem hagstæðustum
kjörum innan hans. Samninga-
fíeiri
í EBE
'viðræðurnar verða langvinnar, og
hvorki Vestur-Þjóðverjar né
Frakkar vilja flýta þeim. Þeir
vilja sjá, hvort stjórn Verka-
mannaflokksins undir forystu
Wilsons er traust i sessi og biða
eftir nýjum þingkosningum.
Helztu kröfur Breta eru þessar:
— dregið verði úr framlögum
þeirra til sameiginlegra fjárlaga
EBE — EBE breyti um sameigin-
lega stefnu i landbúnaðarmálum
— Bretar fái að flytja inn ódýrar
landbúnaðarvörur frá samveldis-
löndunum — Bretar hafi áfram
rétt til að móta eigin byggða- og
iðnþróunarstefnu.
BANDARÍKIN í ÞORSKASTRÍÐI
A myndinni sést sovézkt beitiskip af Sverdlovgerð. En slik skip taka
þátt i flotaæfingunum, sem fara fram um þessar mundir á tslandshafi.
Flotaœfingar ó íslands-
hafi valda áhyggjum
Bandarikjastjórn hefur hert
baráttuna við erlend fiskiskip við
austurströnd landsins. Timaritið
U.S. News and World Report
segir, að það sé til merkis um
aukna hörku i þessum efnum, að
erlendir veiðiþjófar fái nú hærri
sektir en áður.
I þvl hefti timaritsins, sem kom
út i gær, segir, að á fyrstu 5
mánuðum þessa árs hafi skip frá
fjórum löndum verið sektuð sam-
tals um 750.000 dollara eða um 70
milljónir islenzkra króna fyrir
ólöglegar veiðar. Sektarupphæðin
er sú sama og erlendir veiðiþjófar
voru sektaðir um á tveggja ára
timabili — 1972 og 1973.
Timaritið segir, að bandariskir
sjómenn hafi orðið illa úti vegna
innrásar erlendra veiðiskipa inn
á mið þeirra. Til dæmis hafi sjó-
menn I Nýja-Englandi veitt 35
milljón pund af ýsu árlega á
timabilinu 1968-72, en 1973 hafi
veiöin fallið niður I 8 milljón
pund.
Erlendu skipin, sem stunda
veiðar, á þessum slóðum, eru
einkum frá Sovétrikjunum,
Japan og Þýzkalandi.
Sovézku flotaæfingarnar, sem
nú fara fram á lslandshafi,
norður af Skotlandi, vekja nú sem
endranær áhyggjur manna I
Bretlandi og beina athyglinni að
vexti og útþenslu sovézka flotans.
AP-fréttastofan vitnar i John
Moore, ritstjóra heimildaritsins
Jane’s Fighting Ships, er segir:
„Ég tel, að það sé ástæða til að
hafa miklar áhyggjur. Sovézki
flotinn er ekki varnarfloti. Geta
hans er mikil, hann siglir á öllum
heimshöfunum og framfylgir
pólitiskum vilja Sovétstjórnarinn-
ar”.
Brozki ílotinn hefur fyigzt með
æfingunum, sem nú fara fram.
Þeim er opinberlega lýst sem
„nokkuð venjulegum kafbáta-
varnaæfingum”. En Moore
bendir á, að tvö beitiskipanna,
sem þátt taka i æfingunum, séu
mun öflugri skip en nokkurt
NATO-rikjanna muni eignast á
næstu tveimur árum. Þetta eru
skip af gerðunum KRESTA I og
KRESTA II, sem búin eru fulí-
komnum eldflaugum. Búizt er
við, að sovézk flugvélamóðurskip
verði tekin I notkun á næstu
árum.
NIXON TIL ÍSRAEL
Nixon Bandarikjaforseti
leggur af stað i næstu viku i
hringferð landa i milli i
Austurlöndum nær. Telja
menn tilganginn vera þann að
efla álit Bandarikjanna i þess-
um órólega heimshluta og
fylgja þannig eftir þvi, sem
Kissinger utanrikisráðherra
ávann landi sinu með fram-
göngu sinni i friðarsamning-
unum. Nixon ætlar að vera niu
Nixon og Kissinger,— Leiötog-
inn ætlar að feta i slóð
sendimanns sins.
RAUÐIR VARÐLIÐ
AR í MOSKVU
Sovézkir varðiiðar, sjálf-
boðaliðar úr röðum óbreyttra
borgara, sem ganga undir
nafninu „Drusjinniki”, hafa
nú fengið aukið umboð af hálfu
yfirvalda. Hafa þeir nú heim-
iid til þess að handtaka fólk og
liafa það i haldi.
Stjórnarmálgagnið „Isve-
stia” hermir frá þessum tið-
indum og þvi með að þessir
sjálfskipuðu varðliðar geti nú
notið tilsagnar lögreglunnar,
ef þeir vilja — hver sem vill
setja á sig rauðan armborða
og vera lögreglunni innan
handar.
Drusjinniki hefur verið
gagnrýnt af almenningi i Ráð-
stjórnarrikjunum fyrir rudda-
lega framgöngu. Þeirra verk-
efni verður eftir sem áður að
viðhalda röð og reglu, hindra
afbrot og aðstoða i neyðartil-
vikum. Þeirra umbun fyrir
verða svo gjafir, ókeypis far
með farkostum á vegum þess
opinbera og aðstoð við að festa
kaup á ibúðum.
Charles Colson
Colson játaði
Enn einn fyrrverandi ráð-
gjafi Nixon forseta á fyrir
höndum að verða sóttur til
saka. Charles Colson, „sérleg-
ur ráðgjafi” llvita hússins,
játaði sig sekan i gær um inn-
brotið, sem framið var hjá
sálfræðingi Daniel Elisbergs
fyrir 3 árum.
Uppljóstranir Ellsbergs fyr-
ir 2 árum um „Pentagon-
skýrsluna”, sem fjallaði um
leyndaráætlanir Bandarikj-
anna varðandi Indókina,
leiddu til málshöfðunar þess
opinbera á hendur honum.
Ellsberg var sýknaður, en
strax áður en mál hans kom
fyrir, bárust frá Hvita húsinu
ýmis áfellandi ummæli i hans
garð.
Colson stóð að þessari rógs-
herferð og um leið að innbrot-
inu hjá sálfræðingi Ellsbergs,
þótt það væru að visu „hler-
unarsérfræðingarnir”, sem
verkið unnu. — Hann viður
kenndi að hafa ásamt nokkr-
um ónafngrgindum mönnum
reynt að spilla málstað Ells-
bergs, meðan á réttarhöldun-
um stóð.