Vísir - 04.06.1974, Side 7
Visir. Þriðjudagur 4. júni 1974.
7
immiim
umsjón G.P.
barna auðið. Prinsessurnar
Ragnhildur og Astriður, og Har-
aldur krónprins, sem kom hingað
til lands i heimsókn fyrir nokkr-
um árum. Var það ekki litið fagn-
aðarefni norsku þjóðinni, þegar
krónprinshjónunum, Olafi og
Mörtu, fæddist sonurinn 1937, en
það var i fyrsta sinn i nær 600 ár,
sem Noregi fæddist konungsefni.
Var þetta mjög samrýnd fjöl-
skylda, sem naut óskiptrar hylli
þjóðarinnar, og varð ekki úr huga
hennar slitin , ekki einu sinni þótt
Þjóðverjar hernæmu Noreg og
þau yrðu að flýja land.
Þeir Hákon konungur og ölafur
krónprins fylgdu norsku hersveit-
unum þá tvo mánuði, sem landið
veitti viðnám, en eftir uppgjöfina
i júni fóru þeir með rikisstjórn
Noregs yfir til Stóra-Bretlands,
þar sem þeir voru til styrjaldar-
loka sem tákn um frjálsan Noreg.
Það hafði þó ekki verið krón-
prinsinum unga að skapi að flýja
land, og hafði hann boðið rikis-
ráðinu að gerast fangi hernáms-
liðsins, en þvi boði var hafnað, þvi
talið var, að hann gæti orðið þjóð
sinni að meira gagni sem frjáls
maður.
Marta krónprinsessa og börn
þeirra hjóna voru i Washington
striðsárin og komu með Hákoni
konungi til Noregs aftur I júni
1945, en þá var ólafur búinn að
vera nær mánuð heima, þvi að
hann hafði snúið heim strax 5
dögum eftir að Þjóðverjar gáfust
upp. Til þess þurfti hann að visa á
bug ráðum varfærnari manna,
sem óttuðust, að Þjóðverjavinir
einhverjir kynnu að sýna honum
banatilræði. Ok hann um götur i
opinni bifreið, tilvalið skotmark,
hverjum sem vildi, en var alls
staiar fagnað með blómum.
í sama látlausa andanum, sem
Ólafur krónprins hafði verið alinn
upp, ól hann sin börn upp við eins
venjulegar aðstæður og við varð
komið. Af þvi leiddi svo að kon-
ungsfjölskyldan hefur ávallt átt
létt með að blanda geði við al-
menning. — „Sumum finnst
kannski að við höfum átt of létt
með það”, spaugaði Ólafur kon-
ungur i brúðkaupsræðu, sem
hann flutti syni sinum Haraldi
krónprins, þegar hann valdi sér
maka af borgaralegum ættum,
rétt eins og báðar prinsessurnar,
systur hans, höfðu gert á undan
honum.
Þessari samrýndu fjölskyldu
var ekki lltill harmur kveðinn,
þegar Marta prinsessa andaðist
5. april 1954 eftir langvarandi
veikindi og aðeins nokkrum vik-
um áður en þau hjónin gátu hald-
ið hátiðlegt silfurbrúðkaup sitt.
Sfðan hefur Ólafur konungur ver-
ið ekkjumaður.
Eins og nafni hans og forveri,
Tryggvason, var Ólafur konungur
vel íþróttum búinn. Enda var
hann stundum nefndur „iþrótta-
konungurinn”. Þriggja ára göml-
um voru honum gefin skiði, sem
hann lék sér á i brekkunum i hall-
argarðinum, og hefur hann alla
daga haldið tryggð við þá iþrótt.
Þótt hann stökkvi ekki lengur af
pallinum við Holmenkollen, þar
sem hann vann til verðlauna ung-
ur maður, þá bera þegnar hans
oft kennsl á hann brunandi niður
skiðabrekkur innan um annað
skíðaáhugafólk, þegar stund gefst
til. Og sjaldan lætur hann sig
vanta I áhorfendastúkuna, þegar
iþróttamót fara fram.
Þegar hann gegndi herskyldu
sinni, þjónaði Ólafur krónprins i
flotanum, og siglingar eiga ávallt
mikil itök i honum. Nafnbótina
„iþróttakonungur” hlaut hann
einnig fyrir það, að hann var með
beztu kappsiglingamönnum
heims, og vann hann gullverð-
launin fyrir land sitt i ólympiu-
keppninni i Amsterdam 1928, þar
sem hann keppti. Hvert sumar
bregður hann sér að stýri „Nornu
X”, sem er 5,5 metra löng kapp-
siglingarskúta, og ekki er lengra
en siðan i september 1971, að
hann keppti á alþjóðlegu siglinga-
móti við Long Island fyrir Noregs
hönd. Frá honum hefur Haraldur
krónprins siglingaráhuga sinn.
cyWenningarmál
FRETTIR OG FJOLMIÐLAR:
Pólitík í útvorpi
í prentaraverkfalli i
vor gáfust nóg tækifæri
til að hlusta á útvarpið.
Ætli flestir hafi ekki
komist að þvi að út-
varpsíréttir væru alveg
nægjanlegar tii að
fylgjast nokkurn
veginn með daglegum
tiðindum. Ef menn
söknuðu blaða sinna,
og það voru vist marg-
ir farnir að gera um
það, er lauk, var það út
af einhverju öðru en
þeirra daglegu tíðinda-
sögn.
Prentaraverkfallið var ekki
bara lærdómsríkt dæmi um
misheppnaða og marklausa
kjarabaráttu. Hin langastöðvun
á útkomu dagblaðanna er sagt
að hafi stofnað þeim I fjárhags-
lega kreppu, sem langan tima
taki að ráða fram úr að nýju, ef
hún ekki riður einhverju
þeirra að fullu. Sjálfsagt þarf
þó meira að koma til svo að hin
langvinna uppdráttarsýki
Alþýðublaðsins, til dæmis, verði
að fullkomnu helstriði. En ætli
það láti ekki nærri að sameigin-
legt tap dagblaðanna hafi étið
upp hinn riflega fjárstyrk sem
alþingismenn veittu blöðunum I
vetur?
Mjög trúleg saga?
Einhvern tima i verkfallinu
birtist I sjónvarpi dálltið yfirlit
yfir hag dagblaðanna og þar
með tölur um núverandi upplag
þeirra. Eftir þeim að dæma er
Morgunblaöið enn sem fyrr
langsamlega stærst, meöal-
upplag þess aö sögn komið yfir
40.000 eintök á dag, Tlminn og
Vísir koma næst með um þaö bil
helmingi minna upplag, Visir
nokkru stærri, en Þjóöviljinn og
Alþýðublaðið reka lestina með
meira en helmingi minna upp-
lag en Visir og Timinn.
Þessar tölur benda til að
stöðvast hafi hin mikla aukning,
sem varð á upplagi VIsis fyrir
nokkrum árum, þegar blaðiö
ruddi sér til rúms sem næst-
stærsta blað á markaðnum.Það
mun lika láta nærri, aö með
meöal-upplagi um og yfir 20.000
eintök sé mettaður markaður
blaðsins i Reykjavlk og grennd.
A hinn bóginn er ekki aö sjá að
hin miklu umsvif sem fylgdu
nýjum framkvæmdastjóra á
Timanum, hafi aukið upplag
blaösins til neinna verulegra
muna — hvernig sem gengur að
ná tekjum upp I aukinn til-
kostnað af stækkun blaðsins.
En upplagstölur Morgun-
blaðsins eru einkennilegar Ef
gert er ráð fyrir þvi, sem oft er
gert, að 3 lesendur séu um
hvert eintak að jafnaði nær
Morgunbl. með upplagi yfir
40.000 eintök til þvi sem næst
allra uppkominna lesenda á
landinu. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem blaðið hefur
sjálft birt um útbreiðslu sina
verður hins vegar alveg reglu-
bundin aukning á upplaginu frá
ári til árs. Er það mjög trúleg
saga að Morgunblaðiö sé orðið I
vitund beinlinis allra lands-
manna viölika nauðsynjavara
og mjólk eða brauð?
Fréttir og pólitik
En prentaraverkfallið var
Ihugarvert um hlutverk, gildi og
áhrif dagblaðanna fyrir þá sem
áhuga hafa á þvl efni, ekki sist
af þvi að einmitt I verkfallinu
gerðist mestöil hin pólitiska at-
burðarás sem leiddi til þingrofs
og kosninga I vor. Ætli þeir at-
burðir hefðu orðið á nokkurn
hátt öðurvisi en raunin varð þótt
blöðin hefðu komiö við sögu með
öllum tilbeyrilegum æsingum i
málafylgju? Um það er likast
til þarflaust að spá, en spyrja
má um hitt i staðinn, hvort al-
menningur hefði á einhvern hátt
átt hægara að fyljgast með at-
burðum, gera sér grein fyrir þvi
sem var að ske, ef menn hefðu
haft blöð sin eins og endranær.
Eða hefði hlutverk blaðanna
einvörðungu verið að kynda
undir auknum æsingum út i frá
kringum atburðina á þingi?
Það hygg ég að ekki veröi
véfengt að eftir aö atburöir tóku
að gerast á þingi og I flokkunum
hafi útvarp og sjónvarp staðið
vel i stykkinu, flutt skjótar og
skilmerkilegar fréttir af þvi
sem fram fór og jafnframt
gert stjórnmálamönnum
og flokkunum kleift að koma
sinum sjónarmiðum og skýr-
ingum_ fram i fréttaaukum
og viðtalsþáttum. Nú var lika
brugðið á þá nýlundu, sem oftar
mætti þegar fréttnæmir at-
Fyrsta grein
eftir
Ólaf Jónsson
burðir gerast, að flytja efni
beint úr þingsölunum i útvarp
og sjónvarp. A hitt hefur aftur á
móti verið bent að fréttir af að-
draganda þessara atburða hafi
verið óeðlilega takmarkaöar.
einkum vegna þeirrar dular er
af opinberri hálfu var dregin á
hina frægu skýrslu hag-
rannsóknastjóra um efnahags-
ástandið. Til þurftu að koma
blaðamenn i sérstökum frétta-
auka til að gera þessa frétt
uppskáa I útvarpinu — þeir sem
ekki kusu að þegja um hana. En
þarna gafst fyrir vikið svipsýn
af málHutningi blaðanna um
þessi efni, ef þau hefðu komið út
þessa dagana.
Meiri pólitik
i útvarpið!
En bæði af þvl sem útvarpið
gerði I verkfallinu og þvi sem
var ávant fréttaflutninginn
hygg ég að draga megi þá
ályktun að bæði væri svigrúm
og þörf fyrir aukinn pólitiskan
fréttaflutning I útvarpinu —
vitaskuld innan þess ramma,
sem settur er af starfsreglum
útvarps um „óhlutdrægni”
gagnvart mönnum og málefn-
um. Þær reglur segja vel að
merkja ekki að pólitisk skoðun
megi ekki koma fram I útvarp-
inu, né heldur að allar skoðanir
á hverju tilteknu máli þurfi
endilega að koma allar fram i
einu, heldur einungis það sem
sjálfsagt er, að jafnvægi skuli
vera I fréttaflutningnum I heild.
Útvarpsfréttir um verkfalls-
timann held ég að hafi sýnt að
slikan fréttaflutning væri út-
varpið fullfært um að leysa af
hendi. Vera má að útvarpið sé
þegar komið út á þessa braut
meö aukningu pólitiskra frétta I
fréttatimum, og með sinum sér-
stöku þingmálaþáttum I útvarpi
og sjónvarpi sem oft hafa verið
furöu áheyrilegir, alveg öfugt
við hinar fyrri þingfréttir út-
\
varps. En þá þætti mætti vita-
skuld gera að að miklu fjöl-
breyttari vettvangi pólitiskra
frétta og umræðu.
Aukinn pólitlskur frétta-
flutningur i útvarpi og sjónvarpi
mundi sjálfsagt verða til þess að
draga enn úr pólitisku frétta-
gildi og þar með trúlega áhrifa-
mætti dagblaðanna. En þótt
margt sé talað um pólitisk áhrif
blaðanna, og af trú manna á þau
helgast auðvitað hinir riflegu
opinberu fjárstyrkir til
biaöanna, er áreiðanlega næsta
torvelt að mæla þau eða aHa
annarrar áreiöanlegrar vit-
neskju um það hvernig þeim sé
farið. Ætli reynslan af verk-
fallstimanum bendi ekki til að
áhrif blaða á raunverulega
skoðanamyndun séu oft mjög
ofmetin, hvaða gagn sem þau
svo gera flokkunum við að halda
fylgi kjósenda eftir að þeir eitt
sinn hafa skipað sér I flokk.
Minnsta kosti varð það ekki séð,
af sveitarstjórnakosningunum
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
neins i misst þótt hann nyti ekki
sinna miklu yfirburða I blaða-
kosti um svo langan tima svo
skömmu fyrir kosningar. Eða
halda menn að úrslitin hefðu
oröið önnur ef verkfall hefði
staðið fram yfir kosningar eins
og farið var að spá um tíma?
Áróður og áhrif.
Hið sameiginlega framboð
jafnaðarmanna sem mest af-
hroð beið i kosningunum hafði
Hka við minnstan og lakastan
blaðakost að styðjast, og ekki
varð séð að jafnræði þeirra við
aðra flokka i útvarpi og sjón-
varpi rétti þeirra hlut. Aftur á
móti unnu samtök frjálslyndra
og vinstri manna sinn stóra
sigur árið 1971 án svo sem neins
blaðafylgis, og það þótt mál-
gögn og málsvarar annarra
flokka létu á þeim ganga I
kosningabaráttunni að framboð
þeirra væri misheppnað og
fyrirfram vonlaust. Og sú rök-
semd er þegar á lofti gegn sam-
tökunum i sinni núverandi
mynd i þeirri kosningabaráttu
sem er að hefjast.
Það má vel vera að
kosningabarátta I útvarpi og
sjónvarpi sé i raun áhrifameiri
en barátta blaðanna um hin
heiðruðu atkvæði. En
kosningabaráttan i þessum
fjölmiðlum I vor, eða það sem
ég sá og heyrði af henni, fannst
mér furðu daufleg, nokkurn
veginn fastlæst i venjubundnu
formi útvarpsumræðna um
þingmál og stjórnmál. Það
hlýtur samt að vera skylda út-
varps og sjónvarps viö
hlustendur sina, að þvi leyti,
sem fengist er við pólitik , aö
búa einnig þessu efni eins að-
gengilegt og útgengilegt form
eins og unnt er.
Upplag blaðanna samkvæmt þeirra eigin upplýsingum i sjónvarpinu: Morgunblaðið yfir 40.000 eintök, Visir rúmlega en Timinn
tæplega 20.000 eintök. Þjóðviljinn innan við 10.000 en Alþýðublaðið um það bil 5000 eintök á dag. Ætla má að upplag minni biaðanna sé
rétt áætlað, en tölur Morgunblaðsins eru skrýtnar. Af þeim má ætla að yfir 120.000 manns lesi blaðið daglega. Getur það verið satt?