Vísir - 04.06.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 04.06.1974, Blaðsíða 20
visir Þriðjudagur 4. júni 1974. Hvolfdi kœjak ó pollinum Honum hefur sennilega þótt veðrið á Akureyri vera allt of fag- urt til að fara að sofa manninum, sem fékk lánaðan kæjak hjá ná- granna sinum klukkan 6 á hvita- sunnudagsmorgun. Hélt hann niður á Pollinn og hugðist fá sér skemmtisiglingu. Gekk nú ékki betur til en svo, að kænunni hvolfdi undan ræðar- anum og féll hann i sjóinn. Það vildi honum til happs, að árrisulir Akureyringar eiga það til i góðu veðri að dorga niður við Pollinn. Sá einn slikur dorgari til manns- ins i sjónum og kom til hjálpar. Tókst honum að koma manninum á land og náði hann sér fljótlega. Á Akureyri var mikið um utan- bæjarfólk um helgina. Var ölvun allnokkur á götum bæjarins að- faranótt sunnudagsins. Gat lög- reglan þess, að fangageymslur hennar hefðu fyllzt i fyrsta sinn á þessari nóttu. Voru 18 manns i geymslu, jafnt utanbæjarfólk sem innfæddir. —JB- Seinkun konungskomunnor veldur ýmsum óþœgindum Setningarathöf n Listohátíðar jafnvel frestað af þeim sökum Hér lónar konungsskipið Norge I hægum andvara við bólvirki. Um helgina reyndi heldur betur á skipið i Islandssálum. „Margs háttar erfiðleikar hafa fylgt frestun konungskom- unnar”, sagði Pétur Thorsteins- son ráðuneytisstjóri I viðtali við Visi i morgun. „Akveðið hefur verið að fresta aliri dagskrá um 24 tima, og hefur Noregs- konungur gefið samþykki sitt fyrir þvi. Hann mun þvi ganga á land ídukkan tiu i fyrramálið”. „Strax og ljóst var, að veður tefði fyrir konungi og hann gæti ekki komið til landsins I dag, var hafizt handa við að flytja ölí dagskráratriði aftur um einn sólarhring. Rákumst við þá á margar tálmanir”, sagði ráðu- neytisstjóri. „Konungur átti að sitja kvöld- verðarboð forseta íslands að Hótel Sögu i kvöld, og þegar fresta skyldi þvi boði til miðvikudagskvölds, kom I ljós, að salurinn var upptekinn. Þegar tekizt hafði að hagræða þvi, komu fram enn aðrir erfið- leikar, eins og t.d. þeir, að nokkrir tónlistarmannanna, sem áttu að spila fyrir konung, áttu þá um leið að vera við leik I Leðurblökunni i Þjóð- leikhúsinu”, sagði Pétur. Og hann hélt áfram: „Ráðuneytið hefur nú haft samband við alla boðsgesti kvöldverðarins á Sögu. Kom þessi frestun illa við þá marga, og nokkrir sjá sér ekki fært að mæta á miðvikudagskvöldinu af ýmsum ástæðum”. Eins urðu ýmsir árekstrar, þegar boði konungs um borð I snekkju hans var frestað frá fimmtudagskvöldi til föstudags- kvölds. Forseti íslands situr það boð, en átti á föstudagskvöldið að flytja ræðu við setningu Listahátiðar. Setningarathöfn hátiðarinnar hefur nú verið frestað af þeim sökum til kl. 16 á laugardag. Noregskonungur mun fara til Akureyrar á fimmtudag I stað miðvikudags, og hann stigur á land I Vestmannaeyjum á laugardag i stað föstudags. Samkvæmt fréttum frá konungsskipinu gerði sjóveiki ekki vart við sig um borð þrátt fyrir það óyndisveður, sem gekk yfir aðfaranótt sunnudags og fram á hvitasunnumorgun. Konungsskipið og herskipin tvö, sem hafa fylgt þvi frá Bergen, ,,Þr ándheimur” og „Stavanger”, lentu þá um nóttina i allt frá niu hnútum úr norðvestri til hins mesta storms. —ÞJM Kaffiskortur: Lítið um kaffi í búðunum — og beðið eftir verðlagsstjóra „Það er engin skortur á kaffi i landinu, það stendur bara á að fá nýtt verð á það”. Þetta sagði Ólafur Ó. Johnson, forstjóri 0. Johnson & Kaaber i viötali við Visi i morgun. Eins og menn hafa orðið varir við, eru það margir, sem hafa þá sögu að segja, að hafa ekki getað hellt upp á könnuna um helgina Ut af kaffileysi. Að vonum hélt fólk, að það væri kaffiskortur i land- inu. Þar sem verðstöðvun rikir, verður allt þyngra i vöfum, en kaffi fer hækkandi á heimsmark- aði. Auk þess sem nýlega varð gengislækkun, sem auðvitað hef- ur áhrif á verð á kaffi. Við náðum i Hermann Jónsson skrifstofustjóra hjá verðlags- stjóra. Hann sagði okkur, að þeir gætu ekki gefið neinar upplýsing- ar fyrirfram um verð. Ekki vissi hann til, að fundur yrði haldinn i dag, þar sem ákvörðun væri tekin um kaffiverðið, en þó gæti það verið. —EVI- Faðir bjargar dóttur sinni fró druknun í gærkvöldi tókst föð- ur með snarræði að bjarga 6 ára gamalli dóttur sinni frá drukknun i Eyjafjarð- ará við Saurbæ i Eyja- firði. Atvik voru þau, að fjölskyldan var i heimsókn að Saurbæ hjá foreldrum konunnar. Fóru tvö systkinin niður að ánni. Fóru þau að vaða i ánni og hreif straum- urinn sex ára gamla stúlkuna, sem gat sér enga björg veitt. Hljóp systkini hennar þá heim að bænum og náði i hjálp. Kom faðir stúlkunnar á staðinn og náði henni. Var stúlkan þá með- vitunarlaus, en föðurnum tókst fljótlega að koma henni til með- vitundar á ný. Varfarið með hana á sjúkrahús á Akureyri, en henni virðist ekki hafa orðið alvarlega meint af óhappinu. -JB Syntu 500 metra í ísköldu vatninu Slysið á Reyðarvatni aðfaranótt hvitasunnu- dags mun hafa átt sér stað með þeim hætti, að ungmennin um borð i bátnum voru að skipta um undir árum4 Þegar þau stóðu upp i þeim til- gangi, hvolfdi bátnum. Tókst þeiin ekki að snúa honum við og syntu þvi af stað til lands. Syntu þau undan vindi, þó að það væri þannig nokkuð lengra i land eða um 500 metrar. Reynir Dagbjartsson, 18 ára gamall, synti i átt að sandrifi, en hinn pilt- urinn, sem hafði verið um borð i bátnum og stúlkurnar tvær syntu i átt að tjöldum, sem stóðu nærri gæzluskúrnum I Sandvfk. Reynir náði ekki landi og drukknaði. Hann var til heimilis að Kaplaskjólsvegi 31 i Reykja- vik. Hann lætur eftir sig unnustu, sem hafði verið með i róðrinum. Þau þrjú, sem náðu landi, unnu mikið afrek með sundi sinu i nist- ingsköldu vatninu. Onnur stúlkan var orðin mjög máttfarin, þegar hún var að nálgast land, og naut hún hjálpar vinkonu sinnar sið- ustu metrana. öll voru ungmenn- in fjögur með bjargbelti. Slysið átti sér stað klukkan tvö um nóttina og var þá súld og lág- skýjað. Vöktu pilturinn og stúlk- urnar þrjár menn i einu tjaldinu og var þegar haft samband við slysavarnadeildina i Reykholts- dal og lækni að Kleppjárnsreykj- um, sem komu nokkru siðar á staðinn. Var strax farið að leita Reynis og um morguninn komu slysa- varnadeildir Ur Borgarnesi, Þverárhlið og frá Akranesi og höfðu með sér útbúnað til að slæða vatnið. Sömuleiðis kom — 18 ára piltur úr Reykjavfk drukknaði í Reyðarvatni aðfaranótt sunnudags þyrla Slysavarnafélagsins og Landhelgisgæzlunnar til leitar. Stóð leitin allan sunnudaginn, en seinni hluta dagsins var komin svartaþoka og leit þvi hin erfið- asta. 1 gær var leit haldið áfram og höfðu þá enn fleiri aðilar bætzt i hóp leitarmanna. Stóð leitin allt til kvölds án árangurs. Strax á sunnudag fannst bátur- inn, sem ungmennin höfðu verið á um nóttina, og þá fannst einnig Ulpa.semReynir mun hafa verið i utan um bjargbeltið. —ÞJM Þau fórust í flugslysinu Ungmennin fjögur, sem fórust i flug- slysinu í mynni Svinadals i Dölum að kvöldi hvitasunnu- dags voru þessi: Pétur Sigvaldason Einar Gunnarsson Elsa Sylvia Benediktsdóttir Kolbrún Edda Jóhannesdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.