Vísir - 05.06.1974, Side 3

Vísir - 05.06.1974, Side 3
Visir. Miövikudagur 5. júni 1974. 3 „Þaö vantar ekkert nema húsgögnin”, sögöu smiöirnir, sem voru aö leggja siöustu hönd á innréttingarnar. Ljósm. Bragi. „Mildi að ekki hafa orðið stórslys" Ibúar Hólahvems vilja gœzluvöll „Slysahætta hér i hverfinu er mikil, þar sem allar ibúöarblokk- irnar eru i byggingu og mikið er hér af ungum börnum, sem erfitt er að fylgjast meö, svo aö vel sé.” Þetta segir i áskorun til borgar- ráðs, sem nær allir fullorðnir ibú- ar I Hólahverfi i efra Breiðholti hafa undirritaö. íbúarnir fara þess eindregið á leit við borgaryfirvöld, að komið verði upp bráðabirgðaleikvelli, starfsvelli, með gæzlu i hverfinu sem allra fyrst, þar til endanlegir leikvellir verði tilbúnir. Hverfið er i byggingu, en fólk hefur flutzt þangað mun hraðar en búizt hafði verið við. Þetta er yfirleitt barnafólk, börnin yfirieitt korn- ung, á „hættulegasta aldri” 4-6 ára. Foreldrar eru yfirleitt ungir.og margar mæðurnar vinna úti. Gert er ráð fyrir gæzluvelli fyrir haustið, en ibúarnír álita það of seint að telja mikla mildi, að ekki skuli haf orðið stórslys á börnum að leik við hálfbyggð hús- in, undir vinnupöllum, við Elliða- árstifluna og svo framvegis. Bent er á, að stutt er niður að EUiðaár- stiflu, þar sem engin gæzla sé nema yfir iaxveiðitimann. Undir áskorunina hafa ritað rúmlega 390 ibúar, sem eru nær allir fullorðnir ibúar i hverfinu. — HH REYNT AÐ STÖÐVA HAMSTRIÐ ,,Það er nú ekki hægt að kalla það skömmtun á kjöti til kaupmanna. Hins vegar gengur erfiðlega að koma svona miklu kjöti i bæinn, svo að kaup- menn hafa fengið svipað magn og þeir hafa vanalega keypt undir eðlilegum kringumstæðum”. Þetta sagði Guðjón Guðjóns- son, deildarstjóri hjá Afurða- sölu SÍS, þegar við spjölluðum við hann i morgun. Hann sagði okkur, að þetta værikannskeekkinógkjöt fyrir kaupmenn, þar sem töluvert bæri á hamstri. Nógar birgðir ættu samt að vera til i landinu fram að næstu sláturtið. Um mánaðamótin april-mai var til 700 tonnum meira kjöt en á sama tima i fyrra. Svarar það til u.þ.b. mánaðarneyzlu á kjöti yfir allt landið. Afurðasala SIS hefur nú hætt sölu til almennings I heilum skrokkum frá og með siðast- liðnum föstudegi. Sagðist Guðjón búast við þvi, að kaup- menn myndu hætta að selja kjöt i heilum skrokkum og selja þá t.d. lærin, framparta, kótilettur o.s.frv. sér. —EVI— FYLKINGIN KOSTUÐ AF CIA —EÐA HVAÐ? Þjóöviljinn gerir þvi skóna i leiöara sinum á laugardaginn, að bandariska leyniþjónustan, CIA, kosti starfsemi Fylkingar- innar, KSML og annarra vinstri afla, sem bjóða nú fram til þingkosninga Segir svo i leiðara Þjóð- viljans: „Alkunna er, að banda- rlska leyniþjónustan hefur ótæpilega veitt fjármagn til alls konar flokka og flokksbrota, sem undir yfirskyni róttækni reyna að gera sig dýrlega i augum kjósenda. Sem betur fer hafa tslendingar ekki kynnst þessum vinnubrögðum. Hinu hafa menn kynnst siðustu dagana, hvað Morgunblaðið fagnar innilega framboðum Fylkingarinnar, KSML og slikra flokka. Fögnuðurinn er einna llkastur þvi, er foreldrar horfa stoltir á afrek afkvæma sinna. Þaðmá vera vinstri mönnum til marks um klofningshópa þessa, hversu fögnuður Morgunblaðs- ins er eindreginn”. Þess má geta i leiðinni, að á listum Alþýðubandalagsins, KSML og Fylkingarinnar má á öllum finna blaðamenn frá Þjóðviljanum, svo blaðið ætti að geta fengið greiðar upplýsingar um fjármögnun framboða þess- ara aðila —JBP— Lax lœkkar um helming „Það litur vægast sagt ákaf- lega illa út með sölu á laxi nú i sumar”, sagöi Ólafur Jónsson hjá Unex I viötali viö Visi i morgun. Olafur hefur selt ferskan lax úr landi undanfarin ár. Hann sagði, að Norðmenn seldu langmest af laxi og að þeir ættu i fórum sinum hundruð tonna af frystum laxi frá þvi i fyrra. Einnig væri töluvert magn til hér á landi, sem ekki hefði tekizt að selja. Ólafur fræddi okkur á þvi.að i fyrra hefðu Kanadamenn sett óhemju magn af laxi á mark- aðinn, hinum svokallaða Kyrra- hafslaxi, og er hann seldur fyrir um helmingi lægra verð en Atlantshafslaxinn, sem við veiðum hér. Árið 1972 var metár i sölu á laxi hér,og seldust þá um 40 tonn. Kostaði stærsti fiskurinn i kring- um 600 kr. hvert kg. I ár er boðið i kringum 320 kr. fyrir stærsta laxinn. Er þá miðað við 7 kg og yfir. 3-5 kg lax er á 200kr.,5-7 kg á 260 kr. Ólafur sagði okkur, að mikill munur væri á, hve Atlants- hafslaxinn væri betri en Kyrra- hafslaxinn, en þvi miður vissu neytendur það ekki almennt. I ár hefur verið spáð góðri lax- veiöi hér á islandi. Bændur i Borgarfirði eru þegar byrjaðar veiðar og hefur gengið vel. A Suðurlandi er veiði að hefjast. „Islenzki laxinn fer mest á markað i Noregi, nánar tiltekið i Osló. Það kann að þykja ein- kennilegt, en ástæðan er sú, að Norðmenn hafa bezta dreifi- kerfið”, sagði Ólafur að lokum. —EVi í

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.