Vísir - 05.06.1974, Síða 4
4 Vísir. Miðvikudagur 5. júni 1974
AP/INITB, ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MO
r
Operusöngvar-
ar í verkfalli
Siðari hluta óperunnar Don
Carlos eftir Verdi seinjcaöi um
rúma klukkustund i óperuhöll-
inni i Róm, þegar söngvararn-
ir fóru i skyndiverkfall til aö
knýja fram kaupgreiðslur.
Þaö haföi verið gert 25
mlnútna hlé, en svo dróst, aö
söngvararnir kæmu fram á
sviðiö, og áheyrendur létu i
ljós óánægju slna. Kom i ljós,
aö söngvararnir vildu fá kaup-
iö sitt i hléinu, eins og venja
væri, og ekkert múður meö
þaö.
Sættir tókust þó, svo að
óperan var flutt til enda, en
ekki var látið uppi, hvort
kaupiö var greitt.
2000
brandarar
Ken Dodd, grinisti, telur sig
eiga heimsmetið I að hafa
skemmt látlaust 3 stundir, 7
minútur og 30 sekúndur. Metið
setti hann i gær i konunglega
leikhúsinu i Liverpool. Sagði
hann 2000 brandara á þessum
tima. 1 metregnabók Guinness
er hvergi vikið að þvi, hvað
menn hafa staðið lengst á sviði
frammi fyrir leikhúsgestum.
r
Astralir fá bœtur
vegna thalidomide
1 Astraliu hafa foreldrar 17
fórnarlamba thalidomide
lyfsins tekið boði um 250
milljón króna skaðabætur frá
lyfjaframleiðandanum, sem
setti lyfið á markað. Þar með
er svo til lokið átta ára mála-
þrasi ástralskra foreldra
vegna thalidomide, og
þó..Enn er nefnilega beðið
læknisúrskurðar um 25 önnur
börn, sem talin eru hafa beðið
tjón af thalidomide, sem
mæður þeirra tóku inn á
meðgöngutimanum.
Marjory
hœtt komin
Marji Wallace, sem svipt
var titlinum „Ungfrú Al-
heimur”, var lögð skyndilega
inn á sjúkrahús i Indianapolis
i gær. Hún hafði tekið inn of
stóran skammt af barbiturat-
lyfjum, en það eru lyf, sem
mikið eru misnotuð.
A sjúkrahúsinu var sagt, að
Marji, sem var trúlofuð
kappakstursmanninum, Peter
Revson, sem fórst fyrr á þessu
ári, þyrfti að ganga undir
nýrnaaögerð. — Ekkert hefur
verið látið uppi um, hvort
stúlkan hafi ætlað að fyrirfara
sér eða tekið inn of mikið i
ógáti.
Marji Wallace var svipt
fegurðardrottningartititli
sinum eftir full galsafengið lif
I London, þar sem hún þótti
vera i miður þokkalegum
félagsskap. Þar var hún m.a. i
tygjum við George Best, sem
hún kæröi fyrir þjófnaö, þótt
sú kæra væri siðar látin niður
falla.
Öfgamönnum kennt um
stjórnleysið á frlandi
Bjartsýnn um árangur
haf réttarráðstef nu nnar
Constantin Stavropoulos,
einn af aðstoöarf ram-
kvæmdastjórum Samein-
uðu þjóðanna, spáði því í
gær, að hafréttarráðstefna
SÞ, sem hefst í Caracas 20.
júní, mundi verða
árangursrík, „endá þótt
mikil undirbúningsvinna
sé óunnin".
Stavropoulos, sem verða mun
sérlegur fulltrúi Kurt Waldheims
á ráðstefnunni, sagði, að þar yrði
að leysa deilur um, hvernig
skipta eigi lögsögunni milli ein-
stakra rikja, móta reglur um auð-
lindalögsögu og um rétt til námu-
graftar.
,,Ég ér mjög bjartsýnn á, að
ráðstefnan verði árangursrik, þvi
að það er engra annarra kosta
völ”, sagði hann, „hvað er annað
unnt að gera? Stjórnleysi mundi
auðvitað leiða til ofbeldis”.
Frá fagnaöarlátum
mótmælenda á Noröur-lrlandi,
þegar samstjórn kaþólskra og
mótmælenda hafði sagt af sér.
Onassis tapar
á flugfélaginu
Skömmu eftir aö samstjórn
kaþóiskra og mótmælenda undir
forystu Brians Faulkner haföi
hrökklast frá völdum á
Noröur-trlandi vegna allsherjar-
verkfalls að frumkvæði mót-
mæienda, sýnir skoðanakönnun,
að meirihluti Noröur-tra vill ein-
hvers konar slika samstjórn.
Aðeins 24% þeirra, sem spuröir
voru, sögðust vera andvigir þvi,
að mótmælendur deildu völdum i
landinu meö kaþólskum. 74%
kaþólskra, sem eru hálf milljón af
1.5 milljón Ibúum, sögðust vilja
samstjórn og 33% mótmælenda
vildu hana strax, en 32% einhvern
tima I framtiðinni.
Þegar spurt var um það, hvern
bæri að sækja til saka fyrir þau
vandræði, sem nú blasa viö
Norður-lrum, sögðu 42% af þeim
640, sem spuröir voru, aö þaö
væru öfgamenn i báöum trúar-
hópunum.
Þegar spurt var um sam-
einingu Irlands i eitt riki, sögöu
81% mótmælenda, að þeir mundu
aldrei styðja sameiningu. Hins
vegar vildu 93% kaþólskra sam-
einingu annaðhvort strax eða
siðar.
Mesti eldur
eftir stríð
Framtíð griska flugfélagsins
Olympic Airways er ótrygg um
þessar mundir eftir ágreining,
sem sprottiö liefur upp milii
eigandans, m argmilljónerans
Aristoteles Onassis og Grikk-
landsstjórnar.
Stjórnin mun hafa neitaö
Onassis um sérskiimáia vegna
eldsney tiskaupa og synjaö
félaginu um 10 milijón daia lán til
aö vega upp tap siöasta árs. —
Onassis ku þá hafa hótaö aö selja
sinn hluta flugfélagsins.
Stjórnvöld telja sig vel geta
fundið aðra til aö kaupa af
Onassis, ef hann vil hætta I
félaginu. Verður sérstakur
fundur haldinn i rikisráðinu i dag
vegna þessarar deilu. Hefur
stjórnin til þessa neitað að ræða
um málið við sendifulltrúa
Onassis og krafizt þess, að hann
komi sjálfur til Aþenu til
viðræðna.
Lagt hefur veriö til, að flug-
félagiö — til aö draga úr tapinu —
fækki starfsliöi, lækki kaup viö
æöstu menn fyrirtækisins og skeri
niöur auglýsingakostnaðinn. —
Fyrr á árinu haföi félagiö fækkaö
mjög viö sig fólki.
„Heimsvaldasinnar
búa sig undir stríð"
— segir sovézki varnarmálaráðherrann
Andrei Grechko, sovézki
varnarmálaráöherrann, varaði i
gær þjóð sina við þvi ,,að striðs-
hættan væri miskunnarlaus
staðreynd vorra tima”.
Grechko marskálkur sagði:
„Heimsvaldasinnar eru nú að búa
sig undir strið, og þeir auka
vopnaframleiðslu sina og tækni-
væðingu, auk þess sem þeir
endurbæta stöðugt þá gifurlegu
striðsvél, sem þeir hafa komið sér
upp”. Og hann bætti við, að þótt
árásaröflunum sé haldið i
skefjum, hafi þau ekki verið gerð
meinlaus. Hann hvatti sovézku
þjóðina til að vera á verði gegn
„sjálfsánægju” og þar með and-
varaleysi.
Fréttamenn i Moskvu vekja at-
hygli á þvi, að i ræðu sinni hafi
Grechko marskálkur enn einu
sinni sett fram allt önnur sjónar-
mið um horfur i alþjóðamálum en
samherjar hans i stjórnmála-
nefnd flokksins. Á meðan
Brezhnev og fylgismenn hans
leggja áherzlu á bætta sambúð
við rikin i vestri, bendir Grechko
á hætturnar alls staðar i
heiminum. Afstaða Brezhnevs er
sú, að kjarninn I utanrikisstefnu
flokksins og þar með rikisins sé
„friðarstefnan”, sem samþykkt
var á 24. flokksþinginu fyrir
þremur árum.
Grechko varnarmálaráðherra
flutti ræðu sina I sjónvarpi og var
hún framlag hans til kosninga-
baráttunnar um sæti i Æðsta
ráðinu, sem nú fer fram.