Vísir - 05.06.1974, Side 5

Vísir - 05.06.1974, Side 5
Vlsir. MiAvikudagnr 5. Jtai 1*74. ■ UN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjon: BB/GP Jarlinn af Donoughmore, sem rænt var f nótt ásamt konu sinni frá heimili þeirra i irska lýöveldinu. Brezka rikisstjórnin hefur fyrirskipaö rannsókn á ástæöum sprengingar- innar i efnaverksmiöjunni I Flixborugh i Noröaustur-Engiandi. Sprengingin varö á laugardaginn og leiddi til dauöa 28 manns. Þar aö auki særöust 105 menn i eldsvoöanum, semtalinner sá mesti i Bretlandi frá striöslokum. Verksmiöjan framleiddi hráefni i nælon. Talið er, aö eldurinn eigi upptök sin aö rekja til þess, aö kviknaö hafi I mjög eldfimu gasi, sem nauösynlegt er viö þessa framleiðslu. Þaö tók tvo sólarhringa aö ráöa niöurlögum eldsins og þaö munu Ifða margir dagar, þar til unnt veröur aö komast aö þvi meö nokk- urri vissu, hvernig eidsvoöann bar aö. Rœndu jarli —vilja fanga í hans stað Grimuklæddir menn rændu irskum aðals- manni, jarlinum af Donoughmore, og konu hans i nótt. Innan fárra klukkustunda frá þvi að ránið var framið, handtók lögreglan þrjá menn, sem grunaðir eru um hlutdeild i þvi. Donoughmore lávarður er einn af framámönnum i hópi mót- mælenda i írska lýðveldinu og fyrrverandi þingmaður á brezka þinginu. Hann er 71 árs gamall. Ránið var framkvæmt á þann veg, að þrír grimuklæddir menn réðust inn á heimili bilstjóra lávarðarins, sem er i grennd við óðalssetur hans. Eftir að hafa yf- irbugað bilstjórann komust rænmgjarnir inn á landareign lávarðarins og sátu þar fyrir honum og konu hans, þegar þau komu úr kvöldverðarboði. Irska lögreglan lét i ljós áhyggjur yfir þvi, að irski lýðveldisherinn stæði á bak viö ránið og hygðist nota lávarðs- hjónin sem gisla i baráttu sinni fyrir þvi, að fimm föngum verði sleppt úr fangelsum á Bretlandi. Þessir fangar hafa verið i hungurverkfalli I fangavistinni, og baráttan fyrir frelsun þeirra magnaöist til mikilla muna, þegar sjötti fanginn lézt I fangelsi i gær. Hann hét Michael Gaughan og var 24 ára gamáll. Irski lýðveldisherinn hefur gefið til kynna, að hann muni gera útför Gaughans að sam- einingar- og baráttudegi. Rikis- stjórn Irska lýðveldisins hefur ekki enn veitt samþykki sitt við fjöldasamkomum á útfarar- daginn. ' I gær blöktu sex rauðir fánar fyrir utan pósthúsið i Dublin og var einn þeirra með svörtum sorgarborða. Fánarnir áttu að tákna fangana, sem efnt hafa til hungurverkfallsins i brezkum fangelsum. Þvi er spáð, að fleiri þeirra verði með svörtum sorgar- borða innan tiðar, ef brezka stjórnin gripur ekki til nýrra ráða. Heróínsmyglarar reyna nýjar leið- ir frá Hong Kong Franska lögreglan upplýsti I gær, aö komizt heföi upp um smygl á heróini i nýrri mynd eöa svonefndum „brúnum sykri”. Hafa veriö handteknir i Frakk- landi 11 Kinverjar, sem grunaöir eru um að hafa smyglað þessu frá Hong Kong til Amsterdam. Þetta nýja efni er framleitt I Hong Kong, sennilega vegna þess að alþjóðlegt samstarf lög- reglu i fikniefnavörnum kreppti mjög að verzlun „hvits” eða hálfhreinsaðs heróins. „Brúni sykurinn” er nær 33% heróin i föstu formi, 60% koffein og 7% morfln og kókain — Hann er seldur I „heildsölu” I Amster- dam á 10 til 12 þúsund dali kilóið. Slðan er hann eimaður og unninn til dreifingar i smásölu. Lögreglan segir að þessi nýja útgáfa af heróini sé Hfshættuleg, ef það er tekið undir ákveðnum kringumstæðum. Þó hefur það komizt á markaði I Þýzkalandi, Bretlandi og Frakklandi. Sex kinversku sendiboðanna, sem teknir voru á Orlyflugvelli, voru með 2 kiló af brúnum sykri. Soares og skœruliðar: Rœða framtíð Mosambique Mario Soares, utanrikisráö- herra Portúgal, hittir I dag fulltrúa frá skæruliöahreyfing- unni Frelimo I Mosambique. Verður fundurinn haldinn I Lusaka, höfuöborg Zambiu. A fundinum mun utanrikisráð- herrann halda fram svipuðum sjónarmiöum og I viðræðunum við Guineumenn fyrir rúmri viku. Telur Soares, að ekki sé timabært að ræða beinlinis um sjálfstæði portúgölsku nýlendnanna á þessu stigi, heldur séu þessir fyrstu fundir til þess fallnir að kynnast sjónarmiðum. Aður en Soares hélt frá Lissa- bon, itrekaði hann fyrri yfirlýs- ingar um, að rikisstjórn Portúgal mundi reyna að gæta hagsmuna allra ibúa Mosambique — án til- lits til litarháttar. Það fer eftir þvi, til hvers samningarnir i Afriku leiða, hvernig Portúgal tekst að koma á stjórnmálasam- bandi við önnur riki i Evrópu, Afriku og annars staðar, sagöi utanrikisráðherrann. Þvi er spáð, að mun erfiðara verði að semja við Frelimo i Mosambique en sambærilegar hreyfingar i öðrum portúgölskum nýlendum. Samora Machel, leiö- togi Frelimo, hefur hvað eftir annað sagt, að hann muni ekki sætta sig við annað en fullt sjálf- stæði Mosambique. Það komi alls ekki til greina að stofna til nokk- urs konar sambandsrikis með Portúgal. Sinatra smellti fingrum og... Réttarhöld hefjast um miðj- an júli i Salt Lake i máli trygg- ingamanns, sem höfðaði mál á hendur söngvaranum Frank Sinatra og nokkrum vina hans. Krefst maðurinn 2,5 milljón dala skaðabóta eftir ryskingar, sem hann lenti I 5. mai fyrra á hóteli i Kaliforniu. Maðurinn segir, að einn vina söngvarans hafi farið á fjörur við konu hans fyrir Sinatra, og þegar tryggingamaðurinn mótmælti, fóru þeir að stæla. Lauk þvi með þvi, að Sinatra smellti fingrum og sagði: „Okay, boys”. — Skipti þá engum togum, að tiu menn úr fylgdarliði hans tóku til við að lúskra á tryggingamannin- um. Lögfræðingar Sinatra kröfö- ust þess fyrst, að málinu yrði visað frá, en dómarinn hafn- aði þvi og ákvað málflutnings- dag þ. 15. júli. Fleiri ó móti Andstæðingar aðildar Dan- merkur að Efnahagsbanda- lagi Evrópu eru i fyrsta sinn i meirihluta i landinu, ef marka má skoðanakönnun, sem Observa-stofnunin fram- kvæmdi fyrir blaðið Jyllands- Posten. 43% ætluðu að segja nei við spurningunni um aðild Dana að EBE, ef aftur yrði kosið um haua i þjóðaratkvæða- greiðslu, 41% ætluðu að segja já, 6% höfðu ekki skoðun. I þjóðaratkvæðagreiðslunni 1972 sögðu 57% já og 33% nei. s SHARIF GEKK ILLA Italska parið Faccini og Zucchelli unnu núna i vikunni á ítaliu það mótið i Evrópu, sem veitir mestu peninga- verðlaunin — eða 480 þús. kr. Þetta sama par varð númer tvöá nýafstöðnu ólympiumóti, og vann þar áður Sunday Times-tvimenninginn i Lundúnum. Annað italskt par, Abate og Burgay, varð númer tvö i þessu móti, en þeir voru lika i öðru . sæti I Sunday Times-keppninni og i 3. sæti á olympiumótinu. Meðal þátttakenda voru Hamman og Wolff úr Dallas- ásunum, Braziliumennirnir, Chagas og Assuncao, og svo Ferreira og Ferreira (i fjórða og fimmta ' sæti). — Kvikmyndaleikarinn Ómar Sharif var þarna með, en vegnaði ekki vel. Enginn úr Bláu sveitinni itölsku, se'm varð heims- meistari i siðustu viku, tók þátt i þessu móti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.