Vísir


Vísir - 05.06.1974, Qupperneq 6

Vísir - 05.06.1974, Qupperneq 6
6 Vlsir. Miðvikudagur 5. júni 1974 VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingas,tjóri: Auglýsmgar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Rirgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hvcrfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasöiu 35 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Blómaskeið braskaranna Ef þú átt eða getur útvegað þér þrjár milljónir króna, þá kaupir þú þér 30 frystikistur og fyllir þær af smjöri. Siðan selur þú frystikisturnar og smjörið, þegar niðurgreiðslutimanum lýkur i haust. Ætla má, að söluverðið verði þá um fimm milljónir króna. Þegar kostnaður við umsvif, raf- magn og fleira hefur verið dreginn frá, er hagnaður þinn um 65% á þremur-sex mánuðum. Þetta er gott dæmi um ójafnvægið, sem stafar af sifelldum miðstjórnaraðgerðum rikisins i efnahagsmálum. Fyrirtæki þrifast ekki lengur á nákvæmni i rekstrarhagræðingu, framleiðni, nýtingu fjármagns og eflingu vélakosts. Slikar aðgerðir nægja ekki lengur til að hindra taprekst- ur. Braskið er bezta lifibrauðið á timum sem þess- um. Enda er risin ný stétt spekúlanta, sem ekki spáir i göngur sildarinnar, heldur i sveiflurnar á efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar. Þeir blómstra á kostnað almennings og atvinnuvega. Lækka niðurgreiðslur eða hækka þær? Lækka útflutningsuppbætur eða hækka? Lækkar gengið eða hækkar? Verður kaupgreiðsluvisitalan skor- in eða ekki? Verður fjármagn fryst eða þitt? Hvernig breytist röðun forgangsverkefna? Hvernig sveiflast höftin? Spár um svör við slikum spurningum ráða flutningi fjármagns um þessar mundir, — eftir þriggja ára vinstri stjórn. Þeir hagnast i sifellu, sem hafa fjármagn til að spila með og þekkja hin- ar nýju spilareglur. Hinir riku verða rikari og hinir fátæku fátækari. Frjálst hagkerfi, eins og við þekkjum frá tima viðreisnarstjórnarinnar, býður ekki upp á þetta ógeðfellda ástand. t sliku kerfi er þjóðarhag ekki miðstýrt með höftum og sibreytilegum duttlung- um stjórnvalda. Enda þrifust spekúlantar miklu siður á viðreisnartimanum. Annar fylgifiskur vinstristjórna, sem hefur svipuð áhrif, er verðbólgan. Sagan sýnir, að vinstristjórnir ráða mun siður en aðrar stjórnir við verðbólguna. Og allir vita, að verðbólgan er á kostnað þeirra, sem minnst mega sin i þjóðfélag- inu, svo sem ellilifeyrisþega, öryrkja og ungs fólks, sem ekki er byrjað að koma þaki yfir höfuð sitt. Það er eðli vinstristjórna að vera vanmáttugar gagnvart verðbólgu og vera sifellt að krukka i efnahagslifið. Afleiðingin af þessu er stóraukið misrétti i þjóðfélaginu. Þessi er reynslan siðustu þrjú árin og sú hin sama var reynslan hjá næstu vinstristjórn þar á undan. Foringjar vinstriflokka klæmast mjög á orðinu félagshyggja. Heldur er það ógeðfellt tal i ljósi staðreyndanna. Enda er það segin saga, að eitt er að hafa hugsjónir og annað að vera farsæll i starfi. Og það er böl vinstristjórna að vera upp- spretta alls kyns spákaupmennsku, sem gerir hina riku rikari og hina fátæku fátækari. Nú vonum við, að blómaskeið braskaranna sé senn á enda og að við taki efnahagsstefna, sem efli heilbrigt atvinnulif og hag alls almennings. Nú vonum við, að hugsun þjóðarinnar beinist frá braski með fasteignir, smjör og frystikistur og beinist i þess stað að heilbrigðum atvinnurekstri og eflingu hans. Þá getur þjóðin aftur farið að feta á brattann i sókn hennar til bættra lifskjara alls almennings. —JK umsjón G.P. Karpov er ættaður úr úral- fjöllum, úr námabænum Zlatoust. Hann var byrjaður að tefla skák, áður en hann lærði að lesa. — Faðir hans gaf honum manntafl, þegar hann var 4 1/2 árs gamall. Aður en langt var um liöið kunni hinn ungi Tolya ekki bara mann- ganginn, heldur gat hann lika fylgt leikjaröð i skrifaðri skák. Yevgeny Karpov fór þá með son- inn i menningarmiðstöð stál- iönaðarmanna til þjálfunar. Tolya vann siðan barnamótin, og 11 ára var hann orðinn meistaraefni og 15 ára meistari. Ólikur mörgum ungum skák- mönnum, sem eru blindaðir af leikfléttum og mannfórnumá skákborðinu, þá sýndi Karpov fljótlega ótrúlegan hæfileika til stöðumats og áhuga á þeirri hlið skákarinnar, sem reyndar er tal- in lykillinn að iþróttinni. — Skák- still hans þykir af sigilda skólan- um og vel útreiknaður. „Stundum er mér legið á hálsi fyrir að tefla litlaust og þurr- lega,” segir Karpov. „En ég er maður praktiskur og tefli helzt ekki i tvisýnu, eins og t.d. Larsen gerir. Ef ég hef um fleiri en eina leið að velja, þá tefli ég ekki endi- lega þá einföldustu, heldur þá fljótvirkustu eða öruggustu.” Valið fer þó sjaldnast fram við skákborðið, heldur oftast áður, og þá i samráði við þjálfarann, Semyon Furman. Ef and- stæðingurinn er einhver á borð við Tigran Petroshan, sem helzt kýs einfaldar leiðir, þá leitast Karpov við að flækja stöðuna. Gegn Viktor Korchnoi, sem Karpov mætir i september næst- komandi i baráttunni um áskorandaréttinn, kann Karpov að velja einfaldari leiðir, þvi Kor- chnoi hneigist helzt til flókins stöðutafls með margvislegum fins og svampur //Það er naumast það er berserksgangur á piltin- um. Vinna heimsmeistar- ann fyrrverandi fjögur gegn einu og gera við hann sex jafntefli. Fyrr mátti nú rota en dauðrota." Þetta eða annað ámóta mátti heyra skákáhuga- menn tuldra fyrir munni sér, þegar fréttir bárust af því, að Anatoly Karpov hafði borið sigur úr býtum i einvíginu við Boris Skopteikning af Karpov og Fur- man, þjálfara hans. Spassky, sem margur hafði spáð, að mundi tefla aftur við heimsmeistarann Fischer og kannski endur- heimta titilinn. Að visu höfðu þó nokkrir talið Karpov sigurstranglegan, þrátt fyrir hve ungur hann er og and- stæðingur hans margreyndur og hertur kappskákmaður. Þótt Karpov sé aðeins 23 ára gamall (i siöasta mánuði), þá er hann ekki nýgræðingur i taflinu. Atján ára gamall varð hann heimsmeistari unglinga i skák og nitján ára var hann orðinn stór- meistari. — Hann var kjörinn I fyrra bezti sovézki skákmaðurinn árið 1973, og sá titill hefur til skamms tima þýtt svipað og bezti skákmaður heims. Að visu er Karpov ungur, en það þýðir ekki það sama og að hann sé fullur ungæðislegs ofur- kapps. Til að mynda er hann bú- inn undir langt umsátur um Bobby Fischer og heims- meistaratitilinn. Hann telur Fischer ósigrandi um þessar mundir. „Hann er sterkasti skák- maður heims og engin hætta á, að hann tapi kórónunni á næsta ári,” telur Karpov. — En þegar Fisch- er verður að verja titilinn aftur 1978, gæti aldur og þreyta reynzt honum ofviða i viðureign við „yngri mann”, hefur Karpov hugsað. Karpov vill þó ekki segja, hver þessi ungi maður gæti verið, en það þarf varla mörgum blöðum um það að fletta, að þar hefur hann Karpov i huga. Hann er von Rússa og æfir og æfir til þess að verða nógu magnaður til að sigra Fischer og fara aftur heim með titilinn, sem Rússar töldu sig orðið eiga, þegar Fischer tók hann með sér til Bandarikjanna. Karpov er grannvaxinn, tæp- lega meðalmaður á hæð, fjaöur- magnaður i skrefum. Hann talar nokkuð i gegnum nefið, sem er annars áberandi einkenni i and- litsfalli hans. Þessi ungi skáksnillingur virð- ist i miklum keppnisham um þessar mundir. Hann tapaði að- eins einni af þeim 74 skákum, sem hann tefldi i fyrra, og fyrsta sætið hreppti hann i fjórum þeirra sex skákmóta, sem hann tefldi i. A þessu ári hefur hann lagt að velli Lev Polugayevsky, landa sinn, sem hann vann i einvigi meö 3 vinningum og 5 jafnteflum i undanfara keppninnar um áskor- andaréttinn. — Og svo bar hann sigurorð af kempunni Spassky, sem kom jafnvel helztu aðdáend- um hans ögn á óvart. Hann tapaði þar aðeins einni skák, og það vildi hann kenna lasleika sinum. Það eiga þeir likt ungu menn- irnir i skákinni, Fischer og Kar- pov, að báðir virðast nánast þrif- ast á harðri keppni. „Mér er skákin umfram allt keppnin,” sagði Karpov i viötali við blaða- mann eitt sinn fyrir stuttu. „Ég tefli hverja skák til vinnings.” möguleikum til leikf léttuaf- brigða. En það, sem löndum Karpovs likar þó bezt við hann, er hvað hann virðist vaxa af hverri keppni og hverri skák, eins og sjúgi hann i sig styrk og þekkingu hvers andstæðings. „Hann er eins og svampur,” segir rússneski stórmeistarinn, Mark Taimanov. A milli þess, sem Karpov er að tefla, leggur hann stund á hag- fræðinám við háskólann i Lenin- grad. Hefur honum sótzt námið vel. Eftir er þá litill timi til fleiri áhugamála, sem eru þá helzt sund og leikhúsið. Annars er hann maður einhleypur. Til framtiðarinnar horfir Kar- pov með sömu yfirveguninni og hann viðhefur að tafli. „Þaö verð- ur mér erfitt að vinna heims- meistaratitilinn núna,” sagði hann hugsandi i viðtali við frétta- mann AP. „Mig skortir enn skákþekkingu.” Hann vill ekki spá neinu um viöureignina við Korchnoi. í mesta lagi fæst hann til að segja, að einvigið verði „tvisýnt” og „spennandi”. Hinn 43 ára Korchnöi fer á hinn bóginn ekki dult með sitt álit á úr- slitum þess einvigis. „Heldurðu að Karpov muni tefla við Fischer?” var hann spurður ein- hvern tima. „Vafalaust,” svaraði hann. „En ekki fyrr en 1978.” i I / Anatoly Karpov — var orðinn stórmeistari 19 ára.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.