Vísir


Vísir - 05.06.1974, Qupperneq 9

Vísir - 05.06.1974, Qupperneq 9
Vlsir. Miðvikudagur 5. júnl 1974 cTVIenningannál Um hlustendakönnun útvarpsins: A HVAÐ ER HLUSTAÐ í haust var umdeild breyting gerð á frétta- tima útvarps, aðal-frétt- ir dagsins færðar frá sjö til klukkan hálfsjq. í vor var þessu aftur breytt og fréttirnar færðar i sitt fyrra horf. Það var fyrsta og að svo komnu eina sýnilega afleiðingin af ýtarlegri könnun sem útvarpið efndi til i vetur um afnot hlustenda af ýinislegu efni bæði út- varps og sjónvarps. Astæða þessarar ráðabreytni var að sínu leyti ofur-einföld. Það kom sem sé á daginn i skoðana- könnuninni að meira en þriðjung- ur, 36,2% þeirra sem áður hlustuðu á fréttir, hafa hætt að hlusta við tilfærslu fréttanna. En séu fréttirnar klukkan 7 sýndi könnunin að jafnaðarlega hlustuðu hvorki meira né minna en 80,4% þjóðarinnar á útvarps- fréttir á kvöldin. Ekki virðist það spilla fyrir út- varpsfréttunum að enn fleiri hlusta samkvæmt könnuninni á sjónvarpsfréttir klukkan átta, að- eins klukkutima síðar en útvarps- fréttirnar, eða 82,2% þjóðarinnar. Þetta er dálltið skrýtið, þó ekki væri af öðru þá af þvi að eins og fréttavali og meðferð efnisins er nú hagað hljóta fréttatlmar út- varps og sjónvarps að verða mikils til sama efnis frá degi til dags. Útvarp handa öllum Hlustendakönnun útvarpsins, sem þeir Ólafur R. Grimsson og Erlendur Lárusson önnuðust, var gerð I desember í vetur. Úrtakið sem könnunin beindist að tók til 55. hvers manns á aldrinum 18-75 ára I þjóðskrá 1972, en svör bárust frá 70% þess, eða tæplega 1600 manns, sem talið er að sé allgóður árangur. Úrtakið reynd- ist lika samsvara nokkuð ná- kvæmlega þjóðarheildinni með tilliti til aldurs, kynferðis og bú- setu. í fyrsta lagi sýndi könnunin það sem var svo sem vitað fyrir að út- breiðsla útvarps og sjónvarps er orðin fjarska mikil hér á landi, og má gera ráð fyrir að því sem næst öll þjóðin noti eða geti notað sér báða f jölmiðla. En niðurstöður könnunarinnar voru að 89,2% þjóðarinnar hefðu aðgang bæði að útvarpi og sjón varpi á heimilum sinum, 8,1% að- eins að útvarpi, en 2,2% aðeins að sjónvarpi. Þar við bætist að fjöldi þeirra sem aðeins eiga útvarp hafa jafnframt aðgang að sjón- varpi utan heimilis. Eftir þessum reikningi getur sameiginlegur hlustendahópur útvarps og sjón varps orðið hvorki meira né minnaen93.1% þjóðarinnar. Af þessum mikla hlustenda- fjölda sýndi könnunin eins og fyrr segir að allur þorrinn, yfir 80% alls úrtaksins, hlustar jafnaðar- lega á fréttir I útvarpi og sjón- varpi, en það samsvarar 95- 100.000 fullorðinna landsmanna, miðað við að útvarpsfréttir séu klukkan 7. En hitt kemur að visu ekki fram, að hve miklu leyti menn velja á milli fréttatima útvarps og sjónvarps. Á hvað hlustarðu? Um útvarpsefni beindist könnunin annars einkum að sam- keppnis-aðstöðu útvarps við sjón- varp. Spurt var annars vegar um hlustun á eftir að sjónvarp er hafið á kvöldin, en hins vegar um útvarpshlustun slðdegis um helgar, en eftir að sjónvarp kom til hefur útvarpið leitast sérstak lega við að vanda til þessa dag- skrárefnis. Könnunin sýnir að þessi stefna sé r,étt. En einnig bendir hún til að furðu mikið sé hlustað á útvarp eftir að sjónvarp hefst á kvöldin: 61,5% eða allt að þvi 75.000 manns, kváðust stundum hlusta á útvarp á þessum tima, en 29,3% aldrei hlusta. Þeir sem sögðust stundum hlusta á kvölddagskrá útvarps voru spurðir hvort þeir hlustuðu á ein 20 tiltekin dagskráratriði. Þessi atriði eru I könnuninni flokkuð I nokkra efnisflokka og greint hlustunarhlutfall og áætlaður fjöldi hlustenda, sem hér segir: 1) viðtals- og umræðuþættir: 48- 50% hlustun, 2) erindi og frásagnir: 40-46% hlustun, að jarðvegur væri fyrir fleiri sllka sérhæfða þætti i útvarpi. Hinn þáttur þessa efnisflokks eru þætt- irnir „frá Norðurlöndum”, en minna er hlustað á þá 17,9%. Alltaf, stundum, oft Um þessar tölur svo uppörvandi sem þær mega virðast fyrir út varpið, er þess annars að geta að augljóslega er hér um fullkomnar hámarks-tölur að ræða. Aðeins var spurt hvort menn hlustuðu „stundum” á útvarp, en ekki reynt, svo séð verður, að greina nánar hversu oft eða mikið hlustað væri. Það getur hver og einn prófað á sjálfum sér að ef allt er tilgreint sem menn heyra „stundum” i útvarpinu verður „útvarpshlustun” þeirra brátt furðu mikil þegar allt er talið saman. Af þessu leiðir lika að þrátt fyrir allan hennar talnagrúa og hlutfallareikning er þessi Önnur grein eftir Olaf Jónsson horfa „stundum” af áætluðum 53.500 áhorfendum. Nú má það svo sem vera að áhugamenn um iþróttir séu einnig áhugasamari að hlusta á „sitt efni” i útvarpi en hlustendur annars útvarpsefnis. Samt má gera ráð fyrir þvi að gamni, þótt það sé út i bláinn gert, að raun verulega „virk hlustun” á út- varpsefni geti numið frá þvi svo sem fjórðungi og upp i helming af 3) bókmenntaefni: 21-43% hlustun, 4) þjóðlegt og staðbundið efni: 33- 34% hlustun 5) létt tónlist: 31-37% hlustun 6) alvarleg tónlist: 11-24% hlustun 7) efni erlendis frá: 18-23% hlustun. Þetta yfirlit, sem hér er nokkuð einfaldað, sýnir á meðal annars aö æðimikill munur getur reynst á hlustun á sams konar efni. Af bókmenntaefni, sem allt er upplestrar, hlusta t.d. 20.6% á kvöldsögu útvarpsins, en 42,6% á upplestra úr nýjum bókum. Að- eins 11,3% hlusta á sinfóniutón- leika i útvarpinu, 36,6% á dans- lögin. Þaö sem hér er kallað „þjóðlegt og staöbundið” efni er ánnars vegar hin arftekna „kvöldvaka” útvarpsins, hins vegar „Eyja pistill” sem njóta mjög svipaðrar hlustunar. En hinar miklu vinsældir Eyjapistils: 34,1% hlustun, 40.800 áætlaðir hlustend- ur, sýnir að liklega ætti ýmis- konar stað- og héraðsbundin dag- skrárgerð gengi að fagna I út- varpinu. Efnið „erlendis frá” er annars vegar þáttur Björns Th. Björnssonar, A hljóðbergi, með efni á erlendum málum, og er furðu mikið hlustað á hann, 23,4% hlustun. Þetta kann að benda til könnun á afnotum manna af út- varpi fjarska lausleg og tak- markast þá beint gagn að henni að þvi skapi. Hvað merkir það t.d. að „stundum” sé hlustað á út varpssögu — að menn heyri stöku sinnum þá sögu, sem nú er verið að lesa, eða menn hlusti á sumar útvarpssögur, en reyni þá að fylgjast með þeim? En á hvaða sögur er þá hlustað? Við þessum og fjölmörgum öðrum slfkum spurningum veitir könnunin engin svör. Nokkru nánar er i sakirnar farið þegar kemur að útvarps- hlustun siðdegis um helgar. Það sýnir sig þá að hinn stóri hlustendahópur skiptist nokkurn veginn til helminga eftir þvi hvort menn segjast hlusta „oft” eða „stundum” á útvarp á þessum tima. Aöeins um tvær tegundir iþróttaefnis, beinar lýsingar kappleikja i útvarp og um þáttinn um ensku knattspyrnuna i sjón- varp, er spurt hvort menn hlusti „alltaf”, „oft” eða „stundum” á þetta efni. Af 79.200 áætluðum hlustendum reynast þá um það bil 31% hlusta „alltaf” á beinar lýsingar kappleikja, 29% horfa „oft” en 40% „stundum.” Enn gleggri verður skiptingin á áhorfendahóp ensku knattspyrn- unnar: um það bil. 24% segjast horfa „alltaf”, 23% „oft” en 53% áætlunartölunum i hlustenda- könnun útvarpsins. Þá lækka óneitanlega hinar háu hlustunar- tölur sem tilgreindar eru. Ef lægri kosturinn er valinn verða það, til dæmis, ekki nema um það bil 3500 manns sem hlusta að staöaldri á sinfóniutónleika I útvarpinu, en um það bil 15.000 manns hlusta á viötals- og umræðuþætti þá sem mestra vinsælda njóta. En er það I raun- inni litið ef gert er ráð fyrir aö hér sé um að ræða hlustendur sem að staöaldri og af raunverulegum áhuga fylgjast með þessum efnis- þáttum? t könnun á útvarpshlustun hlýtur að vera mikilsvert mark- miö að grafast fyrir um það hve „fastur áheyrendahópur” út- varpsins að ýmsum tegundum dagskrárefnis sé stór. En i það efni er torvelt að ráða af þessari könnun. Hlustað um helgar Hvað sem þessum bolla- leggingum liður er það ljóst af hlustendakönnun útvarpsins, að mikið er hlustað á útvarp siðdegis um helgar: 86,5% fólks á aldrin- um 18-75 ára segjast þá hlusta á útvarp en aðeins 9.4% hlusta aldrei. Eins og fyrr segir skiptist þessi hlustendahópur nokkurn veginn i tvennt, 44,8% segjast hlusta „oft”, en 41,7% hlustar „stundum”. En þetta svarar til áætlaðs hlustendahóps, frá þvi um 50 og yfir 100 þúsund manns. Könnunin tók til 12 dagskrárat- riða siðdegis á laugardögum og sunnudögum sem má eins og áður skipta i nokkra flokka eftir efni og hlustunarhlutfalli: 1) tónlist: 21-70% hlustun, 2) erindi og upplestrar: 45-66% hlustun, 3) samsettar dagskrár: 40-61% hlustun, 4) iþróttir: 45% hlustun. Af öllu helgarefninu er óska- lagaþáttur sjúklinga vinsælastur: hvorki meira né minna en 69,7% hlustun, 83.600 áætlaðir hlustendur. A miðdegis tónleika alvarlegs efnis á sunnu- dögum hlusta hins vegar aðeins 20,6%, 24,800 áætlaðir hlustendur. Það sýnir sig um helgar eins og áður i kvölddagskrá að vinsælustu þættir talaðs máls njóta mun meiri hlustunar en tónlistarefni, burtséð frá óska- lögunum. Mest er hlustað á erindin um islenskt mál á laugar- dögum, 65,9%. En fjölbreyttasta dagskrárefnið er vafalaust i „samsettum dag- skrám” af ýmsu tagi. Það eru t.d. þættir Páls Heiðars Jónssonar og Jónasar Jónassonar, sem mikilla vinsælda njóta, 61,2 og 60,7 hlustun, ennfremur þáttur með blönduðu efni, „dagskrárstjóri i eina klukkustund”, sem oft er mjög áheyrilegur, 49,3% hlustun. Svör og spurningar Eins og áður er hér að visu um augljósar hámarkstölur að ræða, talinn saman allur fjöldi þeirra sem einhvern tima hlustar á út- varp um helgar. Þegar kemur að einstökum dagskráratriðum er ekki frekar en áður reynt að greina hlustunartiðni. En burtséð frá þvi að útvarpsefni hefur mikinn hljómgrunn um helgar — hvaða aðrar ályktanir skyldi mega draga af niðurstöðum hlustendakönnunarinnar? Þær eru sjálfsagt ýmsar. Hinar miklu vinsældir þáttarins um is- lenskt mál kunna að benda til að aukin og fjölbreyttari dagskrár- gerð um málfarsleg og menningarsöguleg efni ætti gengis að vænta með hlustendum. Augljóslega eru „samsettar dag- skrár” vinsælt útvarpsform — hvað sem könnunin segir að öðru leyti um verðleika efnisins. Þættir Jónasar Jónassonar, svo dæmi sé tekið, hygg ég séu að jafnaði tiltölulega einfalt af- þreyingarefni, en þættir Páls Heiðars hafa einatt þann metnað til að bera að miðla upplýsingum, framfleyta umræðu um meira eða minna brýn viðfangsefni. Er hlustun á þá söm og jöfn þrátt fyrir þennan efnismun? Ætli þaö sé ekki hæpin áiyktun að viðlika áheyrendahópur hafi sömu not af hádegiserindum út- varpsins, oft fræðilegs efnis, og hinni 'sundurleitu efnisgrein i kvölddagskrá, sem einu nafni nefnist „erindi og frásagnir”, þótt hlustendahlutfallið sé svipað? Eða hvað merkir það að hádegiserindi og iþróttaþáttur reynast hafa viðlika hlustenda- hóp, 45.5 og 44.7% hlustun, um það bil 54.000 manns skv. þessari könnun? Augljóslega eru upplestrar úr nýjum bókum vinsælt útvarps- efni: 42.6% segjast hlusta á slikt efni á kvöldin, þegar oft mun nokkuð vandað til efnisvals, en 50,7% hlusta á þáttinn Á bóka- markaðnum þar sem lesið er holt og bolt úr nýútkomnum bókum i jólakauptiðinni. Eru þá þessar tölur til marks um að þessu efni sé vel eða fullnægjandi sinnt I út- varpinu? Það hygg ég að sé i meira lagi hæpið: einmitt þetta efni ætti til mikils að vinna af ná- kvæmari dagskrárstjórn. Þannig vekur þessi könnun einatt upp fleiri spurningar en hún beinlinis svarar — eins og raunar fleiri slikar athuganir. Það er þá til marks um hversu reglubundin og fjölþætt hlustendakönnun gæti reynst út- varpinu mikilsverð við dagskrár- gerð sina ef hennar nyti við að staðaldri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.