Vísir - 05.06.1974, Page 10

Vísir - 05.06.1974, Page 10
tþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, hefur nú á að skipa meistara- flokki i knattspyrnu og leikur I 3. deild, en nú munu um 25 ár siðan ÍR var með keppnisflokk í eizta aldursflokki. Á laugardag lék ÍR i sinn fyrsta leik i 3. deild við annað Breiðholtsféiag, Leikni. Leikið var á Háskólavelli og vann ÍR með 6-0. Myndina hér að ofan tók I Bjarnleifur fyrir leikinn og má þar sjá, að margir af meistara- flokksmönnum liðsins i handboit- anum leika þarna. Þeir eru i nýj- um búningum, sem Jón Bjarni Þórðarson i Breiðholtskjör gaf til félagsins — og eru ÍR-ingar með auglýsingu frá verzluninni á bún- ingi sinum. ÉG ÆFI OG LEIK MEÐ ÞRÓTTI NÆSTA VETUR íþróttablaðið býður iþróttafélögum og flokkum sérstök sölustörf fyrir bláðið. Tilvalið fjáröflunartækifæri. Sérstaklega góð sölulaun. Upplýsingar hjá íþróttablaðinu, Lauga- vegi 178, R. leika með Val i 1. deild, yrði enginn timi aflögu fyrir fjölskylduna, þvi öll kvöld færu I þetta. Hún verður að fá að vera með I ráðum, þvi handboltinn hefur næstum þvi gengið fyrir hjá mér á undanförnum árum. Þar fyrir utan tel ég mig ekki vera það góðan leikmann, að ég geti þjónað báðum liðunum þannig, að allir séu ánægðir. Við hjá Arhus KFUM erum þegar byrjaðir að æfa fyrir næsta vetur. Við tökum þátt I mótum I Sviþjóð I ágúst og september og siðan I stórmóti, sem verður hérna dagana 6.-7. og 8. sept. Þá förum við I keppnisferðalag til Þýzkalands og Póllands og ýmis- legt annað er á döfinni. Þá munum viö taka þátt I Evrópukeppninni, og reikna ég með, að ég leiki með liðinu þar — a.m.k. I fyrstu umferðinni, og jafnvel meir ef við komumst áfram. Skólinn hjá mér verður búinn um miðjan október, og ég stefni að þvi að vera kominn heim I byrjun nóvember og taka þá strax við að þjálfa og leika með Þrótti. Vona ég svo sannarlega, að mér takist að. standa mig sæmilega i þvi starfi”. —kip — sagði Bjarni Jónsson í viðtali við Vísi í morgun Eins og áður hefur komið fram i fréttum gerði Bjarni Jónsson, fyrrum handknattieiksmaður með Val, samning við Þrótt um, að hann þjálfaði 2. deildar liö félagsins, er hann var hér i kepp n isferða la gi með Danmerkurmeisturunum Arhus KFUM I vor. Ekki mun hafa verið á hreinu, með hvoru liðinu Bjarni ætlaði að leika er hann kæmi heim, Þrótti eða sinu gamla félagi Val. Voru skiptar skoðanir um þaö, og báðir aöilar héldu þvi fram, að hann ætlaði að leika með þeim, en ekkert var talað við Bjarna. I siðustu viku hringdi formaður handknattleiksdeildar Vals, Þórður Sigurðsson, I Bjarna til að fá ákveðið svar, en hann sagðist þá ekki vera búinn að gera það upp við sig, með hvoru liðinu hann ætlaði að leika. 1 morgun tókum við af skarið og höfðum samband við hann I Arósum. Þá tjáði hann okkur, að hann væri búinn aö ákveða að æfa og leika með Þrótti I vetur. ,,Ég sá fram á það, að ef ég ætlaði að þjálfa Þrótt og siðan að Loftleiðamenn gegn mðnnum Noregskóngs Það fyrsta, sem sjóliðarnir af norsku skipunum, sem fylgja Ölafi Noregskonungi, gerðu I morgun, var að skora á Islenzka knattspyrnumenn I kappleik Leituðu þeir til starfsmanna Loftleiða, en þar er ágætt firma- liö fyrir hendi. Tóku Loftleiða- menn boðinu og keppa á Mela- velli á morgun kl. 18 við menn Ölafs Noregskonungs. Glatað stig á ísafirði! Þróttur náði þar aðeins jafntefli í 2. deild Þróttur tapaði einu dýrmætu stigi i baráttunni um efsta sætið i 2. deild á ísafirði i gærkveldi.Leiknum lauk með jafntefli — hvorugu liðinu tókst að skora mark, en ísfirðingar voru nálægt þvi að hirða bæði stigin á siðustu minútunum. Þróttarar byrjuðu leikinn með krafti, en þegar markið vildi ekki koma, dofnaði yfir þeim, og leik- urinn jafnaðist. Bæði liðin áttu nokkur tækifæri á að skora, en það urðu aldrei neitt annað en tækifæri. Rikki er frábœr! Á júni-leikunum I Stokkhóimi I gærkvöldi náði Ricky Bruch mjög góðum árangri i kringlukasti — kastaði 65.96 metra, sem var mesta afrek keppninnar. Mike Boyt frá Kenýu sigraði I 800 metra hlaupi á 1:46.6 min., og i hástökki sigraði Sviinn Rune Almen, stökk 2.16 metra. Danski Norðurlandamethafinn Jesper Törring stökk sömu hæð. í 5000 metra hlaupi sigraði Jos Hermens, Hoilandi, á ágætum tima, 13:36.4 min. Athygli áhorfenda beindist mest að kringlukastinu. Annar þar varð Finninn Marrku Tuokko með 62.36 m. Mac Williams, USA, varð 3ji með 61.84 m og Lars Haglund, Svíþjóð, fjórði með 59.70 1. deild Eftir leik Fram og Vikings i 1. deildinni i gærkvöldi er nú staðan þannig: Akranes 3 2 1 0 6-1 5 Keflavik 3 2 0 1 5-2 4 KR 3 2 0 1 3-2 4 ÍBV 3 1 I 1 3-3 3 Vikingur 3 1 1 1 4-4 3 Valur 3 0 2 1 2-3 2 Akureyri 3 1 0 2 1-7 2 Fram 3 0 1 2 3-5 1 Fjórða umferð verður háð um helgina. Þá leika Fram-Vest- mannaeyjar á Laugardalsvelli kl. tvö á laugardag, og sama dag leika Akranes-Keflavik á Akra- nesi kl. 4 og Akureyri-Vikingur á Akureyri kl. 2. — A mánudag leika KR-Valur á Laugardais- velli. ísfirðingar voru „heitir” seint I leiknum, er gott skot þeirra small i þverslánni hjá Þrótti, og var það það næsta, sem þeir komust að skora. Með þessu jafntefli lyftu Isfirðingar sér af botninum i deildinni — Armenningar eru þar nú einir eftir — en Þróttur er áfram með I baráttunni milli efstu liðanna. —klp— Búlgaría sigraðil Búlgaria sigraði i UEFA-keppni unglingalandsliða, leikmenn 18 ára og yngri — vann Júgóslaviu I úrslitaleiknum i Sviþjóð með einu marki gegn engu t keppninni um þriöja sætið vann Skotland — liðið, sem ísland gerði jafntefli við á mótinu — Grikkland, einnig með einu marki gegn engu. íslandsmót í kvöld isiandsmótið i sundknattieik hefst i Laugardalslauginni i kvöld. Þrjú lið taka þátt i mótinu, Ármann, KR og Ægir og verður leikin tvöföid umferð. Fyrsti leikurinn milli Ægis og Ármanns verður kl. 9.301 kvöld og dæmir Sigmar Björnsson ieikinn. Á mánudag leika Ármann og KR og hefst leikurinn einnig kl. 9.30. Dómari verður Halidór Hafliðason. Siðasti ieikurinn í fyrri umferðinni verður föstu- daginn 14. júni kl. 9.30. Þá leika KR og Ægir og dæmir Gunnar Kjartansson þann leik. Opna mótinu frestað Opnu golfkeppninni hjá GR, Coca Cola-keppninni, sem átti að hefjast á morgun á Grafarholts- velli, hefur nú veriö frestað til 27.-29. júni. Ástæðan er sú, aö Grafarholts- völlurinn er enn ekki kominn i nægilega gott stand til að halda svona stórt mót. 1 staðinn fer fram Slazenger keppnin á föstudag og laugar- dag. Þetta er tviliðaleikur — tveir menn leika með einum bolta og slá annað hvert högg. Mótið hefst á föstudag kl. 17,00 og síðan fram haldið á laugardag eftir hádegi. Meistarar MH! Þriðjudaginn 23. april lauk skólamóti K.S.t. með úrslitaieik á Mela- vellinum. Áttust þar við lið frá Menntaskólanum við Hamrahlið og Menntaskólanum IReykjavík. Lauk leiknum með sigri M.H. 3:2. Þetta er i fyrsta sinn sem Menntaskólinn við Hamrahiiö sigrar I þess- ari keppni. Lið M.H. ásamt rektcr skólans: Aftari röð: Gísli Torfason, Hafliði Loftsson, Sigurður Haraidsson (fyrirliði), Jón Gisiason, Gylfi Arnason og Sverrir Gestsson. Fremri röð: Hannes Lárusson, Bjarni Guðmundsson, Hörður Sverris- son, Guömundur Arnlaugsson rektor, Björn Arnarsson, Kristinn Kristjánsson og Magnús Magnússon. A myndina vantar: Arniaug Helgason, Adóif Guðmundsson, Hauk Haf- steinsson og Daniel Gunnarsson. Miðherji Vikings, Kári Kaaber, skallar knöttinn yfir Arna Stefáns- son, markvörð Fram, algjörlega óvaldaður af varnarmönnum Fram. Fyrra mark Vikings var staðreynd. Liósmynd Bjarnleifur. sömu mistök og kostuðu tvo mörk gegn Val. Eftir markið þéttu Vikingar enn vörn sina — greinilega ákveðnir að halda þvi, sem þeir höfðu náð. Fram sótti þvi mun meira — en árangurinn var sáralitill. Hinu megin varð hins vegar hætta — Jóni Péturss. urðu á mistök og Kári komst einn frir með knöttinn að markinu. Árni varði skot hans — knötturinn hrökk til Hafliða Péturssonar, sem spyrnti framhjá opnu marki Fram. Rétt á eftir skoraði Vikingur sitt annað mark — og hvilikt mark! — Gunnar örn tók aukaspyrnu um 30 metra frá marki — spyrnti þrumufleyg á markið og knötturinn hafnaði efst i vinkli Frammarksins. Snilldarlega útfærð aukaspyrna — og markið svo fallegt, að jafnvel hörðustu Framarar hrifust með. Þungi sóknar Fram jókst eftir þetta mark — en Diðrik var þeim erfiður. Hann hirti knöttinn af tám Rúnars Gislasonar, varði frá Kristni með góðu úthlaupi, en knötturinn hrökk til Guðgeirs. Hann vandaði sig — spyrnti neðst i markhornið, en Diðrik var þá þar kominn og varði i horn. Frábært. Þegar ein min. var til leiksloka komst Kristinn frir inn undir markteig — Diðrik bjargaði, en knötturinn barst af honum aftur til Kristins. Þá greip Diðrik liggjandi um fætur hans og vitaspyrna var dæmd, sem Marteinn Geirsson skoraði úr. En mark Fram kom of seint til að bjarga einhverju. Vikingur sigraði i þessum leik á 1 miklum baráttuvilja — góðum markverði og bakvörðum. En það 1 má greinilega laga leik Vikings — einkum sóknarleikinn. Unglinga- I landsliðsmaðurinn Óskar Tómasson sýndiþannstutta tima, sem hann lék ' með, að þar er mikill framtiðar- maður á ferð. Öskiljanlegt, að hann ' skuli ekki vera fastur leikmaður — og flestir sakna Stefáns Halldórs- I sonar, þess fljóta og leikna pilts, sem var aðalskorari Vikings i fyrra. I Hann hlýtur einnig að geta bætt , slakan sóknarleik liðsins. I En hvað með Fram?. — Já, þar er , pottur brotinn og Framliðið hefur I ekki fengið það út úr leikjum sinum, , sem efni standa til. Röng leikaðferð I auk þess sem varnarleikur liðsins, , er nú mun gloppóttari en áður. I Guðgeir er langbeztur, og án hans , væri liðið ekki upp á marga fiska. I Dómari var Þorvarður Björnsson , —hsim.' Víkingur sigraði Fram 2-1 í 1. deildinni í gœrkvöldi Vikings létu slaka miðherja Fram litið leika á sig. Ögnun Fram varð þvi litil — og Vikingur vann, þó svo framlina liðsins sé meö afbrigðum slök. Fyrri hálfleikur i gærkvöldi er það slakasta, sem sézt hefur 11. deildinni i vor — bókstaflega ekkert, sem hægt er að tala um, utan þess, að á siðustu minútu hálfleiksins þurfti Arni Stefánsson, markvörður Fram, að sýna snilldarmarkvörzlu til að bjarga sjálfsmarki. Marteinn Geirs- son gaf knöttinn aftur, en tókst ekki betur en að knötturinn stefndi efst I markhornið — en Arna tókst sem sagt að bjarga. Vikingur lék undan snarpri golu og var mun meira með knöttinn. Mikil breyting varð i siðari hálf- leiknum — og spenna mikil. Strax i byrjun komst Asgeir Eliasson i „dauðafæri” við Vikingsmarkið eftir fyrigjöf Kristins, en spyrnti yfir af 2ja metra færi. Atti þó Diðrik Ólafsson eftir — og markvarzla Diðriks i þessum leik var vissulega frábær. Ekki er þvi að vita hvað skeð hefði ef Ásgeir hefði hitt á markið. En þarna fór gott tækifæri og svo skoraði Vikingur. Það var á 12.min. Vikingur fékk hornspyrnu — Gunnar örn renndi knettinum til Eiriks, sem gaf mjög vel fyrir, beint á koll Kára Kaaber, sem óvaldaður af Fram- vörninni skallaði auðveldlega i mark. Þarna urðu Framvörninni á Það hefðu vist fáir getað spáð þvi, þegar keppnin 11. deild hófst i vor, að bikarmeistarar Fram yrðu i neðsta sæti eftir þrjár fyrstu umferðirnar. En þetta er nú staðreynd — Fram- liðið er eitt á botninum eftir tapleik gegn Viking á Laugardalsvelli I gær- kvöldi og er þvi útlitib allt annað en gott hjá liðinu. En Framliðið er alltof gott lið — miðað við flest önnur i deildinni — tii þess að skipa þetta óhugnanlega sæti lengi áfram. Það hlýtur fijótiega að fara að rifa sig upp úr meðalmennskunni og vinna ieiki. Sigur Vikings var að mörgu leyti verðskuldaður I gærkvöldi, þó svo knattspyrna sú, sem Vikingar sýndu, væri litt til fyrirmyndar eða eftir- breytni. En baráttuvilji flestra leik- manna liðsins var meiri en Framara — það var barizt af miklum ákafa mjög á kostnað knatt- spyrnunnar. Sparkað sem fyrst án þess að yfirleitt sé leitað að samherja. Þetta er talsvert ein- kennilegt, þvi það var spil I Vikings- liðinu, sem nú hefur verið látið vikja. Þetta riðlaði þó algjörlega leik Fram, og liðinu tókst sjaldan að ógna verulega — en á stundum sýndi Framliðið nettan leik. Megingalli Fram i leiknum lá þó i leikaðferðinni — það var litið reynt að brjóta niður Vikingsvörnina, þar sem hún er veikust. Beztu menn Fram, Guðgeir Leifsson og Ásgeir Eliasson, léku úti á köntunum sem áður — einmitt þar sem Vikingur er sterkastur fyrir, en þeir Magnús Þorvaldsson og Eirikur Þorsteins- sonar eru án efa sterkasta bak- varðaparið i 1. deildinni. Þeir höfðu I fullu tré — jafnvel betur en það — I viðureigninni við Guðgeir og Asgeir og þar með stóð Víkingur með pálm- ann i höndunum, þvi miðverðir Gunnar örn Kristjánsson, Viking, skoraði fallegasta mark islands- mótsins á Laugardalsvelli i gær- kvöld. Þrumuflcygur hans af 30 metra færi flaug efst i markhornið — algjörlega óverjandi. Þarna er Gunnar örn með knöttinn í leiknum i gær. Ljósmynd Bjarnleifur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.