Vísir - 05.06.1974, Side 13

Vísir - 05.06.1974, Side 13
Vísir. Miðvikudagur 5. júni 1974 13 Einn blómavasi á 93 milliónir króna! Þessi vasi, sem hér sést á London fyrir skömmu á 1,008,000 myndinni, var seldur á uppboði i Bandarikjadollara, sem jafngild- ir liðlega 93 milljónum islenzkra króna. Vasinn, sem sjálfsagt verður ekki notaður undir blóm, er einn af fjórum, sem talið er að séu til i heiminum. Þetta eru svokallaðir Ming-vasar og eru frá árunum 1403 til 1424. Þeir eru gerðir i Kina og kemur nafnið á þeim þaðan. Ekki þótti þessi vasi neitt sér- lega fallegur. Hann er hvitur að lit, og á hann er málaður dreki i bláum lit svo og örlltið blóma- skraut. En hann er gamall og að- eins þrir aðrir slikir til I heimin- um og það er fyrir öllu hjá þvl fólki, sem safnar svona gripum... og á aura til að borga fyrir þá. Uppboðshaldarinn sló vasann enskum manni, sem ekki vildi láta nafns sins getið, né fyrir hvern hann var að kaupa hann. — klp— Þœr elska hann allar - litlu stúlkurnar! Donny Osmond, sem þarna er lengst til hægri á myndinni, er nú ekki lengur litli sæti strákur- inn, sem þúsundir stúlkna út um allan heim hafa elskað af öllu sinu litla hjarta. Hann er orðinn myndarlegur ungur maður, bráðum 18 ára gamall, og stúlkurnar elska hann nú enn meir en áður. Fyrir skömmu kom hann fram I sjónvarpsþætti Perry Comos ásamt systur sinni, Marie, sem varð 15 ára fyrir skömmu. Þar sungu þau hvert lagið á fætur öðru ásamt leikkonunni Debbie Reynoids og að sjálfsögðu Perry Como, og gerðu mikla lukku eins og venjulega. Fyrir 18 ára og yngri, er störfuðu fyrir D-listann á kjördag, miðvikudagskvöld 5. júní frá kl. 9—1 í SIGTÚNI Hljómsveitin Islandia, söngkona Þuríður Sigurðardóttir. Sœmi og Didda rokka. Halli og Laddi skemmta með eftirhermum. | Fyrir 18 ára og yngrí Boðskort verða afhent á skrifstofu fulltrúaráðsins Siðumúla 8 og Galtafelli, Laufásvegi 46 i dag og á morgun kl. 9-5. Fjölbreytt skemmtiatriði — Aðgangur ókeypis

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.