Vísir - 06.06.1974, Qupperneq 1
64. árg. —Fimmtudagur 6. iúnl 1974. — 91. tbl
Skutu á sumarbústaði
og skynlausar skepnur
— hœttulegir byssumenn handteknir _ baksíða
FERÐA-
SKRIF-
STOFAN
VANN
STÓRA
MÁLIÐ
— Baksíða
Fuglinn
og fram-
kvœmdirnar
— baksíða
•
Peron herðir
sóknina gegn
vinstri
mðnnum ^ 5
Ekkert markvert
gerist á
öryggisráðstefnu
Evrópu
sjá grein á bls. 6
Berjast gegn ein-
hliða fœkkun
í herafla
Bandaríkjanna
sjá bls. 5
Hermenn SÞ
komnir á milli
Sýrlands og
w
Israels sjá bls. 5
Þreyttur
á Fischer
— sjá bls. 3
„Höfum ekki
ef ni á gullinu"
— sagði Hákon Bjarnason, þegar hann afhenti
Noregskonungi minnispeninga að gjöf í morgun
Hákon Bjarnason heilsar konungi vi6
komuna að Mógilsá. Á myndinni sést einnig
Hákon Guðmundsson, form.
Skógræktarfélags Islands.
Ólafur konungur virðir fyrir sér plöntur I gróöurhúsinu að Mógilsá. Rannsóknarstööin þar var einmitt
byggð fyrir hluta af norsku þjóðargjöfinni, sem hann færði tslendingum 1961. — Ljósm: Bragi.
,,Nú getið þér séð,
hvers gjöfin, sem þér
færðuð okkur frá norsku
þjóðinni fyrir þrettán
árum, hefur orðið
megnug”, sagði Hákon
Bjarnason skógræktar-
stjóri, er hann ávarpaði
Ólaf V. Noregskonung á
Mógilsá i morgun.
Við það tækifæri afhenti Hákon
konungi að gjöf tvo minnis-
peninga. Annars úr silfri'og hinn
úr bronsi.
„Ég hafði ekki efni á að láta
geraeinnúrgulli”, sagði Hákon.
Það hafði verið unnið að þvi
langtfram á siðustu nótt að ljúka
við gerð þessara minnispeninga
og var það með naumindum, að
þeir yrðu tilbúnir i tæka tið. Þetta
eru fyrstu eintökin af minriispen-
ingum, sem á að gefa út á
næstunni i tilefni af 75 ára afmæli
skógræktar á Islandi.
í för með konungi i morgun
voru m.a. forseti íslands og fjár
málaráðherra. Sátu þeir saman i
fremstu bifreiðinni, en á eftir
fylgdu þrjár svartar og gljáandi
bifreiðar með ýmsum embættis-
mönnum. Lögreglubifreiðar voru
svo i bak og fyrir auk lög-
reglumanna á bifhjólum. Var
heldur þröngt orðið á planinu við
skógræktarstöðina, þegar öll
hersingin var komin i hlað.
Eftir að hafa skoðað skóg-
ræktarstöðina var haldið yfir að
laxeldisstöð rikisins, sem stendur
spottakorn þar frá. Ók hin virðu-
lega bilalest með miklum
„elegans” þangað yfir, en Þór
Guðjónsson veiðimálastjóri tók á
móti þjóðhöfðingjunum og sýndi
þeim stöðina.
Var konungur hress i bragði og
gerði ósDart að gamni sinu. 1 há-
deginu sat hann hádegisverðar-
boð að Kjarvalsstöðum, en um
klukkan þrjú er ráðgert, að hann
fljúgi til Akureyrar, þar sem
hann skoðar sig um.
Kvöldverö snæðir hann að
Hótel KEA. Er það virðulegt
samkvæmi með helztu mönnum
bæjarins — öllum i smoking.
Til Reykjavikur verður
væntanlega komið aftur fyrir
miðnætti.
ÞJM
Vísað úr Framsóknarflokknum
„Ég hygg, að fram-
kvæmdastjórnin geti
ekki á eigið eindæmi
visað félögum úr Fram-
sóknarflokknum. Það er
aðeins á valdi félaganna
sjálfrá?’, sagði Andrés
Kristjánsson fyrr-
verandi ritstjóri
TÍMANS og um margra
ára bil einn af aðal-
málsvörum Fram-
sóknarflokksins.
Hann er i hópi þeirra, sem
ályktun framkvæmdastjórnar
Framsóknarflokksins nær til, en
hún birtist á forsiðu Timans i
morgun. Þar segir, að fram-
kvæmdastjórnin „liti svo á, að
framsóknarmenn, sem tekið hafa
sæti á framboðslistum annarra
flokka, hafi með þvi gengiö úr
Framsóknarflokknum og geti þar
af leiðandi ekki lengur gegnt
trúnaðarstörfum á hans vegum”.
„Það má vera, að fram-
kvæmdastjórnin geti látið til sin
taka, hverjir gegni trúnaðar-
störfum á vegum flokksins, enda
hafði ég t.d. áður skrifað henni
bréf, þar sem ég legg niður um-
boð mitt I miðstjórn Framsóknar-
flokksins”, sagöi Andrés
Kristjánsson, sem er i framboöi
fyrir Samtök frjálslyndra og
vinstri manna I kosningunum, er
fara i hönd.
Meðal annarra, sem fram-
kvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins sendir þessa kveðju á
forsiðu Timans i morgun, eru
Kristján Thorlacius (forseti
BSRB), ólafur Ragnar Grims-
son, prófessor, Elias Snæland
Jónsson, formaöur Sambands
ungra framsóknarmanna, Baldur
Óskarsson, fyrrverandi formaður
SUF, Magnús Gislason frá
Frostastöðum, varaþingmaður
Framsóknarflokksins. — GP.