Vísir - 06.06.1974, Síða 2
2
Vísir. Fimmtudagur 6. júní 1974
VÍSDtSm:
Hvaða bók lásuð þér
siðast?
Gunnar Gunnarsson, aOstoðar-
maður i bókabil. Mig minnir, að
það hafi verið bók um Perry
Mason. Ég les yfirleitt þó nokkuð
af bókum, stundum 4 á viku.
Þetta eru bækur um allt mögu-
legt.
Júlia Margrét, 8 ára: Ég las
Sesseliu siðstakk. Sesselia er
ekkert sérlega sniðug stelpa, en
hún er góð. Mér finnast allar
bækur skemmtilegar.
Jónina ómarsdóttir, barnapia:
Ég las „Systir Angela” Hún var
anzi skemmtileg. Ég vil helzt lesa
spennandi bækur, ég byrja bara á
einhverjum bókaflokki, og ef
hann er spennandi, þá held ég
áfram.
Eyjólfur Magnússon, rafvirki:
Ég er að lesa enska bók, sem
heitir Accessory, og hún er hérna
i vasanum. Þetta er ágætis
glæpasaga. Annars er mér alveg
sama, ég les allt, stundum fjórar
bækur i viku. Annars er ég i
veikindafríi og les þvi mikið
núna.
Elsa Antonsdóttir, húsmóðir: Ég
hef lesið litið upp á siðkastið,
annars les ég oft mikiö. Siðast las
ég Brosið eftir hann Kristmann,
Kiljan hef ég lika mikið lesið og
yfirleitt les ég allt mögulegt.
Sigurður Kristjánsson, járn-
smiöur: Ég les nú frekar litið.
Siðast las ég bók Sigvalda
Hjálmarssonar, Að horfa og
hugsa. Mér fannst hún ekkert sér-
stök. Mér finnst einna skemmti-
legast að lesa létt fræðirit og grip
helzt i lesturinn um helgar.
KAFFI LARSEN, -
OG LARSEN KAFFI
— Rabbað við Jónas stýrimann, formann nýs
verkalýðsfélags, Rithöfundasambandsins
Við hittum fyrir
nokkru hinn nýkjörna
formann Félags
islenzkra rithöfunda,
Jónas Guðmundsson.
Aðalfundur félagsins
var haldinn fyrir
skömmu og baðst þá
Þóroddur Guðmundsson
skáld frá Sandi undan
endurkjöri.
Félag islenzkra rithöfunda, er
það ekki hægri sinnaða rit-
höfundafélagið?
Þvi er oft haldið fram, aö svo
sé, en ég tek skýrt fram, að
stjórnmál eru aldrei rædd i þessu
félagi. Við einbeitum okkur að
félagsmálum. Hitt félagið Rit-
höfundafélag Islands. Bæði
félögin standa nú að Rithöfunda-
ráði og Rithöfundasambandi
Islands, er stofnuð voru á siðasta
rithöfundaþingi.
Nöfnum félaganna er oft
ruglaö saman. Geta allir þessir
frjóu menn ekki fundið
frumlegri nöfn?
Þetta er ekta norrænt fyrir-
bæriogsannar ef til vill betur en
nokkuð annað skyldLeika okkar
við Norömenn. Komdu til
Hammerfest I Noregi. Þegar ég
kom þangað fyrst eftir striðið
voru tvö kaffihús i bænum
annaö hét Kaffi Larsen og hitt
Larsen Kaffi.
Var ekki ætlunin að leggja þessi
félög niður við stofnun Rit-
höfundasambandsins?
Um það eru skiptar skoðanir.
En i minu félagi er ekkert slikt á
döfinni. Við teljum aðild að
heildarsamtökum sjálfsagða.
Hins vegar teljum við það veikja
okkur fremur en styrkja að
leggja niður gamalt og rótgróið
félag. Það hefur ekki endanlega
verið gengið frá skipulagi og
lögum hins nýja Rithöfundasam-
bands, en þetta samband er fyrst
og fremst hugsað sem verkalýðs-
félag, sem ætti að taka sér stöðu
með félögum hinna lægst
launuðu.
En hvernig gengur persónu-
lega?
Ég var að ljúka við leikrit og
skáldsögu. Skáldsagan er saka-
málasaga. En sakamálasögur
hafa nú tekið við af togarabók-
menntum og Færeyingaskemmti-
sögum, sem ásamt andatrúar-
bókum hafa haldið uppi bókaút-
gáfunni hér. En leikritið er hálf-
gerður gamanleikur, til um-
hugsunar fyrir þá, sem halda að
allt sé list með þvi að hafa nóg að
éta.
Þú ert afkastamikill. Er það
nauðsynlegt til að skrimta?
Ekki mun það nú duga.
Matthias Johannessen hefur
haldið þvi fram, að islenzkur rit-
höfundur þurfi að skrifa 9 bækur
á ári til að draga fram lifið.
Og svo ertu i útvarpinu?
Mér datt það i hug var I gangi i
fyrra, þá flutti ég aðeins tvo
þætti. I sumar verð ég á dagskrá
einu sinni i mánuði. Ég veit ekki
fyrir vist, hverjir verða á móti
mér með þáttinn. En ég vonast
eftir Gisla J. Astþórs. aftur i
sumar, þvi hann bar þáttinn að
miklu leyti uppi I fyrra.
Er ekki erfitt að hafa atvinnu af
þvi að láta sér detta skemmtilega
hluti I hug?
Jú, þetta er eins og að leika i 19.
launaflokki i Þjóðleikhúsinu.
Rithöfundar eru töluvert að
blanda sér i stjórnmál þessa
dagana. Er þetta rétta stefnan.
Ég tek undir það, sem
Friöfinnur ólafsson sagði, þegar
Helgi vinur hans Sæmundsson tók
sér stöðu með vinstri jafnaðar-
mönnum. „Mikið er að heyra
þetta! Það verður að senda hann
strax til Ameriku og setja gamla
hjartað I hann aftur.
Og I sumar?
Ég ætla að helga mig barna-
uppeldinu og passa landið þangað
til i haust. Þá fer ég til Miinchen
þar sem ég held málverka-
sýningu i frægu málverkagallerii
og einnig mun ég - vinna grafik
þar og I Paris með hinum fræga
listmálara og Islandsvini
Rudolf Weissauer.
—JB-
Gjóbakkavegur:
Vinna þar til
milljónirnar
eru uppurnar
Bragi Jóhannsson verkstjóri.
//Okkur gengur
ágætlega", sagði Bragi
Jóhannsson verkstjóri
við Gjábakkaveginn, er
Visir var austur á Þing-
völlum í fyrradag.
„Okkur er ætlað að vera 6
vikur við þessar framkvæmdir,
og við erum þegar búnir að vera
hér i hálfan mánuð. Við leggjum
áherzlu á að ná endum saman,
en siðan verður vegurinn
hækkaður og lagaður eins og
kostur gefst eða þangað til
þessar frægu 25 milljónir eru
búnar.
Þessa daganaerum við aðal-
lega að aka að vegarefni og
erum með 13 bila i stöðugum
flutningum frá 7 til 7. Það hefur
ekki enn verið talin ástæða til að
vinna lengur.
Vegagerðin er einnig að vinna
að gerð bilastæða á Þingvöllum
fyrir þjóðhátiðina. Verða útbúin
bilastæði fyrir samtals um
12.000 bila. Verða tvö stór bila-
stæði við útsýnisskifuna við
Almannagjá og einnig verður
hægt að leggja bilum niðri á
flötinni við Gjábakkaveginn.
Borinn verður oliumöl á
kaflann frá vegamótum Gjá-
bakkavegarins og heim að
Þingvallabænum, og er kominn
stór oliumalarhaugur á staðinn i
þessum tilgangi.
Stöðugur straumur 12 tonna bíla flutti efni I nýja veginn.
JB