Vísir - 06.06.1974, Síða 6
6
Vlsir. Fimmtudagur 6. júnf 1974
visir
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttástj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ritstjórn:
Askriftargjald 60« kr.
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Ilverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Slðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
á mánuði innanlands.
t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Hreinar linur
Nú geta Islendingar loksins kosið um varnar-
málin i þingkosningum. Vinstristjórnin hefur
leitt varnarmálin i slikar ógöngur, að kosning-
arnar 30. júni eru siðasta tækifæri þjóðarinnar til
að segja: Hingað og ekki lengra.
Ljóst er, að Alþýðubandalagið og hin nýja út-
gáfa Samtaka frjálslyndra og vinstri manna
vilja, að varnarliðið verði tafarlaust látið fara úr
landi.
OrSamtökunum eru farnir menn eins og Björn
Jónsson, sem einkum höfðu áhuga á verkalýðs-
málum og engan áhuga á brottför varnarliðsins. 1
staðinn eru komnir hópar hernámsandstæðinga
úr Framsóknar- og Alþýðuflokknum. Samtökin
eru orðin að endursköpuðum Þjóðvarnarflokki.
Þessir menn telja, að hér eigi ekki að vera her á
friðartimum og að nú séu friðartimar. Þeir telja
hættulegt sjáifstæði og menningu þjóðarinnar að
hafa erlendan her hér á landi.
Svipaðra sjónarmiða gætir hjá mörgum fylgis-
mönnum Alþýðubandalagsins. En þar i flokki eru
lika þeir menn, sem hafa svo mikið dálæti á
stjórnarháttum i Austur-Evrópu, að þeir vilja
færa tslendinga yfir á það áhrifasvæði.
Framsóknarflokknum er ekki að treysta i
varnarmálunum. Þótt sá flokkur sé yfirleitt tæki-
færissinnaður, er hann þó hvergi tækifæris-
sinnaðri en einmitt i varnarmálunum.
Framsóknarflokkurinn hefur vissulega losnað
við Möðruvellinga úr flokknum. En hann hefur
lika losað þingflokkinn við tvo af þremur þing-
mönnum flokksins, sem vildu hafa varnarliðið
áfram, þá Björn Fr. Björnsson og Björn Pálsson.
Og hann hefur einnig losað þingflokkinn við vara-
þingmanninn Tómas Karlsson, helzta stuðnings-
mann stefnu Varins lands i forustusveit flokksins.
Og i varnarmálunum geta kjósendur haft til
hliðsjónar, að það er yfirlýst stefna Framsóknar-
flokksins að halda áfram vinstri stjórn eftir
kosningar, ef þingfylgi verður nægilegt. Með þvi
að styðja Framsóknarflokkinn i kosningunum
stuðla kjósendur að framhaldi vinstri stjórnar og
endanlegri brottför vamarliðsins á einu eða
tveimur árum.
Sem stendur virðist Alþýðuflokkurinn fremur
en hitt styðja framhald landvarna, þótt hann hafi
lagt fram tillögur um, að dregið verði úr þeim.
En hin veika staða flokksins eftir byggðakosning-
arnar hefur gert hann næman fyrir róttækum
breytingum, jafnvel tilboði um að verða fjórða
hjólið undir nýrri vinstri stjórn, sem mundi láta
varnarliðið fara.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem
kjósendur geta treyst til að vinna að framhaldi
varna á íslandi. Þeir, sem vilja varið land, hljóta
að styðja Sjálfstæðisflokkinn til þeirra áhrifa, er
dugi til að tryggja framgang málsins.
Þar með er ekki sagt, að sjálfstæðismenn og
aðrir landvarnamenn vilji hafa varnarliðið hér
um aldur og ævi. Ef sú ósk rætist, að stórveldin
komi sér saman um samdrátt i vigbúnaði og
standa við það samkomulag, er — þá en ekki fyrr
— unnt að undirbúa brottför varnarliðsins.
Þeir, sem virða kaldar staðreyndir heimsmál-
anna og hafa öryggi þjóðarinnar efst á blaði,
munu skipa sér i sveit landvarnamánna og styðja
Sjálfstæðisflokkinn i alþingiskosningunum.
— JK
Ekkert markvert
gerist ó öryggis-
róðstefnu Evrópu
Brátt líður að þvi, að öryggis-
ráðstefna Evrópu hafi staðið I eitt
ár. Hún hófst formlega með fundi
utanrikisráðherra þátt-
tökurikjanna i byrjun júli sl. Eftir
að þeir höfðu gefið hátlðlegar
yfirlýsingar um frið og bætta
sambúð, tóku sérfræöingar að
ræða málin. Þeir hafa I allan vet-
ur setið á fundum I Genf. Fremur
litið hefur miðað og allar llkur
benda til þess, að ekki verði unnt
að ljúka ráðstefnunni i sumar,
eins og Sovétrikin hafa lagt mikla
áherzlu á.
Lokaþátturinn í fundahöldum
sérfræðinganefndanna hófst 22.
april sl. að loknu páskafrii.
Verður nú reynt til þrautar að ná
samkomulagi milli fulltrúa
Varsjárbandalagsins annars veg-
ar og fulltrúa Vesturlanda og
þeirra rikja, sem ekki eru i
bandalögunum hins vegar um
ágreiningsmálin.
1 skýrslu utanrikisráðherra ts-
lands um utanrikismál, sem lögð
var fram á alþingi 29. april sl.
segir svo um gang mála á ráð-
stefnunni:
„Allt fram yfir siðustu áramót
voru langdregnar umræður um
málsmeðferð en i febrúar hófst
ráðstefnan handa um samningu
texta lokasamþykkta. Enn sem
komið er hefur verki þessu miðað
hægtáfram. Augljóst má vera, að
samningar, sem snerta viður-
kenningu landamæra, grundvöll
mannlegra samskipta og upp-
lýsingaskipti i Evrópu, hljóta að
verða erfiðir. Á hinn bóginn ber
minna á milli I efnahags- og
Nixon og Brezhnev skála i
kampavini, þegar þeir hittust
siðast, I Washington 19. júni si.
Brátt geta þeir fagnað aftur,
þegar £iixon kemur til Moskvu
undir lok þessa mánaðar.
viðskiptamálum, enda e.t.v. ekki
mikils nýs að vænta á þeim sviö-
um. Jafnhliða samningum um
þessi atriði, eða með tilliti til
niöurstaðna þeirra, verður slöan
að ákveða framtiðarfyrirkomulag
marghliða viðræðna og
samninga allra rikja Evrópu með
þátttöku Bandarikjanna og
Kanada.”
Það er ekki björt lýsing, sem
utanríkisráðherra gefur á fram-
gangi mála á þeirri ráðstefnu,
sem m.a. hefur verið notuð sem
ein af röksemdunum fyrir þvi, að
svo friðsamlegt sé orðið i heimin-
um, að tsland megi verða varnar-
laust.
Eftir tæplega eitt ár hafa
viöræður á ráðstefnunni ekki leitt
til samkomulags um önnur atriði
en þau, sem ekki snerta öryggi
þátttökurikjanna. Samkomulag
II hefur sem sé tekizt um efnahags-
' og viðskiptamál og nú siðast um
umhverfisvernd, en raunveruleg
öryggismál eru þrætuepli.
Þau riki á ráðstefnunni, sem
ekki lúta stjórn kommúnista,
II hafa ekki fallið frá kröfum sinum
'* um það, að samningur verði
gerður um aukin mannleg tengsl
milli austurs og vesturs. Þau
vilja, að kommúnistarikin hætti
að banna innflutning á blöðum,
bókum og kvikmyndum inn fyrir
landamæri sin. Þau fara fram á
það, að ferðafrelsi verði aukið I
báðar áttir, truflunum á útvarps-
sendingum verði hætt Qg aðstaða
fréttamanna i kommúnista-
( rikjunum verði bætt. 011 þessi
Myndin er tekin I Helsinki 3. júll 1973, þegar Ahti Karjalainen, utan-
rikisráðherra Finna, setti öryggisráðstefnu Evrópu.
mál eru eitur i beinum stjórnenda
kommúnistarikjanna, sem telja,
að slikt frelsi muni grafa undan
veldi sinu.
t hernaðarmálefnum hafa
Vesturlönd og hlutlausu rikin lagt
áherzlu á, að samkomulag takist
um atriði, sem gætu stuðlað að
auknu trausti milli rikja. Þar hef-
ur einkum verið minnzt á reglur,
sem skylda riki til að tilkynna
með fyrirvara um heræfingar og
liðsflutninga. Slikar reglur geta
orðið til fyllingar samkomulagi
um samdrátt herafla i Mið-
Evrópu. En viðræðum um það
efni miðar mjög hægt i Vinar-
borg.
Sovétrikin hafa lýst sig
reiðubúin til að tilkynna her-
IIIIIIIIIKII
M)
umsjón B.B.
æfingar með fimm daga fyrir-
vara, en vilja ekki enn skuldbinda
sig til að skýra frá liðsflutning-
um. Þetta samrýmist alls ekki
kröfum Vesturlanda, sem vilja,
að fyrirvarinn sé 60 dagar, bæði
um æfingar og liðsflutninga. Auk
þess kjósa þau helzt, að gefnar
verði upplýsingar um fjölda her-
manna i æfingum og tækjakost.
011 framkoma sovézku
fulltrúanna á öryggisráðstefn-
unni hefur aukið grunsemdir
manna um það, að áhugi þeirra á
þvi að halda hana hafi sprottið af
viðleitninni til að slá ryki I augu
Vesturlandabúa. Ráðstefnan hef-
ur gefið þeim ágætt tækifæri til
áróðurs á Vesturlöndum. Sovét-
menn hafa talað hæst um frið og
sættir milli austurs og vesturs.
Með þessu tali hafa þeir getað
haft áhrif á skoðanamyndun i
þeim löndum, sem leyfa frjálsan
fréttaflutning. Þeir hafa i ræðum
reynt að skapa andvaraleysi
meðal lýðræðisþjóðanna. En við
samningaborðið hafa þeir ekki
viljað gefa neitt eftir.
Sovétmenn hafa reynt að beina
allri athyglinni að „sinum mál-
um” á öryggisráðstefnunni. Þau
snerta annars vegar friðhelgi
landamæra og hins vegar bann
við ihlutun i innanrikismál
annarra rikja. Þetta eru málefni,
sem þau lönd, sem ekki lúta
kommúnistastjórn, þurfa ekki að
hafa miklar áhyggjur af. Hins
vegar eru þau treg til að gera
samninga um þessi atriði við
Sovétrikin. Brezhnev, flokks-
leiðtogi, hefur ekki enn dregið til
baka kenninguna, sem kennd er
viö hann og beitt var I Tékkó-
slóvakiu ’68. í stuttu máli er efni
hennar það, að fullveldi fylgirikja
Sovétrikjanna I Austur-Evrópu sé
takmarkað. Telji leiðtogarnir i
Kreml, aö „sósialiskum
ávinningi” fólksins i þessum
löndum sé ógnað, segjast þeir
hafa rétt til þess að gripa I
taumana og vikja öllum öðrum til
hliðar. Sovétmenn telja einnig, að
það sé Ihlutun Vesturlandabúa i
innri málefni kommúnista-
rikjanna, ef þeir ætla að fara að
senda þangað blöð sin, bækur og
kvikmyndir.
A næstunni mun Nixon, Banda-
rikjaforseti, fara til fundar við
Brezhnev I Moskvu. Þá verður
skálað I kampavini og rætt um
frið og bætta sambúð. Þar mun
Brezhnev leggja á það áherzlu, að
öryggisráðstefnunni ljúki sem
allra fyrst. Hann vill einnig, að
lokafundinn sæki þjóðaleiðtogar
þátttökurikjanna, svo að hann fái
aftur þá tækifæri til að skála við
Nixon i kampavíni og tala til
heimsins um frið.
Sagt er, að Nixon þurfi nú,
frekar en nokkru sinni, að ferðast
um heiminn þveran og endi-
langan til að auka virðingu sina i
skugga Watergate-hneykslisins.
Brezhnev þarf einnig að auka álit
sitt heima fyrir og geta sýnt fram
á, að „friðarstefna” sin leiði til
einhvers árangurs i samskiptum
austurs og vesturs. Siðast i fyrra-
dag flutti Grechko, varnarmála-
ráðherra Sovétrikjanna, ræðu i
sovézka sjónvarpið, þar sem
hann varaði við þvi,að Sovétmenn
yrðu ekki andvaraleysinu að bráð
i öryggismálum sinum. Ekkert
mætti fara úrskeiðis i þeim efn-
um, þvi að heimsvaldasinnár
væru að búa sig undir styrjöld.
Þessi ummæli ráðherrans og
önnur svipuð hafa verið skýrð
sem gagnrýni á stefnu Brezhnevs
i samskiptum hans við Vestur-
lönd.