Vísir - 06.06.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 06.06.1974, Blaðsíða 10
10 Vísir. Fimmtudagur 6. júni 1974 Vísir. Fimmtudagur 6. júni 1974 'ftsi ■ Guömundur Sigurösson, lyftingamaður úr Ár- manni, varð áttundi í milli- þungavigt á Evrópu- meistaramótinu í lyfting- um, sem haldið er i Verona á Spáni um þessar mundir. 1 snörun lyfti Guðmundur 142,5 kilóum og i jafnhendingu 180,0 kilóum. Samtals var hann þvi með 322,5 kiló, sem er jafnt gild- andi íslandsmeti hans i milli- þungavigt. 1 snörun er þetta einn- ig jafnt þvi bezta, sem hann á i milliþungavigt, og i jafnhendingu er Hann rétt við sitt bezta. Eins og fyrr segir varð Guð- mundur áttundi i sinum flokki, en þar kepptu 22 menn — einn frá hverju landi. Gústaf Agnarsson átti að keppa i þungavigt i gær- kveldi, en fréttir af árangri hans höfðu ekki borizt, er blaðið fór i prentun. -klp- Enginn vill Asa Hartford West Bromwich hefur enn ekki fengið tilboð i skozka landsliðs- manninn Asa Hartford, sem félagið setti á sölulista í vor. Asa, sem er með hjartagalla, hefur verið einn af beztu mönnum West Brom undanfarin ár, en nú vill félagið fara að iosa sig við hann. ,,Það er útiit fyrir, að Asa verði með okkur, þegar keppnistimabilið hefst afturi ágúst”, sagði Don Howe, fram- kvæmdarstjóri West- Brom, þegar hann var spurður um, hvort hann héldi, að ekkert lið vildi kaupa hann. „Asa er frábær leikmaður i alla staði. Klúbbarnir vilja sjálfsagt sjá hann betur áður en þeir koma með til- boð, og þau mun ekki skorta, þegar að þvi kemur”. 18 œfa með unglinga- landsliði í golfi! Ákveðið hefur verið að senda unglingalandslið tsiands í golfi á Evrópumeistaramót unglinga, sem fram fer i Finnlandi i lok júli i sumar. Þar niunu sexmanna lið frá um 20 þjóðum keppa, og eru aldurstakmörk miðuð við 21 árs aldur. Unglinganefnd Golfsambands Is- lands hefur nú valið 18 pilta til æfinga fyrir þessa keppni svo og annað, er upp kann að koma fyrir þá yngri á þessu sumri. Piltarnir eru þessir: Atli Arason GR, Konráð Gunnarsson GA, Þórhallur Hólmgeirsson GS, Ragnar Ólafsson GR, Elvar Skarp- héðinson GL, Marteinn Guðnason GS, Jón Sigurðsson GK, Loftur ólafsson GN, Hallur Þórmundsson GS, Jóhann Ó. Jósepsson GS, Jóhann Ó. Guðmundsson GR, Jóhann R. Kjærbo GS, Sigurður Hafsteinsson GR, Guðni örn Jónsson GL, Björgvin Þorsteins- son GA , Ársæll Sveinsson GV, Sigurður Thorarensen GK og Geir Svansson GR. Piltarnir á Stór-Reykjavikur- svæðinu munu hafa sameiginlegar æfingar a.m.k. einu sinni i viku undir stjórn Þorvaldar Ásgeirsson golf- kennara, en hinir munu fá sérstakt æfingaprogram til að fara eftir auk þess sem Þorvaldur mun taka þá i tima, þegar hann heimsækir klúbbana þeirra hverju sinni. 1 þessum 18 manna hópi eru nokkrir piltar, sem einnig eru i karialands- liðinu i golfi, sem nú þjálfar m.a. fyrir Norðurlandamótið, er fram fer hér á landi i lok ágúst. Má þar t.d. nefna Jóhann Ó. Guðmundsson, Ragnar Ólafsson, Loft Ólafsson og Björgvin Þorsteinsson. Umsjón: Hallur Símonarson Sterkir Fmnar! Finnar eiga sterka frjáls- Iþróttamenn. Á móti i Helsinki á þriðjudagskvöld kastaði Hannu Siitonen spjóti 87.50 metra — og Pentti Kahma þeytti kringlunni 64.26 metra. Aðalgrein mótsins var 5000 m hlaupið og þar" voru margir stór h 1 auparar . Pekka Pæiværinta, Finnlandi, sigraði á 13:47.8 min. Annar varð Anders Gærderud, Sviþjóð, á 13:48.1 min. Evrópumeistarinn i 1500 m Arese, italiu, varð fjórði á 13:49.4 min. og annar Evrópu meistari, Belginn Karel Lismont (maraþon, Arese 1500 m) varð áttundi 13:53.6 min. Olympiumeistarinn i 1500 m hlaupi, Pekka Vasala, Finn- landi, varð 12. á 13:55.6 min, og hinn finnski Olympiumeistarinn Lasse Viren varð 13. á 13:55.8 min. Myndin til hliðar er frá fyrsta hring hlaupsins. Þar eru Arne Kvalheim, Noregi, til vinstri, og Finnarnir Seppo Tuominen og Viren. Roy Rees Heppnist hugmyndirnar á Vík- ingur stórkostlega framtíð! — segir Roy Rees, hóskólamenntaður íþróttakennari, sem safnar hér efni í doktorsritgerð - aðstoðar Viking við þjólfun og athugar framtíðaróœtlanir félagsins. Það er margt líkt með is- lendingum og Keltunum í Wales og það svo, að manni finnst oft hér á götunum í Reykjavík, að sem vinir manns frá Swansea eða Wrexham séu þar á ferð, sagði Roy Rees, kunnur íþróttafrömuður á Bret- landseyjum, við blaða- menn i gær. Það var á fundi í félagsheimili Vik- ings, en Rees er staddur hér á vegum félagsins — aðstoðar við þjálfun og leggur þar góð ráð, en þó fyrst og fremst kominn hingað til að fara yfir og kynna sér framtiðaráætl- anir Víkings á íþrótta- svæðum félagsins við Réttarholtsveg og í Foss- vogi. Jón Aðalsteinn Jónsson, for- maður Vikings, skýrði blaða- mönnum frá þvi að Vikingur ætl- aði sér að koma upp stóru Iþrótta- húsi norð-austur af félagsheimil- inu við Réttarholtsveg — og að byggja þrjá grasvelli á Iþrótta- svæði þvi, sem Vikingur hefur forgangsrétt að I Fossvogi. Þess- ar framkvæmdir munu standa næstu árin. Roy Rees er háskólamenntaður iþróttakennari, sem hefur mjög unnið að uppbyggingu Iþrótta- miðstöðva á Bretlandseyjum — meðal annars i Liverpool og nú siðustu tvö árin hefur hann verið að byggja úpp eina slíka íþrótta- miðstöð i Bangor I Norður-Wales. Hann var áður fyrr atvinnumaður i knattspyrnu og lék með Swansea i 2. deild, þegar hinir frægu Alchurch-bræður, Mel Charles, Terry Medwin og Jones gerðu þar garðinn frægan, en allir þessir leikmenn léku síðar i 1. deildar- liðum, Medwin og Jones I Totten- ham-liðinu fræga um 1960. Þá hefur hann einnig kynnt sér sögu iþrótta, einkum á Norður- löndum og Þýzkalandi, og er hér einnig til að safna að sér efni frá íslandi i doktorsritgerð um það efni. Þetta er I fjórða sinn, sem Rees kemur til Islands — og það þarf varla að taka það fram, að hann er frá Wales, þó svo hann sé kunnastur fyrir störf sln i Liver- pool. Var þar meðal annars fram- kvæmdastjóri Skelmersdale i átta ár og með honum þar vann Vlkings-þjálfarinn Tony Sanders. Það var Rees, sem ráðlagði Vik- ing að ráða Sanders. Rees hefur setið fundi með riefnd innan Vik- ings, sem vinnur að framtiðar- Norsk og dðnsk met A sundmóti I Alaborg I Danmörku fyrst I vikunni voru sett nokkur ný, norsk sundmet — Gunder Gundersen bætti met sitt I 200 metra f jór sundi — synti á 2:13.6 min. og sigraði á vega- lengdinni. Annar varð Henrik Rasmussen, Danmörku, á 2:13.7 min. sem er danskt met Tveir 15 ára strákar norskir náðu athyglisverðum árangri I 1500 m. skriðsundi. Tom Walle synti á 17:12.0 min. og John Nymoen á 17:48.0 min. í þessari grein var sett nýtt, danskt met. Hendrik Rasmussen synti á 17.05.4 mín og millitlmi I 800 m. var einnig danskt met, 9:02,2 mln. áætlunum félagsins. Hann sagði. — Það, sem ég hef séð af þess- um áætlunum og athugað, þá er greinilegt, að ef þær heppnast á Vikingur stórkostlega framtlð — þar er byggt fyrir framtiðina. Ég hef nokkuð kynnt mér íþróttaað- stöðu annarra félaga hér I Reykjavik og verð að segja, að hjá þeim stærstu hefur ekki verið hugsað nógu langt fram I timann. Ég mun kynna mér vel allar hugmyndir Vikinga — fara með þær út, en ég fer til Englands aftur á föstudag og mun svo senda Víking tillögur minar og hugmyndir I sambandi við iþró tta m iðstöð va r. Ég hef einnig verið með Sanders á æfingum félagsins og Vlkingur þarf ekki að kviða fram- tiðinni hvað knattspyrnumönnum félagsins viðkemur ef rétt er á málum haldið. Þar eru margir góðir leikmenn — og mikill efni viður fyrir hendi. ísland er mjög áhugavert land — og öfundsvert að þvi leyti hvað ungir drengir hópast hér I knattspyrnuna. Ahugi þeirra er glfurlegur á knattspyrnunni — það jafnast á við það bezta, sem ég þekki er- lendis eins og til dæmis á Eng- landi og i Hollandi. Það þarf að búa vel að þessum mikla efniviði. Þeir þurfa að fá réttu undirstöðuna i þjálfun strax á . unga aldri. Þessa daga, sem ég hef dvalið hér, hef ég séð öll 1. deildarliðin islenzku i keppni og ég verð að segja eins og er að knattspyrnan hér er talsvert á eftir þvi, sem al- mennt gerist i Evrópu. Kannski skiljanlegt vegna fámennis, veðurfars — en með réttri þjálfun er hægt að gera Islenzka knatt- spyrnumenn góða. Þetta eru yfir- leitt góðir strákar — fljótir og sterkir, en hið flna i knattspyrn- una vantar hjá flestum — einnig meiri keppni við sterkari lið. A þvi má mikið læra. Já, ísland er mjög áhugavert fyrir Walesbúa, sagði Roy Rees að lokum — það er ekki aðeins að ibúar landanna séu likir i útliti — iþróttir þeirra eru einnig llkar eins og til dæmis gliman. Sama sjálfstæðiskennd, þó okkur heima i Wales hafi enn ekki tekizt að losna frá Englendingum. En baráttan hefur staðið frá 1200 — Walesbúar beinlinis móðgast ef þeirerusagðirenskir. -hsim. Enskir ósigraðir í Austur-Evrópu! — Jafntefli Júgóslavíu og Englands 2-2 í landsleik í gœrkvöldi Enska landsliðið í knatt- spyrnu lék síðasta leik sinn í keppnisförinni til Austur- Evrópu í gærkvöldi í Belgrad. Gerði þá jafntefli við Júgóslavíu — eitt þeirra landa, sem talið er hafa góða möguleika í heimsmeistarakeppninni, sem hefst í Vestur-Þýzka- landi í næstu viku. Bæði lið skoruðu tvö mörk — en enska liðið var nær sigri. Það tapaði ekki leik í keppnisförinni Áhorfendur voru 90 þúsund á leikvelli Rauðu stjörnunnar i Bel- grad og höfðu mikla ánægju af leiknum, sem var fjörugur og góður, en talsverður ótti greip um sig meðal þeirra i lok leiksins, þegr Englendingar fengu tvö tækifæri til að gera út um leikinn — fyrst Kevin Keegan, siðan Malcolm MacDonald, sem aðeins átti markvörðinn eftir- en þeim tókst ekki að skora. A 6. mín. fékk England horn, sem Keegan tók. Markvörður Slavanna missti knöttinn fram- hjá sér til Dave Watson, sem spyrnti á mark. Bjargað var á marklinu, en knötturinn hrökk út til Mike Channon, sem skoraði. Júgóslavar, sem stilltu upp sama liði og þeir munu nota i fyrsta leiknum á HM gegn Braziliu, breyttu liði sinu fljótt — tóku inn leikmann, sem verður i leikbanni gegn Braziliu- og tókst að jafna. Það var á 16 min. að Petkovic skoraði. Fleiri mörk voru ekki skoruð i hálfleiknum, en enska liðið lék vel — drifið áfram af stórgóðum leik Colin Bell á miðjunni. Framan af siðari hálfleiknum náðu Júgóslavar sinum bezta leik og sóttu þá stift. Það bar árangur á sjö min. að Oblak skoraði.2-1 fyrir Júgósiava. Um miðjan hálf leikinn breytti Joe Mercer liði sinu —• tók Worthington útaf, en setti Malcolm MacDonald inn á i hans stað. Það virkaði sem vita- minsprauta á enska liðið. Eftir samleik I Liverpool-bakvarðanna Hughes og Lindsay, fékk macDonald knöttinn, gaf vel á Keegan, sem skallaði i mark. Það var á 75.min. og eftir markið sótti England mjög — en tæki- færin til að gera út um leikinn voru misnotuð. Fram að jöfn- unarmarki Keegan virtist sem Júgósiavarnir ætluðu að hala sigurinn i land. Mœttu ekki til leiks Ármenningar mættu ekki til leiks i gærkvöldi i Laugardals- laug, þcgar þeir áttu að leika fyrsta leikinn I Islandsmótinu i sundknattleik gegn Ægi. Hins vegar voru Ægismenn á staðnum reiðubúnir i átökin og allur undir- búningur mótsins framkvæmdur. Leikmenn Ægis stungu sér i laugina og dómari leiksins flautaði leiksbyrjun. En við engan var að keppa og leikurinn var siðan flautaður af — Ægir tveimur stigum rikari. Þess má geta, að Ármenningar höfðu farið fram á frestun leiksins, sem ekki var veitt. ÞJODVERJAR BÆTTU UM BETUR - 17:0! Vestur-þýzka HM-liðið i knattspyrnu sigraði úrvalsliö frá Schleswig-Holstein i gær- kvöldi með hvorki meira né minna en 17...sautján...mörkum gegn 0 . . . engu. Er þetta fimm marka stærri sigur en hjá italska landsliðinu á dögunum. Leikurinn fór fram i Ham- borg, og horfðu á hann yfir 10.000 manns, sem telja má nokkuð góða aðsókn á æfinga- leik, jafnvel þótt annað liðið sé landslið. Leiknar voru eins og i öðrum alvöru leikjum niutiu minútur, en i þetta sinn var þeim skipt i þrjá jafna kafla, en ekki tvo eins og venjulega. Fyrsti hálf- leikurinn fór 5:0, annar 7:0 og sá siðasti 5:0. Gerd Muller var markhæstur I leiknum, skoraði 5 mörk. Lands- liðsþjálfarinn Helmut Schoen notaði þennan leik til að finna beztu uppstillinguna i liðinu, en hann notaði a.m.k. þrjár i þessum leik Þar komst hann m.a. að þvi, að Real Madrid leikmaðurinn Guenther Netzer á stutt eftir tii að komast i mjög gott form. Það eina, sem hann vantar til að vera eins og Helmuth Schoen vill hafa hann, er enn meiri hraði Slakir án Cruyff! HoIIenzka landsliðið er ekkert „stór- lið” án Johans Cruyff. Það kom i Ijós I Rotterdam i gærkvöldi, þegar HoIIand lék við Rúmeniu. Jafntefli varð 0-0 og sýndi hollenzka liðið sáralitið jákvætt — sendingar voru slakar og hraði litill. Það var heppið að halda jafntefli og vonbrigði tólf þúsund áhorfenda voru mikil. „Super-stjarnan” Johan Cruyff gat ekki leikið vegna minni háttar meiðsla i fæti. Hollendingar hafa sigrað i fyrri æfingarleikjum sæinum fyrir HM — meðal annars Argentinu með 4-1. Hol- land er i riðli með Sviþjóð, Búlgariu og Urugay á HM — og fyrsti leikur liðsins verður gegn Uruguay 15. júni. Var rekinn frá Ajax — ráðinn lands- liðsþjálfari! George Knobel, þjálfarinn frægi, sem nýlega var rckinn úr þjálfara- stöðunni hjá hollenzka liðinu Ajax Amsterdam, hefur verið ráðinn þjálf- ari hollenzka landsliðsins. Knobel á aö taka við af núverandi þjálfara landsliðsins, hinurn tékk- neska Frantisek Fahdrone, þann 15. júli n.k.... þ.e.a.s. rétt eftir heims- meistarakeppnina i Vestur-Þýzka- landi. Knobel á að undirbúa landsliðið fyrir næstu heimsmeistarakeppni, sem verður i Argentinu árið 1978. Leika við Norðmenn Skoska HM-liðið i knattspvrnu leikur landsleik við Noreg á Uilevaala leik- vanginum i Osló i kvöld. Mikill við-« búnaður er fyrir leikinn hjá Norðmönnum, sem hafa lofað að sigra i leiknum — en flestir segja að það veröi hægara sagt .en gjört hjá þeim. Einvaldur skozka liðsins, VVillie Ormond, hefur valið sitt lið, og er það skipað eftirtöldum mönnum: Thomson Allen, Dundee, Sandy Jardine, Rangers, Danny McGrain, Celtic, Billy Bremner, Leeds, Jimmy Holton. Man. Utd. Martin Buchan. Man. Utd. Jimmy Johnstone, Celtic, Kenny Dalglish, Cheltic, Joe Jordan Leeds, David Hay, Celtic, Peter Lorimer Leeds. Varamenn: Jim Stewart, Kilmarnock, Gordon McQueen, Leeds, Peter Cormack, Liverpool, Tom Hutchisón, Coventry og Dennis Law, Man. City. A myndinni til hliðar er skozka liðið á æfingu á Ullevaala leikvanginum i Osló daginn eftir koinuna þangað. Til vinstri cr fyrirliði liðsins, Billy Bremner hægra megin við Peter Cormack, sem er i miðjunni, er ein- valdur skozka liðsins, Willie Ormond. Hann lét leikmennina heldur betur heyra það á æfingunni, enda höfðu sumir þeirra brotið reglur þær, sem hann hafði sett þeim um notkun áfengra drykkja, og fengu þeir heldur betur að svitna á æfingunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.