Vísir - 06.06.1974, Qupperneq 13
Vlsir. Fimmtudagur 6. júní 1974
13
Hvenær ætli við getum
átt von á því, að hann
Eiríkur Ásgeirsson, for-
stjóri SVR, láti mála bíl-
ana sína eins og forstjóri
strætisvagnafyrirtækis-
ins í Minneapolis í
Bandaríkjunum hefur
látið gera????
Þegar hann sendi
þessa tvo út á göturnar á
dögunum, vöktu þeir eins
og gefur að skilja mikla
athygli og menn mundu
þá, að þeir voru til, og það
væri miklu hagkvæmara
að skilja einkabílinn eftir
heima og fara heldur með
strætó í vinnuna... en til
þess var leikurinn gerður
hjá forstjóranum.
Á annan bílinn er máluð
mynd af station bíl af
gömlu góðu gerðinni, en
hinn eftirlíking af
Duesenberg ferðabílnum,
sem var mjög vinsæll á
sínum tíma. Þriðji bíllinn
er á leiðinni.. með Volks-
wagen á hliðinni, og siðan
er hugmyndin að taka
alla bíla fyrirtækisins og
mála á hliðina á þeim
ýmsar bílategundir, enda
er af nógu að taka.
— klp —
„Ég
skal
gœta
þín"
Apinn heitir Alice Faye og
kötturinn Sweetie Pie. Þau eru
miklir vinir eins og sjá má á
myndinni, og aö sögn eiganda
þeirra, sem heitir Pat Shep-
herd, vill apinn helzt halda kett-
inum I fanginu allan daginn og
varla gefa sér eöa honum tima
tiiaðfá sér smásnarl.... Já, dýr-
in haga sér oft undarlega —eins
og fólkiö!....
RUDOLF HESS
ER EINN EFTIR
í SPANDAU!
Þessi mynd er af nasistafor-
ingjanum Rudolf Hess, sem nú
hefur setið i 28 ár I Spandau-
fangelsinu i Berlin.
Myndina tók fyrrverandi of-
ursti i bandariska hernum, sem
var yfir þeirri deild hernámsliö-
anna, sem vaktar Hess dag og
nótt. En auk Bandarikjamanna
er hann vaktaöur af Rússum og
Englendingum.
Sagt er, aö þessi eini fangi
kosti ríkin hundruö þúsunda á
ári. Fer allur sá kostnaöur i
laun handa vaktmönnunum og
viöhald á fangelsinu, sem hann
er eini fanginn i. Oft hefur veriö
talað um að láta Hess lausan,
þar sem hann er ekki heill á
geðsmunum, og sé þar aö auki
kominn svo til á grafarbakkann
vegna langvarandi veikinda. En
Rússar hafa ekki verið til viö-
tals um það.
Þetta er eina myndin af Hess,
sem komiö hefur fyrir al-
menningssjónir I þau 28 ár, sem
hann hefur verið innilokaður I
Spandau, og hefur hún orðiö til
þess aö vekja aftur upp umræö-
ur um þennan dýrasta fanga i
heimi.
— klp —
ASKUR
býóuryður
alla sína Ijuffengu rétti
Einnig seljum við út í skömmtum
Franskar-
kartoflur
Coektailsósu
& Hrásalat
Bordió á ASKI .
eða takið matinn heim frá ASKl
Ö^SKUR
Suðurlandsbraut 14 — Simi 38550
LOKSINS eru fáanlegir hér á landi
hinir heimsþekktu paradiso tjaldvagnar
Paradiso hefur góða innréttingu
Paradiso hefur gaseldavél
Paradiso hefur vask
Paradiso hefur svefnpláss fyrir 4 til 5
Paradiso hefur kosti hjólhýsis
Paradiso hefur þó þá kosti framyfir hjól-
hýsi, að það byrgir ekki útsýni og er mjög
létt og stöðugt i drætti.
Paradiso er reist á 3 sekúndum
Búsport
Rofabæ 27, Arbæjarhverfi.
Simar 84348 — 83097.