Vísir - 20.07.1974, Page 9

Vísir - 20.07.1974, Page 9
Vfair^augardagur^0JUlMj974. Eric Clapton s6st hér sitja yfir glasi meö þeim poppurunum Pete i Who og Elton John. Það er einmitt Pete.semátt hefur stærstan þátt i þvi, að Clapton steig aftur fram i sviðsljósið. Eric Clapton b r i sviðsljosið eftir þriggja óra fjarveru ERIC CLAPTON. "461 Ocean Boulevard". Eftir tæplega þriggja ára þögn, lætur Eric frá sér heyra á ný, en biðin var sannarlega þess virði. Eric Clapton hefur farið víða á hinum tuttugu og níu árum sínum, fyrsta hljómsveit hans hét „The Roosters" en hana skip- uðu, auk hans, þeir Brian Jones, Paul Jones og Roger McGuiness. Feril hans þekkja svo vist flest- ir, Yardbirds — John Mayall Bluesbreakers — Cream — Blind Faith — Delaney and Bonnie — Derek and the Dominos, að ógleymdri vinnu hans með ýmsum þekktum nöfnum svo sem, Beatles — Muddy Waters — Howling Wolf — Buddy Guy — Duanne Allman. Hvers vegna Clapton hvarf af sjónarsviðinu fyrir þremur árum er ennþá ráðgáta, sennilegast vegna þess stress.er fylgir tónlistarbransanum, enda er Eric feiminn og hæglyndur að eðlisfari og þannig litið gefinn fyrir slikt. En eitt er vist, að hann hefur tekið nokkrum breytingum á þessum þremur árum. Hann leikur að visu enn blues, en vinnur nú lög sin úr öllum áttum — svo sem: hefð- bundnum þjóðlögum — reggae- rokk—og blues. Að auki syngur nann ðeiur nu en nokkru sinni fyrr, kannski vegna þess^að lög hans eru öllu rólegri. Upphafs- lag plötunnar er lagið „Mother- less children” og minnir það einna mest á timabil Eric’s i Derek & the Dominos, enda eftir hann og Carl Radle, þann er barði trommurnar i Dominos. Siðan dembir Eric sér yfir I ró- legt blues lag eftir sjálfan sig „Give meStrength”, þar sem hann sannar leikni sina á Dóbró, og syngur skinandi vel. Æ, nú er ég farinn að lýsa einstökum lög- um plötunnar, það var nú ekki meiningin, það er eins og ég færi að segja ykkur frá endalok- um sþennandi bókar, sem þið ekki eruð byrjuð að lesa. „461 Ocean Boulevard” er fyrst og fremst blues-plata, en ' það i sérflokki, Eric CÍapton hefur sér til aðstoðar frábæra hljóð- færaleikara, þó flestir séu þeir óþekktir, nema þá Carl Radle (sem eins og fyrr segir, var með Eric i Dominos) og söngkonan Yvonne Elliman, sem fræg varð af leik sinum i Superstar. (Hún og Clapton hafa samið eitt lag á þessari plötu i sameiningu, lag- ið „Get Ready). Eitt allra fall- egasta lagið á þessari plötu er lagið „Please be with me” (sem upprunalega var flutt af hljóm- sveitinni „Cowboy”, þar sem Duanne Allman annaðist gitar- leikinn) þar sem skiptist á risp- andi gitar, dóbróleikur og söng- ur Erics og mjúkar bakraddir annarra liðsmanna. Þetta er plata. sem enginn bluesisti má láta fram hjá sér fara. Beztu lög: Please be with me. Let it crow. I shot the Sheriff. Motherless children versnuðu þær alltaf, og þessi nýjasta „Walking Man” nær botninum. Mörg laga Taylors eru mér ógleymanleg.svo sem „Fire and Rain”, „Rainy Day Man” og „Knockin’ — Round the Zoo”, þessi lög sögðu mér eitthvað og gripu mig strax, en að hlusta á þessa plötu er eins og sitja á miðri Miklubraut og hlusta á bilana aka i gagnstæðar áttir. Þetta er sem sé misheppnuð plata að minum dómi, hana skortir allt Hf, alla meiningu og siðast en ekki sizt stefnu. Þó svo að Paul og Linda McCartney, og Carly Simon leggi sitt lið, bætir það litið úr, platan er liflaus. Beztu Iög: Ekkert. 9 í lokaða salnum gengu sagnir á þessa leið: Suöur Hjalti P 4 V 5V P Vestur Karl P iA D Noröur Austur Asmund. Guðmund. 2 V sem var drepinn með ás. Norður hreinsaði siðan spaðann og spil- aði trompi. Tveir niður doblað- ir, 300 til a-v. Það er ekki óeðlilegt, að As- mundur taki ekki spaðasvining- una, þvi ef hún misheppnast, þá er hann þrjá niður, sem er verra en úttektarsögn hjá n-s Austur spilaöi út tigulkóng, 1 opna salnum er allt rólegra: Suður Vestur Norður Austur Símon Orn Stefán Guðlaugur P P 2 ¥ 34 4* P P P Austur spilaði út tigulkóng, drepinn með ás, spaði á kónginn og gosanum svinað. Þá var spaðaás tekinn, tigli fleygt, tig- ull trompaður og trompi spilað. Það voru 420 til n-s og 12 IMP. Einvígi Bridgesam- jands Islands um rétt til þess að spila á Evr- ópumótinu i ísrael, sem haldið verður I nóvember, lauk s.l. miðvikudagskvöld eftir mjög tvisýna og harða keppni. Ásmundur-Hjalti- Guðlaugur-örn sigruðu Guðmund-Karl-Simon- Stefán með 9 IMP mun eftir 128 spila lotu Stig- in I siðustu 32 spila lot- unni voru 68-32 fyrir þá Isiðarnefndu, en loka- tölur einvigisleiksins voru 254-245. Næsti leikur I landsliðsvalinu er nú sá, að fyrirliði landsliðs- ins, Alfreð G. Alfreðsson, velur tvo spilara I viðbót og má búast viö þvi að ákvörðun hans liggi fyrir innan skamms. Hér er spil sem kom fyrir I siðustu lotunni. Staðan var a-v á hættu og suður gaf. A K-6 ¥ D-G-10-9-8-6 ♦ A-9 * D-8-4 A 10-8-7-4-2 A D-5-3 ¥ 3 ¥ A ♦ 10-7-6 + K-D-8-5-3-2 * K-10-9-5 * A-6-3 A A-G-9 ¥ K-7-5-4-2 ♦ G-4 * G-7-2 Ásmundur, Hjalti, Guðlaugur og Örn til ísrael UNGLINGALANDSLIÐ A EM í KAUPMANNAHÖFN Evrópumót fyrir unglinga innan 27 ára aldurs hefst um næstu helgi i Kaupmannahöfn. tsland sendir sveit á mótið og er hún skipuð mjög ungum, en efnilegum spilurum. Þeir eru Einar Guðjohnsen 18 ára, fsak Ólafsson 24 ára, Jón Baldursson 19 ára, Sigurður Sverrisson 19 ára, Helgi Sigurðsson 23 ára og Helgi Jónsson 23 ára. Þeir fjórir fyrrnefndu unnu einvigi um landsliðssætin, en hinir voru valdir með þeim. Fyrirliði liðsins verður Jakob R. Möller, en þjálfari var Þórir Sigurðsson. Er ekki vafi á þvi að þeir hafa undirbúið sveitina vel fyrir hina ströngu keppni i næstu viku. Liðið fer utan i dag, en mótið stendur frá 21. júli til 28. júli. Aætlað er að 22 þjóðir taki þátt i mótinu. Þótt liðiö sé ungt að árum, þá hafa þeir töluveröa keppnis- reynslu, en undanfarin ár hafa þeir spilað i Bridgefélagi Reykjavikur. Það verður við ramman reip að draga hjá þeim félögum i næstu viku, þrir leikir á dag, en ég er ekki I nokkrum vafa, að sé heppnin með, þá verði þeir ekki langt frá miðjum flokki. Nánari fréttir af mótinu munu birtast i næsta þætti. Unglingalandsliðið I bridge: Talið frá vinstri: tsak Ólafsson, Sigurður Sverrisson, Einar Guðjohnsen og Jón Baldursson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.