Vísir - 27.07.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 27.07.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 27. jlili 1974. visissm-- Hafið þér heyrt á fóiki aö þaö sé almennt ánægt meö skatta sina? Kristján Ingimundarson, for- stjóri: — Þeir sem ég hef hitt, eru ekki beint ánægðir með skattana, en þeir hafa flestir fengið það sem þeir voru búnir að reikna út. Sjálfur er ég með svipaða skatta og i fyrra. Bjarnþór Eiriksson, bifreiöa- stjóri: — Já, ég hef fundið það. Annars eru skattarnir hættir aö koma á óvart, því flestir eru búnir að reikna þá út áður. Sjálfur er ég ánægður með mina skatta, og ég er ánægður með rikisstjórnina. Ég tel rétt að fara þessa leið til sköttunar, að skatta frekar neyzl- una, en minnka beina skatta. Halldóra Kristjánsdóttir, hús- móðir: — Nei ég hef heyrt það gagnstæða hjá flestum — nema kannski manninum minum. Hann komst ágætlega út úr þessu. Egill Bachmann, skreytingamaö- ur: — Ég hef lftið heyrt frá fólki um skattana. En engan hef ég heyrt kvarta. Sjálfur er ég á- nægður með mina skatta. Guöriöur Jónsdóttir, húsmóöir: — Ég hef engan spurt um skatt- ’ ana, og engan hef ég heyrt kvarta. Ég er sjálf ánægð með mina skatta, og hef ekki yfir neinu að kvarta i þvi sambandi. Aðferðin við skattlagningu finnst mér ágæt. Gunnlaugur Vilhjálmsson, stööu- mælavörður: — Já, ég held ég verði að segja það. Ég veit um mjög marga, sem ekki eru óá- nægðir. Hvað sjálfan mig snertir gat ég ekki búizt við sköttunum betri. EIGIN ISVEL SPARAR 15 BIÐ DAGA Nýr skuttogari kominn til Dalvíkur Þarna er norskur vélsmiöur, Björn liakonson, aö koma fsvél fyrir f skuttogaranum Baldri, þar sem hann var staddur i Grimstad I Noregi. Ljósm. Gunnar Kieiberg Baldur, sem er nýr pólskur skuttogari, kom til heimahafnar sinnar, Dalvikur, á sunnudaginn. Á leiðinni til íslands kom togarinn við i Grimstad í Noregi, þar sem settar voru Isvélar i hann. Á þann hátt er reiknað með, aö togarinn spari sér 15 biðdaga i höfn á hverju ári, þar sem hann getur nú framleitt sinn is sjálfur úr fersk- vatni, sem hann vinnur úr sjón- um. A sama tima og Baldur tók sin- ar isvélar i Noregi var þar statt systurskip hans, Ver frá Akra- nesi, I sömu erindagjörðum. Is- vélin mun vafalaust vera togur- unum mjög hagkvæm, þar sem hver tapaður dagur i landi er dýr fyrir togara, sem kosta um 200 milljónir. tsvélin framleiðir 10 tonn af is á sólarhring og isblásarinn, sem fylgir, gerir vinnu um borð mun léttari. t lok þessa árs verða 20 sams konar ísvélar komnar i gagnið á íslandi, flestar um borð i togurum, en nokkrar við fiskmót- töku i landi. Vélar þessar eru framleiddar af fyrirtækinu Fin- sam i Grimstad i Noregi. Auk þess að selja íslendingum slik tæki, á það viðskipti viða um Evr- ópuog fékk auk þess nýlega mjög stóra pöntun á isvélum frá Kina. „Þessi 750 tonna togari er einn sá stærsti, sem seldur hefur verið tslendingum”, sagði Steingrimur Aðalsteinsson, skipstjóri á Baldri frá Dalvik við fréttamann Visis i Noregi. „Fyrir á eigandi þessa togara, Aðalsteinn Loftsson, togarann Loft Baldvinsson, sem er ekki nema 400 tonn. Þessi nýi togari er knúinn 3.600 hestafla diselvél, sem gefur 16 sjómilna ganghraða á klukkustund. Þetta er þvi nokk- uð hressilegur bátur. Um borö rúmast 300 tonn af fiski og rúm- lega það. Ahöfnin er 20 manns.” „Okkur er mikil hagræöing I að geta framleitt okkar is sjálfir. Fyrir okkur, sem löndum utan Reykjavikur er erfitt að fá nógan is nógu fljótt. Isvélin um borð sparar okkur þvi landlegur.” Fyrir utan, að sjálf isvélin sparar tima er um borð i Baldri isblásari, sem sparar vinnukraft og auðveldar isun. í stað þéss að standa með skóflur og moka isn- um yfir fiskinn, ýta þeir nú á takka og stýra slöngu, sem blæs Isnum yfir fiskkassana jafnóðum og þeir fyllast. — JB/G. Kleinberg „Viö spörum mikinn tima meö þvi aö hafa eigin fsvél um borö f togar- anum”, segir Steingrimur Aöalsteinsson, skipstjóri. Ljósm. Visis G. Kleiberg. Baldur, nýr togari Aöalsteins Loftssonar, kom til heimahafnar sinnar, Dalvikur, á sunnudaginn var. Ljósm. Július Snorrason. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Dónaskapur stjórnvalda Starfsmaður á stóruin vinnustað hringdi: „Viö hé.r á vinnustaðnum erum mjög óánægðir með þessa á- kvörðun um lokun áfengisverzl- ana. Það er ekki það að við sjáum svo mikið eftir að geta ekki náð i vin, heldur finnst okkur sjálfsá- kvörðunarrétturinn hafa verið tekinn af okkur. Þetta kemur út eins og menn séu hálfgerðir bján- ar sem þurfi að stjórna i einu og öllu. Hér á vinnustaðnum eru uppi háyærar raddir um að þetta sé sá mesti dónaskapur sem stjórnvöld gátu sýnt þjóðinni á þessu þjóðhátiðarári. Við erum mjög móðgaðir út af þessu hérna.” fr jeppatízkan fallin í ónáð? Agúst skrifar: Lengi hefur verið auðvelt að plata landann með hinum kostu- Íegustu hugdettum, sem siðan hafa myndað eins konar öldu, sem allir falla fyrir, án tilliti til hagkvæmni, þæginda, kostnaðar o.þ.h. Glöggt dæmi um slika tizku- öldu, sem risið hefur hérlendis eru jepparnir, sem menn hafa verið að kaupa undanfarið. Svo hátt hefur alda risið, að menn hafa talið jeppaeign nokkurs konar stöðutákn, sem menn hafa gengizt upp i, og til þess að missa ekki af þvi áliti hafa ýmsir axlað þunga skuldabagga til viðbótar öðrum, selt ágæta fólksbila og fengið sér einn jeppa sem heimilisbil. En staðreynd er, að þessir stóru jeppar eru siður en svo þægilegir eða hentugir sem heimilisbilar, en gegn þessari staðreynd hafa eigendur gjarnan slegið þvi fram, að „það væri svo hentugt að nota þá úti á landi”. Helzt er þessa skýringu að heyra frá mönnum, sem búa á þéttbýlissvæðinu, i Reykjavik og nágrenni, menn.sem sjaldan fara lengra en „hringinn”, Þingvellir — Selfoss — heim eftir að hafa keypt sér pylsu og kók á leiðinni eða stoppað i „Eden”, til þess að leyfa krökkunum og ömmu og afa að „heyra i páfagauknum”. Staðreyndin er sú, að þessi farartæki eru rándýr i rekstri, fara með 30.1 af benzini á 100 km , i innanbæjarakstri, og eru raunar hvergi hentugir,' nema á lang- ferðalögum náttúruskoðara, eða við Safari-ferðir i Afriku Grátbroslegt er lika,að veslings eiginkonurnar (sérstaklega þær litlu og þybbnu) sem eru á þessum farartækjum i búðar- ferðum, þurfa svo að klifra upp i jeppann sinn (sumar verða reyndar að finna stein eða annan hlut til að stiga á, svo þær megi komast upp i jeppann). En nú er sem sagt komið i ljós, að þetta eru ekki eins þægilegt og hentug tæki og af var látið i fyrstu. Jepparnir eru sem sagt að komast i ónáð og sjást nú daglega auglýstir til sölu, allt að þvi nýir (aðallega i sérauglýsingum, þvi mönnum er ekki ósárt um að láta kunningjana vita, að þeir séu að losa sig við stöðutáknið). Þáð skyldi þó aldrei vera, að hinir þægilegu og smekklegu amerisku fólksbilar slái öll önnur farartæki út hvað vinsældir snertir? En lengi má plata landann. Hvaða alda gengur < næst, sem getur passað inn i kom- andi kreppuástand? Kannski verður það þarfasti þjónninn, á honum má bæði fara út á land, og „I búðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.