Vísir - 27.07.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 27.07.1974, Blaðsíða 3
Vfsir. Laugardagur 27. júli 1974. 3 SLYSADEILD AÐEINS FYRIR SLASAÐA — erfiðleikar vegna ónœðis af þeim er ekki eiga erindi „Aösókn aö Slysadeild Borg- arspitalans hefur aukizt gifur- lega á undanförnum árum, og slysum og meiöslum af öilu tagi fjölgar jafnt og þétt”. „Aö undanförnu hefur hins vegar aukizt til mikilla muna aðsókn fólks með alls kyns sjilk- dóma og kvartanir, sem ekki eiga erindi á slysadeild, en ættu að fá fyrirgreiðslu hjá heimilis- læknum eða öðrum starfandi læknum i bænum”. —■ Þannig segir meðál annars I tilkynningu frá stjórn Borgar- spitalans, sem vill beina þessu til borgarbúa. Þá segir ennfremur, að mikil aukning hafi orðið á þvl, að slas- að fólk utan af landsbyggðinni sé flutt á slysadeildina og má segja, að hún sinni nú stórslys- um fyrir stærsta hluta landsins. Hlutverk slysadeildarinnar hef- ur frá byrjun verið að sinna þessu verkefni fyrst og fremst. Aðsókn fólks, sem ekki á er- indi á slysadeildina, er mest á kvöldin og um helgar. t tilkynn- ingunni segir m.a.: „Það gefur auga leið, að slysadeild, sem er yfirhlaðin verkefnum, er lúta að slysameðferð, getur ekki sinnt heimilislækningum, og er þeim, sem á slikri aðstoð þurfa að halda, mjög eindregið bent á að snúa sér til heimilislækna sinna eða annarra starfandi lækna i borginni”. Bent skal á, að utan venjulegs vinnutima er i göngudeild Land- spitalans heimilislæknir til við- tals á virkum dögum kl. 20—21 og á laugardögum kl. 9—12 og 15—16. EA YFIRLYSING frá Sementsverksmiðju Ríkisins og steypustöðvunum í Reykjavík 1 tilefni af blaðskrifum undan- farna daga, sem ekki hafa um allt verið of nákvæm, þykir nauðsyn- legt, að eftirfarandi komi fram: I. Þriðjudaginn 23. júli sl. til- kynnti framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju rikisins steypustöðvunum i Reykjavik, að vegna yfirvinnubanns verka- manna á Ákranesi og hættu á sementsskorti yrði að skammta sement til stöðvanna. Sú skömmtun hefði leitt til 50% minnkunar á dagsafköstum þeirra. 1 framhaldi af þessu komu forráðamenn steypustöðvanna saman og ræddu ástandið, sem var að skapast. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að skynsam- legra væri að loka stöðvunum alveg um tima, heldur en að þurfa að skammta steypu og gera þannig upp á milli viðskiptavina. Að fenginni þessari ákvörðun var haft samband við forstjóra Sementsverksmiðju rikisins og hann inntur eftir þvi, hvort hann gæti tryggt steypustöðvunum sement til föstudagsins 26. júli, ef á móti kæmi, að stöðvarnar lokuðu siðan fram til 6. ágúst þannig að sementverksmiðjunni gæfist þá timi til að safna birgðum. Um þetta náðist samkomulag og tilkynntu stöðvarnar þvi lokun eins og áður hefur komiö fram. II. Sementsverksmiðjan hefur i samræmi við ofangreint sam- komulag, afgreittallt það sement til steypustöðvanna, sem þær hafa beðið um til föstudagsins 26. júli. A blaðamannafundi, sem framkvæmdastjórn sements- verksmiðjunnar héldu 22. júli var tilkynnt, að frá þeim degi og til þess tima, er ný sementskvörn yrði tekin i notkun um miðjan ágúst, kynni að verða skortur á sementi, og þá meöal annars vegna yfirvinnubanns verka- manna. Það mál leystist aö kvöldi þriðjudags 23. júli, og var þá hindrunarlaust hægt aö halda áfram sementsflutningi til Reykjavikur. Þess vegna kom ekki til þess, að neinn skortut yrði á sementi til steypustöðva i Reykjavik i þess- ari viku. Enn eru til nokkrar birgðir af sementi, en sementsverksmiðjan getur þó ekki tryggt, að nægjan- legt sement verði til handa steypustöðvunum út alla næstu viku. Sekkjað sement verður af- greittúr skemmum i Artúnshöfða eins og verið hefur Breiðholthf. B.M. Vallá hf. Steypustöðin hf. Sementsverksmiðja rikisins. Símanum lokað á rann- sóknar- lög- regluna Siminn hjá rannsóknarlög- reglunni i Hafnarfirði var lokaður i fyrradag, vegna vangreiddrar skuldar. Þótt hagur rikissjóðs hafi oft verið bágborinn, þá tók út yfir allan þjófabálk i þetta sinn. Þannig 1 eit málið a.m.k. út i fyrstu. Maður. sem þurfti að ná i rannsóknarlögregluna, hringdi og hringdi i gær- morgun, án þess að nokkur anzaði. Hann hringdi þá i bilanir hjá Landssimanum, og spurði hvað væri að númerinu. „Lokað vegna vangreiddrar simaskuldar”, sagði sá sem svaraði. Þetta var mikið áfall fyrir manninn, þvi hann hafði hingað til haft nokkuð góða trú á greiðslugetu rikissjóðs. Með þvi að hringja i lögregl- una i Hafnarfirði, náði hann sambandi við rannsóknar- lögregluna og gat sagt henni tiðindin. „Ég var einmitt að furða mig á þvi, hvað það hefur verið rólegt i morgun, engar simhringingar”, sagði rann- sóknarlögreglumaðurinn. sem svaraði. Hann lofaði að rannsaka málið þegar f stað. Seinna um daginn kom i Ijós rétta ástæðan fyrir simalokuninni, og bjargaði það virðingu ríkissjóðs i þetta sinn. Simanum hafði einfaldlega verið lokað af misgáningi, en skráð hjá bilunum að ástæðan væri vanskil. —ÓH Staða Þjóðverja betri eftir úrskurðinn í Haag — segir formœlandi Bonn-stjórnarinnor Ríkisstjórn Vestur- Þýzkalands telur, að samningsaðstaða hennar um veiðiréttindi innan 50 mílnanna við island hafi batnað eftir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag á fimmtudag. AP- fréttastofan hefur þetta eftir formælanda stjórn- arinnar i gær. Formælandinn sagði, að dómur Haag-dóm- stólsins, þar sem mælt er fyrir um það, að íslend- ingar geti ekki með ein- hliða ákvörðun bægt Bretum og Vestur-Þjóð- verjum frá veiðum milli 12 og 50 mílnanna, væri í samræmi við stefnu Vestur-Þjóðverja. Þótt l'slendingar neituðu að viðurkenna lögsögu dóm- stólsins í málinu, styrkti úrskurðurinn engu síður stöðu Þjóðverja. Talsmaðurinn sagði einnig, að úrskurður dómsins mundi tvímæla- laust hafa áhrif á haf- réttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Fulltrúi í matvælaráðuneytinu í Bonn lét hins vegar svo ummælt í gær, að hann vonaði, að ríkisstjórnin í Reykjavík mundi virða dóminn og hefja að nýju samningaviðræður við Vestur-Þjóðverja. — BB — GENGISSIGIÐ HANS ÓLA JÓ. í SKÚLPTÚR Yngi Hrafn situr þarna i öllu gengissiginu hans Óla Jó. (Ljósmynd VIsis Bj.Bj.) „Þetta er gengissigið hans Óla Jó. Hann var búinn að lofa okkur að fella ekki gengið og þá seig það. Hann Leó Árnason „Ljón norðursins” er að hjálpa inér við að pússa það. Leó er listamaður, sem hefur skapgerð, sem er talsvert sérstæð. Það eru fáir, sem komast I hálfkvisti við hann,” segir Ingi Hrafn Hauks- son um leið og hann stigur upp I listaverkið svo að ljósmyndar- inn geti myndað bæði hann og það. Ingi er sá.sem gerði „Fall- inn víxill”, sem var til sýnis á Skólavörðuholtinu fyrir 6 árum siðan. ,,Ég seldi hann til Sviþjóöar og fékk greiddar 60 þús. kr. i dollurum, sem ég geymdi I þrjá daga. Þá felldi Sjálfstæðisflokk- urinn gengið um 50% svo að dollararnir voru þá 120 þús. kr. viröi, og fyrir þá keypti ég mér verkfæri. 1 dag myndu þessi 60 þús. kr. samsvara 467 þús. kr. Ég var að reikna það út áðan,” segir Ingi. Komið þið og sjáið það, sem hann Leó er að mála,” heldur Ingi áfram, og nú útskýrir Leó verkið fyrir okkur. „Þaðhefur ekki nafn enn. Það kemur til með að heita „Teng- ing”. Það verður knörr sann- leikans sem verður settur i þennan kringlótta reit og út frá honum mótast það veraldlega. Stundum yrki ég kvæði i sam- bandi við það sem ég mála. Hér er upphafið að einu. Sköp er að skapa/skip með rá og reiða/og láta öldur hvitar/um stefni og siglur freyða/. Það er lengra,” segir Leó. Ljón norðursins sýnir á Mokka um þessar mundir og segir hann okkur að sýningin gangi vel miðað við það, að það sé mitt sumar. — EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.