Vísir - 27.07.1974, Side 4

Vísir - 27.07.1974, Side 4
Lifir hans minning Á þessu sumri hefur herra biskupinn vigt tvær kirkjur. Fyrsta sunnud. e. trinitatis vigði hann hina stóru og glæsilegu sóknar- kirkju Egilsstaðabúa. Það var 16. júni. Að morgni næsta dags — svo er okkar góðu samgöngum fyrir að þakka — gat biskupinn vigt annað guðshús suður á Siðu, Jóns kap- ellu Steingrimssonar á Kirk jubæ jarklaustri. Það var dumbungsveður, grá- skýjaður, mildur vorhiminn yfir Skaftárþingi að morgni þjóðhá- tiðardagsins 17. júni. Þennan dag skyldu Vestur-Skaftfelling- ar minnast 11 alda byggðar landsins. Þegar leiö að dagmál- um greiddust skýin sundur og sólin stafaði ylgeislum sinum niður yfir hinn sögufræga stað Kirkjubæ á Sfðu. Kirkjuvigslan hófst með hóp- göngu lærðra manna og leikra frá samkomuhúsinu, um hinn forna kirkjugarð áleiðis til kap- ellunnar. Á þessum stað rifjast upp frásögn af athöfn, sem hér fór fram fyrir rúmum 40 árum. Þá var hér prestur sr. Óskar J. Þorláksson, núverandi dóm- prófastur. Hann gekkst fyrir þvi, þann 23. júli 1933, að minnast 150 ára afmælis Eld- messunnar frægu. Hófst athöfn- in með messu i Prestsbakka- kirkju. Þar flutti sóknarprestur minningarræðu um sr. Jón Steingrimsson, sem hann lauk með þessum orðum: „Það er ómetanleg blessun fyrir þetta byggðarlag að hafa fengið að njóta starfs- krafta þessa manns, sem kynslóð eftir kynslóð getur litið upp til og dáð sem hið glæsilegasta mikilmenni.” 1 sambandi við messuna hélt Matthias Þjóðminjavörður Þórðarson erindi um Skaftár- elda. Þá var lesið ljós eftir Jakob skáld Thorarensen, sem hann hafði ort af þessu tilefni. Þaö endar á þessu erindi: Margs er þörf — en fremstur fengur farsæl iðja göfugs manns. Hvar sem starfar dáöadrengur dregur þjóð um liðsemd hans. Bjartra hvata vlgðum vigri vóð hér einn mót báli og gný heitri þrá, unz hijóðum sigri hérað þetta hófst á ný. Eftir kirkjuathöfnina á Prestsbakka var haldið að Klaustri og staðnæmzt hér i kirkjugarðinum og lagður blómsveigur á leiði sr. Jóns og konu hans, mad. Þórunnar Hannesdóttur. Þá flutti Lárus á Klaustri (hann var fimmti mað- ur frá sr. Jóni) ræðu.þar sem hann minntist þessa merka for- föður sins. í sambandi við frásögn af athöfn þessari lætur sóknar- prestur þess getið, að i ráði sé, að reisa minnisvarða á leiði sr Jóns og vonandi komist það I framkvæmd áður en langt um llöur. — -0-0- — Síðan þetta var skrifað voru liöin rúmlega 40 ár. Það er langur tími i bygging- arsögu eins minnismerkis. Nú gefst lika á að llta! Húsið, sem við göngum til yfir gamla kirkjugarðinn, meöfram rúst- um siðustu klausturkirkjunnar, fram hjá legsteininum að kór- baki. Þetta hús.sem hér skal vígjast I dag.er minnismerkið um sr. Jón Steingrimsson, um Eldmessu hans og allar hans guðstraustsvekjandi hetjudáðir i þágu Skaftfellinga á ógnarár- um Móðuharðindanna. Það má með sanni segja, að ef til væri héraðsdýrðlingur á Islandi.þá væri hann i Skaft- árþingi og þó sérstaklega Sið- unni. Það er vitanlega sr. Jón Steingrlmsson. — Mikill maöur var hann I samtið sinni. Það ætti að vera okkur öllum ljóst, sem lesum sögu hans, og hún er gjöf hans til okkar allra og allra óborinna íslendinga. (Það ætti að lesa hana árlega i skólanum á Klaustri). Og Jóns kirkja Steingrimssonar, þessi sem hér er risin, hún er raunverulega viðurkenning Skaftfellinga á þessu dýrðlingshlutverki sins Þessir prestar, sem allir voru viöstaddir kaphelluvlgsluna á Klaustri(hafa allir þjónað Kirkjubæjar- klaustursprestakalli. — Taldir frá vinstri: Sr. Björn Magnússon, prótessor, sr. Óskar J. Þorláksson dómprófastur, sr. Valgeir Helgason prófastur Ásum, sr. GIsli Brynjólfsson,Reykjavik og sr. Sigurjón Einarsson, Kirkjubæjarklaustri. SKA TA BiJOIJA Hjalpai sveit skata Reykjo vik SNORRABRAUT 58.SÍMI 12045 Smurbrauðstofan BJÖRNÍNIM Njálsgötu 49 — Simi 15105 gamla sálusorgara. Þessi helgi- dómur á að vera siung og söm við sig , áminning til Skaftfell- inga, og raunar allra Is- lendinga, um að hafa lif og lifs- skoðun þessa mikilmennis að björtu leiðarljósi og hollri fyrirmynd I göfugu og fórnfúsu starfi, I trausti á forsjón Guðs og framtið lands og þjóðar. Svo hefst vigslan, sem fer fram að hefðbundnum hætti. Kirkjukór Prestsbakkasóknar annast söng við undirleik Andrésar organista Einarsson- ar, hr. biskupinn heldur vekj- andi vigsluræðu, sóknarprestur flytur skörulega predikun, barn er fært til skirnar og gengið er að borði Guðs. Þetta er mjög virðuleg athöfn og fer að öllu leyti hið bezta fram. Hún mun öllum viðstöddum verða næsta minnisstæð. Góður söngur og vel valin orð hrifa hugina inni i fallegu húsi og úti rikir bliða Lagður blómsveigur, sem mjúkhentar skaftfellskar konur höfðu fléttað af lyngi úr Landbrotshólum. vorsins I Siðunnar undurfögru náttúru. Jóns kapella Steingrfmssonar er mikið hús og vandað, ekkert hefur verið til þess sparað, margir hafa lagt þar fram drjúgan skerf, bæði heimamenn og aðrir, ýmsar stofnanir og rikissjóður. En alls mun byggingarkostnaður vera um 4 millj. krónur. A sinum stað mun verða birt lýsing á þessum helgidómi og sögð byggingar- saga hans eins og gert var i vigslupredikun, svo að um það skal ekki fjölyrt hér. En þess skal beðið, að þetta helga hús á, hinum forna helgistað Skaftfell- inga verði þeim andleg aflstöð og að allt, sem þar fer fram verði i anda þess þolgæðis trú- arinnar, þeirrar bjartsýni von- arinnar, þeirrar þjónustu kær- leikans, sem var andardráttur- inn i öllu lifi sr. Jóns Stein- grimssonar. Svo mun bezt lifa hans minning eins og segir i grafletrinu á legsteini hans. — -0-0- — Upp úr hádegi, nokkru eftir að kirkjuvigslunni var lokið, fór aftur að þykkna i lofti. ítegngrá ský komu siglandi sunnan af sæ og hnykluðust um brúnir Siðu- heiðanna. A hinum forna þingstað — Kleifum — ofan við ána Stjórn,höfðu Skaftfellingar undirbúið þjóðhátið sina af mik- illi kostgæfni. Var hvert dag- skráratriðið á þeim ágæta mannfundi öðru betra. Og milt vorregnið laugaði prúðbúna hátiðargestina i höfgum tárum slnum. Aldeilis óskelfdir „Þann 20. júli, sem var 5. sunnudagur eftir Trinitatis, var sama þykkviðri með skruggum, eldingum, skruðningi og undir- gangi, en af þvi veður var spakt fór ég og allir, sem hér voru þá á Siöunni, innlendir og aðkomnir, sem gátu þvi viðkomið, til kirkj- unnar meö þeim ugga og sorgbitnum þanka, að það kynni að veröa i seinasta sinn, að I henni yrði embættað af þeim ógnum, sem þá fóru I hönd, og nálægðust, er litu svo út, að hana mundi eyðileggja sem hinar 2. Nær vér þangað komum, var svo þykk hitasvæla og þoka, sem lagði af eldinum ofan árfarveginn, að 1 kirkjan sástnaumlega, eða svosem I grillingu úr klausturdyrun- um, skruggur með eldingum svo miklar kippum saman, að leiftraði inn I kirkjuna, og sem dvergmál tæki I klukkunum, en jarðhræringin iðuleg... Ég og allir þeir, sem þar voru, vorum þar aldeilis óskelfdir inni, enginn gaf af sér nokkurt merki til að fara út úr henni eða flýja þaðan, meðan guösþjónustugjörð yfir stóð, sem ég hafði þó jafnlengri en vant var: nú fannst ei stundin of löng að tala við guð. Hver einn var án ótta biöjandi hann um náð og biðjandi hann þess, er hann vildi láta yfir koma. Ég kann ei annað að segja, en hver væri reiðubúinn þar að láta lifið, ef honum hefði svo þóknazt, og ei fara þaðan burtu, þó að hefði þrengt, þvi hvergi sást nú fyrir, hvar óhult var orðið að vera. Ég hætti að tala hér frekar um, svo ei kunni að segjast með sanni, ég vildi hér með leita mér eða öörum lofdýröar af mönnum. Nei, ekki oss, heldur þinu nafni drottinn gefum vér dýrðina. Skoðum heldur, hvað hér skeði fyrir hans kraft og eftir hans vilja. Eftir embættið, þá farið var aö skoða, hvað eldinum hefði áfram mið- að, þá var það ei um þverfótar, frá þvi hann var kominn fyrir það, heldur hafði hann um þann tima og i þvi sama takmarki hlaðizt saman og hrúgazt hvað ofan á annað, þar I afhallandi far- veg hér um 70 faðma á breidd og 20 faðma á dýpt, sem sjáanlegt verður til heimsins enda.” (Jón Steingrimsson: Fullkomiö skrif um Siðueld. Safn til sögu tslands IV.)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.