Vísir

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJuly 1974Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat
Senere udgivet som:

Vísir - 31.07.1974, Qupperneq 1

Vísir - 31.07.1974, Qupperneq 1
VISIR 64. árg. — Miðvikudagur 31. iúll 1974. —137. tbl. Utanþingsstjórnin 1944 á sýningu í Laugardal Þetta ráðuneyti sat, þegar lýð- veldi var stofnað á Þingvöllum 1944. Einar Arnórsson, Björn Þórðarson, Sveinn Björnsson, forseti, Vilhjálmur Þór og Björn Ólafsson. Og þessa heiðurs- menn má sjá sitja rikisráðsfund á sýningunni ÞRÓUN i Laugar- dalshöll. Nánarum sýninguna á bls. 3. Ólga vegna Elmarskœru — sjá íþróttir í opnu „Sama þrjózkan einkenni beggja,# íslendinga og r Israelsmanna — baksíða „ÆTLAÐI EKKI AÐ DREPA HANN" — segir tilrœðis- maður Atla Dam — baksíða Vegirnir í allra lakasta ástandi — baksíða Söngurinn og kílóin voru hennar vörumerki — Nú-síða bls. 4 ,,Nei, eiginlega ekki.” ,,Ekki einu sinni kvenfólks- ins? ” „Jú, við vorum að drepast úr kvenmannsleysi.” Jan Godal bætir inn i. ,,Já, ætli við höfum ekki helzt saknað kvennanna.” Hilmar Hauksson segir okkur frá því, hvernig standi á ferðum hans og hinna Islendinganna um borð. ,,Ég er með stýrimanns- réttindi, hef verið sjómaður og er ævintýramaður. Ég greip þvi tækifærið, er það bauðst og ég frétti um fyrirhugaða ferð. Þetta er ákaflega fjörugur og skemmtilegur hópur, sem tekur lifinu ekki allt of alvarlega. Þegar við vorum að dóla undansuður- ströndinni spiluðum viö bara og sungum og steiktum okkur læri yfir kolaeidi. Bátarnir sigla mjög vel. Við lentum i brælu undan Noregi og stóðum að sjálfsögðu i austri, þegar gaf á bátana, en þessir bát- ar væru fullfærir þótt veðrið hefði verið margfalt verra. Vandamálið er hins vegar það, að kjölurinn er grunnur, og þá rekur þvi mikið undan vindi. Við getum heldur ekki beitt þeim nema 30 gráður upp i vindinn. Þess vegna miðaði okkur svona seint.” Jan Godal sagðist hafa siglt svipuðum bátum i nokkur ár og hann gæti tekið undir það, að þetta væru góðir sjóbátar. Auk Hilmars Haukssonar eru þrir Islendingar um borð. Tveir eru Akureyringar og meðlimir i Sjóferðafélagi Akureyrar. Þeir heita Haraldur Ásgeirsson, sem er prentari, og Stefán Sigtryggs- son. Forsprakki íslendinganna er Kjartan Mogensen, garðyrkju- maður. Hann sagði blaðinu um tildrög sinnar þátttöku: „Ég dvaldist i Noregi fyrir tveim árum og kynntist þá Godál, leiðangursstjóranum. Þá sagði hann mér frá þessum draumum sinum um Islandssiglingu og ég benti honum á 1100 ára afmælið á þessu ári. Við pöntuðum bátana, en það var óvist fram á siðustu stundu hvort þeir yrðu báðir gjafir til Islendinga. Svo var það ákveðið að við héldum i hann. Ég vil bara taka fram, að við höfum fengið stórkostlegar móttökur i Noregi og eins hér i Grindavik.” Bátarnir héldu frá Grindavik i morgun og verða i Keflavik i sið- asta lagi 2. ágúst. — JB Að víkinga sið komu norsku og íslenzku víking- arnir, sem verið hafa á siglingu til Islands, til Grindavíkur kl. 8 í gær- kvöldi, öllum að óvörum. Þeir höfðu verið að lóna undan Alviðruhömrum i nær tvo sólar- hringa og voru þvi orðnir svart- sýnir á að þeir næðu á þjóðhá- tiðina i Reykjavik, sem ætlunin var. Við Vestmannaeyjar tók Þorbjörn II frá Grindavik bátana i tog. Vikingarnir voru nú með hálfgert samvizkubit út af þess- um endi, en um annað var ekki að ræða, ef ná átti til Reykjavikur i tæka tið. „Það var bara eins og bátarnir vildu ekki lengra, þegar komið var undir Ingólfshöfða. Ingólfur hefur sennilega lenti i þvi sama, en okkur leizt litið á að taka okkur vetursetu við Ingólfshöfða,” sögðu sæbarðir og hraustlegir vikingarnir, iklæddir lopapeys- um. Bodil Birkeland er eina konan um borð og hefur mikla reynslu i meðferð svipaðra báta. Við spurðum hana, hvernig væri að sjá Island með augum fyrstu landnemanna. „Ég verð bara að segja það, að landið litur mjög vel út frá sjón- arhóli vikinganna. Viö dóluðum lengi undan suðurströndinni og sýnin til jökla var stórfengleg.” — Hvort hún hefði saknað nokkurs um borð? Hún litur á alla þessa fræknu vikinga i kringum sig. „Einskis”. Hilmar Hauksson er einn af fjórum Islendingum um borð. Við spurðum hann lika, hvort hann hefði saknað nokkurs. Einhvern tlma hefði silk sjón vakið mikinn ugg manna I Grindavik. Hér voru þó ekki neinir óspektar vlkingar á ferð, heldur Norðmenn og islendingar, sem vildu feta I fótspor Ingólfs á 1100 ára afmælinu. Myndin var tekin I morgun, er þeir voru að halda frá Grindavlk. Ljósm. Bj. Bj. „Leizt ekki á að hafa vetursetu við Ingótfshöfða" •• Víkingaskipin Orn og Hrafn komu til Grindavikur öllum að óvörum kl. 8 í gœrkvöldi Grunur um LEIGJANDINN STÓÐ ÖLVAÐUR ltreilli" I í MIÐJU ELDHAFINU Grunur leikur á, að það hafi verið af mannavöldum, þegar kviknaði i húsinu númer 27 við, Þing- holtsstræti i nótt. Eldurinn kom upp I forstofu hússins. Þegar lögreglan kom á staöinn, stóð einn leigjandinn i húsinu I forstofunni. Hann var handtekinn, enda ölvaður, og benti ýmislegt til þess, að hann gæti verið valdur að brunanum. Hann svaf úr sér vimuna I fangageymslum i nótt, en átti að fara til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni I morg- un. Talsverðar skemmdir urðu i húsinu af völdum elds og reyks. Reykurinn var mjög mikill, og lagði hann um allt húsið. Þrir Ibúar eru i húsinu, og leigja þeir allir. Einn þeirra býr uppi i risi. Reykurinn varð svo mikill, að hann komst ekki niður, og bjargaði sér þvi út á brunakaðli. Húsið við Þingholtsstræti 27 er timburhús og stendur við hliðina á gamla Farsóttarhús- inu, sem nú er gistiskýli fyrir útigöngumenn. Að sögn lögregl- unnar sást enginn gesta þar á ferli við húsið sem kviknaði i. Oft munu þó vera brögð að þvi, að rónar reyni að komast inn i það hús, ef þeir fá ekki inni i gistiskýlinu. Brjóta þeir þá gjarnan rúður I kjallara hússins og dvelja i honum. Eldurinn kom upp um fimm- leytið i nótt. Slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum hans. — ÓH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 137. Tölublað (31.07.1974)
https://timarit.is/issue/238650

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

137. Tölublað (31.07.1974)

Iliuutsit: