Vísir - 31.07.1974, Síða 3
Vísir. Miövikudagur 31. júll 1974.
3
„ÍSLENDINGASPJÖLL" STÖÐUGT
í DEIGLUNNI"
— segir Hrafn Gunnlaugsson
Þetta skeyti frá Rahivle Pindi i
Indlandi kom okkur jafnt á óvart
og öllum öörum. Raunar hefur
andi okkar Daviðs löngum veriö á
þessum slóðum, en að hann tæki á
sig likamsgerving, þvi bjuggumst
við ekki við”, sagði Hrafn Gunn-
laugsson, er við náðum tali af
honum niðri I Iðnó i gær.
Hrafn sagði okkur, að það hefði
verið talað um að Jónatan
Rollingston Geirfugl Máfur væri
undir áhrifum Þórðar Breiðfjörð,
en það hafi engan veginn verið
sannað bókmenntalega.
Það má benda á, að andi þeirra
félaga Daviðs og Hrafns sendi
fulltrúa sinn á frumsýninguna á
„Islendingaspjöllum”. Það var
Jósafat Flinstone Lundi, sem er
mjög fallegur, uppstoppaður
lundi. Er hann það góður fulltrúi
Geirfugls, að allt, sem hann segir
Hrafni og Davíð, jafngildir þvi, að
hann hefði sagt það sjálfur, enda
eins gott, þar sem Davið og Hrafn
hafa ekkert umboð frá honum.
Jósafat hefur sagt, að til þess
að revian sé stöðugt ný af
nálinni, ef pólitikin breytist eða
þjóðlifið á einhvern hátt munu
verða felldir niður kaflar úr
reviunni og aðrir nýir settir inn i.
Ekki má slá i hana á nokkurn
hátt. Má þvi segja, að revian sé
stöðugt i deiglunni
Sýningar verða alls 10 i sumar
og hefur verið uppselt á allar,
nema þá siðustu, sem verður á
sunnudaginn. Þar voru nokkrir
miðar til i gær. Leikritið verður
svo aftur tekið upp i haust
—EVI—
Davið Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson ásamt Guðrúnu Ásmundsdótt-
ur, leikstjóra „tsiendingaspjalla”. Þeir Davið og Hrafn (2/3 af
Matthildingum) eru höfundar reviunnar, eða ef til vill réttara að segja,
að andi þeirra, Jónatan Rollingstone Geirfugl, sé höfundurinn.
Af-
greiðsla
Vísis
flutt
Vísismenn, sem starfa á af-
greiðslu- og auglýsingadeild
blaðsins, hafa svo sannarlega
komizt i betra húsnæði frá þvl
sem áður var. Þessi deild
blaösins hefur nefnilega flutt
aðsetur sitt, og er nú að
Hverfisgötu 44.
Þangað eiga inenn nú að
fara með auglýsingar og
annað þviumlikt, og þangað
koma nú sölubörnin. Og það er
betur búið að þeim, þvi að nú
blða þau inni i ágætum sal, á
meðan gengið er frá blaðinu á
göturnar.
— EA
Um 6 þús. manns hafa nú séð
sýninguna ’Þróun 874-1974’, sem
nú stendur yfir I Laugardals-
höllinni.
Ætlun þeirra sem að sýning-
unni standa er að hún sé fræð-
andi um sögu og þróun atvinnu-
lífs i landinu frá upphafi byggð-
ar. Þess atvinnulifs, sem var
undirstaða lifskjaranna og þar
með bæði forsenda og snar þátt-
ur þjóömenningarinnar, eins og
hún var á hverjum tima. Að hún
komi ungu kynslóðinni til þess
að lita til baka og kynni henni,
hvernig og við hvaða aðstæður
afar þeirra og ömmur, langafar
og langömmur, og á undan þeim
allar hinar gengnu kynslóðir
lifðu og störfuðu.
Hver atvinnuvegur kemur
fram sameinaður sem ein heild.
Enginn einstakur aðili, fram-
leiðandi eða seljandi, sýnir
sinar vörur sérstaklega. Það
kemur hins vegar fram, hvers
islenzkur iðnaður er megnugur,
hvað kemur frá sjávarútvegi og
hvað frá landbúnaði, hver er
hlutur verzlunar og viðskipta I
þjóðfélaginu og hve mikilvægu
og fjölbreyttu hlutverki sam-
göngur gegna.
Eitt af þvi, sem er að sjá á
sýningunni, eru tvö hús, sem
hlaðin hafa verið með gömlum
hætti. Inni i þeim gefur að lita
ýmis konar áhöld og muni, sem
voru notaðir hér áður fyrr. Pott-
ur stendur á hlóðum og þarna er
gömul mjölkvörn, skriðbytta,
reisla, kaffibrennslupottur,
höggstokkur til þess að saxa
kjötið á og sæti úr hvalbeini,
sem notað var i hlóðaeldhúsi hér
áöur fyrr.
Alls konar linurit gefa upp-
lýsingar um þróun land-
búnaðarins svo langt sem
heimildir ná.
Sjávarútveginum eru gerð
Itarleg skil sem öðru, og fisk-
hjalli frá gömlum tima hefur
verið komið upp með ýmsum af
þeim áhöldum, sem notuð eru til
sjós.
Sveinn Davfðsson og Guðrlður Sigfinnsdóttir frá Neskaupstað skoða vatnspóstinn. Póstar sem þessi
voru við vatnsból I Reykjavlk, áður en vatnsveita var lögð frá Gvendarbrunnum. Sveinn sagöi, að svona
pósta hefði hann aldrei séð I sinurn heimabæ, enda varla þörf á þvl, vegna þess að lækur hefði runnið þar
fram hjá hverjum bæ. Bæði voru sammála unr, að það skemmtilegasta viö sýninguna væri það gamla.
PRENTSMIÐJUPOST UR
BOLSÍUR í
KRAMBÚÐ
OG
ÞRÓUN
874-1974
t deild verzlunarinnar er
krambúð og kennir þar margra
grasa. Þar sjáum við nokkra,
sem eru að kaupa sér eitt
kramarhús af bolsium.Bismark
eða anis? spyr stúlkan, sem af-
greiðir. Ekki var samt selt
Jamaica romm, en tunna þann-
ig merkt var i búðinni. Taft,
sirs, rúsinur,snæri, skæri og allt
mögulegt er I hillum eða hengt i
loftið.
í Reykjavikurdeildinni er
likan af Reykjavik eins og hún
var rétt fyrir aldamótin 1800.
Það er likan af fálkahúsinu þar
sem matur fyrir þá var geymd-
ur, lifandi mýs og annað, fálka-
eldhúsinu, sem ekki hefur verið
eldhús af verri endanum, og svo
húsinu, þar sem sjálfir fálkarn-
ir, sem veiddir voru handa
Danakonungi, voru geymdir.
Fyrir ofan Silla & Valda húsið
gefur að lita hús spunakvenn-
anna og spunaverkstæðið er þar
skammt frá. Stórt likan af
Reykjavik eins og hún er nú er
þarna einnig. Þá gefur að lita
handvagn i 1/2 stærð, en slikur
vagn var notaður af lögreglu til
þess að flytja drukkna menn i
fangelsi.
Kvikmyndasýningar eru
tvisvar á dag og hestaleiga er á
daginn frá kl. 14-20. 1 kvöld er
Álafoss með tizkusýningu og
skólahljómsveit Kópavogs mun
kl. 20.30leika fyrir utan Laugar-
dalshöllina. EVI
Starfsstúikur I Reykjavikurdeildinni skýra út llkan af Reykjavlk frá þvl fyrir aldamótin 1800.
(Jr krambúðinni.