Vísir


Vísir - 31.07.1974, Qupperneq 4

Vísir - 31.07.1974, Qupperneq 4
4 Söngurínn og kílóin voru hennar vörumerki Á þriðjudaginn lézt í London bandaríska popp- söngkonan AAama Cass Eliot, sem varð heims- fræg er hún söng með söngflokknum „AAamas and the Papas" og hélt síðan f rægð sinni við með því að koma ein fram á skemmtunum og í sjón- varpsþáttum. Hún var aðeins 33 ára gömul er hún fannst látin i gistiibúð i London, en þar hafði hún verið að skemmta undanfarnar vikur. Talið er að banamein hennar hafi verið köfnun — hún var með skinkusamloku i annarri hend inni er vinir hennar brutust inn i ibúðina, og er talið að henni hafi svelgzt á brauðbita og kafnað i rúminu, þar sem hún lá. Mama Cass var sú þekktasta i söngflokknum „Mamas and the Papas”, sem varð heims- frægur með laginu „Monday- Monday” og „California dreaming’.l.Auk hennar voru i flokknum John Phillips, Michelle Gilliam og Denny Doherty. Þegar söngflokkurinn leystist upp árið 1968, byrjaði Mama Cass að syngja ein á báti — fyrst i Las Vegas, þar sem hún fékk 40 þúsund dollara fyrir að koma fram i nokkur skipti, en siðan viða um heim. Þá kom hún einnig mjög oft fram i sjónvarpsþáttum bæði sem söngkona og einnig sem grinisti, en hún gerði þá oft mik- iö grin að sinum mikla og stóra likama. Hún neitaði þvi alla tið, að þyngd hennar stæði frægð henn- ar fyrir dyrum.....Hún hjálpar mér. Ég lit allt öðruvisi út en Mama Cass var 119 kíló á þyngd er brauðbiti varö henni að bana. Hún var aðeins 33 ára gömul. Þessi mynd var tekin I London fyrir hálfum mánuði, og fylgdi viðtali við hana i New Musical Express, I tilefni af hljóm- lcikunum i Palladium. aðrar stjörnur. Það ruglast til dæmis enginn á mér og Jane Fonda” sagði hún eitt sinn. Sagöist hafa étið alla peningana Mama Cass var skirð Cas- sandra, þegar hún fæddist i Baltimore fyrir 33 árum. Nitján ára gömul fór hún að heiman og ætlaði að gerast leikkona. Þegar það gekk heldur illa hjá henni, sneri hún sér að söngn- um. Fyrst söng hún með þeim Doherty og Tim Rose i söng- flokk, sem kallaði sig „The Big Three”, en siðan stofnaði hún og Doherty ásamt tveim öðrum söngflokkinn „Mugwumps”. Sá flokkur fékk góða dóma hjá gagnrýnendum, en náði engum vinsældum meðal annarra. Þá stofnaði hún ásamt Doherty og Phillips söngflokkinn „Mamas and the Papas” og hann sló strax i gegn. Plötur þeirra seldust i milljónum eintaka og hvar sem þau komu fram var uppselt — sama hvað salurinn var stór. Peningarnir streymdu inn til þeirra, en Mama Cass vissi litið hvað hún átti að gera við þá....sagði stundum þegar hún var að grinast, að hún hefði étið þá alla — þess vegna væri hún svona búttuð. • Þessi flokkur hennar leystist upp árið 1968 — fór hún þá að koma fram einsömul. Plötur hennar seldust vel — þar á meðal „Dream a little dream of me” og „Make your own kind of loving” — og skemmtanir hennar voru vel sóttar. Smakkaði aldrei vín eða tóbak Framkoma hennar á sviðinu féll vel i kramið hjá áhorfend- um...hún lét brar.darana fjúka á báða bóga og söng siðan eins og engill á milli. Þá var hún einnig mjög vinsæl meðal þeirra sem kynntust henni. Hún smakkaði aldrei vin, reykti ekki hass eða þviumlikt, reykti ekki einu sinni vindlinga..en hún sparaði ekki við sig, ef matur var annars vegar. Hún giftist söngvaranum James R. Hendricks árið 1963 en þau skildu árið 1969. Þau áttu eina dóttur, Vanessu, sem fædd- ist 1967. Arið 1971 giftist hún svo Donald Von Wiedenman, baróni frá Bæjaralandi. Mama Cass var á söngferða- lagi um Bretland er hún lézt s.l. þriðjudag. Hún kom fram i Palladium i London þann 17. júli s.l., og sagði þá hinum 2500 áhorfendum frá þvi, þegar hún var handtekin og sett i fangelsi árið 1967 fyrir að stela tveim lökum og tveim lyklum úr hótel- herbergi i London. „Mér fannst lökin svo falleg, en lyklarnir komu óvart með. Við höfum öll tekið eitthvað svona með okkur einhvern tima á ævinni...ekki satt”. Þegar hún kom aftur til Eng- lands nokkrum mánuðum siðar, var hún handtekin, en málið var látið niður falla. „Ég var færð i fjögur fangelsi hvert öðru verra” tjáði hún hlustendunum sinum i Palládi- um...” Ég ætlaði að viðurkenna að hafa stolið lökunum, en ég var svo reið út af meðferðinni, sem ég fékk, að ég neitaði þvi....Og vitið þið hvað, ég komst upp með það. En nú vitið þið allan sannleikann og lög- reglan lika”. Visir. Miðvikudagur 31. júli 1974. P/INITB ÚTLÖND Heilahimnu- bólga hrjóir Brazilíumenn 300 nianns að minnsta kosti eru talin hafa látizt úr heilahimnubólgu, sem sögð er ganga i stærstu borg Braziliu, Sao Paulo.— Heilbrigðisyfirvöld hafa neitað að upplýsa nákvæmlega dánartöluna, en blöðin i Braziliu telja sig hafa nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir afleiðing- um þessarar farsóttar. Samkvæmt Jornal de Brasil dóu 267 af þessum sjúkdómi á 17 fyrstu dögum júlimánaðar, og i gær skýrði það frá 11 dánartilfellum til viðbótar. — Heilbrigðisvöld Sao Paulo halda þvi þó fram, að þessar tölur séu of háar. Segjast þau hafa heft útbreiðslu veik- innar, og veikindatilfellum fækki með degi hverjum. — Þau hafa annars varizt allra frétta af veikinni. Lœknar í verkfalli Þeir 100.000 læknar á ítaliu, sem fóru i tveggja sólarhringa verkfall, hafa nú byrjað störf að nýju. Vinnuna lögðu þeir niður til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda i sjúkrahúsmálum. Siðan hefur verið boðað annað tveggja sólarhringa verkfall læknakandidata og sjúkraliða dagana 6.-7. ágúst til þess að fylgja eftir kröfunum um endurbætur i sjúkrahúsum og heilsugæzlu ítaliu. Jafnframt hafa eldri læknarnir i hótun- um um enn róttækari aðgerðir, verði kröfum þessum ekki sinnt. Gömul gáta upplýst Lögreglan I Portúgal hefur nú lokið rannsókninni á dauða Umberto Del- gado, fyrrum frambjóðanda til forseta- kosninga þar I landi. Heldur rannsókn- arlögreglan þvi fram, að Delgado hafi verið myrtur af erindrekum leynilög- reglu fyrri stjórnar. — Delgado fannst skotinn til bana i spænskum landa- mærabæ 1965. Rannsóknarlögreglan segist hafa sent frá sér skýrslur eftir yfirheyrslur og rannsókn á tiu mönnum, sem áður störf- uðu i PIDE (leynilögreglunni), og er nú aðeins eftir að gefa út formlega ákæru og ákveða málflutningsdag. Þetta verð- ur fyrsta málið, sem rekið verður fyrir rétti gegn mönnum hinnar hötuðu PIDE. Meðal þeirra, sem sakaðir eru um að hafa skipulagt morðið á Delgado, eru yfirmaður PIDE, Fernando Silva Pais, majór, og næstráðandinn, Agosthino Barbiere. Delgado bauð sig fram i kosningunum 1958 og hét þvi þá að reka Salazar for- sætisráðherra, kæmist hann að. Hann tapaði fyrir Americo Thomaz, sem nú var settur frá i byltingu hersins. Delgado leitaði hælis i Braziliu, en sneri aftur til Portúgal 1965 undir fölsku nafni, en var þá myrtur. Sykurœvintýri Mikill troðningur var i nýlenduvöru- verzlunum i Sviþjóð hjá landamærum Noregs i gær, en Norðmenn streymdu yfir landamærin til að kaupa sykur. Heilu áætlunarbilarnir höfðu verið leigðir til sykurkaupaferða, og keyptu farþegarnir upp nær allan sykurinn. t einni verzluninni voru seldar 20 smálestir af sykri, þar sem salan hefur verið stöðug og mikil i allt sumar. Eðlileg dagsala þar hefur þó verið um 10 tonn. En i gær var siðasti dagurinn, sem menn máttu fara með ótakmarkað sykurmagn úr landi, þvi að stjórnin ákvað, að hér eftir væru 5 kg mesta leyfilega magn. Norðmenn hafa getað keypt sykur miklu lægra verði I Sviþjóð en heima hjá sér. Sviar greiða nefnilega niður sykur- inn og hefur rikissjóður tapað miklum fjárhæðum á þessum útflutningi Norð- manna. En nú er sykurævintýrinu lokið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.