Vísir - 31.07.1974, Síða 6

Vísir - 31.07.1974, Síða 6
& Visir. Miövikudagur 31. júli 1974. visib Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: y Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgrciðsla: Ritst jörn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Ilaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Ilverfisgötu 32. Simar 11G60 86611 Ifverfisgötu 32. Simi 86611 Siðuniúla 14. Sirni 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Nixon í sjálfheldu í Bandarikjunum sækja þeir aðilar nú að Richard Nixon forseta, sem hafa vald til þess að visa honum úr embætti. Dómsmálanefnd full- trúadeildar Bandarikjaþings hefur lagt til, að forsetanum verði stefnt fyrir öldungadeildina. Tveir þriðju öldungadeildarmanna geta sett for- setann af. Ekkert virðist geta hindrað þá ákvörð- un fulltrúadeildarinnar að stefna forsetanum. Eina von Nixons er sú, að vegna stjórnmála- ástæðna myndist ekki nægilegur meirihluti i öldungadeildinni gegn honum. Væntanlega verð- ur það ekki fyrr en i desember, sem örlög Nixons verða ráðin i þinginu. Hann hefur ætið gefið til kynna, að hann ætli að biða meðferðar öldunga- deildarinnar. Hitt er svo annað mál, hvernig Nixon ætlar að stjórna landi sinu með nokkrum myndugleik, eftir að fulltrúadeildin hefur stefnt honum. Ákvörðun dómsmálanefndarinnar er annað al- varlega áfallið, sem Nixon verður fyrir á undan- förnum dögum vegna Watergate-málsins og ann- arra óheillaverka. f siðustu viku hafði Hæstiréttur Bandarikjanna varnir Nixons að engu og dæmdi hann til að afhenda 64 segulbandsspólur til sak- sóknarans i Watergate-málinu. Einróma setti hæstiréttur valdi forsetans þau mörk, að hann gæti ekki haldið leyndum gögnum, sem nauðsyn- leg eru til rannsóknar á sakamáli. Andstæðurnar i máli Nixons eru að skýrast. Þar standa menn ekki frammi fyrir öðru en þvi að þola áframhaldandi setu forseta, sem hefur misnotað vald sitt, eða visa honum úr embætti. Við, sem búum við þingræðisstjórn, þar sem ein- faldur meirihluti þings getur með vantrausti fellt rikisstjórn, eigum erfitt með að átta okkur á þeim krókaleiðum, sem Bandarikjamenn þurfa að fara til að láta kjörinn forseta sinn bera ábyrgð á gerðum sinum. öll hjól þeirrar vélar eru nú byrj- uð að snúast i Washington, rúmum tveimur árum eftir innbrotið i Watergate-bygginguna. Á öllum þeim tima hefur forsetinn ekki getað sýnt fram á, að hann hafi hreinan skjöld. Nýjar sakarástæður hrannast þvert á móti upp gegn honum. Lengi framan af — og ef til vill enn — taldi Richard Nixon aðgerðir blaða og þingmanna i Watergate-málinu stafa af pólitisku ofstæki. Meðferð dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar afsannar hins vegar þessa skoðun. Þar sameinast pólitiskir andstæðingar og stuðningsmenn forset- ans i fordæmingu sinni á gerðum hans. Enginn sakar Hæstarétt Bandarikjanna um, að hann láti pólitik ganga fyrir lögunum i dómum sinum. öll rökfærsla Nixons er þvi komin i sjálfheldu. Ferðalög til Moskvu duga ekki einu sinni lengur honum til álitsauka! Siðustu áratugi hefur sú þróun orðið i banda- risku stjórnarfari, að völd forsetans hafa orðið æ meiri. Þetta kemur ekki sizt fram i utanrikismál- um. Einmitt á þessum sama tima hafa alþjóðleg afskipti Bandarikjanna þróazt i það horf, sem þau eru i núna. Áhrifamáttur þessa mikla emb- ættis er þvi ekki bundinnvið landamæri Banda- rikjanna. Virðing þess skiptir allt mannkyn miklu. Nixon hefur sjálfur sagt, að það myndi gera öðrum ókleift að sitja i forsetaembættinu og gegna skyldum þess, ef hann léti af embætti við núverandi aðstæður. Það ,sé skylda sin að gæta virðingar hins háa embættis. Þessi orð hljóma nú eins og öfugmæli. Með hverjum deginum, sem Nixon situr i embætti sinu, mun virðing þess þverra. —BB. TILRAUNA- GLASA- AÐFERÐIN Það vakti heimsat- hygli á dögunum, þegar upp kom i fyrirspurnar- tima á ársþingi brezkra lækna, sem haldið var i Hull,v að á lifi væru þrjú börn, sem orðið hefðu til i tilraunaglösum á rann- sóknarstofu. Dr. Douglas Bevis frá Leedsháskóla lýsti þvi yfir, að á siðustu átján mánuðum hefðu fæðzt þrjú börn, sem orðið hefðu til með þeim hætti, að egg voru tekin úr legi mæðra þeirra og þau frjóvguð i tilraunaglös- um, en siðan sett i móðurkviðinn aftur. Undrun manna yfir þvi, hve læknavisindun- um hefur fleygt fram, var að vonum mikil og kveikti auðvitað mikla forvitni og löngun i að fá fleira að heyra. — Hvernig fóru visinda- mennirnir að þessu? Voru börnin eðlileg? Hvar voru þau? Hvernig þótti foreldrunum þessi aðferð? — Tugir slikra spurninga leituðu á. Vart hafði þessum stórtíðindum fyrr verið varpað fram, en málið var strax sveipað einhverjum leyndarhjúpi aftur. Upp komu sfðan mótsagnir, sem ólu á tor- tryggni, unz menn tóku opinber- lega að rengja orð hins virta læknis. Hann ætlaði hinsvegar menn að æra með undanfærslum sínum og loðnum svörum næstu dagana eftir tilkynninguna á ársþinginu. Neitaði Bevis að segja til barn- anna eða foreldra þeirra. Allt og sumt sem hann vildi upplýsa var það, að eitt þeirra væri i Eng- landi, en hin tvö einhvers staðar i Evrópu og að öll þrjú væru full- komlega eðlileg. Bar hann það af sér að hafa tekið þátt i rannsóknunum og tilraununum, sem leiddu til fæðingar barnanna, og neitaði ennfremur að tilgreina hverjir það heföu gert. Margir ágætis sérfræðingar á - þessu sviði véfengdu fljótlega þessar fullyrðingar Bevis og létu i ljós hneykslun sina á þvi, að hann skyldi fullyrða út i bláinn, að þessi aðferð hefði borið árangur — án þess að færa máli sinu nokkra stoð. Visindamenn á Bret- landseyjum og annars staðar, sem unnið hafa að tilraunum með frjóvgun á rannsóknarstofum og igræðslu, þvertóku fyrir það, að þeir væru þessir menn, sem Bevis vildi ekki nafngreina. Timaritið „Newsweek” hafði eftir einum frumkvöðla þessara rannsókna, dr. Patrick Steptoe við Oldham and District Hospi- tal: „Eftir þvi sem mér er bezt kunnugt um, hefur enginn hér á landi eða annars staðar náð árangri til þessa i þessari að- ferð.” GERFI-FRJÓVGUN Stifluð leggöng eða fjarlægð eftir aðgerð Eggjastokkur Fiber- ljós- geisli ^Þroskað egg Eggið tekið þann veginn að f með sprautu fara i leggöngin)) 2 Eggið komið i til- raunaglas og sæði sett sarnan við, en allt geymt i vökva, sem inniheldur ámóta efni og finnst i leggöngunum 3Frjóvgað egg sett upp i legið með sprautu. Egg 40 stundum eftir frjóvgun.... ....og svo 90 stundum eftir frjóvgun. Loks eftir þriggja daga skrif og hávært umtal gekkst Bevis við þvi að hafa sjálfur tekið þátt þessari tilraun, sem hann hafði greint frá á ársþinginu. En hann neitaði eftir sem áður að tilgreina aðra lækna eða foreldrana, sem við tilraunina voru riðnir. „Newsweek” greinir frá þvi, að það hafi verið fyrir fimm árum, að Steptoe og læknarnir Robert Edwards og Barry Bavister urðu fyrstir manna til þess að frjóvga egg á rannsóknarstofu. Allt frá þvi augnabliki hafa Steptoe og Edwards unnið að tilraunum til þess að yfirvinna ófrjósemi kvenna með þvi að koma slikum frjóvguðum eggjum aftur fyrir i legi þeirra. Hjá þriðjungi þeirra kvenna, sem ekki geta orðið ófriskar, má kenna um stiflu i Fallopiangöngunum, sem kemur i veg fyrir að eggin nái að frjóvg- ast og komast i legið. Steptoe og Edwards hafa á brautryðjenda- ferli sinum gefið slikum konum hormónalyf til að örva eggja- myndunina, og á öðrum sólahring eftir lyfjagjöfina hafa þeir með sérstöku áhaldi fjarlægt egg úr kvið kvennanna. Eggin eru geymd við sérstakar aðstæður og sæði úr eiginmönn- unum sett saman við. Þeim sem frjóvgast, er komið fyrir i leginu i gegnum leghálsinn. Þessi aðferð hefur gefið ágætis árangur hjá músum og kaninum á rann- sóknarstofum. Tilraunir þeirra Edwards og Steptoe á þeim 200 konum, sem til þeirra hafa leitað, hafa ekki heppnazt i einu einasta tilviki. Engin kona hefur orðið ófrisk með þessari aðferð. Eggið, sem komið hafði verið fyrir i kon- unni, skolaðist venjulegast burt næst þegar konan hafði tiðir. Sumir sérfræðingar vilja kenna þessu hormónagjöfinni, sem raski jafnvægi hormónanna, og hindri það, að eggið nái að festast i leginu. — Á þessu sagðist Bevis hafa ráöið bót, og var það hans þáttur i tilraununum, sem leiddu til fæðingar þriggja barna. Bevis er sérfræðingur i efnaskiptum og breytingum, sem eiga sér stað i legi konunnar i upphafi með- göngutimans. Þessar tilraunir með fram- leiðslu barna i tilraunaglösum hafa vakið misjöfn viðbrögö fólks. Þeir, sem helzt hafa sett sig á móti þessu, bera kviðboga fyrir þvi, að þannig gerð börn fæðist óeðlileg. Bevis hefur fyrir sina parta lýst þvi yfir, að hann sé steinhættur þessum rannsóknum héðan i frá. Sagði hann, að sér yrði „illt” af öllu umtalinu og skrifunum, sem fylgt höfðu i kjölfar uppljóstrana hans. Atti hann vart orð til að lýsa hneykslun sinni á tilboði eins brezku blaðanna um nær 12 millj- óna króna borgun fyrir hans eigin frásögn af þessum tilraunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.