Tíminn - 26.01.1966, Page 2

Tíminn - 26.01.1966, Page 2
/ 2_______:___________• immn_________ MIÐVIKUDAGUK 26. janúar 1966 NV BÁTAHOFN, VATHSVEITA OG MALBIKUN GflTNfl MEDAL MESTll BÆJARFRAMKVÆMDfl Jón Guðjónsson hefur verið bæj arstjóri ísafjarðarkaupstaðar í átján ár samtals og hefur hæstan starfsaldur núverandi bæjarstjóra á íslandi Hann stendur nú á sjö- tugu og mun láta af bæjarstjóra- starfi sökum aldurs í ár Hann er Vestfirðingur, fæddur á Sæbóli á Ingjaldssandi. Að loknu verzl- unarnámi í Reykjavík gerðist hann starfsmaður Ásgeirsverzlun- ar á Suðureyri í Súgandafirði, en 1917 gekk hann í þjónustu Eim- skipafélags íslands í Reykjavík, varð yfirbókari þess og gegndi því starfi til ársins 1943, er hann tók fyrst að sér bæjarstjórastarf- ið á ísafirði, gegndi því til 1946, tók það aftur að sér 1951 og hefy ur gegnt því síðan. Er ég gekk á hans fund á bæjarstjóraskrifstof- unni, spurði ég hann fyrst þess, hverjar veru mundu, að hans áliti, helztu bæjarframkvæmdir í starfs- tíð 'hans , — Ég er helzt þeirrar skoðun- ar, að nauðsynlegasta og bezt heppnaða bæjarframkvæmdin hafi verið vatnsveitan, svarar Jón bæj- arstjóri Hér var við mikla erfið- leika að etja árum saman sökum skorts á vatni Hann varð æ til- finnanlegri méð árunum eftir því, sem fiskiðnaður jókst og tók sí- fellt meira til sín af því vatni, sem fékkst svo heimili og aðrar stofnanir komust í stökustu vand- ræði af vatnsleysi, Úr þessu var reynt að bæta með nýrri vatns- lögn fyrir allmörgum árum, en hún kom að litlu haldi Því var enn ráðizt í nýja vatnsveitu, sem komst í gagnið 1960, og þá brá svo við, að vatn reyndist yfrið nóg til neyzlu og allra hluta og Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, og loftmynd af ísafjarðarkaupstað. ur undirbúningur fyrir liendi, áð- ur en kemur tií að nota slík tæki, nóg af malarefni og mulningsvél- ar og þarf að vera búið að ganga frá öllum lögnum í göturnar Þetta blessaðist ekki sem skyldi, félagið var lágt niður og seldar vélarnar, sem ísafjarðarkaúpstað- ur keypti Og þegar þær voru hingað komnar, gerbreyttist her aðstaða til áframhalds malbikun- ar gatna í bænum Alls hafa nú verið malbikaðar götur hér, sem Götumalbikun á ísafirði. engin hætta talin á að vatnsskort- ur geri aftur vart við sig í námni framtíð, síður en svo Þá vildi ég segja, að hin næstmerkasta bæj arframkvæmd hér hafi hafizt með nýrri gatnagerð, þ. e. malbikun gatna í bænum Fyrst í stað var hér notazt við mjög fuumstæð verkfæri, en mesta furða, hvað vannst, þó með þeim. Svo var það fyrir nokkrum árum, ac Sam- band íslenzkra sveitarfélaga stofn aði félag, sem annast skyldi gatna gerð og keypti hingað til lands allmikið tæki til þeirra hluta En af ýmsum ástæðum reyndist ekki allsstaðar grundvöllur fyrir þeim rekstri Það þarf að vera rækileg- eru að flatarmáli 24 þúsund fer- metrar og nokkuð að auki fyrir bílastæði — En hýað um hafnarfram- kvæmdir hér á seinni árum? — Jú, það verður vissulega að teljast til merkustu bæjarfram- kvæmda hér, stækkun hafarinnar, bátahöfnin Framkvæmd þess mannvirki' var sem sé mjög skemmtile, Það var gert að fyrir- sögn Hafna- og vitamálaskrifstof- unnar, sem lagci til verkstjóra cg stórvirk tæki krana, og afköst hans voru undraverð og verkið gekk eins og í sögu. Með mokstri og uppfyllingu skapaðist þar á skömmum tíma allstórt land og ágætt athafnasvæði Það hefur lengi verið mikill hugur í mönn- um hérna að auka landrýmið á Tanganum Bátahafnaruppfylling- in er nú orðin 212 kantmetrar, þar af nýi parturinn 108 metrar, það sem vannst með stækkuninni í fyrra. — Og hér er allstór íþrótta- völlur í uppsiglingu — niðri í fjöru? \ — Já, í hann hefur verið lögð mikil vinna Þó mundi ég segja, að ekki sé hyggilegt að byggja íþróttavöll út í sjó, æðikostnaðar- samt fyrirtæki Hér kom fram uppástunga um að útbúa knatt- spyrnuvöll og íþróttasvæði mni í Tungudal, og það fannst mér fyrir mitt leyti mjög góð hugmynd Er, flestum þótti með því of iangt farið út úr bænum með íþrótta- vöU Þó held ég að smávægi'eg vegalengd skipti ekki máli í fram- tíðinni, því að mig grunar, að byggð eigi eftir að rísa inpi í fjarðarbotninum, og í þá átt fær- ist byggðin En þessi leið var val- in — að fylla upp allstórt svæði, og því miður var ekk: heppileg aðstaða þar til að koma við þeim verkfærum, sem svo fljótt og vel unnu verkið við stækkun bátahafn arinnar Raunar hefur þessi stað- ur, þar sem íþróttavöUurinn er og verður, þann kost, að brekk- an fyrir ofan er ákjósanleg fyrir áhorfendasvæði — Um eitt skeið rak kaupstað- urinn kúabú, hvernig gekk það? — Segja mætti, að nauðsyn hafi, verið að auka mjólkurframleiðslu hér hafi ekki verið nægileg mjólk handa bæjarbúum En aðalástæð- an fyrir því að bærinn réðist í að hefja þennan búrekstur var sú, að hér kom upp taugave’ ., og þá var tekið það ráð af heilbrigð- ástæðum, að mjólkurframleiðslan færðist allmikið á hendur bæjar- ins, sem rak í mörg ár kúabú á tveim bæjum hér í grennd Kirkju bóli og Seljalandi, en síðan var mjólk flutt með Djúpbátnum inn- an úr Djúpi og frá Önundarfirði hingað til bæjarins. Þá var þetta mál í rauninni leyst, því að Ön- firðingar hafa svo góð búskapar- skilyrði Mér finnst liggja í aug- Tímamynd—GB um uppi, að það sé ekki hagkvæmt fyrir bæjarfélag að reka búskap. Við vitum, að sveitafólk leggur hart að sér við framleiðsluna og vinnur öðruvísi en tíðkast í bæj- um, vinnur þegar þörf er á vinn- unni En hér var þessi kaupstað- arbúskapur kominn í það horf, að ekki varð hjá því komizt að kaupa fólk í eftirvinnu og næturvinnu til að vinna aðalstörfin Því var ekki annað fyrir bæjarfélagið að gera en leggja þann búskap niður Bú- stofninn var seldur og jarðirnar leigðar — Og aðrar bæjarframkvæmdir í seinni tíð? — Það má nefna byggingu sundhallar og skólanna, helmings stækkun á gagnfræðaskólanum og nýr barnaskóli, sem nú er í smíð- um, verður allmikil bygging og á að leysa af hólmi gamla barna- skólahúsið, sem byggt var úr timbri 1901 og er þó enn furðu- gott hús Lengi hefur verið á döf- inni að byggja hér nýtt elliheim- ili ísafjörður var með fyrstu stöð- um á landinu til að stofna elli- heimili, eftir að hið myndarlega sjúkrahús hér var komið í gagn- ið, þá var gamla sjúkrahúsið tek- ið undir élliheimili Þetta hús var allgott á þeirra tíma vísu og hef- ur verið notað svo að segja óbreytt síðan 1925, en samsvarar náttúrulega engan veginn þeim kröfum, sem nú. eru gerðar til slíkra stofnana Endanlega ákvörð- un hefur þó ekki verið tekin í þessu máli Loks má á það minn- ast, að hér er mikill hugur í mönn um vegna væntanlegs menntaskóla fyrir Vestfirði Um byggingu er þó ekki hægt að segja neitt ákveðið að sinni, nema það, að búið er að ákveða honum stað hér í bænum Heilsufar í hérað- inu yfírleitt gott Ég gekk á fund héraðslæknis- ins á ísafirði, Ragnars Ásgeirs- sonar, til að spyrja hann um heil- brigðismálin í bænum og starfsemi sjúkrahússins, sem nefn ist Fjórðungssjúkrahúsið á ísa- firði — Sjúkrahúsið hér var byggt fyrir meira en fjörutíu árum, eða árið 1924, og það var mest fyrir forgöngu Vilmundar Jónssonar fyrrv landlæknis, en hann var hér lengi áður héraðslæknir Sjúkrahúsið er að mestu hið sama og það var upphaflega, og því vitaskuld löngu orðið of lítið og á eftir tímanum, sem eðlilegt er Ný tæki til lækninga og rann- sókna hafa síðan komið hér tii sögunnar, og allsendis ónogt rými til að koma þeim við, s nauð- synlegt er Hér verðum við að hafa rannsóknarstofur okkar uppi á háalofti spítalans Yfirleitt er spítalinn fullsetinn sjúklingum, flestir sjúklingar hafa þar verið í senn 42 og fæstir 35 mörg 'íðari ár Hingað leita erlend skip mik ið með sjúklinga og slasaða menn, ig sú aðstoð fer vaxandi. r.d. á árinu 1964 voru sjúklingar á Fjórð ungssjúkrahúsinu 54 innanhéraðs, 236 sjúklingar utanhéraðs og 80 útlendin^ar og þeir hafa legið þar að meðaltali eina viku hver Sjúkrahússlæknir hefur verið hér undanfarið ár Úlfur Gunnarsson (skálds Gunnarssonar) Þar gegna starfi tíma og tíma kandidatar og læknastúdentar, en hér vantar héraðslæknir fastan lækni síðan Kjartan J. Jó- hannsson fluttist héðan og tók við héraði suður í Kópavogi Annars er það um heilbrigðisástandið að segja, að vfirleitt hefur það ver- ið gott hér um slóðir í seinni tíð, lítið um kvilla eða farsóttir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.