Tíminn - 26.01.1966, Side 4
4
TÍIV8INN
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 1966
Jóhann Gunnar Ólafsson sýslu-
maður og bæjarfógeti á ísafirði
hefur gegnt því embætti þar síð-
an haustið 1943, en áður hafði
hann lengst haft samfellt sfarf á
hendi í Vestmannaeyjum og þar
seon bæjarstj. auk lögfræðistarfa.
En Jóhann Gunnar á ýmis hugð-
arefni, sem hann fórnir flestum
tómstundum sínum utan embætt-
isanna, ekki sízt er það sögulegur
fróðleikur. Báðir þessir kaupstað-
ir, Vestmannaeyjar og ísafjörður,
hafa notið í ríkum mæli þessa
sagnfræðiáhuga hans. Hann hefur
ritað lýsingu Vestmannaeyja í Ár-
bók Ferðafélags íslands og margt
fleira sögulegs efnis í Eyjum. Á
sama veg hefur farið síðan hann
gerðist yfirvald ísfirðinga. Nú er-
hann að leggja síðustu hönd á
sögu ísafjarðarkaupstaðar og
kemur hún út i vor eða sumar.
Jóhann Gunnar hefur verið einn
af helztu forustumönnum Sögufé-
lags ísfirðinga, sem stofnað var
1953, og ritað meira eða minna í
Árbók þess, sem komið hefur út
reglulega síðan 1956 og er eitt
af girnilcgustu sögufróðleikstíma
ritum, sem hér eru út gefin. í
einum árgangi þess er ritgerð urn
bæjarstjórn á ísafirði, aðdraganda
hennar og stofnun. Þar segir m.a.
um fyrstu bæjarstjórnarfulltrúana
á ísafirði og forseta hennar,
Stefán Bjarnason sýslumann, en
það tíðkaðist þar vestra, að bæj-
arfógeti væri jafnframt forseti
bæjarstjórnar frap um 1930 og
gegndi Oddur Gíslason sýslumað-
ur forsetastarfinu.
„Amtmaður fól nú Stefáni
Bjarnasyni sýslumanni að birta
reglugerðina um kaupstaðarrétt-
indi á ísafirði og láta fara fram
kosningar í bæjarstjórn. Birtingin
fór fram á manntalsþingi á ísa-
firði 22. maí 1866, og um lefð,
var birt opna bréfið um bygging-
arnefndina. Einnig var þá birt skip-
un Stefáns Bjarnasonar sýslu-
manns í bæjarfógetaembættið á ísa
firði. Þessir menn hlutu kosningu
í fyrstu bæjarstjórn á ísafirði, 16.
júlí 1866:
Þorvaldur Jónsson læknir, Will-
am Theobald Thostrup verzlunar-
stjóri, Guðbjartur Jónsson skip-
stjóri, Brynjólfur Oddsson bók-
bindari og Lárus Á. Snorrason
verzlunarstjóri.
Þorvaldur var 29 ára, hafði bú-
ið á ísafirði síðan í september
1863, þá settur héraðslæknir í
orðurhluta Vesturamtsins. Kom
ann mikið við bæjarmálefni ís-
firðinga, en virðist hafa verið
óljúft að sitja í bæjarstjórn. í
janúar 1873 neitaði hann að taka
sæti í bæjarstjórn þá nýkosinn,
bar við embættisönnum og litlum
jlíknm til góðrar samvinnu vegna
skoðanamunur á mikilsverðum
bæjarmálefnum. Áttu þeir ekki
skap saman Þorvaldur og Stefán
bæjarfógeti. Þorvaldur var Reyk-
víkingur, sonur Jóns Guðmunds-
sonar ritstjóra Þjóðólfs. Thostrup
var 32 ára, hafði verið skipstjóri
áður og fluttist til Seyðisfjarðar
1870 og gerðist kaupmaður. Guð-
bjartur var 34 ára, varð síðar lóðs
á ísafirði. Brynjólfur var 41 árs.
Hann fluttist til Reykjavikur 1869.
Eftir hann hefur komið út kvæða-
bók. Lárus var 37 ára, hann flutt-
ist á gamalsaldri til Kaupmanna-
hafnar og lézt þar 1926.
Stefán bæjarfógeti var 40 ára,
varð sýslumaður í ísafjarðarsýslu
1858. Hann var karlmenni að burð
um, mikill skapmaður og stundum
nokkuð óþjáll. Það sýnir karl-
mennsku hans, að hann bjargað-
ist einu sinni af skipreika á leið
frá Súðavík. Hafði hann 6. nóv-
ember 1869 tekið sér far með sex-
æringi úr Álftafirði. Kstvindur
hvolfdi skipinu. Drukknaði eða
fórst tvennt, tómthúsmaður og
stúlka frá ísafirði, en hinum var
bjargað af kjöl tveimur klukku-
stundum síðar. Gátu þeir haldið
sér á kjölnum, þótt sjór gengi
yfir þá og vindurinn væri mikill
í rokunum. Stúlkan komst ekki
strax á kjölinn, en sýslumanni
tókst að ná henni og batt háls-
klút sinn um hana og hélt henni
þannig uppi. Hálfri stund áður en
hjálpin barst andaðist stúlkan,
mun hafa króknað úr vosbúðinni.
Stefán mun hafa verið refsinga-
samur í gaimla vísu, og lýsir eftir
farandi saga honum og aldarand-
anum: Pörupiltur nokkur á ísa-
firði var kærður fyrir óknytti.
Stefán boðaði hann á kontórinn
til viðtals. Piltur þessi hefur sagt
Ragnar Ásgeirsson vinnur að skráningu muna í Byggðasafni Vestfjarða á
ísaflrðL
frá viðskiptum þeirra í kæru til
amtmanns og mun varla ástæða
til að rengja hana. Er frásögn
hans á þessa leið:
Um leið og pilturinn kom inn,
lét Stefán hurðir falla að stöfum.
í sömu svifum löðrungaði Stefán
piltinn sitt undir hvorn, svo að
söng í. Síðan fór hann höndum
um hann, lagði hann á gólfið, dró
niður um hann brækurnar og
rassskellti hann svo rækilega, að
hann átti bágt með að tylla sér
á endann næstu vikuna.“
Jóhann Gunnár hefur mjög lát-
ið til sín taka um menntir og
listir á ísafirði og Vestfjörðum.
Hann var til skamms ''tíma for-
maður tónlistarfélagsins þar, og
honum hefur verið mjög annt um
varðveizlu þjoðlegra verðmæta þar
um slóðir, svo serh elztu húsin á
fsafirði, sem eru ein hin elztu og
merkustu sinnar tegundar hér á
lai.di. Han., ». .ur átt sæti í ='inrn
Byggðasafns Vestfjarða og Listafé-
lags ísafjarðar.
Byggðasafnið var formlega
stofnað af bæjarstjórn ísafjarðar
og sýslunefndunum 6. júlí 195'5
undir nafninu Eyggðasafn ísfirð-
inga, en fyrstur kom fram með
hugmyndina að þessu byggðasafni
Guðlaugur Rósinkranz á Vestfirð-
ingamóti, sem haldið var í Reykja-
vík veturinn 1940. Sumarið eftir
ritaði hann grein í eitt ísafjarða
blaðanna og nefndi Byggðasafn
VesLjarða, og það heiti hefur nú
l
Jóhann Gunnar Ólafsson !
sýslu- og bæjarfógetaskrifstof
unnl á ísafirði. Á veggnum
eru myndir af þrem fyrirrenn
urum hans. Frá vinstri: Oddur
Gíslason (síðastur bæjarfógeta
jafnframt forseti bæjarstjórn
ar 1921—'32,) Skúli Thorodd-
sen, sýslumaður 1884—'92, er
honum var vikið frá og Lárus
H. Bjarnason (yzt til hægri)
settur f embættið (honum fil
höfuðs). Skúli fór í mál við
landstjórnina og vann það,
fékk lausn með eftirlaunum
frá 189S. Af þessum málaferl
um, Skúlamálunum, er rfiikil
saga, sem skipti ísfirðingum
og raunar landsmönnum i
tvær fylkingar. Nú er f smíð
um ævisaga Skúla, þessa um-
deilda og mikla baráttu-
manns.
safnið fengið. Safnið er orðið mik-
ið að vöxtum, og hefur Ragnar
Ásgeirsson ráðunautur ferðazt um
og safnað munum og annast skrá-
setningu. Eru munir nú komnir
hátt á annac þúsund. Safnið er
til húsa í sömu byggingu og bóka-
safnið og listasafnið, sundhallar-
byggingunni.
Listasafn L-.fjarðar var stofnað
12. febrúar 1963, og er fyrsta lista-
Framhald á bls. 11.
Ragnar H. Ragnar og Sigríður kona hans. Ragnar hefur verið skóla-
stjóri Tónlistarskólans á ísafirði frá stofnun 1948, og formaður Tónlistar-
félagsins, var mörg fyrstu árin Jóhann Gunnar bæjarfógeti. Ragnar stjórn-
ar í dag miklum afmælissöng, kartakórnum og Sunnukórnum, bæði i
Ríkisútvarplnu og á ísafirði, og verða einungis flutt verk eftir ísfirzk tón-
skáld.
i