Tíminn - 26.01.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 1966 TÍMINN 5 I Byggðasafni VestfjarSa eru nokkrir básar, sem eiga að vera sýnishom af baðstofu, eidhúsi, búri gamalla vestfirzkra bæja. Hér sést eldhúsið, og þar standa sfn hvorum megin tvelr fsfirzkir helðursmenn, báðir mfklir vcl- unnarar Tfmans og greiddu vel götu blaðamannsins vlð efnisöflun f þetta blað. T. v. er Kristján Jónsson frá Garðsstöðum og t. h. Guðmundur Sveinsson frá Góustöðum, fréttaritari Tfmans á fsafirði f mörg ár. Mynd af Söngfélagi ísafjarðar 1907—1910, sem síðar varð Karlakór Isafjarðar. Fyrsta röð frá vinstri: Jón Ólafur Jónsson, málarameistari, Halldór Ólafsson, múrarameistari, (einn kunnasti leikari ísafjarðar), Jón Laxdal, tónskáld, sr. Bjarni Jónsson, síðar vígslubiskup,, Halldór Samúelsson, sjómaður. Önnur röð standandi frá vinstri: Jónas Tómasson, verzlunarmaður, síðar tónskáld og kaupmaður, Skúli K. Skúlason, úrsmiður og kaupmaður, Guðmundur Björnsson, kaupmaður, Guðmundur Jónsson, cand. (theol., bankabók ari, Ámi Sveinsson, kaupmaður. Þriðja röð standandi frá vinstri: Fmnbjörn Hermannsson, verzlunar- stjóri á Hesteyri, siðar kaupmaður á ísafirði, Jóhann Þorsteinsson, kaupmaður, aðaleigandi Edinborgar- verzlunar, Jón Páll Gunnarsson, trésmiðameistari Jón Hróbjartsson, kennari og listmálari, Björn Páls- son, Ijósmyndari. MAGNÚS ÓLAJFSSON ELZTI80R6ARI ISAFJARÐAR Elzti borgari staðar er Magnús Olafsson prentari, sem varð níræður í sumar er leið, fæddur 3. júlí áð Selakirkjubóli í Önundar- firði. Hann hóf 1 prentnám í prentsmiðju Skúla Thoroddsen á ísafirði 1. október 1893 hjá Stefáni Runólfssyni, tók við prentsmiðjunni af Stefáni og stjómaði prentsmiðjunni unz hún flutti til Bessastaða Vann tvö ár í Félagsprent- smiðjunni í Reykjavíh, var síðan íshússtjóri á ísafirði í mörg ár. Frá 1933 vann hann í prentsmiðjunni ísrún á ísa firði og starfaði þar fram á níræðisaldur. Hann átti sæti í bæjarstjóm í tólf ár. Einnig tók hann mikinn þátt í leik listarlífi á ísafirði. Kona hans, Helga Tómasdóttir, er látin. Þau áttu 9 börn, og eru 8 á lífi, þeirra á meðal er hin þekkta leikkona, Sigrún Magn úsdóttir. Elzti innfæddi borgarinn á ísafirði er Hermann Guðmunds son, nú á 82. ári, fæddur á ísafirði 12. ágúst 1884 og hef ur alltaf átt þar heimr síðan. Stundaði sjómennsku lengst ævinnar, mest á skakbátum, einnig á útilegubátum frá ísa- Hermann Guðmundsson firði, en verkamannavinnu sið ustu árin. Kona hans er Guð munda Kristjánsdótúr og eiga þau þrjú börn, öll á lífi. Þeirra á meðal er hinn þekkti iþrótta maður, Guðmundur Her- mannsson, nýskipaður aðstoðar yfirlögregluþjónn í Reykjavík Sundhallarbyggingin við Austurveg. Þar eru söfnin til húsa, bókasafnið, byggðasafnið og listasafnið. Tímamynd GB „Sævarströnd*', málverk eftir Þórarin B. Þorláksson, eitt af þrem fyrstu málverkum. sem Listasafn isafjarðar eignaðist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.