Tíminn - 26.01.1966, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 1966
12
TÍMINN
Isfirðingar eignuð-
uðust fyrsta mótor-
bátinn hér á landi
í blacSinu Vestra á ísafirði,
birtist 1. desember 1902 éftir-
farandi frásögn, með efan-
skráðri frásögn af fyrsta ís-
lenzka mótorbátnum:
„Með sfðustu ferð vestur,
fengu þeir Árni formaður
Glslason og kaupm. Sophus J.
Nielsen olíuhreyfivél í róðrar
bát, er þeir eiga saman
og Ámi fer með. Vélin er frá
verksmiðjnnni C. Möllerup í
Esbjerg, og sendi verksmiðj-
an mann, hr. J. H. Jessen, til
þess að setja hana í bátíim og
kenna á hana. Vélin kostaði
900 krónur í sett, auk þess sem
ýmislegt þurfti að gera við bát
inn, sem er algengur ísl. róðr-
arbátur, tíl þess að koma vél-
inni fyrir. — Hún hefur
tveggja hesta afl, og eyðir 2
pottum af steinolíu og kostar
því 20—30 aura um tímann.
Hún hreyfir jafnt aftur á bak
sem áfram, og það má láta
hana hafa svo lítinn kraft,
sem vill, og er því lafhægt að
lenda bátnum og stöðva hann
hvenær sem er.
25 f.m. var búið að setja
vélina í bátinn, og var hann
þá settur á flot og farið að
reyna hann. Báturinn var inni
á Polli og fór formaður hans
ásamt meðeiganda sínum og
nokkrum bæjarmönnum fyrstu
ferðina út í Hnífsdal. Ferðin
gekk ágætlega, og gekk bát-
urinn álíka og sex menn róa.
Hann var fjörutíu mínútur út-
ap úr Hnífsdal og inn á ísa-
fjörð en fer þó sjálfsagt fimm
mínútna krók inn í Djúpið.
29. f.m. fór Árni Gíslason
á sjó til fiskjar og reyndist
vélin mjög þægileg. Hann hef-
ur nú aðra olíu tíl brennslu
en fyrst, og gengur báturinn
miklu betur með henni, og hef-
ur nú góðan gang. Vér óskum
eigendum til hamingju með
þetta nýja fyrirtæki þeirra,
og eiga þeir þakkir skilið fyrir
að hafa orðið fyrstir til að
leggja út í áhættuna og reyna
þessa nýjung. Gefist þessi
hreyfivél vel, sem vér efumst
ekki um, er óhætt að gera ráð
fyrir, að margir fleiri komi á
:'.ir.
Olíuhreyfivélar þessar hafa
á örskömmum tíma rutt sér
svo til rúms, að verksmiðj-
urnar hafa ekki haft við að
smíða þær, og brúka Danir þær
jafnt í þilskip sem opna báta
og gefst ágætlega. Það er eng-
in ástæða til að ætla, að þær
eigi ekki eins vel við hér.
En\ ef til vill fer betur að
breyta eitthvað skipulaginu og
mun reynslan fljótt kenna
mönnum slíkt, ef þess sýnist
þörf. Oss íslendinga vantar
svo tilfinnanlega vinnukraft,
engu síður tíl sjós en lands, og
hefur það reynzt svo vel hér
við Djúp, að margir bátar
hafa orðið að standa uppi
vegna mannleysis. Með því
að brúka olíuhreyfivél í bát-
ana, ætti að mega komast af
með miklu færri á hverjum bat
og væri það ekki lítill hagnað-
ur fyrir sjávarútveginn. Sömu-
Sexæringurinn Stanley, fyrsti íslenzki mótorbáturinn, fór í reynslufór 25.
nóv. 1902. — Teikning eftir Sigurð Guðjónsson.
leiðis ættu þessar vélar að
koma í góðar þarfir til að
spara tímann þar sem langt
er róið og mestur tími fer í að
komast á fiskimiðin og heim
aftur, en tíl þess þyrfti að
leggja áherzlu á að hafa bát-
ana sem hraðskreiðasta. Það
eru heldur ekki smáræðis þæg
indi fyrir sjómennina, að í
stað þess, sem þeir hingað til
hafa orðið að slíta sér út við
að róa á fiskimiðin og aftu
£ land, geta þeir, ef þeir uota
vélar þessar, hvílt sig á leið-
inni og eru því óþreyttari ti]
að fiska og gera að aflanum,
og hefur það ekki litla þýð-
ingu, þegar mikill afli er.
Auðvitað verður tilkostn
aðurinn miklu meiri, en hann
ættí að borga sig, sé hægt að
hafa tveim mönnum færra á
hverju skipi, myndu þeir tveir
hlutir, er við það sparast, vera
meira en nóg til að borga vél-
ina og tilkostnað við hana.
Konsúll Sigfús Bjarna-
son hefur átt von á olíu-
hreyfivél með fjögurra hesta
afli í sumar, en hún er ókom-
in enn, en er væntanleg með
næstu ferð. Hann hefur ’.átið
smíða nýjan bát fyrir vélina,
sem ætlazt er til, að se sér-
staklega lagaður til gangs.“
En þessi fyrsti fslendingur,
Framhald á bls. 15.
Einn á báti allrn árs-
ins hring / tugi
Ég hitti fyrst Bæring Þor-
bjömsson í flatningssalnum,
þegar ég var að skoða hrað-
frystihúsið Norðurtangann. Þar
var hann á skyrtunni að fletja,
með hvíta svuntu og hvítan bát
á höfði. Kvöldið eftir fórum
við Guðmundur á Góustöðum
að heimsækja hann, mér hafði
verið sagt, að hann hafi áratug-
um saman róið einn á báti all-
an ársins hring og fært ísfirð-
ingum glænýtt í soðið, þegar
annars kom ekki bein úr sjó.
Nú hentí það slys í haust, að
mótorsveifin í eftirlætísbátn-
um hans, Unu, sló hann svo
óþyrmilega, að hann handleggs
brotnaði, átti lengi í því, en
nú er hann að bíða eftir nýrri
vél í Unu, kann illa við að sitja
auðum höndum og notar tím
ann til að hjálpa til við flatn-
ingu í Norðurtanganum.
— Hvað varstu gamalt, þeg-
ar þú fórst fyrst á sjóinn. Bær-
ing?
— Þá var ég orðinn 16 ara,
reri þá við fjórða mann á ára-
báti heiman frá Steinólfsstöð-
um í Veiðileysufirði. En árið
eftir sneri ég mér að öðru
starfi, og það var ekki fyrr en
átta árum síðar, að ég fór aft
ur að stunda sjóinn. Þá var
ég fluttur til Hnífsdals, fór að
róa þaðan á lítilli skektu, sem
ég keypti, en þetta var svc
lítið horn, tveggja rúma. bar
ekki nema þúsund pund. en
kappnó'gur fiskur, og stundum
komst ég ekki með allan af!
ann í land í einu og varð að
fara tvisvar. Svo keypti ég
aðra skektu, norska, nokkuð
stærri, fékk mér svo Perfekt-
vél og settí í skektuna. Þá var
ég búinn að eignast vélbát.
Þetta hefur verið rétt fyrir
1930.
— Hefurðu róið einn síðan
þá?
— Nei, við rerum tveir þar,
og einn í landi. Ég fór aðal-
lega ekki að róa einn fyrr en
ég var fluttur hingað til ísa-
fjarðar, og á stríðsárunum og
eftir stríðið reri ég allt árið,
var einn á sjónum en hafði
samt alltaf mann í landi. Og
á Unu hef ég róið einn, hún
er nú orðin 33 ára, mikill
happabátur.
ára
— Hefurðu samt ekki stund
um komizt í hann krappann?
Manstu ekki eftir einhverju sér
stöku af því tagi?
— O, blessaðir verið þið, það
var oft erfitt. ég veit ekki,
hvað sé helzt til að taka. Þó
minnist ég þess, að 1954 lenti
ég í fjandans miklu veðri af
vestan. Fólk hér var farið að ótt
ast um mig, hringja á veiði-
stöðvarnar hér við Djúpið til
að halda uppi spurnum. En
það fréttist ekkert af mér fram
eftir öllum degi. Ég fer alltaf
á sjóinn um tvöleytið á nótt-
unni, kem að landi um tíuleyt-
ið að morgni,' ef vel gengur,
eða iá um hádegið. Er í þetta
Framhald á bls. 15.
„Una" Bærings á þurru a8 bíSa eftir nýrri vél.
v5*r'B’