Tíminn - 26.01.1966, Page 15

Tíminn - 26.01.1966, Page 15
MHmKUDAGUR 26. ianúar 1966 15 BYGGIR ÚT f SJÓ Framhald af bls. 3 hSfnm verið að byggja þetta upp hér. Við urðum að leggja út í að stækka þetta, byggja nýjan slipp og einbeita okkur að því verki, annarS hefðu við ekki getað þjónustað neinu skipi lengur, því að bátar fara svo mikið stækkandi seinni árin. Mest af flotanum okk- ar hér hefði sem sagt orðið að leita burt héðan til að fá þjón- ustu. En svo hef ég annan slipp þarna fyrir ofan, sem tekur lítil skip. Hér skapazt auðvitað allt ðnnur aðstaða en við höfðum áð- ur, þegar við urðum að gera okk- ur að góðu að hafa kjallaraverk- stæði til að smíða skip og vera að flækjast með þetta í fjörun- mn, segir Marselíus um leið og hann gengur með okkur upp á loft í einu húsinu, opnar dyr að stóru herbergi og segir: „Hér verða menn nú helzt að fara úr skón- um, þeir sem ætla hér inn fram- vegis, þetta er teikniherbergið, þar sem Gunnar Örn Gunnarsson tæknifræðingur, (sonur Jóhanns Gunnars bæjarfógeta) á að hafa sfna bækistöð við að teikna skip- in fyrir okkur, ef við fáum þá að smíða einhver skip í framtíð- inni. Þetta fína skrifborð var smíð að hérna úti á verkstæðinu okk- ar, við höfum sem sé flesta hluti heimatilbúna hér.“ Svo göngum við niður og Marselíus bendir okk' ur á snyrtiherbergi til beggja handa: „Kvenfólkið á að vera hérna megin, og þetta er fyrir karla. Einhver var að spyrja mig, hvort ég ætlaði líka að hafa stelp- ur. Qg auðvitað ætla ég að hafa stelpur til að geta fengið karlana til mín, ha, ha.“ — Eruð þið nú allir flokksbræð ur hér í ríki þínu, Marselíus? — Nei, blessaður vertu, hér eru allir jafnvelkomnir og mér er alveg sama, hvar þeir eru í flokki, - ég tala bara létt við þá alla. Ég á ekki tii neinn pólitísk- an fjandskap. Hann var einu sinni til hér á ísafirði, og það heldur mikið af slíku. Hún var aldeilis rosaleg pólitíkin hér fyrr á árum. Menn létu hnefaréttinn ráða, hreinlega börðust hér á umræðu- fundum. Og það voru eiginlega allir flokkar jafnsekir í þessu. Það var ákafi og æsingur í mönnum að ræða menn og málefni, og raunar oft farið út fyrir málefn- ið. Það kom fyrir, að bæjarstjórn- arfundur stæði í þrjá daga, bæj- arfulltrúarnir fóru heim til sín á morgnana að fá sér morgunkaff- ið og gera fundarhlé svo þeir gætu haldið áfram af fullum krafti. — Það er mikið keypt hingað af skipum utanlands frá. En hef- ur þú ekki trú á því, að hér verði í framtíðinni smíðuð skip til útflutnings, Marselíus? — íslendingar þurfa að búa sem mest að sínu. Vitaskuld er- um við samkeppnisfærir við aðr- ar þjóðir í skipasmíði. Við þurf- um að flytja sem mest út full- unnið. Við gerðum tilboð á smíði á 32 skipum fyrir Lýbíu nýlega, og nú bíðum við eftir svari. einn á báti Framhald af 12. síðu sinn náði ég ekki landi fyrr en seint um kvöldið. Það kom afspyrnurok meðan ég var úti á miðunum, ég hékk í því að ná lóðunum, þá fékk maður marga báruna á sig og gekk heldur seint að ausa bátinn. En samt kraflaði maður sig í gegnum þetta. Þegar þeir í Hnífsdal sáu .til mín, hringdu þeir hingað að láta viL um mig. Þegar ég var kominn fyr- ir Skarfasker, gat ég lammað þetta í rólegheitum, var orð- inn æðiþreyttur. En nú man ég eftir öðru veðri enn verra, það var þegar Gest Loftsson vantaðL Veðurspáín hafði ver- ið vond, en veðrið var svo gott um nóttina, mér leizt svo vel á það, að ég er ekki að tvfnóna neitt við það, fer út til að leggja, utan til við hann Grunn. En ég er ekki búinn að leggja nema helming af lóðunum, þeg ar gerir þetta snarvitlausa vest anveður, rok, byl og sjó. Ég reyni eftir megni að halda áfram að leggja, en ég verð að fara að öllu með gát, taka eftir vindáttinni, því að bylurinn var svo mikill og sortinn. Svo legg ég af stað í land. En báran var svo kröpp, Una var tóm og kastaðist mikið til, blindbylur, og ég varð að stýra með annarri hendi og pumpa með hinni, en hafðist ekkert undan, Una hálf af sjó. Svo komst ég undir Skarfasker, en þá var ég orðinn svo þreyttur, alveg að gefast upp, rennblaut- ur frá hvirfli til ilja. En þarna undan Skarfaskeri gat ég aus- ið bátinn, og þá fór ég að Hnífs dalsbryggju. Þar hvíldi ég mig, en bylurinn enn mikill, og ég ætlaði ekki að halda áfram, ef ekki slotaði veðrinu. En þegar ég er búinn að doka við í þrjú kortér þarna á bryggjunni, þá sloppaði út fjörðinn, og ég legg aftur af stað. En hér vissi eng- inn neitt um mig, þegar ég fór hjá Norðurtanganum, og ekki fyrr en ég var kominn inn í höfn. Þó var fólk alltaf að gá, hvort ekki sæist til minna ferða. Og það skal ég segja ykkur, að þegar ég lenti, var ég svo aumur, svo úrvinda af þreytu, að það varð að styðja mig upp úr bátnum og leiða mig heim. Þá var komið kvöld. — En hefur Una verið feng- sæl? — Það er svo skrítið með það, að fyrst eftir að ég fékk hana, jafnvel fyrstu tvö eða þrjú árin, fiskaði ég sáralítið á henni, var farinn að hugsa um að hætta. En svo skipti alveg um, og síðan hefur okk- ur komið vel saman, ég vildi helzt aldrei láta hai frá mér. Það komst seint á gott sam- band okkar á milli, en það reyndist traust þá loksins það kom. Það var hérna í haust, þegar ég fór niður eftir og byrjaði að snúa vélina í gang, að þetta tókst eitthvað böngu- lega, og ég veit ekki fyrr en sveifin snýst öfugt og er mig þetta litla högg, og ég hand- leggsbrotnaði, sem ég ætlaði þó ekki að vilja trúa fyrr en í fulla hnefana. En ég var lengi frá vinnu. Og nú er ég bara að bíða eftir nýrri vél í Unu. Þá þarf maður ekki að vera að erfiða við að snúr í gang, bara styðja á hnapp, og þá er það komið. Fóstursonur minn, hann ; sgeir, sem véltæknifræð ingur, er mér innan handar með að velja vél. — Ertu ekki orðinn leiður á að vera einn á báti í misjöfn- um veðrum, saknarðu ekki fé- lagsskap. r? — Nei, aldrei, ég er alltaf jafn spenntur að fara á sjó- inn, hefur aldrei leiðzt og trúi ekki að það eigi eftir að baga mig. Það er ætíð jafnnýtt fyrir mór ' hvert sinn sem við Una höldum út fjörðinn ÍSFIRÐINGAR Framhaid af 12. síðu sem fiutti og setti í bát sinn mótorvél, Árni Gíslason, lengst af fiskimatsmaður á ísa firði, og um mörg ár bæjar- fulltrúi þar, segir sjálfur svo frá í endurminningum sínum um fiskiveiðar við ísafjarð- ardjúp um aldamótin: „Eftir miklar bréfaskriftir og langan tíma, kom Jiessi mót orvél hingað til Isafjarðar ______TÍMINN_________________ 5. nóvember 1902. Til þess að setja vélina niður í bátinn, sendi verksmiðjan 16 ára ungl ing J. H. Jessen. Átti hann jafn- framt að kenna mér að fara með vélina. Ferð hans var okk ur kostnaðarlaus, en við urð- um að kosta uppihald hans hér. Um áramótin fór Jessen héðan heim til Esbjerg. (Hann kom hingað aftur 1°03 o' sett- ist hér að, stofnsetti hér vélaverkstæði, sem hann rak á eigin ábyrgð. Lærðu þar margir hinna fyrstu íslenzku vélstjóra á stærri skipum. Jes- sen dó ungur og var hans mjög saknað enda góður drengur og prúðmenni.) Veturinn 1903 reri ée héðao að heiman til páska og afiaði lítið. enda sjálfgjöfult sökum óveðra og einnig fátt um fi-V Ég vildi fara varlega meðan eg var að kynuast mótorvélinni og fór því fyrst fremur stutt. En allt reyndist í góðu lagi, og fór ég þá að sækja á dýpri mið en í fyrstu Á páskum fór ég 'il Bolungarvíkur t.il þess að róa þar vfir vetrarvertíðina eins og áður. Aflaði ég mjög vel vor þetta. og átti mótorvélin sinn mikla þátt í aflasældinni. Mer lánaðist vel að fara með mótorvélina og bilaði nún aldrei meðan ég átti hana, nema einu sinni, að gat spraKk á cylinderinn, af því að kæii- vatnið fraus í rörinu, en þá gerði við hana Albert Jónsson járnsmiður, völundur að hag leik. of sú aðgerð entist með- an vélin var við lýði. Almenn ótrú var á þessu fyrirtæki okkar Nielsens, og í byrjun skopuðust menn að þeirri heimsku að ætla sér að lenda vélbáti upp í varirn- ar í Bolungarvík. Ég tók mér þetta ekki nærri, því að sg hafði góða trú á þessari ný- breytni. En ekki varð mér um sel, þegar ég lenti fyrst i Bolungarvík á vélbát minum og sá hóp af mönnum standa á kambinum, en aðeins fáir komu til þess að hjálpa okkur að hífa skipið. hinir gengu hlæjandi burtu. Þetta var óMkt Bolvíkingum, en svona voru fyrstu viðtökurnar. sem motor vélin fékk þar. Þessi ótrú á motorvéi inni fékk skjótan endi. Dag- inn eftir var gott veður og fór ég á sjó eins og allir aðrir og var kominn í land aítur um hádegi með hlaðafla. Þar sem veðurútlit var gott, beitti ég þá strax aðrar lóðir og fórum við þá fjórir á sjóinn, en ég skildi einn hásetanna ftir ti! að gera að aflanum. Um kvöid ið kom ég úr annjrri sjóferð inni með engu minni afla en í þeirri fyrri. Þessi fiski- saga flaug fljótt um Bolungar- víkur-Malir, og kom fjöldi manna til þess að fullvissa sig um áreiðanleik hennar. Upp frá þessu varð snögg breyting á áliti almennings og mótor- vélinni. Nú vildu allir hjálpa við lendingu eins og áður og fá að sjá þennan undragrip, sem ég hafði fengið.“ ÓFAGLÆRÐUR Framhald af bls. 7 allflestum húseigendum og tók 50 aura fyrir hverja athöfn. Hann rækti bað starf af mik illi trúmennsku, en gat orðið hinn versti, er honum þótti ’"la gengið um þessi salarkynni Pétur var mesti reglumaður en það sem gerði hann sér kennilegan, var málfar hans 02 útlit. Hár og skegg kolsvart en kinnar og varir blóðrauð ar. Jón B. Eyjólfsson gullsmið ur stældi hann oft á leiksviði hér síðar meir af mestu snilld Þá var það Jón nokkur Torfa- son, kallaður Jón í kófinj. því hann var alltaf sveittur og virt ist hafa ósköpin öll að gera. Hann kom hingað ti) bæjar- ins með Hannesi Hafstein og hirti kýr hans og hesta. Tók hann starf sitt mjög alvarlega allt og alla nema húsbónda sinn, Hafstein En samt varð honum á að gera eina meiri háttar skyssu gagnvart Hafstein í eitt skipti Ætlaði Hafstein eitt sinn að nota báða hesta sína og sendi Jón af stað eftir þeim. Var Jón i burtu tvo klukkutíma og kom svo jafn- góður aftur Kvaðst hvergi finna skepnurnar, sem hann væri búinn að leita að allsstað- ar þar. sem honum hefði dott- ið í hug Þegar Hafstein svo strax benti honum á hestana, þar sem þeir voru í makind- um á beit á Eyrartúni, rétt norður af kirkjugarðinum, varð Jóni svo mikið um, að hann í fátinu sagði: Ja, ekki er yður alls varnað. sýslumað- ur.“ Hafði Hafstein gaman af. Þá má nefna Rauða Björn ein kennilegan karl með mikið hár og úfið alskegg rautt. Hann hafði sama starf hjá Nielsen verzlunarstjóra og seinna hjá Laxdal, eins og Jón í kóf- inu tijá Hafstein. En Björn var hæglátur og ómannblend- inn. Einkennilegastar konur, sem ég man eftir, voru Sigga rúga og Sigga * kvinna, sem bjuggu fyrst 1 or- út af fyrir sig en gerðust síðar sambýlis- konur í Amsterdam. Einnig var Þuríður gamla Hákonar- dóttir mjög sérkennileg. Hún var mjög lítil vexti og norn- arleg. Hún var alltaf vel til fara og sr-vrtileg, en stytti sig svo mjög, að pilsin náðu tæp- lega niður að hnjám. Var hún því í þeim efnum talsvert á und an tímanum. Hún sleppti aldr- ei prjónunum út hendi og sást aldrei öðruvísi en prjónandi, er hún gekk um göturnar. Þura gamla var einræn mjög, en mesta sómakona. Ég tók hana oft tali, er hún ‘fór að eldast og sagði hún mér í eitt skipti. að hún hefði ekki vegið nema sex merkur er hún fædd- ist og þá lítið lífsmark verið með sér, eftir því sem henni hefði verið sagt. Mörgum er fersku minni aðr ir sérkennilegir menn, er hér voru síðar, svo sem Sólon í Slunkaríki. Jón Fjeldmann var og einn þeirra. Hann drakk reiðinnar ósköp, vor, sumar og fram á haust. En þá snarhætti karl tíðum að drekka, táfe sig upp, hélt norður á Strandir og fékkst þar við barnakennslu, smakkaði þá ekki áfengi vetr- arlangt, en nærðist vel á góð- um sveitamat, grautum og skyri. Þetta endurtók sig ár eftir ár. Hann drakk hér eins og fjandinn væri á hælum hans en hélt eins og blátt strik norð ur á haustin og kom til baka á vorin, feitur og vel haldinn. Sumir sögðu, að Jón hafi ver- ið líkur Eyjólfi 'jóstoll 1 sjón, en' hann sá ég aldrei. En sá frægi flakkari var raunar son- ur eins sýslumannsins í ísa- fjarðarsýslu. Magnúsar Gísla- sonar GAMLA BAKARll! ÍSAFIRÐI - STOFNAÐ 1871. Framkvæmdasljóri: Aðalbjöm Tryggvason Nýtízku framleiðslsjhættir Elzta og bezta brauð- og kökugerð á Vesturlandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.