Tíminn - 28.01.1966, Side 5

Tíminn - 28.01.1966, Side 5
FÖSTUDAGUR 28. janúar 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstc«fur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Köld hitaveita Hitaveitan er eitt bezta og hagkvæmasta fyrirtæki höfuðborgarinnar, og heita vatniö úr iðrum jarðar ein mestu hlunnindi hennar. Ætla mætti, að það hefði verið sérstakt kappsmál stjórnenda borgarinnar að nýta þessi einstöku gæði sem bezt borgurunum til hagsældar, enda ekíkert borgarfyrirtæki hagkvæmara í rekstri en hita- veita. Lagning hitaveitunnar var hafin fyrir aldarfjórðungi. Fáir mundu þá hafa látið sér detta 1 hug, að allan næsta aldarfjórðung réði svo duglaus íhaldsstjórn borginni, að hún reyndi ekki að koma hitaveitu í alla borgina vestan EUiðaáa og spara þannig landinu og borgarbúum miklar fjárhæðir. En raunin varð sú, að ódugnaðurinn einn réð ríkjum árum saman. Hitaveitan gerði hvort tveggja 1 senn að veita þeim borgarbúum, sem hennar nutu, ó- dýran hita og safna gildum sjóðum, en þeir sjóðir voru ekki notaðir til aukninga á hitaveitunni, heldur í eyðslu- lán til borgarsjóðs og til bygginga almenns skrifstofu- húsnæðis fyrir borgina, eins og í Skúlatúni 2. Loks kom þar, að íhaldsmeirihlutinn taldi nauðsynlegt að sýna einhvern ht á vilja til þess að koma hitaveitu í borgina alla vestan Elliðaáa. Þá var gerð hitaveituáætl- un, þar sem lofað var, að hitaveita yrði komin á allt þetta svæói um áramótin 1965—66. Þau áramót eru lið- in, en mikið vantar enn á, að þessu marki sé náð. Og annað hefur bætzt ofan á. Heita vatnið, sem borgin hef- ur til umráða frá Reýkjum og úr borholum á borgarland- inu, er þrotið, og nægir ekki til áætlunarinnar, en borg- aryfirvöld hafa vanrækt að hafa á því sæmilega fyrir- hyggju að afla borginni meira vatns með aðfærslu. Það var ekki fyrr en á síðasta ári, sem hafin var könnun vatnslinda að Nesjavöllum í Grafningi, en hún er mjög skammt á veg komin, hvað þá að hilli undir leiðslu vatns þaðan að austan. y En hverjær sem eitthvað kólnar í veðri, og þarf ekki mikið til, þverr heitt vatn með öllu á stórum svæðum í borginni, og fólkið situr við kalda hitaveitu og bíður tjón á heilsu og eignum en hefur engin ráð til að bæta úr þar sem önnur hitunartæki eru sjaldnast í húsunum. Eina úrbót borgaryfirvalda er að lofa einhverju 1 fram- tíðinni, en þau loforð hita ekki húsin. Þannig er hita- veitan gersamlega ónóg í stuttum og tiltölulega vægum frostaköflum, en hvernig færi, ef hér kæmi hart, íslenzkt vetrarveður með langvarandi frostum, en við því má auðvitað búast hvenær, sem er? Þá er hætt við, að yrði fullkomið neyðarástand í borginni. Þannig er hitaveitá Reykjavíkur talandi tákn um ó- dugnað og ráðleysi íhaldsmeirihluta, sem er allt of viss um völd sín, búinn að sitja alltof lengi, hefur ekki nægi- legt aðhald frá kjósendum og lítur á borgina sem óðal sitt. Beztu og sjálfsögðustu gæði borgarinnar eru ekki nýtt, og engin fyrirhyggja höfð til þess að það komi að notum, sem gert hefur verið. Þannig fellur hm duglausa borgarstjórn á hverju smáprófi. sem veruleikinn leggur fyrir hana, og hvenær, sem eitthvað reynir á Borgararn- ir geta auðvitað ekki látið slíka vanrækslustiórn við- gangast áratug eftir áratug, sjálfum sér til tjóns og vansa. Þeir verða að brjóta í blað og sýna með atkvæði sínu, að þeir ætlist til annars. TÍMINN 5 HARRY SCHWARTZ: Nýjar hugmyndir fá oröiö betri hljómgrunn i Sovétríkjunum Búast má við verulegum breytingum þar næsta áratuginn IZVESTÍA, málgagn Sovét- stjórnarinnar, tilkynnti í byrj un þessa mánaðar, að ætlunin væri að birta framvegis í blað inu nýjan flokk greina um al- þjóðamál, og gert væri ráð fyr ir, að í greinum þessum yrði af og til lýst öðrum skoðunum en ritstjórar blaðsins aðhyllast. Sennilega er þetta gert til þess að umræður um úrlausnarefni í alþjóðamálum verði ofurlítið frjálsari en venja hefir verið í sovézkuim blöðum. Almennt er þó gengið að því vísu, að gætt verði í meginatriðum fyllsta samræmis við opinbera, yfirlýsta stefnu stjórnarvald anna í utanríkismálum. Reynist fyrsta sýnishom þess ara nýju greina táknrænt virð ist ekki að vænta mikilla mál efnalegra nýjunga í þessum greinaflokki. Samt sem áður verður þessi nýbreytni að telj ast táknræn um þær hræring ar og umræður, sem vfða verð ur vart í sovézku menningar lífi, og aukið svigrúm þeirra, sem koma vilja á framfæri nýj um hugmyndum og draga í efa viðteknar venjur og hefð bundnar aðferðir. W 'X: VESTRÆNUM mönnum hef ir hætt til að beina athygli sinni einkum að fyrirferðar- mestu og nýstárlegustu dæmun um um þessar hræringar og er það mjög að vonum. Víst er merkilegt og mikilvægt að sovézkir vísindamenn hafa birt nákvæma og gjöreyðandi gagn rýni á líffræðihindurvitni Trof sath D. Lysenkos og skáldið Yevgeni Yevtushenko sem opin berlega hæðir kommúnistaleið togann, sem „okkur skáldum með hnefum hamrar á og hnoða vill okkar sálir líkt og vax unz þær hans mót og útlit á sig fá . . .“ Hitt væri þó mikill misskiln ingur að láta sér með öllu sjást yfir flaum hinna svipminni aýju hugmynda, sem sovézkir fræði- og tæknimenn hafa kom ið fram með á hinum ýmsu svið um, en lengst af hefir verið lát mn líða hjá óvirkjaður. Sú var til dæmis tíðin, að Yevsei Lib erman prófessor var lítt þekkt ur hagfræðingur í Krakow og lánaðist ekki að vekja neina athygli á hugmyndum sínum í Sovétríkjunum, hvað þá erlend is. Nú er þó svo komið, að á þeim er byggð margvísleg ný- breytni í efnahagsmáium, bæði í Rússlandi og annars staðar í Austur-Evrópu. Með þetta dæmi í huga er rétt að athuga í svip, hverju nokkrir aðrir lík- legir „Libermanar“ halda nú fram í sovézkum ritum. í TÍMARITINU „Ríkið og lögin í Sovét“ héldu tveir sovézkir stjórnfræðingar fram seint á liðnu ári. að tímabært væri orðið að löggjafarstofnan ir ríkisins færu að beita til fulls því vaidi. sem þeim væri Kosygin heldur ræðu á fundi æðsta ráðsins. veitt. Þeir tóku sovétlýðveldið Kazakhstan sem dæmi og bentu á, að æðsta ráði lýðveldisins hefði aldrei gefist fullnægjandi tækifæri til að athuga vel fjárhagsáætlun lýðveldisins, hvað þá árlega efnahagsáætlun. Allmargir menn í ráðinu hefðu viljað ræða þessi mál, en verið synjað um tækifæri til þess. Gagnrýnendurnir bæta því við, að þegar búið sé að samþykkja fjárhagsáætlunina og efnahags áætlunina og gefa þeim laga- gildi, sé ekki einu sinni hirt um að tilkynna ráðinu um breyting ar, sem á þeim séu gerðar, hvað hvað þá að leita samþykkis þess á breytingunum. Fræðimennirnir tveir, sem hér er vitnað til, eru M. A. Binder og M. A. Schafir. Þeir eru í raun og veru að fara fram á, að sovézkum löggjafarstofn unúm sé veitt allmikið raunveru legt vald, og tekið sé að fram kvæma að verulegu leyti það lýðræði, sem til þessa hafi að- eins gilt í orði kveðnu í sovézkri löggjóf. Þeir halda jafnvel fram að ágreinings geti gætt hjá sovézkum löggjöfum og Iög- gjafarnefndum, og gefa meira að segja í skyn, að atkvæða- magn eigi að skera úr um þann ágreining. í SÍÐASTA hefti „Kommún istans" 1965, málgagni kommún istaflokksins, skrifa tveir hag fræðingar, M. Vasilenko og S. Kolesnev. í grein sinni taka þeir til meðferðar vanda beins og dulins atvinnuleysis ! sveita héruðum Sovétríkjanna. Þeir benda á, að meira en fjórðung ur af vinnutíma starfsmanna samyrkjubúanna sé ekki nýttur vegna þess, hve árstíðabundin mörg landbúnaðarstörfin séu. Vinnuaflið, sem þannig fari í súginn árlega, sé samtals meira en tvöfalt á við samanlagt vinnuafl við málmvinnslu, olíu vinnslu og kolanám. Höfundarnir benda xá tvær leiðir til að nýta þetta vinnu- afl. Þeir vilja, að yfirvöldin endurveki handiðnað bænda, en Stalín lét ganga af honum dauðum þegar hann knúði fram samyrkjuskipulagið í landbúnað inum. Þeir leggja einnig til, að samyrkjuskipulagið í land búnaðinum sé heimilað að starfa að varðveizlu og vinnslu matvæla til þess að nýta vinnu aflið þegar bústörf kalla ekki að. Til þess að takast megi að framkvæma síðari tillöguna með sæmilegum árangri vilja tillögumenn, að ríkið selji sam yrkjubúunum vélar og annan búnað, eins og nauðsyn krefur, jafnvel þó að það brjóti í bág við meginregluna um eignar- hald ríkisins á öllum iðnaði í Sovétríkjunum. ÝMSAR aðrar nýstárlegar til lögur koma fram um þessar mundir í sovézku samfélagi. Vitaskuld er langt frá að þær verði allar framkvæmdar. Enn fremur ber þess að gæta, að þeir Moskvumenn, sem berjast fyrir að halda ástandinu 6- breyttu eru hvergi nærri van- búnir að valdi í andstöðu sinni gegn breytingaröflunum. Á síðasta áratug hefir engu að síður orðið nægileg breyting og þróun í sovézkum stofnun um til þess að skjóta stoðum undir þá skoðun, að allmikill hluti þeirra nýju hugmynda, sem nú er verið að bera fram, komist að öllu eða nokkru leyti í framkvæmd á næsta áratug. (Þýtt úr New York Times)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.