Tíminn - 28.01.1966, Side 7
FÖSTUDAGUR 28. janúar 1966
bbmh TÍMINN HBDHf
Á reiðskóla í Þýzkalandi. — Ragnheiður er fremst á myndinni.
NÁMSKEID I HESTAMENNSKU
Ragnheiður Sigurgrímsdóttir er
nýlega komin heim frá Þýzkalandi
en þar hefur hún verið í reiðskóla
í tæp tvö ár, og ætlar að hefja
kennslu í reiðmennsku á vegum
, hestamannafélagsins FÁKS í
Reykjavík.
— Hvemig stendur á áhuga þín
um á hestum og hestamennskra?
sku?
— Bg byrjaði að sitja á hesti,
þegar ég var 6 ára og sótti þá
kýrnar fyrir föður minn, en hann
býr í Holti, Ámessýslu. Vandist
ég hestum sem krakki og hef alltaf
gaman af þeim síðan.
— Það vekur dálitla furðu, að þú
skyldir hætta sem yfirflugfreyja
hjá Loftleiðum, til þess að fara á
á reiðsbóla. Hvernig stendur eigin
lega á því?
— Skýringin á því er ósköp ein-
föld, ég var orðin þreytt á fluginu
og vildi breyta til, enda búin að
starfa sem flugfreyja í 7 ár. Eg
þekkti Rosmary Þorleifsdóttur, en
hún var eina hérlenda konan, sem
hafði verið á reiðsbóla í Þýzka
landi og þannig fébk ég áhuga
á þessu námi, enda hvött til
þess af Fáfes-mönnum.
— Þú ert þá reiðkennari.
RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR
— Já, reiðbennari og tamninga
maður.
— Hvenær hefjast námskeiðin
hér í Reykjavík?
— Þau hefjast í byrjun febrúar.
Nú sem stendur er verið að skipu
leggja þau. Ætlunin er að hafa
tvo hópa á dag fyrir krakka, helzt
ekki yngri en 10 ára, en þó kæmi
til greina að taka duglega 8 og 9
ára krakka. Þegar fer að birta af
degi er ætlunin að hafa námskeið
fyrir fullorðna á kvöldin. Einnig
Framhald á bls. 12
RÉTTUR VIKUNNAR
Fiskréttír í ofni
Soðin fiskflök í ofni
(fyrir 4).
5-600 gr. fiskflök, ný eða
hraðfryst.
V2 msk. salt.
1-2 msk. smjör eða smjörlíki.
Fiskurinn á að vera beinlaus
og roðflettur raðað í eldfast
mót. Salti stráð yfir, og smjör
bitum raðað á. Ef mótið er
loklaust, er bezt að setja málm
pappír yfir.
Bakað við hægan hita (175
gr) oa. 30 mínútur.
Borðað með soðnum kartöfl
um, hráu grænmetissalati. —
Ennig er ágætt að búa til fisk
sósu úr beinasoðinu, t.d. tómat-
eða kaperssósu.
(Gott er að setja sítrónusafa
yfir fiskinn áður en hann er
soðinn).
Steiktur fiskur í ofni
(fyrir 4).
5-600 gr. fiskflök, ný eða
hraðfryst.
Skorinn í stykki, raðað í
smurt eldfast mót. Salti og
pipar stráð yfir. Til að fá fjöl-
breytni í þennan rétt má út-
búa hann á mismunandi vegu.
1. Brauðmylsnu stráð yfir,
smjörbitar eða rjómi látið yf-
ir. Bakað. 2 msk brauðmylsna,
100 gr. smjörlíki.
2. Tómatbátar eða tómatkraft
ur, lauksneiðar og rifinn ostur
efst. Bakað. 1 dl tómatkraftur
eða 2 tómatar. 1 laukur. 2 msk.
rifinn ostur.
3. y2tesk karrý hrært út með
1 msk af vatni. 3 >msk af smjör
líki. Látið yfir bakað.
Með þessum fiskréttum er
ágætt að hafa soðnar kartöflur
eða hrærðar, hrátt salat eða
grænkálsjafning (spínat eða
njóla). Ef steinselja er fyrir
hendi, er ágætt að klippa hana
yfir fiskinn eða kartöflurnar.
FISKBAKSTUR.
5-600 gr. fiskur hrár eða soð-
inn í fremur smáum bitum
3 msk smjörlíki.
3 msk hveiti, 3-4 dl soð éða
mjólk.
1-2 tesk salt.
2 egg.
2 tesk. sítrönusafi.
(Rækjur sveppir eða tómatar)
(Graslaukur, dill eða stem-
selja).
Vökvinn er hitaður að suðo.
SmjörMkið er hrært lint, hveft
ið lirært saman við, látið út í
vökvann, soðið 5-8 mínútur.
Salti stráð á. Kælt.
Eggjarauðumar hrærðar vei
í ein og ein.
Bragðbætt með sítrónusaf-
anum, söxuðum graslauk, dill
eða steinselju. Síðast er stíf-
þeyttuim hvítunum blandað
saman við. Hellt yfir fískinn
Framhald á bls. 12
LITURINN í
ÁR ER HVÍTT
Hinn snjóhvíti litur er allsráðandi hjá framleiðendum
fatatízkunnar í heiminum. Það er sama hvaða flík er,
allt skal vera hvítt, allt frá sokkum og skóm, nærfatnaði
ytri- og innri fatnaði, að ógleymdum höfuðfatnaði.
Þetta höfum við frá einum helzta tízkufréttaritaran-
um í London. Það vekur dálitla furðu, að London er
farin að sækja mikið á í tízkuheiminum og taka viðskipt-
in frá París. Jafnvel Svíar, sem eru þekktir fyrir vand-
aða klæðagerð, sækja í æ ríkari mæli fyrirmyndirnar
til London.
Það er ekki nóg, að framleiddur er hvítur fatnaður,
það er einnig hugsað fyrir því að halda þessu hvítu og
hreinu. Nú er farið að framleiða sérstakt krem í túbum
til þess að halda kuldastígvélunum krítarhvítum, og
einungis í London hafa efnalaugarnar komið upp yfir
1.000 sjálfvirkum hreinsivélum. Viðkomandi þarf aðeins
að opna vélina, láta óhreint tauið í hana, stinga í hana
mynt og fær hreinsuð 4 kg af þvotti fyrir sem svarar
120 krónum, og þetta þarf ekki að taka lengri tíma en
15 mínútur.
Snyrtivörurnar hafa ekki verið skildar eftir, og nú
skýra konurnar útlínur varanna með hvítum strikum
(hvernig sem það er hægt) nota hvítt make-up og augna-
háralit. Það er því brýnt fyrir öllum að láta sér ekki
bregða, þótt þeir sjái vofu.
Hér birtum við myndir af hvítu tízkunni, sem er ljóm-
andi falleg og látum lesendum eftir að dæma um fal-
Iegustu flíkina.