Tíminn - 28.01.1966, Side 11

Tíminn - 28.01.1966, Side 11
FÖSTUDAGUR 28. janúar 1966 TIMINN n 58 þyrfti að komast í lag. Hreinsa þurfti lík af götum og bilaða vagna og annað rusl, sem Tyrkir skildu eftir. Það varð þegar í stað að sjá fyrir vistum, því það var mikill mat- vælaskortur í borginni. Sjúkrahúsrekstur var í ólestri og hætta var á taugaveikifaraldri. Þeir unnu að þessum málum alla nóttina ákveðnir að sýna liðsveitum bandamanna, sem kæmu daginn eftir, að þeir gætu stjórnað sér sjálfir og komið á reglu og stjórn. En í huga Lawrence var þetta allt leiktjaldasmíð. Raunverulegt ástand var eins og það hafði birzt í ráðhúsinu daginn áður og í deilunum innan | fjölskyldu Hússeins. Þegar hann loksins lagðist til svefns undir morgun til að öðlast smá hvíld eftir erfiðið um nóttina, heyrði hann turnmúnkinn kalla hina trúuðu til bæna. „Komið til bæna, til öryggis. Guð einn er mikill, það er enginn Guð nema Guð og Múhameð er spámaður hans.“ Síðan bætti hann við lágri röddu. „Og hann er okkur náðugur í dag, ó, íbúar Damaskus.“ Þegar þysinn lægði og menn hröðuðu sér til bæna og þakkargjörða, fann Lawrence til „einmanakenndar og tilgangsleysis, fyrir mig einan allra, voru þessir atburð- ir dapurlegir og orðin tóm.“ Klukkustund síðar var Lawrence vakinn með þeirri frétt að Abd el Kader væri að blása til uppreisnar. Hann kall- aði saman menn sína og Drúsa, en þeir undu því illa að fá ekkert fyrir þá þjónustu, sem þeir töldu sig hafa unnið, skvaldur Alsírmannanna fékk hljómgrunn með þeim, eink- anlega tal þeirra um að það þyrfti að koma Feisal og nán- ustu fylgismönnum hans fyrir kattarnef, þeir væru þjónar hinna vantrúuðu og myndu spilla trúnni. Lawrence og Nuri el Said gerðu nauðsynlegar ráðstafanir gegn uppreisnar- mönnum. Nuri lét koma fyrir vélbyssuhreiðrum á þýðingar- miklum stöðum og Lawrence hélt út í borgina ásamt Kirk- bride og talaði við hermennina um svil Abd 1 Kader. Þetta var hættuferð og oftar en einu sinni bjargaði Kirk- bride honum frá því að verða drepinn af ofstækisfullum Drúsum. Ástralíumennirnir voru nýkomnir og Chauvel bauðst strax til að aðstoða við að kæfa uppreisnina. Lawrence af- þakkaði þetta bæði af stolti og einnig sökum þess að hann áleit tilburði Abd el Kaders ekki eins hættulega og í fyrstu var álitið. Arabísku vélbyssuskytturnar létu byssur sínar gelta smástund jdir höfuð uppreisnarfólanna og þar með komst á ró og spekt. Abd el Kader flúði borgina og skildi bróður sinn eftir, sem var handtekinn., Lawrence var nú að örmagnast. Hann hafði aðeins sofið í þrjár stundir frá því að hann lagði upp frá Deraa fjórum dögum áður. Hann hafði orðið að vinna að því að festa Feisal og stjórn hans í sessi, einnig að berjast gegn valda- ræningjum og koma á borgaralegri stjórn í borg, þar sem stjórnleysi hafði ríkt. Það erfiðasta var þó það, að gera uppreisnarmennina að löghlýðnum borgurum, menn, sem höfðu barizt gegn óvinunum og ráðið sér sjálfum um tveggja ára tíma. Þetta starf var ofætlun einum manni, hvað þá manni sem var örmagna af líkamlegri og andlegri þreytu. Og enn varð hann að standa augliti til auglits við hryll- inginn. Annan daginn, sem hann var í Damaskus, kom ástr- alskur læknir til hans og tilkynnti honum, að það yrði að gera eitthvað varðandi tyrkneska herspítalann, sóðaskapur- inn væri ofboðslegur og hjúkrunarliðið og læknarnir væru flúnir. Lýsing læknisins reyndist ekki orðum aukin. Þegar Lawrence kom þangað mætti honum óskaplegur óþefur og hryllileg sýn. Steingólfið var þakið líkum hlið við hlið, sum voru í einkennisbúningi, sum aðeins í nærfötum og sum alls- nakin. Rottumergðin var óskapleg og þær höfðu grafið sig inn í líkin. Sum líkin voru nýleg, önnur hlutu að hafa legið þarna lengi. Litur þeirra var ýmist svartur, blár eða gulur, sum þeirra voru útblásin og nokkur voru opin og það lak úr þeim einhver viðbjóður . . . í sjúkrastofunum heyrðist ekki hljóð, þar lágu menn í röðunum, hirðulausir og óþrifin voru óskapleg. Eina lífs- markið með þeim voru stunur og sumir reyndu að hreyfa hendurnar eða bylta sér við. Lawrence og Kirkbride sóttu hjálp. Ástralíumenn neituðu, en þeim tókst að ná í nokkra tyrknéska lækna og tyrkneskir fangar voru látnir bera þá dauða út og grafa þá, síðan voru sjúkraherbergin hreinsuð. Kirkbride sá um greftrunina og Lawrence fékk upplýsingar um hve margir væru dauðir, alls fimmtíu og sex, tvö hundr- uð deyjandi og sjö hundruð særðir eða lasnir. Að þessu C The New Amerlean Librarv UNDIR 20 að hugsa en að grufla yfir gömlu ástarævintýri, sem var lokið um leið og það byrjaði . Hún opnaði töskurnar og fór að hrista kjóla og dragtir úr felling- unum og hengja þær upp. Blúss- urnar lagði hún niður í skúffurn- ar, sem báru með sér undarlegan ilm, sem ávallt siðan mundi minna hana á þetta hús í St. John‘s Wood. Vonnie var alltaf hæg í hreyf- ingum. Þegar hún var búin að klæð sig í annan kjól, rósrauðan með gráum röndum, greitt hár sitt og fest á sig stóra, gráa eyrnalokka, opnaði hún dyrnar og gekk út teppaiagðan ganginn. Stiginn lá í sveig ofan í forstof- unar. Neðst við stigann stóð Ralph og studdi hendinni á handriðið. Hann var hreyfingarlaus utan við stofudyrnar og laut höfði eins og hann hefði verið að hlusta. Ekkert benti til Jfess, að hann hefði í hyggju að ganga inn. Vcj’nie greikkaði sporið, setci hæ'ana við og við trégólfið utau við drégilinn, til að gefa til kyrna, að hún væri þar. Ralph hrökk við og sr.eii sér við til hálfs. Svo i j.n- aði hann dyrnar og fcr inn fyrii. FÖLSKU ANNE — Ég vona, að ég sé ekki of sneromf á ferðinni, heyrði V.'nnie han i segja. — Nei, langt irá því, svaraði ganc: Joss. Komdu bara inn. Mat- urinn er til, og við borðum undir emc, og Myra kemur. — Hér er ég. Hú.i brosti við gamia manninum, sem sat á stó.'n- um með köttinn á öxlinui. — Þekktirðu svefnherbergið þitt aftur, Myra? — Nei, það gerði ég revndar ekki. — Það er svo sem ekkert und- arlegt. Ég treysti því aldrei full- komlega, þegar fólk þykist geta munað Iitinn á kápu, sem það var í þegar það var ekki nema smá gríslingar. Þar að auki hefur margt breytzt síðan. Það er Rohda, sem stendur fyrir því. Hann hummaði ánægjulega. Fenellu varð litið á Vonnie. — Rhoda segir, að við þurfum ný gluggatjöld og ný teppi, þó að frændi hafi bæði nýjar gardínur og ný teppi. Þó hún sé ekki nema ráðskona. hefur hún þig alveg í vasanum, Joss frændi. Joss frændi lét ekki setja sig út af laginu. — Ég hef nú verið vanur að einbeita mér við mitt starf, og er því feginn að hafa haft FLAGGI MAYBURY einhvern, sem hefur myndarskap til að hafa hússtjórnina á hendi. Enginn skapandi listamaður á að eiga það á hættu að verða fyrir truflunum af smámunum af slíku tagi, — og alls ekki karlmaður. Ég er af gamla skólanum, og kann því vel að hafa konu í hús- inu, sem er bæði smekkleg og dugleg. Það heyrðist létt fótatak í and- dyrinu og Rhoda opnaði dyrnar. — Geriö þið svo vel. Maturinn er til. — Kærar * þakkir. Þá borðum við undir eins, sagði Joss frændi. — Ég skal hjálpa þér sagði Fenella. — Þökk fyrir, en það er ekki nauðsynlegt, sagði Rhoda ákveð- ið og fór. Fenella fór á eftir henni, an stanzaði augnablik á þröskuldin- um. — Petta endurtekur sig alltaf. — En Rhoda veit ósköp vel, að ég hjálpa henni samt. Hún lítur á það sem borgun fyrir matinn, sem ég fæ. Þegar þau hlustuðu á glamrið i háu hælunum í ganginum, sagði Joss frændi: — Þessum tveimur hefur aldrei eskjur, sérstaklega konur eru aiit- af fullar af tortryggni hver gagn- vart annarri. — Af hverju endilega konur, Joss frændi, sagði Vonnie smá- ertnislega. Karmenn geta líka . . . Hann horfði brosandi á hana. — Gott og vel segjum það. Karlmenn líka. Hann stóð upp og lagði arm- inn um herðar henni. — Nú skulum við koma að borð inu. Þegar menn verða eins gaml- 1 ir og ég, verða þeir svo óskaplega sólgnir í mat,.pæstum eins spennt ir og börnin fyrir því, hvað þeir eigi að fá að borða. Komdu með, Ralph! Joss gamli sat efst við mahóní- borðið, sem var fagurlega lagt út- saumuðum bökkum, krystals- slösum, og gular rósir í vasa á miðju borðinu. Rhoda sat við hinn endann. Með perlufestina um mjúkan hálsinn, sem enn var unglegur, og fagurt andlitið, sem bar við sólarljósið, hefði hún verið álítin húsfreyja, fremur en ráðskona. Vonnie sat við hliðina i Joss og hafði Fenellu og Ralph á móit sér. Sundurskornar avocados-per- ur, sem komið var fyrir í smá- glerskálum voru fylltar með rækj um. Heitar brauðbollur voru við hvern disk, vafðar í hvítar serví- ettur, og smjörið var eins og litlar Tudor-rósir í lögun .AHt var úr- valsmatur. þar á meðal kaldir kalkúnar og salat. Hvort sem hin fagra. og þögula Rhoda hafði ver- ið gamall flammi frænda eða ekki, var það víst, að hún kunni að framreiða ljúffenga máltíð. getað komið saman. Vissar mann- Joss spurði, hvernig hún hefði þsð í Kanada. Það var lítill vandi að svara því. Hún gaf alllífandi lýsingu á því, reyndi bara að setja sig í spor Myru sem sjálfstæða at- vinnurekanda. — Og þessi vinkona, sem þú býrð með? — Já, Yvonne Horne, For- eldrar okkar voru nágrannar. Þeir urðu mjög góðir vinir, og það urð um við Vonnie líka. Við gengum á sama menntaskóla, og vorum óaðskiljanlegar, bæði í skólanum, og í fríunum. — Er það lagleg stúlka? Vonnie hikaði dálítið og gat ekM stillt sig um að hlæja. Hún er ósköp venjuleg. En okkur kemur ákaflega vel saman. — Og þið eruð sem næst jafn gamlar? Tuttugu og fimm? Og hvorug ykkar gift ennþá? — Nei, ekki ennþá. — Ég þekki auðvitað ekki Vonnie, en hvað þig snertir, þá finnst mér piltarnir nolckuð sein ir í vendingunni. Hin ár- vökulu augu hans hvíldu á henni og hana setti dreyrrauða. — Þið megið umfram allt eöc# hanga allt of mikið hvor í ann- arri, svo að það endi ekki með því, að þið verðið piparkerlingar báðar tvær. Mér leiðast pipar- meyjar. Við borðsendann missti Rhoda allt í einu skeið á gólfið. AndHtið fór ekki úr skorðum, en augun skutu eldingum. Hún horfði und- arlega lengi á Joss. — Piparmeyjarnar, — eins og þú kallar þær — eru reknar inn í sína þjóðfélagsstöðu af karlmönn unum. Joss brosti til hennar — Ég ÚTVARPIÐ Föstudagur 28. (anúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu i'iVu 13 00 'iifi vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum Sigriður Thorlacius tes skáldsöguna „Þei hann hlustar“ 15.00 Miðdegisút varp 16.00 Síðdegisútvarp 17.00 Fréttir. 17.05 Stund fyrir stofu tónlist. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum. 18.20 Veðurfregn id 18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir 20.00 Kvöldvaka. 21.30 Útvarps sagan: „Paradísarheimt" Höf. flytur (26) 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.15 íslenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flvtur þáttinn. 22.35 Næturhljóm leikar: Sinfóníuhljómsveit fslands leikur Stjórnandi: Bohdan Wod iczko. Síðari hluti tónleikanna frá kvöldinu áður: 23.15 Dagskrárlok. Laugardagur 29. janúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Óskalög sjúklinga Kristín Anna Þórarinsdóttir kynn ir Iögin. 14.30 í vikulokin, þáttur undir stjórn Jónasar Jónassonar. 16.00 Veðurfregnir. 16.05 Þetta vil ég heyra Anna Snæbjörnsdóttir yel ur sér hljómplötur. 17.00 Fréttir Fónninn gengur Ragnheiður Heið reksdóttir kynnir nýjustu dægur iögin. 17.35 Tómstundaþáttur barna og unglinga. Jón Pálsson flytur. 18.00 Útvarpssaga barn- anna: „Á krossgötum" Guðjón Ilngi Sigurðsson les þýðingu Sig uriaugar Björnsdóttur (8) 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Söngvar f léttum tón. 18.55 Tilkynningar 19.30 Fréttir. 20.00 Laugardags konsert. 20.45 Leikrit: „Gleðiieg jól, Monsieur Maigret“, sakamála leikrit eftir Georges Simenon og Serge Douay. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veð urfregnir. 22.15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. í dag

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.