Tíminn - 05.02.1966, Page 11

Tíminn - 05.02.1966, Page 11
LAUGAR3>A€fUR 5. febrúar 1566 TfMINN ARABÍU LAWRENCE ANTHONY NUTTING 65 til Parísar, fóru þeir á fund House ofursta, sem var hægri hönd Wilsons og fóru fram á að Bandaríkjamenn fengju Sýrland sem verndargæzlusvæði. Það náði ekki fram að ganga. Lawrence hafði móðgað konunginn og það hefndi sín á honum sjálfum og vakti hneykslun á Bretlandseyjum. Bandaríkjamenn buðust til þess að stinga upp á því að al- þjóðleg nefnd yrði send til Sýrlands, Bretar studdu ekki þessa tillögu og Frakkar neituðu algjörlega að fallast á hana, að lokum fór bandarísk nefnd þangað og lagði til að Sýr- land yrði sjálfstætt ríki undir stjórn Feisals konungs, þessi tillaga var hundsuð. Og enn versnaði aðstaða Lawrence. Það urðu óeirðir í Mesópótamíu, þegar koma átti þar á brezkri umboðsstjóm að undirlagi Indlandsstjórnar, Bedúínarnir risu upp gegn þessu. Eftir að ókyrrðina lægði kom í ljós að upphlaups- menn nutu fjárstyrks frá Mekka, en það fé var komið frá Bretum og áróðursmennirnir voru komnir frá Damaskus, en þar réð Zeid ríkjum í fjarveru Feisals, og reyndist jafn ófær að hemja æstustu fylgjendur sína og bróðir hans að fást við svonefnda bandamenn sína í París. Þessir atburðir gerðust á óheppilegum tíma fyrir Feisal. Curzon lávarður og utanríkisráðuneytið hafði stutt Frakka og nú fengu þeir góðu menn tromp á hendi gegn Aröbum, þeir gátu sýnt fram á óhollustu Hússeins og töldu að með stuðningi sín- um við Feisal myndu Frakkar verða fráhverfir Bretum og myndu einnig styrkja arabíska ofstækismenn, sem vildu eng- in evrópsk afskipti né áhrif á Arabíuskaga. Nú var svo kom- ið að það var aðeins tímaspursmál hvenær emírinn væri lát- inn fjúka. Feisal hélt aftur til Sýrlands í maí 1919, án þess að nokkuð hefði verið ákveðið um örlög landsmanna, honum var tekið fagnandi í DamaskUs, en Frakkar voru stúrnir. Það voru engin fagnaðarlæti í Oxford þegar Lawrence kom aftur til æskustöðva sinna. Faðir hans var nýdáinn, tveir bræðra hans höfðu fallið í styrjöldinni og móðir hans var að búast af stað til Kína með elzta bróður hans, Bob, sem rar læknistrúboði. Þótt bréf hans gefi takmarkaða lýsingu á ástandi hans um þetta leyti, þá má draga þær ályktanir af hegðun hans, að hann hafi verið á takmórkum þess að brotna gjörsamlega andlega og líkamlega. Árangurslaust erf iði hans í París bættist ofan á andlegar og líkamlegar kval- ir og þreytu og vonbrigði yfir brostnum framavonum. Hann sat löngum hreyfingarlaus og horfði tómlega út í loftið, með kvaladrætti markaða í andlitið. Eftir nokkurn tíma undi hann þessu ekki lengur og ákvað að fljúga til Egyptalands til þess að ná í blöð og pappíra og aðrar reytur, sem hann hafði skilið þar eftir þegar hann hraðaði sér frá Damaskus. Flugvélin, sem hann flaug með var sprengjuflugvél af Handley Page gerð, og illa við haldið, vélin bilaði yfir Ítalíu og flugmennirnir reyndu að nauðlenda, en lsntu í grjót- námu og flugmennirnir fórust báðir. Þótt Lawrence bryti í sér nokkur rif, þá hélt hann áfram áleiðis til Kairó í vél af sömu gerð. Það var tekið á móti honum af áhyggjufullum embættismanni á vegum utanríkisráðuneytisins, sem bað hann um orð hans fyrir því að hann ætlaði sér ekki til Sýr- lands til Þess að vinna gegn Frökkum þar. Franska stjórnin hafði frétt af ferðum hans og virtist taka alvarlega hótan- ir, sem ,hann hafði sett fram í gamni við Clemenceau og Foch marskálk, um að taka til vopna gegn Frakklandi frekar en að afhenda þeim Sýrlandi. Nokkrum vikum síðar var hann aftur kominn til Parísar til þess að gera síðustu tilraun til að bjarga Sýrlandi. En, enn reyndist þetta árangurslaust. Feisal kom til London til þess að reyna enn einu sinni, en var nú tilkvnnt kuldalega að hann skyldi friðmælast við frönsku stjórnina. Bretar höfðu gert allt sem þeir gátu fyrir hann, og ætluðu ekki að hætta vinfengi sínu við Frakka vegna hans. Bretar voru að fá verndargæzlusvæðið Mesópótamíu og Mósul olíulindirnar um þetta leyti og urðu í staðinn að afhenda Frökkum Sýrland. Brezki forsætisráðherrann kom því svo fyrir, að Lawrence var útilokaður frá því að taka þátt í þessum viðræðum. Það var ef til vill heppilegt að varna honum að vera vitni að lokaauðmýkingu Feisals. Þá tók hann það ráð að skrifa bréf til Times, hann rakti lið fyrir lið gang þessara mála á friðarráðstefnunni og bréfið bar reiði hans glöggt vitni. Heima í Oxford gekk hann út með hund Hogarts og festi franska stríðskrossinn, sem Pisani hafði sæmt hann um háls C The New Amertean Lfbrarv UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY að Ralph hafði verið í húsinu um það leyti, sem Felix Ashlyn dó. Hún gægðist niður og þarna sá hún vinnustofuna, til vinstri. Markyate Avenue var kyrrlát gata með lítilli umferð, og í stór um garðinum var ekkert, sem hefði getað eytt hljóðinu frá þungu falli eða brotnu gleri. Sá, sem hér var staddur hlaut -að heyra hávaðann. En Ralph hafði sagt, að hann hefði verið úti. Hafði hann sagt satt? íbúðrn oafði ekki sérinngang. Og hver sem vildi gat farið inn i hana eins og hún núna. Hver hafði kveikt ljósið? Rhoda? Joss ganr.ii siálfur? Nei, það var fjarstæða. Gamli Joss Ashlyn hefði aldrei myrt sinn eigin bróður. En Kain hafði drepið Abel. Það var fyrsta morðið í sögunni. En ekki Joss. Ekki hinn virðulegi gamli herramaður. Á hinn bóg- inn, vissi hún, hvort hann var fær um að drýgja morð eða ekki? Hún var ókunnug þessari veröld velgengni, lúxus og manndrápa. Samt gat hún orðið á valdi leyndardómanna í þessu húsi. Og það gat orðið hættulegt fyrir hana. Það gat sljóvgað hana gagn vart stöðu hennar á þessum stað. Hún mátti ekki láta Ashlyn trage díuna ná tökum á sér, heldur halda sig í hæfilegri fjarlægð, að vera á verði gagnvart sjálfri sér og vega hvert orð — það var meira en nóg fyrir hana. Þegar hún kom með krukkuna niður, spurði hún Rdodu, hvort hún ætti ekki að fylla hana og fara með hana inn í borðstofuna. — Jú, þökk, ef þér viljið gera svo vel. — Gætuð þér ekki — Vonnie hikaði við — mér þætti vænt um, ef þér vilduð kalla mig Myru. — Já, sjálfsagt, ef þér viljið það heldur, svaraði Rhoda kurt- eislega. Frændi þinn vill helzt ekki nota eftirnöfn. Kannski er það einhver listamannssérvizka. Varirnar sveigðust í ofurlitlu brosi, þess vegna eru allir hér nefndir skirnarnafni. Ef til vill var þetta fremur vegna þess, að Rhoda, eftir því sem Fenella sagði svo vingjarn- lega eða hitt þó heldur, að hefði alltaf verið „Rhoda“ hjá Joss Ash- lyn og heimtað nú að vera skoð- uð sem jafningi, bæði af honum , og fjölskyldunni. En þetta kom i þeim við. Fenella leit upp, þegar Vonnie | kom inn — Jæja, nú hefur þú j kynnzt okkar ágætu Rhodu. ! — Á vissan máta hef ég gert j það. i — Kemur hún inn, spurði Joss frændi. — Nei, en hún væri þakklát fyr ii einn Martini. Ég skal fara með hann út til hennar, en ég kann því miður ekki að blanda Martini. Fenella stóð letilega upp. — Ég skal gera það. Ég gæti t.d. gefið henni níu hluta gin og einn dropa Martini. og sjá hvernig færi um virðuleikann. — Fenella! — Þér líkar það kannski vel, að ráðskonan beri sig eins og heíðarkona. Joss frændi. En ég fyrir mitt leyti hefði gaman að sjá hana, þegar hún væri búin að fá séi dálítið neðan i því. Þá kem ur iólkið fram eins og það raun- v.-rnlega er. - Ekki ég. sagði Vonnie. Þá s-'íinsofna ég Ég er alltaf velkom ín í cocktailpartý. því að ág tek aldrei nema einn drykk Fái ég rvr,- falla augun aftur — Svona á það að vera, sagði joss irænai. iDg tyririit kvenföik, sem grobbar af því, hvað mikið það þolir. Það er eitt gott um okkar fjölskyldu að segja, við tök- um eitt glas fyrir hvora máltíð. Eg er sjálfur eini syndarinn í hópnum. Mér þykir gott að fá whisky á kvöldin. En á mínum aldri getur maður leyft sér slíkt. — Ég_ skal gefa Rhodu Martin- inn sinn, sagði Fenella og bar hann fram með styrkri hendi. — Fyrsti dagurinn þinn hefur ekki verið sérlega skemmtilegur, sagði Joss. Sízt af öllu heimsókn lögreglunnar. En ég varð að segja þeim frá þér. — Áuðvitað, Joss frændi. Það hefði nú ekki vantað annað. — Kannski málið upplýsist eft- ir nokkra daga, og þá fáum við að lifa eðlilegu lífi aftur. Fyrr get ég ekki farið neitt um. Áttu nokkra vini hér, sem geta tekið þig út með sér? Ef svo er, verð- urðu endilega að hafa samband við þá. Reyndu að vera eins mikið úti og mögulegt er. Það er eng- in ástæða til að þú sért eins og nelgd niður hérna. — Hugsaðu ekki um mig. Ég skal sja um mig. — Áttu vini hér? Vonnie hristi höfuðið. — Mér finnst ég muna eftir ein hverjum. sem heitir Garvin. Mary Garvin var vinstúlka móður þinn- ar í skóla, og ég held, að þær hafi skrifast á, þangað til hún dó. Áttu þau ekki son og dóttur? Þau bjuggu i Chelsea. Chelsea. Við gætum slegið upp í síma skránni. — Hafðu ekki áhyggjur af þyí, flýtti Vonnie sér að segja. — Ég 1J reika um og kynnist London upp á eigin spýtur. — En ef þú hittir Garvins fólk- ið, mundu þau áreiðanlega bjóða þér út, og koma þér í kunnings skap við aðra. — Við skulum láta það bíða fyrst um sinn. — Nei gerðu það ekki bað hún innilega, þegar hann fór til að sækja símabókina. Ég vil helzt láta það bíða dálítið. Hann varð hálf vandræðalegur. — Já, eins og þú vilt. En þú hlýt- ur að hafa viðhaldið sambandinu við þau. Piltur og stúlka 4 aldur við Myru? Garvin. Það var eins og hana rámaði eitthvað í nafnið. Hafði Myra einhvern tíma haft á orði, að Marian Garvin hefði gift sig? Þetta fólk mátti hún ekki hitta. Myra hafði ef til vill sent þeim mynd af sér við eitt eða annað tækifæri eða skrifað um hluti, sem ég hefi ekki hugmynd um . .. Joss frændi virti hana fyrir sér, ofurlítið ringlaður. Þú hefur ekki skrifað þeim og sagt þeim, að þú ætlaðir.hingað. — Nei. — En þegar fólk fer til annarra landa, er vani að tilkynna vinum og kunningjum, sem þar eiga heima. Ef þú------- — Góði frændi minn, greip Vonnie fram í af enn meir skelf- ingu. Ég vil miklu heldur skoða mig um ein. Að minnsta kosti til að byrja með. Joss leit til hennar með nokkr- um efa í svipnum. Já, ef þú raun- verulega meinar þetta og ert ekki bara feimin . . . — Nei, ég er ekki feiminn, svaraði hún af sannfæringu. Síminn hringdi. Joss fór út í forstofuna og lét dyrnar standa í hálfa gátt. — Já, — það er ég. Já einmitt það? Hvað er það, sem þér þurfið að segja mér? Hm. Eruð þér viss um, að það hafi verið kvenmaður? f dökkri dragt? Gott og vel. Ég, skil. Nei, þér þurfið ekki að koma hingað og segja mér það. Talið við lögregluna, Vachell varðstjóra hjá Scotland Yard. Sælar. — Það var einhver kona, sem hafði farið í heimsókn í húsið, sem þú sérð inn á milli trjánna, þarna neðst i garðinum. Hún fór heim til sín í gær og segir, að þegar hún var að ganga frá far angrinum sínum, varð henni litið út um gluggann og sá konu í okk- ar garði. Það var eins og hún væri að gæta að einhverju. Það var of dimmt til að unnt væri að sjá andlitið, en hún var í dökkri dragt. Ég bað hana að tilkynna lögregl- unni. En þetta styður það, sem Greta hélt fram, ekki satt? Hún hafði líka séð konu hérna í garð- inum í dag ÚTVARPIÐ Laugardagur a. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Óskalög sjúklinga Kristíri ^nnr Þórarinsdóttir kynn ir lögin 14.30 í viku lokin. 16.00 Veðurfregnir 16.05 Þetta vil ég heyra. Sigurður Guðjónsson kenn ari velur sér hljómplötur. 17:00 Fréttir Á nótum æskunnar Jón Þór Hannesson og Pétur Stein grímsson kynna létt lög. 17.35 Tómstundaþáttur barna og ungi inga. Jón Pálsson flytur 18.00 - Útvarpssaga barnanna: „Á kross götum" 18.20 VeðurfTegnir 18.30 Söngvar i léttum tón 18.45 Til kyhningar 19.30 Fréttir. 20.00 Konsert i a-moll t'vrir tvær fiðlur og strengjasveit eftir Vivaldi 1 Musici leika 10.15 Leikrit Þjóð leikhússins ..Afturgöngur" eftir Henrik Ibsen. 22.00 Fréttir og if veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24. | 00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.