Tíminn - 09.02.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.02.1966, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 1966 TBIVIINN Ellefu hundruö félagar í Hjarta- og æðaverndarfélagi Reykjavíkur Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavíkur hélt nýlega aðalfund sinn. Fundurinn var fjölsóttur. Formaður félagsins próf. Sigurð- ur Samúelsson setti fundinn, bauð félagsmenn velkomna og bað Egg- ert Kristjánsson, stórkaupmann að vera fundarstjóra. Fundar- stjóri bað Helga Þorláksson, skóla stjóra, að vera fundarritara. ' Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar um störf félagsins á árunum 1964 og 1965. Lýsti formaður ánægju sirfni yf- ir miklum áhuga félagsmanna og þakkaði stórmyndarleg framlög til félagsins og Hjartaverndar. For- maður gat þess, að Hjartavernd, landssamtök hjarta- og æðavernd arfélags á íslandi hefðu sl. vor fest kaup á tveim efstu hæðum háhýssins Lágmúla 9, sagði for- maðurinn að vonir stæðu til að rannsóknarstöð samtakanna ga.'li tekið til starfa í þessum húsakynn um á hausti komanda. Formað- ur gat þess, að félagið hafi gefið út tvö biöð af tímaritinu H]arta- vernd, en nú hafa landssamtök- in tekið við þeirri útgáfu og gef ið út tvö blöð til viðbótar. Gjald- keri félagsins, Ólafur Jónsson, full trúi lögreglustjóra, skýrði reikn- inga félagsins og voru þeir síðan samþykktir í einu hljóði. Úr stjórn áttu að ganga tveir menn, en þeir próf. Sigurður Sam úelsson, Éggert Kristjánsson, stór kaupmaður og Pétur Benedikts- son, bankastjóri, báðust allir und- an endurkosningu þar sem þeir sitja nú allir í framkvæmdastjórn Hjartaverndar. í stað þeirra voru kosnir þeir Sigurliði Kristjánsson kaupm. Albert Guðmundsson, stór kaupm. og Ásmundur Brekkan yf- Norrænt mót háð í Færeyjum í sumar Fyrir milligöngu Norrænu fé- laganna verður efnt til kynnisferð- ar til Færeyja í sumar. Norræpa félagið í Færeyjum býður 15 *' íslendingum þátttöku í móti, sem haldið verður í Þórs- höfn í Færeyjum dagana 1.—7. júlí í sumar. Þátttakendurnir greiða ferðir og 60.— danskar krónur sem þátttökugjald, en munu búa sér að kostnaðarlausu á einka- heimilum í Færeyjum þann viku- tíma, sem mótið stendur. Alls er ráðgert, að 200 þátttak- endur frá öllum Norðurlöndum taki þátt í þessari kynnisferð. Þetta er í fyrsta skipti sem Nor- rænu félögin efna til hópferðar og fundarhalda í Færeyjum, en ein hinna sex aðaldeilda Norrænu fé laganna hefur verið starfandi þar síðan 1951. Norræna félagið í Færeyjum hefur fyrir alllöngu síðan hafið undirbúning að þessari heimsókn og m.a. sett 4 undirbúningsnefnd- ir á laggirnar. Efnt verður til kynnisferða um eyjarnar og helztu merkis- og sögustaðir skoðaðir. Ákveðið er að gefa út fræðslurit á dönsku um Færeyjar, sem fjall- ar um sögu. atvinnuhætti, og menningarlif eyjanna, í tiléfni þessarar norrænu heimsóknar, og verður þessu riti dreift meðal gesta. Þeir, sem gerast vilja þátttak- endur í þessari Færeyjarför, sendi skriflega umsókn um þátttöku .sem allra fyrst og eigi síðar en i 15. febrúar til Norræna félagsins, Box 912, Reykjavík. Félagsmenn Norrænu félaganna hafa forgangsrétt um þátttöku. Sá möguleiki er í athugun að fara flugleiðis út. en með skipi heim aftur Flugferð til Færeyja kostar 4.200.00 kr. báðar leiðir, en skips- ferð á 2. farrými um 2700.00 kr. ' fram og til baka. » (Frétt frá Norræna félaginu). irlæknir auk þeirra eiga sæti í stjórninni Ólafur Jónsson. fulltrúi lögreglustjóra og Theódór Skúla- son yfirlæknir. í varastjórn voru endurkjörn- ir Jóhannes Elíasson, bankastj. og Snorri Páli Snorrason deiidar- læknir Endurskoðendur voru endur- kjörnir þeir Páli S. Pálsson, hrl. og Ásgeir Magnússon frkvstj. Kjörnir voru 12 fulltrúar á aðal- fund Hjartaverndan sem haldinn verður í marz n. k. Kjörin voru frú Helga Markúsdóttir, Sigurður Árnason, símaverkstjóri, Carl Hemming Sveins, skrifstofustjóri, Davíð Scheving Thorsteinsson, frkvstj., Baldvin Einarsson, frkv. stj., Helgi Þorláksson, skólastjóri, Helgi Þorsteinsson, frkvstj., Sig- urliði Kristjánsson, kaupm, Alb- ert Guðmundsson, stórkaupm., Ás- mundur Brekkan, yfirlæknir, Ól- afur Jónsson, fulltrúi lögreglu- stjóra og Theódór Skúlason. yf- irlæknir. Gerðar voru breytingar á lögum félagsins, helztu breytingar voru að félagið heitir nú Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavíkur, þá var minnsta árgjald hækkar í kr. 2000.00 fyrir ævifélaga. Eftir dag- skrá voru sýndar tvær stuttar kvik myndir um hjartaverndarmálefni og gerðu fundarmenn góðan róm að þeim. Rannsókn- arstyrkir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) veit ir árlega nokkra rannsóknarstyrki, sem kenndir eru við André Mayer. Hefur nú verið auglýst eftir um- sóknum um styrki þá, sem cil út hlutunar koma á árinu 1966. Styrk irnir eru bundnir við það svið, sem starfsemi stofnunarinnar tek ur til, þ. e. ýmsar greinar, land búnaðar, skógrækt, fiskveiðar og matvælafræði. H&Jldór Kristjánsson: UmræóugrundvöH- ur um áfengismá1 Magnús Finnsson hefur skrií að um áfengismál í Mbl. und anfarið /Hann virðist telja sig kunna betri ráð til árangurs í baráttu við áfengisbölið en bindindismenn yfirleitt, Eg hef alltaf talið, að bisp urslausar umræður um þessi mál væru jákvæðar. Mér vjrð ist Magnús Finnsson óragur > orði og því vil ég gjarnan ræða þessi mál vjð hann. Sem umræðugrundvelli af minni hálfu vík ég hér að fáeinum at riðum sem mer virðist eðlilegt að séu undirstaða skoðana myndunar í málinu. 1. Kann Magnús Finnsson að nefna nokkra þjóð, sem hefur með frjálslegri áfengislöggjöf eða hömluleysi náð þeim árangri, að þar sé ekkert á- fengisböl? 2. Veit Magnús Finnsson um noikkra þjóð, sem reynir að draga úr áfengisböli með opin- berum aðgerðum og notar ekki lögbönn og hömlur í því skyni? Eg veit að t.d. Frakkar, Eng lendingar og Rússar beita all ir lögbönnum í því skyni. 3. Hefur Magnús Finnsson gert sér það Ijóst, að lítil á fengisneyzla — t.d. ei® flaska af sferku öli getur verið of- neyzla áfengis, ef setzt er und- ir stýri á bíl? Á vélvæddri öld getur lítil áfengisneyzla verið ofneyzla. 4 Hefur Magnús Finnsson gert sér ljóst, að lítil og „hóf- leg” áfengisneyzla hefur þau áhrif. að fólk á erfiðara cneð alla sjálfstjórn en sjálfstjórn er undirstaða allrar siðmenn- ingar’ Fyrstu áhrif ölvunar auka hættuns á því að menn láti stjómast af augnabliksá- hrifum og segi eða geri það, sem þeir sjá eftir. 5. ” Hefur Magnús Finnsson kynnt sér nýjustu skýrslur um áfengisböl í Danmörku — mesta bjórlandi Norðurland- anna? 6. Telur Magnús Finnsson, að íögbönn séu í sjálfu sér sál fræðileg rökvilla, og hvað vill hann segja. ef svo er, um bar átu Sameinuðu þjóðanna gegn eiturlyfjaverzlun og umferðar lög almennt? 7. Veit Magnús Finnsson það að frændþjóðir okkar í Noregi og Svíþjóð, sem hafa athugað áfengismálin vísinda- lega. telja það Óhagganlega staðreynd, að af hverjum 100 mönnuim, er byrja áfengisneyzlu verði nokkrir ofdrykkjumenn, þó að enginn geti fyrirfram sagt. hverjir það verði fremur en séb fyrirfram, hverjir fái ofnæmsjúkdóma? 8. Þar sem Magnús Finnsson segir, að bindindi Ieiði aldrei af sér neitt illt, værj fróðlegt að vita, hvað honum er að van búnaði að starfa í félagsskap bindindismanna, því að stað- reynd er það þó, að sá, sem aldrei neytir áfengis, verður aldrei útbreiðslumaður áfengis bölsins. Þetta látum við nægja í bili. Styrkirnir eru veittir til allt að tveggja ára, og til greina getur komið að framlengja það tímabil um 6 mánuði hið lengsta. Fjár- hæð styrkjanna er breytileg eftir framfærslukostnaði í hverju dval arlandi, eða frá 150—360 dollarar á mánuði, og er þá við það miðað, að styrkurinn nægi fyrir fæði, hús næði og öðrum nauðsynlegum út gjöldum. Ferðakostnað fær styrk þegi og greiddan. Taki hann með sér fjölskylu sína, verður hann hins vegar að standa straum af öllum kostnaði hennar vegna, bæði ferða- og dvalarkostnaði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Stjórnarráðshúsinu við Lækj artorg, fyrir 10. febrúar næstkom andi. Sérstök . umsóknareyðublöð Framhald s bls 14 Góðir bændur! Ekki mun þörf á að vekja athygli yðar á, að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, því að þótt þér búið fjarri sölum Alþingis, er- uð þér svo trúir íslenzkri bændamenningu, að þér látið yður ekkert það óviðkomandi, sem varðar málefni þjóðarinn- ar. Tilgangur bréfs þess er i fyrsta lagi að leita álits yðar á efni 6. gr. nefnda frumvarps þar sem lagt er tii, að höfuð reglan um sinubruna verði sú, að sina sé ekki brennd eftir 1. maí ár hvert, en~ef verðrátta hamli í byggðarlögum yðar að mati hreppstjóra, megi veita leyfi til brennslu á sinu til 15. maí. Þér, sem ár hvert eigið þess kost öðrum frekar að njóta radda vorsins, munuð unna fuglalífinu, og ekki munu aðrir skilja betur en þér aðstöðu og lífskjör varpfuglanna, vegna þess að þeir, eins og þér, eiga alla sína afkomu undir veður farinu og hvað kjörlendi þeirra OPÍÐ BRÉF TIL BÆNDA á svæðinu frá norðanverðu Isafjarðardjúpi um Norðurland og Norð- austurland til Fiarðarheiðar og Breiðdalsheiðar. hefur þeim upp á að bjóða, og því Ieyfum vér oss i fyllsta trausti að bera upp við yður þá spurningu, hvort þér teljið sinubrennslu slíka nauðsyn. að óhjákvæmilegt sé, að hún verði leyfð á tímabilinu frá 1 til 15. maí, ef snjóalög banni, að unnt sé að brenna sinu fyrir þann tíma? Getur það ekki skaðað gróð- ur að sina sé brennd svo síðla vors? Og hvort teljið þér ekki. að brennsla, sem fram fer í fjórðu viku sumars, þegar all- ar tegundir varpfugla — um 50 talsins — eru komnar í kjör lendi sín, muni hafa truflandi og jafnvel eyðandi áhrif á fugla lífið? Vér höfum undanfarin ár barizt fyrir að myndr almenn- ingsálit, sem snúist gegn því, að sinubrunar verði leyfðir eft ir 1. maí, án tillits til lands- hluta, og bæði Búnaðarfélag íslands og Stéttafélag bænda hafa gert samþykktir, sem fal- ið hafa í sér tilmæli um, að eftir 1. maí verði sina alls ekki brennd. Vér höfum og aftur og aftur komizt að raun um, að almenningur hefur fyllst gremju, þegar hann hefur séð sinu brennda eftir þann tíma. og hafa margir snúið sér til sýslumanna og kært þá, sem að brennunum hafa staðið. Þeir hafa svo orðið steinhissa, þeg- ar þeir hafa verið fræddir á því, að engin lög væru til. sem bönnuðu sinubruna eftir 1. ‘ maí. Enn er það ekki ákveðinn og almennir vilji íslenzks svetafólks, að sá dugur verði lögfestur til viðmiðunar banni við brennslu á sinu um land allt, án tillits til þess, hvernig vora kunni? í öðru lagi viljum vér með þessu bréfi leita vitneskju um, hvort það stríði ekki gegn rétt- lætis- og sómatilfinningu ís- lenzkra bænda og annars sveita fólks, að handhöfum veiðirétt ar verði heimilað í lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun að smala grágæsum á stöðuvötn- um og sjávarlónum til deyð- ingar, meðan þær eru í sár- um og geta ekki neytt vængj- anna er til undankomu? Ennfremur viljum vér leyfa oss að spyrja: Er það ekki reynsla íslenzkra bænda víða ixm land, að á friðunartíma fugla séu allmikil brögð að því, að ýmsir aðkomumenn, sem fara um víðavang, hafi með sér byssur og skjóti fugla? Og ef svo er, mundi þá ekki frekar ástæða til að stöðva þetta fram ferði, heldur en auka það, beint og óbeint, með frávik- um frá lögunum um fuglaveið- ar og fuglafriðun? Vér leyfum oss að vænta þess, að einhverjir yðar, helzt sem flestir, verði til að láta í ljós skoðanir sínar á fram- angreindum atriðum, sem allra fyrst eftir að þér hafið lesið þetta opna bréf. Bréf um þessi mál má senda stjórn S.D.Í., ef bréfritari kýs það fremur en senda bréf sitt beint til Alþingis eða til þess alþingismanns, sem hann þekk ir eða treystir bezt. Með vinsemd og virðingu. í stjórn Sambands dýravernd unarfélags íslands. Þorbjörn Jóhannesson for- maður, Tómas Tómasson, vara- formaður, Hilmar Norðfjörð. gjaldkeri, Þorsteinn Einarsson ritari, Guðmundur Gíslason Hagalín, meðstjórnandi, Ás- geir Ó. Einarsson, meðstjórn andi, Þórður Þórðarson. með stjórnandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.