Tíminn - 10.02.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.02.1966, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. febrúar 1966 TÍMINN n 69 Hann gat ekki staðizt freistinguna að fara sjálfur og hlýða á lofgerðarrolluna og keypti sér stæði upp undir lofti í húsinu. Thomas heldur því fram, að hann hafi komið fimm eða sex sinnum. Lawrence skrifaði Thomas eftir fyrstu sýninguna: „Ég sá sýningu þína í gærkveldi. Ég þakkaði guði fyrir að það var slökkt.“ Thomas segir, að hann hafi komið til sín nokkrum dögum síðar og beðið sig að fara til Bandaríkjanna og hætta að segja fólki frá ævin- týrum hans. Hann sagðist ekki hafa frið fyrir blaðamönnum, útgefendum og rithandarsafnendum og kvenfólki, sem byð- ist til að giftast honum, „þær óttuðust hann meir en heila herdeild Tyrkja.“ Síðar talaði hann kuldalega um þennan „brjálaða Ameríkumann“, sem hefði lagt líf sitt í rústir. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar virtist hann ekki hafa neitt á móti því að koma fram í sviðsljósið íyrir tilverknað Thom- asar. Hann hafði ekki frið fyrir ljósmyndurum og andlits- málarar hjöfðu nóg að gera. Hann kom oft á sýningaf, þar sem myndir héngu af honum og leyfði mönnum að taka af sér ljósmyndir við hlið þeirra. Hann naut þeirrar athygli, sem frægir menn sýndu honum og kynningar við ýmsa rit- höfunda og listamenn, svo sem George Bernhard Shaw, E. M .Forster, Thomas Hardy, Edward Garnett og Augustus John og Eric Kennington. Hver er sannleikurinn í þessum mótsagnakenndu frá- sögnum um viðbrögð hans við sviðsljósinu? Eru báðar út- gáfurnar sannar? Það er enginn efi á því, að hann leitaði eftir, jafnvel krafðist athygli og frægðar, en fyrirleit sig jafnframt fyrir það. Hann naut frægðarinnar en óttaðist hana jafnframt. Lowell Thomas sagði eftir að Lawrence var dáinn „hann hafði lag á því, að komast í sviðsljósið með því að flýja þáð,“ sem er gamall tyrkneskur málsháttur. Ef til vill var 'þessi þörf hans fyrir aðdáun ( en því lýsir itann ágætlega í sjálfsrannsóknarkaflanum) sprottin af ósk hans að vaxa frá uppruna sínum og óttanum, sem angraði hann stöðugt, um að hann væri falsari. Hann hafði sagt, „ef orðspor og frægð eru byggð á falsi, eins og frægð mín“. Og nú var hann blásinn upp og settur á pall með Alexander ANTHONY NUTTING mikla og Napóleon mikla og látið liggja að því, að hann hefði einn sundrað tyrkneska heimsveldinu. Eitt er víst, þjóðsögurnar og dýrðarljóminn styrktu hann, en hann vann ekki aftur sjálfsvirðingu sína. Þetta var eins og hressingarlyf, sem verkar um stundarsakir en hefur eftir verkanir þegar áhrif þess dvína. Þetta brölt hressti hann, en jók jafnframt þörf hans fyrir það að losna við þann skugga, sem fylgdi honum eftir Arabíuævintýrið. 29. Friðþæging í Arabíu. Um sumarið 1920 versnaði aðstaða Araba og þá einkum Feisals stórum. Þetta hryggði Lawrence mjög. Meðan hann vann að bók sinni jók þetta enn meir á biturleika hans gegn Bretlandi og Frakklandi og þeim mönnum, sem hann kenndi um, að hafa svikið hina arabisku vini sína. Síðustu mánuðina hafði hann dvalið í Öxford í All Souls Collega, og hafði fengið þar nokkurt næði til að halda áfram með minningar sínar. Þegar Feisal fór í útlegð, fór Lawrence á stúfana og notfærði sér nú til fullnustu frægð sína og átti fundi með áhrifamönnum allt frá Lloyd George og niður í slétta þingmenn. Menn voru þolinmóðir, en gátu ekki hulið leiðindin, sem málsvörn hans vakti. Þó var ein undantekning — Winston Churchill, sem nú stóð til að yrði nýlendu- málaráðherra og hafði kynnzt Lawrence á friðarfundinum, og fengið trú á honum. Churchill skildi betur en nokkur annar þær ástæður, sem ollu hinum sífellda óróa í Austurlöndum. Arabiska nefndin í Kaíró hafði á sínum tíma hafið þjóðernisáróður meðal Araba til þess að hvetja þá til uppreisnar gegn Tyrkjum og nú supu Bretar sjálfir seyðið af þessari sömu þjóðernis- kennd í írak. Bretar gátu ekki búizt við því, að Arabar gerðu mun á erlendum yfirráðum, eftir að þeir höfðu sjálfir hvatt þá í baráttunni gegn erlendu valdi Tyrkja á sínum tíma og hlustað með velþóknun á s|r^hróp þ^þra;, Afftþía., fyrir Araba.“ Sagan hafíji sýnt.líéíta méð. liinni stoðugu bar- áttu þeirra gegn þeim vantrúuðu í Evrópu. Bretar höfðu einnig lofað Gyðingum þjóðarheimili í Palestínu, til þess að friða zíonista. Þótt Churchill væri zíonistum hlynntur, vissi hann, að slík stefna og framkvæmd C The New Amerlean Llbrarv UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY mér, mér er það ómögulegt. Ég mundi gera það, ef ég gæti. En ef þú skrifar henni — hún þagn- aði, þegar hún heyrði lágan smell og hrópaði í örvæntingu: —■ Nigel — Halló — Halló. En það var það sem hún óttað- ist. Hann hafði lagt símann á. Vonnie setti tólið aftur á og sat kyrr nokkra stund og starði fram fyrir sig. Hún varð að hugsa af öllum kröftum til að gera sér Ijóst hvar hún var. Það eitt að heyra rödd Nigels hafði gersamlega kom ið henni úr jafnvægi og ruglað ana í ríminu. Hún hallaði sér fram og kreppti hnefana í kjöltu sér, lömuð af þessu áfalli, sem var annað á ör- íáum dögum. Nigel hafði hringt til hennar og hún hafði ekki þor- að að vera hreinskilin við hann. Hafði Nigel hringt og skrifað henni í Vancouver? Ef svo væri hafði hann gert það eftir að íbúð þeirra var lokað. Bréfin frá hon- um lágu í póstkassanum vegna þéss, að hún hafði ekki þorað að láta senda póst þann, er hún fengi á eftir sér. En al.lt hlaut þá að hafa gerzt í síðustu viku. Það var kaldhæðni örlaganna, að einmitt eftir að hún hafði gefið upp alla von um að heyra frá honum fram ar, hafði Nigel bersýnilega reynt að komast í samband við hana. Hún heyrði þrusk og var rifin upp úr vangaveltum sínum. Joss gamli hlaut að hafa heyrt sam- talið, því að dyrnar í stofuna stóðu i hálfa gátt. Honum hlyti að hafa þótt furðulegt, það sem hann heyrði. Vonnie gat ekki hugsað sér að skrökva meira að svo stöddu. Hún stóð á fætur og hljóp upp stigann. Inni her- berginu sinu lét hún fallast á rúmið og reyndi að hrista af sér taugaóstyrkinn, sem greip hana. Hvaða skýringu hafði Nigel fram að færa? Kannski hafði eitt- hvað staðið í vegi fyrir ást þeirra. Eitthvað, sem hann hafði ekki kjark í sér til að segja henni? Kannski átti hann unnustu i Eng- landi? Eða jafnvel eiginkonu? Tii hugsunin særði hana, en karl- menn voru nú einu sinni þannig. Á ferðalögum létust þeir oft og einatt vera piparsveinar. En ekki Nigel! Hún gat ekki trúað að hann væri svo óheill maður. En auðvitað þekkti hún hann sáralít ið og það var engan veginn ör- uggt, að treysta rödd hjartans. Kannski hafði hann staðið í skilnaðarmáli og vissi ekki fyrr en nú, hvort hann gæti tekið á móti ást hennar. Kannski hafði hafði hann ekki þorað að segja henni það af ótta við viðbrögð hennar! Ástin er oft svo einkar brothætt og viðkvæm. Fólk skauzt undan því að ræða málin en treysti á hamingjuna og að fram- tíðin leysti öll vandamál. Hafði Nigel einnig gert það? En hann hefði átt að þekkja hana nógu vel til að vita, að hon- um var óhætt að vera hreinskil- inn. Traustið var hið sterkasta í ástinni . . Hvaða rétt hafði hún reynd ar til að tala um traust? Hafði hún sýnt honum traust og látið hann dæma? | Nú skildi hún, hvað hún hefði | átt að gera. Hún hefði átt að bið.ia Nigel að hitta sig einhvers staðar inni í borginni. Þar hefði hún lagt spilin á borðið og treyst þvi að hann myndi skilja. Hann hafði fyrir sitt leyti einnig skýringu að gefa, sem hann vonaði að hún myndi skilja. Það yrði þá gagnkvæm proíun á ást þeirra En hún hafði orðið alveg ringluð og Nige! Iiafði ver ið óþolinmóður. Hún var örvænt ingarfull, en innst inni var þó gleðin yfir því að vita, að Nigel var hér í London. Vonnie nam staðar við spegil- inn, tók hárbustann og burstaði hárið. Svo málaði hún varirnar og púðraði sig. En henni leið engu betur. Hún þvoði sér um hendur og þerraði þær hægt, meðan hún sökkti sér niður í hugsanir sínar. Myru hafði boðizt tækifæri til að höndla hamingjuna. Og hún ! hafði gripið það, eins og hver skynsöm manneskja skyldi gera. Bara að hún hefði sjálf haft , stjórn á sér og gripið sitt tæki- jfæri! Beðið Nigel að hitta sig ein- hvers staðar. Hvernig átti hún nú að hafa upp á honum meðal hinna átta milljóna manna, sem í Lond- on bjuggu? Hún hafði meira að segja gleymt nafninu á fyrirtæk inu, sem hann starfaði hjá. Hún gæti kannski rifjað það upp við nánari umhugsun. En þegar hann sagði henni það, hafði það verið svo fjarlægt, eitthvert nafn í ókunnu landi og það hafði ein- hvern veginn ekki skipt neinu máli. Allt hafði horfið í skuggann fyrir innilegri ást þeirra og hrifni yfir því einu að vera saman. Hún fann ósegjanlega löngun til að komast út úr húsinu Ti! að losna við hin? þrúgandi byrði þess sorgarleik.:, sem hér hafði orðið. Hún greip þunna kápu, skipti um skó og gekk niður. Joss gamli sat niðursokkinn i lestur. Hann leit upp og brosti og minnti hana enn á. að hún gæti farið og komið þegar henni bókn aðist. Hann hefði gjarnan viljað skreppa með henni, en það var bezt að vera um kyrrt, ef Vachell lögreglufulltrúi kæmi eina ferðina enn. — í næstu viku, sagði hann — verður vonandi tækifæri til að fara með þig og sýna þér það helzta. Ég ætla að tala við nokkra kunningja, sem eiga börn á þín- um aldri. En sem stendur get ég ekkert gert. — Við skulum ekki hugsa um það, sagði hún þýðlega. — Ég uni mér ágætlega, Joss frændi, og mér finnst bara gaman að rangla um eins og skoða mip um. — Á þínum aldri, Myra, sagði hann, á maður að hafa herrafylgd. Hún hló dálítið þvingað. — Kannski finn ég einhvern, áð ur en ég fer. — Meðan við tölum um unga menn, sagði hann. — Ég hef aldr- ei almennilega fengið botn í sam- band þeirra Fenellu og Ralphs. Ókunnugir eru oft glöggir á slíkt. Hvað heldur þú? Eru þáu hrifin hvort af öðru? —Ef svo væri hlytu þau að segja þér það. — Eg veit það ekki, sagði hann dapurlega. — Öðru hverju finnst mér þau elska hvort annað, en ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 10. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Á frívaktinni. Eydís Eyþórsdóttir =tjórnar óskalaga- Iþætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Miðdegisút- varp. 16.00 Síðdegisútvaro 18.00 Segðu mér sögu. Sigríður Gunn laugsdóttir og Bergþóra Gústafs dóttir stjórna jætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónleikar 19.30 Préttir 20. 00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn 20.05 Gestur í útvarpssal: Fiðluleikarinn lon Voicu frá Rúmeníu leikur 20.25 Bréf til bænda og neytenda Árni G. Eylands flytur fyrri hluta erindis. 20.50 Sinfóniuhljómsveit ísiands og söngsveitin Filharmon ia halda hljómleika i Háskólabíói 22.10 Fréttir og veðurfregnir. 22.30 Átta ár í Hvíta húsinu. 22. 50 Djassþáttur Ólafur Stephen- sen kynnir. 23.10 Bridgeþáttur. Hjalti Eliasson og Stefán Guð- johnsen ræðast við. 23.35. Dag skrárlok. Föstudagur 11. febrúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna: Tónieikar. 14. 40 Við, sem heima sitjum. Sig- ríður Thorlacius les skáldsöguna „Þei, hann hlustar" eftir Sumner Locke Elliot (12). 15.00 Miðdeg isútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp. 17. 00 Fréttir. 17.05 Tónlist á atómöld Þorkell Sigurbjörnsson kynnir nýjar músikstefnur. 18.00 Sann ar sögur frá liðnum öldum. Sverr ir Höimarsson les söguna um manninn, sem áfrýjaði til keisar ans. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöldvaka. M. a.: Stórviðri á þorra 1925. Lárus Salómonsson lögregluþjónn rifjar upp eigin minningar frá „Halaveðrinu" svo nefnda. Minningar um Guðmund dúllara. Séra Jón Skagan æviskrá ritari segir frá kynnum sinum af sérstæðum manni. 21.30 Warps sagan: „Dagurinn og nóttin“ eft ir Johan Bojer. Þýðandi: Jó- hannes Guðmundsson. Lesári: Hjörtur Pálsson (1). 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. Lestur Passíu sálma (5). 22.20 íslenzkt mál. Ásgeir Blönda) Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 22.40 Nætur hljómleikar: Tvö verk eftir Rich ard Yardumian. 23.36 Dagskrár- lok. morgun t: Eóa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.