Tíminn - 10.02.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.02.1966, Blaðsíða 13
FEMMTUD>A€?IJR. 10. febróar 1966 ÍÞRÓTTIR TÉMINN 13 Engu líkara en Valsstúlkurnar Staða ís- væru Aaf-Reykjavík. >að var engu líkara en kvenna lið Vals í handknattleik væri að leika gegn karlmönnum í gær- kvöldi í Laugardalshöllinni í Evr ópubikarkeppninni. Hvað eftir annað söng knötturinn í marki Vals, og þegar fyrri hálfleik lauk mátti sjá 11:1 á markatöflunni! En þajf voru engir karlmenn, sem voru mótherjar Vals, heldur gífur lega sterkt kvennalið Leipzig, sem áreiðanlega gefur mörgum karla liðum ekkert eftir. Þær voru allt annað en öfunds að leika gegn karlmönnum 'a“s Gífurlegur styrkleiki Leipzig, sem sigraði Va! með 19:7. Frá árs- þingi ÍBS íþróttabandalag Siglufjarðar hélt ársþing sitt þriðjudaginn 1. febrúar s.l. Flutt var þar ársskýrsla og reikningar samþykktir. Þá var fjöldi ályktana gerður um íþróttamálin á Siglufirði. Stjóm bandalagsins var einróma endurkjörin, og fjölgað í henni um tvo menn, vegna inngöngu nýs félags, Tennis og badminton félags Siglufjarðar. Stjóm íþróttabandalags Siglu fjarðar er nú þannig skipuð: Aage Schiöth, formaður, Gústaf Nilsson,, Sverrir Sveinsson, Tóm as Jóhannsson, Bjarni Þorgeirs- son, Jóhann Egilsson, Guðlaugur Hinriksson. f íþróttabandalagi Sglufjarðar eru nú þessi þrjú félög: Skíða- bandalag Siglufjarðar — Skíða- borg, Knaittspyrnufélag Siglu- fjarðai Tennis- og badmintonfé lag Sigliufjarðar. í bandalaginu eru nú 610 karl ar og konur. verðar Valsstúlkurnar í gærkvöldi að þurfa að leika á móti svo sterk um mótherja. Og satt að segja var útlitið svo dökkt í hálfleik, að Valsstúlkurnar þurftu mikið hug rekki að þora inn á völlinn í síð ard hálfleik.Sem betur fer vantaði þær ekki hugrekkið, og þær börð ust hetjulega gegn ofureflinu all an síðari hálfleikinn og töpuðu leiknum með minni mun en líkur voru á, eða með 12 marka mun, 19:7 og unnu a-þýzku stúlkurnar því síðari hálfleikinn með „að- eins” tveggja marka mun. Nýlega gafst ísl. handknattleiks unnendum kostur á að sjá eitt bezta karlahandknattleikslið Evr- ópu leika í Laugardalshöllinni. Og í gærkýöldi gafst þeim kost ur á að sjá eitt bezta kvennalið Evróipu, sem er í „klassa” fyrir ofan þann kvennahandknattleik sem leikinn er á Norðurlöndum. A-þýzku stúlkurnar léku hratt og .taktiskt”, skotharðar og með frá bæran markvörð, H. Zober, sem varði snilldarlega. Svo miklir voru yfirburðir þessara þýzku stiílkna í gærkvöldi, að Valur hafði aldrei minnstu möguleika á sigri. Keppnin stóð aðeins um það, hve sigurinn — eða ósigur Vals — yrði stór. Til að byrja með fó.ru a-þýzku stúlkurnar rólega af stað, en brátt fóru skotin að dynja á Vals-mark inu. Og áður en 9 mínútur voru liðnar, var staðan orðin 6:0. Það var ekki fyrr en um miðjan hálf leik, að Valsstúlkurnar komust á blað, en þá skoraði Sigríður Sig urðardóttir, fyrirliði, eina mark liðsins í hálfleiknum. í hálfleik var staðan 11:1! Síðari hálfleikurinn var mun bet ur leikinn af hálfu Vals, og má segja, að Valsstúlkurnar hafi með ákveðni sinni bjargað andlitinu. Framhald á bl. 14. ...... • ••-■ Sigrún Guðmundsdóttir skoraSi 2 mörk Pólverjar unnu Dani með 18:14 f gær sigruðu Pólverjar Dani með fjöggurra marka mun í undanrásum heims meistarakeppninnar í hand knattleik. Þar með eru bæði Pólverjar og Danir með 4 stig eftir 3 leiki, en þriðja landið ó riðlinum, ís land, hefur ekkert stig eftir tvo leiki. Með úrslitum í gær má segja, að vonir fslands til að hljóta sæti í loka keppni HM séu að engu orðnar. en nagstæðustu úr slitin hefðu verið sigur Dana, því þá hefði ísland getað unnið Pólverja á stig um. Eini möguleiki okkar nú er sá að vinna Pólverja og Dani í Ieikjunum hér heima með 13 marka mun saman lagt, en þá myndum við Framhald á bl. 14. ekki vegna meiðsla. Landsliðsnefnd H.S. f. Alf—Reykjavík. Landsliðsncfndin í handknatt Ieik getur varla verið í miklum vanda stödd, þegar hún velur landsliðið gegn Pólverjum. Pressu leikurinn í gærkvöldi gefur ekki tilefni til niikilia bollalegginga um valið á liðinu, því pressuliðið stóð sig ekki nógu vel og enginn leikmaður þess sannaði í gærkv. að honum bæri fremur staða í landsliði en þeim, sem landsliðs nefnd hafði valið. Leiknum lauk með sigri lands liðsins, 20:12, og var sá sigur aldrei í neinni hættu. Einstaka pressumaður sýndi ,þó dágóðan leik, sérstaklega Jón Breiðfjörð í markinu, og Sigurður Óskarsson stóð sig ágætlega í vörninni. Ef að líkum lætur verður lands liðið nær óbreytt frá því í gær kvöldi, nema hvað hugsanlegt er að Ingólfur Óskarsson komi heim og leiki með liðiniu. Ætti það að vera því nokkur styrkur. Mörk landsliðsins í gærkvöldi skoruðu: Hörður Kristinsson 5, Karl Jóhannsson 3, Guðjón, Gunh laugur, Ágúst, Sigurður E., Her- mann og Stefán S. 2 hver. Mörk Pressuliðsins: Páll 4, Bergur 2, Framhald á bl. 14. '•ýyjýjf-ýj-í/Á mm&s ■ í : ■■ . ii ..... :_________" ÍÍ8«ÖlS!l Næsti áskorandi Cassiusar Clay um heimsmeistaratitllinn í þungavigt er Ernie Terroll. Kapparnir hafa undir- ritað samning þess efnis og er búizt við, að keppni þeirra geti farið fram í Chicago 29. marz eða 19. apríl. — Á myndinni hér að ofan sjást þelr Clay (til vinstri) og Terrell við undirritun samningsins í Chicago nýlega. Tvö skíðamót um næstu helgi Á laugardaginn kl. 1 hefst „Kol viðarhólsmót“, sem er svig- mót í karla kvenna- og drengja- flokkum og er svokallað opið mót, sem utanbæjarmenn mega taka þátt í. KI. 12 er nafnakall við ÍKskálann, og er það sérstak lega tekið fram. að allir keppeud ur þurfa að verti mættir fyrir þann tíma. Mótsstjóri er Sigurjón Þórðarson, formaður Skíðadeildar ÍR. Skíðafæri er mjög gott um þessar mundir ■ Hamragili og þeir sem leggja leið sina í Hamragil síðdegis é laugardag munu sjá snjöllustu svigmenn landsins í braut. Bílferðii verða frá Um. ferðarmiðstöðinni kl. 10 f.h. Verð (aunaafhending »erður að motinu loknu > ÍR-skálanum. Skíðadeild Ármanns (mótsstj Árni Kjartansson, annast fram kvæmo á Stórsvigsmóti Ármanns, sem alltat hefui verið mjög glæsi legt mót og verður haldið að þessu sinni n:k sunnudag kl. 2 í Jósefs dal. Nafnakall fer fram í Ár- mannsskálanum kl. 12 f.h. og verða allir keppendur að mæta fyrir þann tíma. Utanbæjarmenn frá Akureyri, ísafirði, Ólafsfirði og Siglufirði mæta einnig á þessu móti og þar sem bílfært er alla leið að Ármannsskálanum eru all ir velkomnir í Jóscfsdal á sunnu- daginn. Ferðir verða frá Umferð armiðstöðinni kl. 10 f.h. og kL 1 e. h. Verðlaunahafhending fer fram að mótinu loknu í Ánnanns skálanum Drengjamót- inu frestað Drengjameistaramótið í frjálsíþróttum, sem fara átti fram 13. febrúar, hefur verið frestað til 27. febrúar. Mótið verður háð í íþróttasal Háskól ans og eru væntanlegir kepp endur beðnir að hafa samband við Jóhann Jóhannesson, síma 19171, fyrir 24. febrúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.