Tíminn - 18.02.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 18. febrúar 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — f
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hi.
Orðnir tvísaga
Fram að þessu hefur ríMsstjórnin látið málgögn sín
segja, að bundna eða frysta spariféð væri í gjaldeyris-
sjóðnum, og innstæðubindingin nauðsynleg til þess að
stækka hann. En nú þegar að stjórninni sverfur æ meira
vegna lánsfjárhaftanna lætur hún segja, að bundna inn-
staéðuféð sé lánað út í endurkeyptum afurðavíxlum.
Þetta vill stjórnin láta skilja svo, að hún hafi ekkert
kreppt að í lánamálunum. Þannig verða menn stundum
tvísaga þegar þeir komast í vanda.
Myndin af því, sem gerzt hefur, er í örfáum dráttum
þessi: Áður en „viðreisnar“-fjárfrystingin hófst, endur-
keypti Seðlabankinn afurðavíxla, sem námu um 67% af
verði afurða, án þess að binda nokkurt innstæðufé frá
viðskiptabönkunum, sparisjóðum eða innlánsdeildum á
móti. Nú endurkaupir Seðlabankinn af viðskiptabönkum
afttrðavíxla sem samsvara aðeins um 55% af afurðaverð
inu, eða mun minna en áður. Á hinn bóginn lætur ríkis-
stjómin Seðlabankann innheimta til frystingar eða bind
ingar verulegan hluta af innstæðuaukningunni í við-
skiptabönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum, en áður
var ekkert bundið né fryst.
Þessi er því breytingin: Minni endurkaup afurðavíxla
og alveg ný og stórfelld frysting sparifjár, sem klemmir
að viðskiptabönkunum og pínir niður útlánin, og þetta
liggur eins og mara á atvinnurekstrinum ásamt öðru,
sem af verðbólguflóðinu leiðir. Þetta er staðreynd, sem
ekki verður undan komizt með orðaleikjum og talna-
spffi.
Þessi lánsfjárhöft áttu að minnka peningamagn í um-
ferð og stöðva verðbólgu, að sögn stjómarinnar, en verð
bólgan er þó trylltari nú en nokkru sinni fyrr. Þessi lána
pólitík hefur ekki læknað verðbólgu, en hún lamar í
mörgum dæmum mikilvægustu starfrækslu landsmanna,
og til hennar er t. d. að rekja þann óbærilega rekstrar-
fjárskort, sem flest fyrirtæki landsins búa nú við. Mörg
um finnst, að nær hefði verið að klemma minna að við-
skiptabönkunum og lána meira til vélvæðingar og fram-
leiðsluaukningar, svo að dæmi séu nefnd. En stjórnin sit-
ur við sinn keip og þetta mein verður ekki læknað, nema
koma henni frá.
Skoðanafjötrar
Réttarhöldin yfir rússnesku rithöfundunum tveimur
hafa undanfarnar vikur verið mikið umræðuefni manna
og svívirðingardómarnir yfir þeim eru það ekki síður
þessa dagana. í augum vestrænna lýðræðisþjóða voru
Sovétríkin undir prófsteini í þessu máli. t>au hafa fall-
ið á þessu prófi. Hvort sem ráðamenn þar eystra láta sig
það einhverju skipta eða engu, munu þessi málalok hafa
djúpstæð áhrif á viðhorf til Sovétríkjanna og sambúð við
þau. Menn hafa enn verið minntir á að fljótt getur fryst
eftir blota, og styrkzt 1 þeirri trú. að stjórnkerfi komm-
únismans geti ekki og muni aldrei veita orði og skoðun-
um frelsi, og tilraunir í þá átt muni renna út í sandinn.
Þetta mál hefur enn styrkt það álit, að skoðanafjötrar
séu óaðskiljanlegur liður í stjórnkerfi kommúnismans.
Sú kúgun, sem þarna lýsir sér, er eitt óhriálegasta ein-
kenni þessa stjórnkerfis, og lýsir bróðurböndunum við
fasismann. Eigi að síður er það von, sem menn vilja
ekki gefa á bátinn, að frelsinu aukist máttur i hinu mikla
og fjölmenna ríki þess fólks, sem með ýmsum hætti
stendur Vesturlandaþjóðum svo nærri í menningu og
sögu.
___IIMINN 5
Ritstjórnargrein úr ',The Economist":
Verður torsóttara að ná sam-
bandi við Kína en tungliö?
Mikilvægt að ná heilbrigðum samskiptum við Kínverja
SAMBANDI manna við tungl-
ið miðar ört fram og er athyglis
vert, hve mikill hraði er á
þeirri þróun. En hvað er þá
um Kína? Nii þegar sýnt þykir,
að hver sá, sem stígur fæti á
yfirborð tunglsins, þurfi ekki
að óttast að söbkva í þykkt ryk
lag, er almennt búist við, að
Bandaríkjamaður, Rússi eða ein
hver annar leggi þangað leið
sína innan fárra ára. Jafn al-
mennt virðist gert ráð fyrir að
þessum tug aldarinnar Ijúki og
ef til vill líði heill mannsaldur
áður en að aftur getur orðið um
heilbrigð samskipti að ræða
milli Kínverja og annarra þjóða
yfirleitt.
Auðvitað er um viss sam-
skipti að ræða. Sendiráð eru
til og sendinefndir ýmiskonar
leggja land undir fót. Vörusýn
ingar eru haldnar. Kínverjar
eru byrjaðir að veita ferða-
mönnum viðtöku, ef ekki að
senda reísendur út af örkinni.
Þeir flytja út áróðursrit í smá-
lestatali (þó að nú sé búiö að
setja bann á rit þeirra í Rúss
landi og á Kúbu, miklu strang
ara bann þar en í Bandaríkjun
um). Vera má, að kínverskur
almenningur komizt ekki í
kynni við neinar staðreyndir
eða skoðanir, sem valdhöfunum
ggðjast ekki að, en sumir leið-
togkrnir h’áia aðgang að erlend
um bókum, dagblöðum og
öðru efni, eða gert er að
minnsta kosti ráð fyrir því. En
sú heimsmynd sem birtist í opin
berum yfirlýsingum frá Peking,
er .eins og hún hafi verið gerð
af mönnum, sem eru jafn fá-
fróðir um veruleikann og múg-
urinn, sem verður að hlíta hug-
myndum þeirra.
STUNDUM er haldið fram,
að miklar breytingar yrðu á
samskiptum við Kínverja ef
fulltrúar Peking-stjórnarinnar
ættu sæti á fundum Sameinuðu
þjóðanna, — sem vel má vera
að þeir öðlist innan skamms. í
þessu viðhorfi gætir þó allt of
mikillar og óraunhæfrar bjart-
sýni. Mjög margt mælir með
því, að afhenda Kínverjum sjálf
um sæti Kína hjá Sameinuðu
þjóðunum — og æskilegast
væri að veita Formósu einnig
aðild um leið. — Einnig mælir
mjög margt með því, að fá
Kínverja til þátttöku í umræð
um um afvopnun. (Ekki fyrst
og fremst með því að stofna til
heimsráðstefnu, sem aldrei yrði
annað en tröllaukið fánýti, held
ur með hlutdeild að afvopnunar
ráðstefnunni í Genf). En nær-
vera fulltrúa Pekingstjórnarinn
ar á fundum þessum þyrfti alls
ekki að lýsa af sjálfu sér upp
það myrka djúp, sem staðfest er
milli Pekingmanna og annarra
manna í heiminum.
Stjórn kommúnista í Kína
hefir þegar tekið þátt í ýmis-
konar alþjóðlegum fundum. í
Genf 1954 og 1962 umgengust
fulltrúar Kínverja til dæmis
fulltrúa Bandaríkjamanna, þó
að hlýjulaust væri, en Banda-
ríkjamenn eru nú að nudda í
Kínverjum um að koma til ann
ars sams konar fundar, þó að
enn hafi það engan árangur bor
ið. Miklu oftar hefir hitt þó
gerzt, að framámenn frá Pek-
ing hafi sezt á rökstóla með
öðrum kómmúnistum og sam-
herjum í Asíu og Afríku. Kín
verjar höfðu í þrjú ár barizt
fyrir leiðtogafundi Afríku- og
Asíu-þjóða, en hurfu svo sjálf-
ir frá því ráði í nóvember í
vetur, þegar þeir sáu fram á, að
sjónarmið þeirra yrðu þar ekki
ofan á.
Og samskipti Kína og flestra
annarra kommúnistaríkja eru
nú að mestu takmörkuð við
stórskotahríð langdrægra sví-
virðingaskeyta. Þessi tegund
samskipta færðist enn í auk
ana 6. þessa mánaðar, þegar
Castro sakaði kínversku stjórn-
ina um árás, „sjóræningjaað-
ferðir, áþján og yfirgang". Kín
verjar höfðu í heilt ár ástund
að að bera á rússneska leiðtoga,
að þeir væru „samherjar banda
rískra heimsvaldasinna“, en
urðu nú að þola, að leiðtogi
Kúbu néri þeim sjálfum um
nasir „samstöðu með banda-
rískum heimsvaldasinnum".
ER TIL nokkurs fyrir okkur
að fjölyrða um nauðsyn þess,
að koma á viðræðum í framtíð
inni, úr þvf að tilraunir Kúbu
manna til að vingast við kín-
verska kommúnista hafa hlotið
svo beizkan endi sem raun
ber vitni? Indverjar gerðu sér
einu sinni vonir um að ná sam
stöðu með Kínverjum á grund-
velli hinna frægu „fimm grund
vallaratriða". Indland hefir
sætt kínverskri árás og önnur
vofir yfir. Rússar leiðbeindu
Kínverjum og studdu þá í við
Ieitninni til að koma upp
kjarnorkuvopnum, en hafa nú
gilda ástæðu til að iðrast þess.
Kúbumenn hættu á vanþótknun
Rússa til þess að reyna að halda
vináttu við Kínverja, en sú
vinátta hefir nú fengið illan
endi.
Fyrir ári var svo að sjá, sem
Indónesar væru nánasta vina-
þjóð Kínverja. Nú skiptast á
háværir reiðilestrar í Peking
og árásir á sendiráð Kínverja
f Jakarta. Kínverjar hafa kom
izt að raun um, að þeir eiga
færri vini í Afríku en þeir
héldu í fyrra. Cambodiumenn
sniðganga jafnvel Kínverja við
og við. Er ef til vill alls enginn
vegur að nálgast þetta „himin
borna“ veldi án þess að illt eitt
hljóöst af?
Sumum þjóðum hefir verið
keppikefli að koma á „sérstök
um samskiptum" við Kínverja
í þeirri von, að það yki áhrifa
mátt þeirra annars staðar. Þetta
reyndu Frakkar, Pakistanar og
Rúmenar, hverjir á sinn hátt,
en ekki lánaðist þeim að öðlast
trúnað Kínverja. Er þá ómögu
legt að ná trúnaðarsambandi
við Kínverja? Er Kína áskapað
að vera umheiminum álíka fjar
lægt og tunglið?
SÖGULEGA SÉÐ má heita,
að Kína hafi verið hnöttur út
af fyrir sig, einangrað vegna
legu landsins, tungunnar, menn
ingarlegrar sjálfsfullnægju og
eigin upphafningar. Vestrænir
menn þröngvuðu sér inn í Kína
fyrir einni öld, en hafa ekki
markað þar nein teljandi spor.
Japanir gerðu örvænöngarfulla
tilraun til að leggja hið við-
áttiimikla, kínverska „tungl’*
undir sig, en sú tilraun reynd
ist aðeins forleikur að nýrri
upprisu Kína. Og hið nýja
Kína reyndist alveg eins stáli
slegið gegn utanaðkomandi
tengslum og hið gamla Kína
var.
Satt er að vfsu, að leiðtogar
hins nýja Kína hafa helgað sér
evrópskar stjórnmáiakenning-
ar, tigna hinn þýzka Marx,
hinn þýzk-rússneska Lenin og
Stalín frá Georgíu. Þeir boða
byltingarkenningar, sem hafa
alheimsgildi, og smyrja á þá
sneið til ginningar tilboðum
um tækniaðstoð og þjálfun í
skæruhernaði Suður-Ameríkön
um og Afríkumönnum til
handa, viðurværi handa Alb-
önum, auk ýmissa annarra at-
hafna, langt út fyrir þeirra
sögulega áhrifasvið. En þegar
á reynir ristir Marx miklu
grynnra en Mao, hinn heima-
aldi postuli kínverskrar sjálfs-
fullnægju og dultrúar bænda.
Kínverjar hafa gert hverja til
raunina af annarri til að reyna
að ná áhrifum á alþjóðavett-
vangi, en allar hafá þær mistek
izt. Þessi sífelldu mistök sýna
og sanna, hve mjög færni
þeirra á leiksviði heimsmál-
anna geldur hinnar einföldu
heimsmyndar þeirra. Vietnam
er eins og sakir standa undan
tekning áhrifaleysisreglunnar,
af því að þar er 1 svipinn vett-
vangur kínversk-bandarísku bar
áttunnar, sem staðið hefir yfir
síðan 1949. Þetta eru þó miklu
frémur hnippingar um, hve
áhrifasvið Kínverja sem þjóð
ar eigi að ná langt, en alheims
átök út af kenningum.
Á ÁRINU sem leið hefir kom
ið miklu skýrar fram en áður,
hve breitt er bilið milli orða
Kínverja og afreka þeirra,
milli alheimskenninga þeirra
og fyrirheita annars vegar og
takmarkaðra framkvæmda hins
vegar. En drekinn er þó ekki
eingöngu gerður úr pappír.
Heitur andardráttur hans leik
ur um aftanverðan háls Hanoi
manna og getur haldið Viet-
nam-stríðinu gangandi. Kjarn
orkutilraunirnar geta gert horf
urnar uggvænlegri en ella.
Samt er það svo, að Kín-
verjar geta ekki fremur (enn
sem komið er) varpað kjarn-
orkusprengju sinni en sent
hrísgrjón til Kúbu. Ógnandi
yakuxaöskur þeirra uppi í
Himalaya knúði Rússa öl að
aðstoða við að forða frá nýrri
styrjöld milli Pakistana og
Indverja. Kinverjar geta ekki
einu sinni hrifið nálægar eyj-
ar sinar úr klóm hins aldur-
hnigna Shiang Kai-sheks.
Sennilega eru helztu vonir
Kínverja um byltingaráhrif í
umheiminum bundar við Afr
íku sunnanverða eins og sakir
Framhald á bls. 12.
I