Tíminn - 18.02.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.02.1966, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 18. febrúar 1966 Samvinnubúskapur Páll Þorsteinsson var fram- sögumaður fyrir frumvarpi til laga um sam- vinnúbúskap, sem hann og aðrir Framsókn- armenn höfðu lagt fram. Hann sagði með- al annars, að reynslan hefði sannað, að einyrkjabúskapur hefði mikla annmarka og starf einyrkj- ans væri mjög bindandi. Hann AÍ FÆR GJOF Upplýsingaþjónusta Banda- ríkjanna (USíS) hér á landi opnaði s.l. þriðjudagskvöld sýn ingu í húsakynn'Um Arkitekta félags fslands að Laugavegi 26 á nokkrum myndum af banda- riskum úrvalsbyggingum, sem AIA, félag bandarískra arki- tekta verðiaunaði árið 1961. Við þetta tækifæri bauð upp lýsingaþj ónustan félögam í Arkitektafélagi íslands til smá fundar þar sem sýndar voru tvær kvikmyndir um banda- ríska húsagerðarlist. Var önn ur sérstaklega um skóla og nýj ungar í skólabyggingum. Flutci Ragnar Georgsson, skólaíuJ trúi í því sambandi erindi um bandaríska skóla og ferð sína til Bandaríkjanna á s.l. ári. Dr. Monson, blaðafulltrúi USIS afhenti síðan ArMtektaféiagi fsíands til umráða eitt eintak af kvikmynd um bandariska byggiiigarlist, sem þarna var sýnd. Kvikmynd þessi hlaut gullverðlaun á Alþjóðaráð- stefnu arMtekta árið 1965. Mun sýning þessi vera opirí almenn ingi í húsakynnum Bygginga þjónustu AÍ að Laugavegi 26 næstiu daga frá M. 13—18. Frétt frá ArMtektafélagi íslands. þyrfti einn að leysa af hendi rnarg vísleg verkefni, sem hann er mis- jafnlega vel til fallinn að vinna, og ef annað hjónanna á sveita- heimilinu forfallaðist um skemmri eða lengri tíma, þá gæti það vald- ið miklum örðugleikum, þar sem einyrki á í hlut. Nauðsyn bæri til þess, að leitað yrði ráða til að skapa sveitabúskapnum sem mest öryggi. Með samvinnubúskap gæti bændastéttin með aðstoð löggjaf- arvaldsins lyft Grettistökum á sviði viðskipta og afurðasölu. Einnig sagði hann: Þegar hin- ar stórvirku jarðræktarvélar tóku að ryðja sér rúms, reyndist það ofviða flestum einstaklingum í bændastétt vegna kostnaðar að kaupa þær og reka. Hins vegar eru vélar og viðeigandi tæki nauð- synleg við framkvæmdir í sveit- um. Þennan vanda hefur bænda- stéttin leyst mjög greiðlega og ágreiningslítið á grundvelli lög- gjafar með stofnun ræktunarfé- laga og samvinnu um kaup vél- anna og rekstur þeirra. Flutningsmenn þessa frumvarps telja tímabært, að með löggjöf verði lagður grundvöllur að stofn un samvinnubúa í sveitum, svo að þeir, er áhuga hafa á að stofna til búrekstrar í því formi og telja sér það henta, geti stuðzt við lög- gjöf. Listalaunasjóður I gær var lagt fram frumvarp til laga frá Karli Kristjánssyni um Listalaunasjóð íslands. f fyrstu grein segir að verk- efni sjóðsins skuli vera: a) Veita viðtöku fé, sem Al- þingi ákveður á fjárlögum, að varið skuli úr ríkissjóði til lista- launa, og öðru því fé, sem hon- um kann að berast I sama skyni, svo sem gjafafé. b) Að greiða laun tii lista- manna ár hvert. c) Að ávaxta listalaunafé, sem bíður úthlutunar, með því að geyma það í banka. f annarri grein segir, að á fjár- lögum skuli árlega veitt fé til Listlaunasjóðs íslands, eigi minni fjárhæð en 5 milljónir króna og skuli fjárveitingin ganga til skálda og rithöfunda, mynd- listarmanna, tónlistarmanna og leiklistarmanna. í þriðju grein segir að flokkar skuli vera þrír, tveir fastir og einn, þar sem ekki sé skylt að veita sama manni þau ár eftir ár. Einnig að laun úr sjóðnum skuli vera skattfrjáls. í fjórðu grein segir að nefndir skuli vera fjórar, sem úthlutar hver fyrir sína listgrein. Guíni Þorfínnsson f. 8.3. 1916 — d. 13.2. 1966. Nú þegar vegferð lífs þíns er lokið, kæri vinur, og leiðir okkar skilja, er gott að tylla sér á veg- kantinn og líta til baka. Eftir nær 2ja áratuga samleið hlaðast upp minningar margar, hugljúfar og skemmtilegar. Já, í heimi minninganna eru margar myndir af umhverfi og at- vikum á vegleiðinni. Ein er mér þó nær og hugstæðari en nokkur hinna, og hún er sú sem mótaðist í huga mínum er ég stóð við hvílu þína nokru áður en þú hvarfst yfir móðuna miklu. Þessi mynd er í augum mínum sam- nefnari, sem allar góðar minning ingar um þig ganga upp í. Ég sé fyrir mér karlmannlegar hend- ur þínar, fagurlega mótaðar. Þær bera vott um svo margt gott í fari þínu og þær minna mig m. a. á kynni mín af átaksafli þínu, þeg ar þess þurfti með og einnig á lægni og leikni þína til allra verka; og birtan og heiðríkjan yfir svip þínum, þar sem þú ligg ur helsjúkur, speglar minningarn ar um drenglyndi þitt og góðvild í garð allra. Það var gott að vera ferðafélagi þinn, Guðni, hvort sem það var í starfi eða við leik. Þitt aðals- merki var að vera glaður og gleðja samferðamanninn og seint gleymist dugnaður og fórnarvilji þinn að hjálpa og ráða fram úr erfiðleikum okkar starfsfélaga þinna. Við, sem störfuðum með þér á Ferðaskrifstofu ríkisins höfum þér mikið að þakka og í minningu okkar verður þú ætíð drengur góð ur í orðsins sönnu merkingu. Við konu og börn þín sem hafa misst svo mikið, vildi ég mæla huggunarorð, en þar er Matthías flestum fremri og flý ég því á náðir hans, en hann segir: „Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sogarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú“. Þorleifur Þórðarson. Ketill Indriðason: Svar til Morgunblaðsins Á ÞINGPALLI Ágúst Þorvaldsson mælti í gær fyrir frumvarpi um heimild fyrir ríkisstjórnina að selja eyðijörðina Efri-Völl í Gaulverjarb.hreppi. Land- búnaðarnefnd Neðri deildar hefði fengið umsagnir frá forstöðumanni jarðeignadeildar ríkisins og landmsstjóra. Báðir hefðu þeir mælt með samþykkt frumvarpsins og landbúnáðarnefnd mælir einróma með samþykkt þess. Einar Olgeirsson sagði að þjóðarandinn og hugsunarhátturinn nú væri þannig, að ekki þætti lengur hættulegur hlutur, að erlend hluta- félög eignist fasteignir eða aðstöðu á íslandi. Alþingi verði að setja hömlur, svo að ráðherra hafi ekki einn fullt leyfi til þess að veita erlendum ríkisborgurum íhhitun á íslandi og verjast með því móti ágengi þeirra. Umræðum var frestað og málið tekið af dagskrá. Jóhann Hafstein mælti í Efri deild fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um kosningu til alþingis. Frumvarpið hljóðar: Áður en kjósandi fær afhentan kjörseðil skal hann, ef kjörstjórn óskar þess, sanna hver hann er með því að framvísa nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt. Geir Gunnarsson talaði fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar. f frumvarpinu segir, að íþróttafólk, sem taki þátt í æfingum, sýningum eða keppni og orðið er 16 ára, verði slysatryggt hjá slysatryggingum almannatrygginga með sama hætti og launþegar. íþróttafélög greiða 1/4 af iðgjöldum fyrir íþrótta- fólk en ríkissjóður 3/4. Jóhann Hafstein mælti fyrir frumvarpi um meðferð opinberra mála. Nefnd var skipuð, sem beindi athugunum sínum sérstaklega að því, hvort hraði í meðferð dómsmálanna væri of hægur. Þótti málsmeð- ferð minniháttar mála of hæg, sérstaklega vegna brota í umferðinni. Helztu breytingar frumvarpsins eru: 1. Lögreglustjórum eru heimilaðar sketaaðgerðir fyrir brot gegn umferðarlögum, áfengislögum og lögreglusamþykktum, allt að 5000 kr. Sakborningi er í sjálfsvald sett, hvort hann gengst undir sektar- ákvörðunina. 2. Dómurum er heimilað að svipta ökumenn ökulevfi allt að einu ári án málshöfðunar, ef brotið er skýlaust. Þá sagði Jóhann, að eftir helginá yrði lagt fram frv. byggt á bráðabirgðaskýrslu slysarannsóknar- nefndar, sem m. a. fjaHar um útgáfu ökuleyfis til eins árs. Ónafngreindur vikapiltur alúm. ínunnenda sendir mér skeyti úr Staksteinafylgsni Morgunblaðsins, þegar degi síðar en grein mín um feimnismál Sjálfstæðisfl. birtist í Tímanum, 2. þ. m. Öðrum þræði er þetta umvönd- un vegna óvandaðs munnsafnaðar, en um hana má segja: Öðrum ferst en ekki þér. Ég beiti — að sögn höfundar — ofsafengnum stóryrðum. Berst bæði fyrir röngum og slæmum mál stað. — Hver er munurinn? — Hvet, án þess að blikna, til lög- brota og niðurbrots á ákvörðunum löglega kjörinna stjómarvalda og meirihluta alþingis. Þessu til við bótar er ég rétt á eftir „opinskár hvatamaður lögbrota“. Ennfremur þýða orð mín —að sögn hans og skilningi — um nauðsyn á sam- stöðu stjómarandstæðinga upp úr næstu kosningum „það að ég hvetji beinlínis til samninga við kommúnista um ofbeldisaðgerðir," en svo er dregið ögn i land og hætt við fullyrðingar og sagt: „væntanlega í líkingu við þær, er þeir höfðu uppi 30.3. 1949“. Loks er klykkt út með tali um ofbeldishvatningar og ofstækis- skrif, og lokaorðin þau, að aldrei hafi Framsókn gengið lengra. Af þessum útdrætti má ráða andann, er sveimar yfir vötnunum, sem gjálfra um Staksteina. Ekki eitt orð um alúmínmálið sjálft, fremur en vant er. Sann- sýnn og hógvær, eða heittrúaður höfundur, hafði þó þarna tæki- færi til að reyna að leiða einn villuráfandi sauð til réttrar trúar en þessum piltungi hefur sennilega ekki fundizt sálarástand mitt — sem hann telur að vísu ekki eins- dæmi — benda til þess, aö það hefði neitt upp á sig. Gerir sér þá líka hægt um vik. Minnizt ekki einu orði á þá kröfu mína, (um) að skjölin varð- andi samningana, séu lögð á borð ið og umræður látnar fara fram um kosti þeirra og galla. T. d., að fá það skýrt, hverju það sætir, að íslendingum bjóðast miklu verri kjör en Norðmönnum í flest um eða öllum greinum samning- anna við Svissa. Ekki hálft orð um þá kröfu mína, að kosið verði um málið, þótt það sé að allra dómi stjómarinnar einnig — eitt hið allra þýðingarmesta. Og öllum sé ljóst það hvorutveggja, að stjórnin hefur afar nauman meiri- hluta á alþingi og sennilega minni hluta kjósenda, og var kosin til annarra stórverkefna; baráttu við verðbólguna, sem hefur mistekist hrapalega. Nei, þetta og annað eins böggl- ast ekki fyrir brjósti þessa manns. Allt þvílíkt hafa herrar hans aldrei haft að neinu. Það er fyrst, þegar hann kemur að orðum mín- um um „þær aðgerðir, er allir hljóta að kalla löglegar, síðan aðrar, því nauðsyn brýtur lög“. Já, það er ægileg tilhugsun, að það gæti hent sig, þegar rætt er um fjöregg þjóðarinnar, að komið geti til mála að ræða aðgerðir, sem einhverjir hrópi upp um, og segi: Þetta eru ólög. Þetta eru lög brot. — Þó mun hver einasti mað- ur sanna það, að í lífsnauðsyn manns geti það verið réttlætanlegt; en þá einnig í lífsnauðsyn þjóðar. Þannig, hefur þjóðum heimsins, fyrr og síðar, þokað fram á við og upp á við. Stundum aftur á bak og niður. Það fer eftir mál- efnum. Ég geri ráð fyrir, að ég eigi hér tal við menntamann, sem m. a. hafi snasað eitthvað í mannkyns- söguna, en sé svo ekki, vil ég taka dæmi nær okkur og nýrri. Verkföll hafa verið gerð, ekki svo sjaldan og með ýmsu móti. Sum lögleg, að öllu öðru en því, að almannarómur hefur fordæmt þau. Önnur dæmd ólögleg; verið það stundum, en ekki ætíð, og þá leitt til réttlætis, er annars reynd ist torfengið. Við höfum dómstóla hér á landi. Hæstarétt. Og þó trú mín og margra bænda, m. k., á hann, yrði fyrir alvarlegum hnekki s. 1. sum- ar, ætti trú höf. og stjórnarinnar að hafa styrkzt að sama skapi. Hennar var og er valdið. Máttur inn og dýrðin líka. En það er fleira, sem þessum manni verður bumbult af: Hálf- tómur alþingissalur við samþykkt alúmínsamninganna — þéttur mannsöfnuður á hafnarbakka við uppslcipun — bandalag mótherja stjórnarinnar — yfirlýsing þeirra um andstöðu gegn Svissum — óvissan um næstu kosningar, en til þeirra eru aðeins 16 mánuðir. Allt um þetta óhugnanlegar mynd ir, sem geta fælt velgerðarmenn okkar, jafnvel þó þeir viti sig örugga um húsbóndarétt í Straums vík og við Þjórsá. Skyldi hann ekki líka vera þarna, snöggi bletturinn á alúmín- ófreskjunni. Sé svo, er að neyta þess. Göngum á lagið. — Samein- um krafta okkar og sigrum. Fjalli 8. febr. 1966. Ketill Indriðason. EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLl NJÓTID ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELll 22120

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.