Tíminn - 18.02.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.02.1966, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 18. febrúar 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Finnar hlutu fyrsta heimsmeistaratitilinn Mántyranta sigraði í 30 km göngu á HM Sigurvegararnir i firmakeppni Tennis- og badmintonfélagsins, Árni Ferdinandsson og Kristján Benediktsson, ásamt IndriSa G. Þorsteinssyni ritstjóra Tímans, sem heldur á verðlaunagripunum, sem um var keppt. TÍMINN sigraði í firma- keppninni í badminton Heimsmeistarakeppnin í skíða- íþróttum hófst í nágrenni Oslóar í gær með keppni í 30 kílómetra göngu, og hlutu Finnar sigur í þessari fyrstu grein keppninnar, en það var hinn margreyndi göngu kappi þeirra, Eero Mantyranta, sem kom fyrstur í mark. Hann gekk vegalengdina á 1 klst. 37:26, 7 mín. Þetta er ekki fyrsti stórsig- Mantyranta ur Mantyranta, t. d. varð hann tvö faldur Olympíumeistari á vetrar- leikjunum í Innsbruck. Strax eftir að ljóst var um sig- ur Finnans, fékk hann heillaóska- skeyti frá Kekkonen Finnlandsfor seta, sem óskaði hónam til ham- ingju með sigurinn. Keppnin var allan tímann jöfn og spennandi. Eftir fyrstú 5 km var ítalinn Franco Nones með beztan tíma, 16:46,0, en Mántyr- anta var í öðru sæti með 16:57,0. Eftir 10 km var Svíinn Bjarne And erson með beztan tíma, 32:56,0, en Mántyranta hélt öðru sæti, þrem- ur sekúndubrotum á eftir. Og eft- ir 20 km var Mántyranta orðinn fremstur, en Svíinn í öðru sæti. Landi Mántyranta, Kalevi Laurila, var kominn í 3ja sæti eftir 20 km en hann hreppti að lokum annað sæti. Annars urðu úrslit þessi: 1. Eero Mántyranta, F. 1.37:26,7 2. Kalevi Laurila F. 1.38:11,3 3. Walter Demel, V-Þýzk. 1.38:11,6 4. I. Sandström, Svíþjóð 1.38:24,9 5. A. Akentjev, Sovét 1.38:32,3 6. Franco Nones, Ítalíu 1.38:53,5 7. Har. Grönningen, N. 1.38:53,8 8. L. Skjemstad, Noreg 1.38:54,5 Alf-Reykjavík, fimmtudag. Hin árlega firmakeppni Tennis- og badmintonfélagsins fór fram í Valshúsinu s. 1. laugardag. Dagbl. Tíminn sigraði í keppninni og svo skemmtilega vildi til, að annar keppandinn fyrir Tímann var Kristján Benediktsson, fram- kvæmdastjóri blaðsins, en með- spilari hans var Árni Ferdinands- son. Léku þeir félagar til úrslita gegn Jóhannesi Ágústssyni og Ragnari Haraldssyni, sem kepptu fyrir Jón Jóhannesson & Co. Unnu Kristján og Árni fyrri lotuna í úrslitaleiknum 15:13 og þá síðari, 15:8. Alls tóku þátt í keppninni 177 fyrirtæki og var fyrst keppt í undanrásum (tvíliða- leikur) og var um útsláttarkeppni að ræða, þannig að fyrirtæki, sem tapaði, var úr leik. Sextán fyrir- tæki kepptu til úrslita á laugar- daginn. Að keppni lokinni á laugardag efndi TBR til kvöldsekmmtunar I Lindarbæ og voru þá afhent verð laun, bæði fyrirtækjum og kepp- endum. Þá afhenti formaður TBR Kristján Benediktsson sjö félags- mönnum gullmerki félagsins fyrir mikil og farsæl störf í þágu þess. Þeir, sem hlutu gullmerki, voru Albert Guðmundsson, Árni Ferdi- nandsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Guðlaugur Þorvaldsson, Ragnar Haraldsson, Ragnar Thorsteinsson og Lárus Guðmundsson. „Eyleifur, Matthías og Guðjón toppmenn í framlínunni okkar“ - segir Ríkharður Jónsson, sem þjálfar lið Akurnesinga í Alf-Reykjavík. fimmtudag Með hækkandi sól fara ísl. knattspyrnumenn að hugsa til hreyfings utan húss og dusta rykið af knattspyrnuskónum sem hafa fengið að liggja ó- hreyfðir frá því að síðasta keppnistímabili lauk. Reyndar er þetta ekki al- gild regla, þvi dæmi eru til þess, að knattspyrnumenn hafi æft utan húss í allan vetur. í biaðinu á næst- unni munum við ræða við þjálfara 1. deildar liðanna og spyrja þá um æfinga- sóknina og sitt hvað fleira. Og fyrstur til að svara spurningum okkar er Rík- harður Jónsson, þjálfari Akurnesinga, en Ríkharð- ur tók við þjálfarastöðunni af Guðjóni Finnbogasyni, sem æfði liðið með prýði- legum árangri s.l. tvö ár. — Þið eruð byrjaðir að æfa Ríkharður? — Já, það hefur verið æft þrisvar i viku að undanfömu, ar. tvisvar innanhúss í leikfimi- húsinu, en á þeim æfingum er lögð áherzla á þrekið, og einu sinni utan húss. á sandvellin- um á Langasandi. — Og eru æfingarnar vel sóttar? — Já, það er óhætt að segja það. Það hafa mætt flestir þeir, sem ég reikna með, að verði í liðinu næsta keppnis- tímabil, nema 2—3 leikmenn. Eg er ánægður með. hve áhug- Ríkharður Jónsson inn hjá strákunum er mikill, og býst við frekar góðri út- komu. — Heldurðu að miklar breyt Framhald á bls. 12. Nemendur báru kennara ofurliði íþróttakvöld MR heppnaðist vel. íþróttafélag Menntaskólans í Reykjavík hélt sína árlegu íþrótta hátíð að Hálogalandi í fyrrakvöld og heppnaðist hún í alla staði vel. Hápunktur kvöldsins var að sjálf- sögðu handboltakeppni kennara og nemenda og urðu nú þau óvæntu úrslit, að nemendur báru kennara ofurliði, en leiknum lauk 8:6 nem endum í hag. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi og i síðari hálfleik leit út fyrir sigur kennara, sem komust yfir, en góður endasprett- ur nemenda samfara hörku gerði út um leikinn. Eiga nemendur sannarlega ekki von á góðu í næstu tímum! Af einstökum leikmönn- um kennara vöktu mesta athygli j arðfræðingarnir Þorleifur Einars- son, ÍR-kempa, Úlfur Árnason og Guðmundur Sigvaldason, en ann- ars var liðið nokkuð jafnt — og eins og maður segir, enginn veik- ur hlekkur. Af öðrum kappleikjum, sem fram fóru, má nefna innanhúss knattspyrnu milli Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskólans. Verzlunarskólanemar sigruðu með 9:2. Þá léku í handknattleik kvenna Menntaskólinn í Reykja- vík og Kennaraskólinn. Mennta- skólastúlkurnar sigruðu með 6:2. Þá var háð 'nýstárlég keppni, sem ekki hefur áður verið háð á íþrótta kvöldunum, nefnilega pokahlaup milli máladeildar og stærðfræði- deildar, og sigruðu „málaliðar". Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Ottó Jónsson, kennari i MR, lék með nemendum sínum gegn Verzlunarskólanum í innanhúss knattspyrnu. Þarna hefur Ottó leikið mótherja og meðherja grátt og stefnir að marki. (Ljósm.: Bjarnleifur). Loks má geta um handbolta- keppni Menntaskólans í Rvík og Menntaskólans á Akureyri og keppni í körfuknattleik milli MR og Háskólans. Eins og fyrr segir heppnaðist íþróttakvöldið vel og ríkti mikil stemmning á áhorfenda pöllunum. Chelsea og Leeds unnu Hsím, fimmtudag. Chelsea sigraði Milano í síðari leik félaganna j borgakeppni Evr ópu með 2:1 á Stamford Bridge á miðvikudaginn. Þar sem Milano sigraði í fyrri leiknum með sömú markatölu, verða félögin að leika þriðja leikinn. og var varpað um það hiutkesti, hvar leikurinn fer fram. Hlutur Milano kom upp og verður leikurinn háður í Milano hinn 3. marz. Tveir aðrir leikir voru háðir í borgakeppninni sama dag. í Val encia á Spáni sigraði Leeds heimalíðið með eina markinu sem skorað var í leiknum, og heldur því áfram í keppninni, þar sem Ieiknum (slagsmálaleiknum Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.