Tíminn - 18.02.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.02.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. febrúar 1966 TÍMINN GRÍMA: FANDO OG LBS eftir Arrahal - þýðandi Bryndís Schram- leikstjóri Gísli Alfreðsson AIVALlA eftir Odd Björnsson - leikstjóri Gísli Alfreðsson „Hve lengi skal vor leit til einskis þreytt? / Hve lengi í þras og streitur dögum eytt?“ . . . Þessar hendingar úr þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á Rubai- yat duttu í hug undirritaðs við frumsýningu á sjónleiknum Fando og Lis eftir Spánverjann Arrahal. Það er annars furðulegt hve margt er líkt með Khayyám og Arrabal, með Rubaiyat og fram- komnum viðhorfum í þessu leik- riti: hve rík áherzla er lögð á fánýti mannlegrar viðleitni og vald sj álfsblekkingarinnar. Persinn boðar skilyrðislausa þátttöku í núinu, á sér vísa gleði nautnarinnar, en bölmóður Spán- verjans er meiri. Hann bendir á andartök mannlegra samskipta, en virðist ekki trúa því að mað- urinn fái notið þeirra, og lætur þau fara forgörðum. Hjálpræði hans er það eitt að láta stjórn- ast af tilhneigingu hver sem hún er — að fara þegar manni dettur í hug eða drepa þegar mann lang- ar til þess. Þar skilur með Arrabal og Khayyám, eða ber þar kannski að sama brunni? Arrabal stillir upp fjórum mönnum til að undirstrika þenn- an boðskap: einum sem berst sefa- sjúkri baráttu við tilhneigingar sinar, og lætur undan þeim, tveim- ur, sem flæktir í net sjálfsblekk- ingarinnar komast hvorki fram né aftur, en stíga gípinn í mold- viðri ímyndana og aukaatriða og þeim fjórða sem ranglar á mörk- unum, finnur hvar skórinn krepp- ir en fær ekki slitið sig frá einsk- isnýtu samfélagi, sem enginn get- ur án verið en er þó til trafala. Fimmta persónan er þolandi hins eina, sem hér er til leiðar komið, og sú persóna, sem virðist líkleg- ust til að gleðjast yfir mikilvæg- um „smámunum," en mest fyrir þá sök, að hún er lömuð. Allt þetta fólk er á leið til „Tar.“ í leikritinu er það staður, svokall- aður, sem jafnframt má skilgreina sem fullnustu eða ástand, það sem maðurinn uppsker eftir að hafa skilið sjálfan sig og höndlað sam- kvæmt því. Sá fyrst taldi er sá eini, sem þangað kemst Heimspeki Arrabals ma vita- skuld gagnrýna og fyrst og fremst benda a hve neikvæð hún er. Svo má spyrja: er ekki barátta fyrir svokölluðum hugsjónum fullnusta í sjálfri sér? Hvar væri mannkyn- ið á vegi statt ef bláeygðir hug- sjónamenn væru ekki ug hefðu ekki jafnan verið til? Ég geri ráð fyrir að nokkuð bendi til að mannkynið stæði skör aeðar i dýraríkinu ef kenningar Arrabals væru látnar gilda. En mikt skám eru stundum slæmir siðfræfi'ngar enda siðfræði og skáldskapekki það sama. Arrabal leggur hug myndir sínar um manneðlið nl grundvallar skáldverki >g 'nc er það listrænn árangur sem mali skiptir en hann er ríkulegur Loks fengum við að sjá verk eftir þenn an umtalaða höfund, svo ar Grímu fyrir að þakka. Fando og Lis og Amalía — eft- ir Odd Björnsson er þriðja sýn- ing Grímu á þessum vetri. Mér hefur skilizt að Gríma sé tví- eða þríein, og mun ein deild eða klík- an hafa staðið fyrir þessari sýn- ingu og önnur þeim fyrri, en slíkt skiptir litlu, hvort eða hvernig Gríma hefur klofnað. Hitt er meira um vert að ungt fólk, leik- arar og leikstjórar, hafa í þessu nafni flutt markverða leiklist, og fæ ég ekki betur séð en Grímu- menn hafi komizt upp með það að „stela senunni" frá leikhúsun- 1 um tveimur á þessum vetri. Hvað veldur? Hvernig getur ungt fólk, störfum hlaðið og félaust veitt leikhúsum atvinnumanna þá sam- keppni, sem raun ber vitni? Og hvernig getur það veitt fulltíða leikurum, sem sjaldan, jafnvel aldrei hafa haft færi á að sýna getu sína aðstöðu til þess? Þannig mætti lengi spyrja. en margt bendir til að ungu fólki finnist nú þröngt um sig i leik- húsum borgarinnar. Æfingar Grímu hafa farið fram á næturnar, að minnsta kosti í síð- asta tilfelli, og má ljóst vera hve þénanlegt það er, eða hitt þó heldur. Árangurinn er þó sá að þau tvö, sem fara með aðalhlut- verkin í Fando og Lis, Margrét Guðmundsdóttir og Arnar Jóns- son, sýna þar bezta leik. sem ég að minnsta kosti hef orðið vitni að frá þeirra hendi. Leikur Mar- grétar var „toppur* sýningarinn- ar. Ég verð að játa að hún kom mér mjög á óiiart meó hnitmið- uðum einfaldleik, sem hæfð' vanda sömu hlutverki nennar tii fails. Arnar Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir f Fando og Lis. Arnar Jónsson er rneirihaUar „talent“ í hópi ungra leikara, Leik- gleðin virðist runnin honum í merg og bein, en áraugur nianna, sem þurfa jafn lítið fyrir að hafa vill stundum verða heisti yfir- borðsicenndur. Arnar þarf bersýni lega á strangri leikstjórn að balda, og hefur sennilega fengið það hér, svo mjög bar hann af sjálfam sér í fyrri hlutverkum, og fannst mér hann þó stundum gefa sér full lausan tauminn. Flosi Ólafsson og S'gurður Karlsson fóru prýðisvel með hlut- verk hinna ráðvilltu og þrasgjörnu á leið til Tar. Sigurður er nýstig-! inn á leikfjaiirnar en hefur sýnt það í vetur, bæði hjá Grímu ogj LR, að þar er vandað leikaraefni á ferð. Leikur Flosa var einhver sá bezti, sem mig rekur minni til i frá hans hendi. Karl Guðmundsson var hreint gersemi í hlutverki þverkálfsins í þessu föruneyti, en stjarna hans : hefur risið svo undrum sætir á Grímusýningum í vetur. Þýðing Bryndísar Schram virð- ist með ágætum gerð. Þar bregður víða fyrir björtum glettnisblæ, sem fer merkilega vel á myrku og kaldranalegu inntaki verksins. Leikurinn var í heild prýðilega æfður og bar stjórn Gísla Alfreðs- sonar glæsilegt vitni. Hafi einhverjum fundizt nog um „absúrdisma“ Arrabaís mun sá ninn sami hafa komizt að því fullkeyptu þegar Amalía v'a- flutt. Þessi einþáttungur Odds Björns- sonar var fyrst sýndur á iistahá- tíðinn) hér um árið. Erlingur Gísiason stjórnaði og lék þaö hlut verkið, sem fyrst ber að telja, en Gísli Alfreðsson stjórnar sýningu þáttarins að þessu sinni, og Arn- ar Jónsson leikur hlutverkið, sem Erlingur hafði með höndum. Því miður varð ég af fyrri sýningunni og hef því ekki neinn samanburð en þess má geta að Þjóðleikhúsið Sviðsmynd úr Amalfu. sýndi fyrir skömmu einþáttung- inn Jóðlíf, verk sama höfundar. Það kom í minn hlut að stinga niður penna um Jóðlíf, en sá þátt- ur er að mínu viti það slappasta, sem Oddur Björnsson hefur látið frá sér fara. Jóðlíf gerist í móður- kviði, en svo fjarstæðukennd hug- mynd útheimti vitrænt mótvægi sem brást að mestu leyti. Amalía ber af þessum þætti eins og gull af eiri, og er sennilega jafnbezta verk Odds Björnssonar. Hugmynd- in er það sem kalla mætti fleir- tal sálarinnar, þar sem fjórar gerð ir sömu persónu ræðast við í einni þeirri fimmtu. Persónurnar má túlka sem hugboð, hvatir eða minn ingar, og birtast þannig að aldur þeirra og jafnvel sjálft kynferð- ið hrópar gegn þeirri sem hýsir þær allar. Þessi ekki fjarstæðu- kennda hugmynd: sviðsett fleirtal sálarinnar, útheimtir fjarstæðu- kennt mótvægi, sem hefur ekki brugðist. Þar hefur Gísli Alfreðs- son gengið á lagið og skerpt þverstæðurnar til hins ýtrasta. Hér er raunverulegt „teater" á ferðinni. Amalía sjálf er í rauninni að- eins hugrenningar. Það má líka segja að hún sé vofa. Og með tilliti til þess fyrirgefst höfundi dálítið billeg endalykt, keimlík þeirri, sem hann notaði í einþátt- ungnum Partí, en þá með betri árangri. Auk Arnars Jónssonar leika hér Amalíu þau Bríet Héðinsdóttir, Kristín Magnús, Karl Guðmunds- son og Stefanía Sveinbjarnardótt- ir. Kristín og Karl náðu sterkum tökum á hlutverkum sínum og Stefanía gerði fyllilega það, sem hlutverkið útheimti. Hins vegar fannst mér líkt og Bríet hefði ekki Iátið fallast inn í sitt hlutverk eða viðurkennt réttmæti þess. Á leik Arnars fannst mér eitthvað skorta, sem er enn örðugra að skýra eða geta sér til um. Kannski var það ofurlítill skammtur af íársauka. Þorgrímur Einarsson gerði ein taidar en ágætar ieikmyndir við bæði verkin. Baldnr Óskarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.