Tíminn - 27.02.1966, Page 1

Tíminn - 27.02.1966, Page 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda Gerizt áskrifendur aS Tímanum. Hringið í sima 12323. SNJÓ- BÍLL! KT—Reykjavík, laugardag. Bóndinn að Árteigi í Ljósa vatnshreppi í S-Þing., Jón Sigurgeirsson hefur leyst um- ferðarvandamálið í sinni sýslu, eða a.m.k. þann hluta þess sem að honum sjálfum snýr. í snjóum þeim, sem höml- nðu allri umferð um sýsluna fyrir nokkru, gat Jón komizt ailra sinna ferða án þess að hafa áhyggjur af færð, en hann notaði til þess farar- tæki það, sem getur að líta á meðfylgjandi mynd. Er þetta eins konar snjóbíll, sem Jón hefur byggt úr ævagömlum Peugeot-bíl. Notaði hann við smíðina allt „gangverkið" úr Framþgjd a a 14 Stærri myndin er af Jóni og snjóbílnum, en á minni myndinni sést Jón aka bíln- um á fullri ferð. —íYFIRLÝSING FUNDAR FRYSTIHÚSAEIGENDAI FYRRADAG: Ottast f yrirhugaðar stór framkvæmdir erlendra Erlendir aðilar strádrepa enn ungfiskinn við ísland AK—Reykjavík, laugardag. Jón Jónsson, fiskifræðingur, flutti í gærkveldi athyglisverðan fréttaauka í útvarpið, þar sem hann ræddi niðurstöður alþjéð- legrar rannsóknarnefndar, sein hann hefur veitt forstöðu, til rani,- sóknar á þorskstofninum á land grunninu við ísland. Eru niðurstöð ur þeirrar rannsóknar þær, að um of hafi gengið á þorskstofninn sið asta áratuginn, eða veiði hans ver ið allt að 70%, en Jón telur, að hún megi ekki fara yfir 65%, ef sæmilega eigi að vera séð fyrir viðhaldi hans. Merkilegasta niðurstaða rann- sóknarinnar er þó hiklaust sú, að hættan, sem stofninn er i, stafar ekki af ofveiði íslendinga, heiðnr af ungfiskveiði erlendra skipa á uppeldissvæðum þorsksins á Jand grunninu utan núverandi fiskveiði landhelgi, og taka íslendingar ein- ungis 18 af hverjum 100 óþroska fiskum, sem veiddir eru á íslands miðum, hitt taka útlendingar, aðal- lega Bretar. Veiði svæði þeirra cr vel þekkt, segir Jón, og eru þau aðallega út af Norðaustur- og Norð vesturlandi, og má segja, að fisknr sá, sem þeir afla, sé nokkuð stað bundinn þar til hann verður kyn þorska og leitar í heita sjóinn til hrygningar. Jón segir, að sóknin á íslenzka þorskstofninn hafi farið mjög vax andi eftir síðari heimsstyrjöldina og verið komin upp í 824 eining ar árið 1964 miðað við 116 einingar árið 1946, en heildarþorskveiðin hafi náð hámarki 1954. Jón segir, að mjög sé athygiis vert að athuga, hve mikill hluti í þorskafla hinna einstöku þjóða sé fiskur undir 70 cm eða óþroska. í heildarafla íslendinga er slíkur fiskur 19% en 82% í veiði útlend inga. Jón spurði síðan hvað mynai unnt að gera til verndar þorsk stofninum og til þess að aufca afkastagetu hans og svaraði því á þá leið, að fyrsta skrefið ætti að vera að auka möskvastærð i botnvörpum á íslandsmiðum til samræmis við það, sem er i Bar entshafi og svo hætta klæðingu botnvörpupoka að ofan með hlifð ar netum. Mundu íslendingar græða þjóða mest á því. Skýrslan sýnir og sannar, hve Framhald á oi. 14. „KT-Reykjavík, laugardag. f gærdag var haldinn í Reykja- vík fundur frystihúseigenda. Á. fundinum voru bornar upp tvær tillögur, sem stjórn og vara- stjórn Sölumiðstöðvar Hraðfrysti húsanna hafði samþykkt að leggja fyrir aukafund S.H. Þessar tU- lögur voru samþykktar samhljóða á fundinum. Tillögurnar voru á þá leið, að mótmælt var harðlega þeirri hækkun á rafmagni, tQ fitystiiðnaðarins, sem nýlega hef ur komið til framkvæmda á nokkrum stöðum og fyrirhuguð er annars staðar. Seinni tillagan var á þá leið, að fundurinn lýsti yf ir sérstökum ótta við ráðagerðir um stórframkvæmdir útlend- inga í Iandinu á sama tima og landsmenn sjálfir réðust í stærri og meiri raforkuframkvæmdir en nokkru sinni fyrr. Taldi fundnr- inn mikilvægt, að stórframkvæmd um á ýmsum sviðum yrði hagað með þeim hætti, að ekki verði aukið á spennu vinnumarkaðsins, eða efnt til óeðlilegrar sam- keppni við sjávarútveg og fistk- iðnað um við íslenzkt vinnuafL Tillögur þær, sem samþykktar voru samhljóða á fundi frysti- húseigenda fara hér á eftir orð- réttar „Fundur frystihúseigenda, hald- inn í Reykjavík 25. febrúar, 1966, mótmælir harðlega hækkun þeirri á rafmagni til frystiiðnaðarins sem nýlega hefur átt sér stað sums staðar og fyrirhuguð er ann ars staðar og nemur allt að 50% '. „Fundur frystihúseigenda, hald inn í Reykjavík 25. febrúar, 1966, lýsir áhyggjum yfir að vaxandi verð bólga og mikil samkeppni um tak- markað vinnuafl þjóðarinnar hef- ur leitt til aukinna erfiðleika í hráefnisöflun og rekstri hrað- frystihúsanna. Áframhald slíkr- ar þróunar mun fjrirsjáan lega leiða til samdráttar í hrað- frystingu sjávarafurða, þrátt tyrir það, að markaðir hafa verið góðir fyrir framleiðsluvörurnar. Forsvarsmenn freðfiskiðnað- arins telja það skyldu sína að vara við, að sú þróun eigi sér stað 1 atvinnu- og efnahagsmál- um, sem kynni að raska reksturs grundvelli þessarar atvinnu- greinar. Þrátt fyrir verðbólguþró- un undanfarinna ára, sem hefur haft óæskileg áhrif á uppbyggingu freðfiskiðnaðarins og reksturs- möguleika þess fiskiflota, sem sér staklega sér fyrir hráefnisöflun hans. hefur þó að nokkru leyti tek izt til þessa, vegna hagstæðrar markaðsþróunar, aukinnar hag- ræðingarstarfsemi frystihúsanna og ráðstafana hins opinbera að af stýra almennum vandræðum hjá fiskiðnaðinum. Með tilliti til framangreinds og þess, að útflutningsframleiðslan er háð erlendum markaðsaðstæð um á hverjum tíma og hefur þar Framhald á 0 14.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.