Tíminn - 27.02.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 27.02.1966, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 27. febrúar 1966 Útgefandt: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þörarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Landgrannið allt ólafur Jóhannesson og nokkrir aðrir þingmenn Fram- snknarflókksins hafa nú flutt þingsályktunartillögu þess efnis, að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til þess að vinna með ríkisstjóminni að því að afla viðurkenningar á rétti íslands til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögum um vísindalega verndun fiskimiðalandgrunns ins frá 1948 og í samræmi við ályktun Alþingis og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 1961. Tillaga þessi er að sjálfsögðu flutt til þess að freista þess að vekja málið úr því dauðadái, sem það hefur verið í síðustu sex eða sjö árin síðan ríkisstjórnin gerði afsals- samninginn við Breta. Þá hét stjórnin því að vinna áfram að útfærslu landhelginnar, en hefur gengið á það heit. Þessu dauðadái málsins verður hins vegar ekki unað lengur. Fjölmargir aðilar hafa skorað einróma á Alþingi og stjórn að hefjast handa, síðast nýlokið fiskiþing. All- ar skýrslur, þ.á.m. alþjóðleg rannsóknarskýrsla, sem Jón Jónsson, fiskifræðingur. hefur birt, sýnir og sannar, að þorskstofni okkar stafar enn geigvænlegasta hættan af veiði erlendra togara á ungfiski á landgrunninu utan nú- verandi landhelgislínu. Meiri friðun þessara svæða verð- ur að tryggja, og hún verður varla tryggð nema að viður- kenndum yfirráðum íslendinga sjálfra. svo að þeir geti sett haldbærar friðunarreglur. Mál þetta er allt ítarlega rökstutt í greinargerð þessarar tímabæru tillögu. Vinnuafl við álver í skrumgrein Jóhanns Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, um hagsbætur íslendinga af því að leyfa hér erlent ál- ver samhlíða Búrfellsvirkjun segir hann svo, þegar hann er að gylla, hve lítið vinnuafl verksmiðjan þurfi: „Vinnuafl til rekstrar álbræðslu, 500 manns, verður þannig 6.2% af aukningu næstu fimm ára. en 2.9% af aukningu næsta áratugs” (þ.e. aukningu mannaflans á vinnumarkaði). Með þessu er ráðherrann að segja mönnum, að ekki þurfi að óttast, að álverið taki teljandi vinnuafl frá þjóð aratvinnuvegunum. Og þegar hann er að gylla það, hve álver gefi mikinn gjaldeyri á starfsmann, svo miklu meiri en t.d. fiskveiðar, þá reiknar hann með þessari starfsmannatölu og fær háa útkomu. En hvernig sem Jóhann finnur sína tölu, þá er hitt víst, að Norðmenn hafa fundið aðra tölu starfsmanna í álveri. Þeir vita það, sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá Jóhanni, að við álver eru fleiri starfsmenn bundnir en þeir, sem vinna innan veggja verksmiðjunnar. Vegna versins þarf marga aðra þjónustu, sem krefst mannafla. í grein, sem Gísli Guðmundsson, alþingismaður, skrif- aði í Dag um nýtt 100 þús. tonna álver í Húsnesi í Nor- sgi, byggt og rekið af sama álhring.og hér á að semja við, eru kaflar úr skýrslu norsku stjórnarinnar um mál- ið. Þar segir á einum stað: „Vakin er athygli á því (í skýrslu norsku stjórnarinn- ar) að 100 þús. tonna aluminiumverksmiðja sé atvinnu- leg undirstaða (grunnlag) 8—10 þús. manna byggðar að minnsta kosti." Eins og allir vita hlyti a.m.k. þriðjungur þessara 8—10 þús. manna að vera fólk, sem ynni beinlínis í þágu ál- framleiðslunnar eða svo sem 3 þús. manns. og þótt hér yrði ekki nema 60 þús. tonna álver, getur sú tala varla farið niður úr 2 þúsundum, eða fjórföld tala Jóhanns. Þetta er enn eitt dæmið um blekkingar Jóhanns og reýk þann, sem maðurinn veður. TÍMINN Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Tiltrú til Bandaríkjamanna eykst ekki við auknar skuldbindingar Varhugaverður misskilningur Rusks utanríkisráðherra KANNANIRNAR í öldunga- deildinni hafa að verulegu leyti snúizt um, hvort ríkisstjómin, sem segist vilja umsamda lausn á Vietnam, hafi í raun og veru einskorðað sig við stefnu, sem krefjist skilyrðislausrar uppgjaf ar óvinanna. Þessi spurning er undirrótin að hinum miklu áhyggjum öldungadeildarþing- mannanna. Og hún veldur einn ig tvímælalaust miklum áhyggj- um meðal þjóðarinnar. Spurningunni var aldrei svar að ákveðið í yfirheyrslunum. Taylor hershöfðingi og Rusk útanríkisráðherra héldu fast við þann framburð sinn, að rík- isstjómin heyi takmarkaða styrjöld, tilgangurinn sé tak- markaður og markmiðin og ríkisstjórnin reyni í einlægni að fá Hanoimenn til viðræðna og samninga. ROBERT KENNEDY öldunga deildarþingmaður varð til þess að setja fram beina og ák^eðna spurningu um, hvort ríkis- stjórnin sé reiðubúin að ræða við þá, sem barizt er gegn á vígvellinum. Okkur varð þegar ljóst af viðbrögðum þeirra Bundys, Balls og Humphreys, að ríkisstjórnin er ekki reiðu- búin að ræða við þá, sem bar- izt er við á vfgvellinum. Hún vill ræða við Hanoi-menn, en ekki Viet Cong, nema viður- kennt sé, að Viet Cong sé ekkert annað en verkfæri rík isstjórnarinnar í Hanoi. Þessi afstaða er í raun og veru krafa um skilyrðislausa uppgjöf Viet Congs, sem þó leggur til að minnsta kosti þrjá fjórðu hluta af herafla and- stæðinga okkar á orrustuvöll- unum. Þetta er einnig krafa um skilyrðislausa viðurkenn- ingu á ríkisstjórn Kys hershöfð ingja sem eina pólitíska aflinu í Suður-Vietnam. Enginn getur haldið fram, að hann sé hlynntur umsaminni lausn á stríðinu nema hann sé reiðubúinn að semja við alla helztu andstæðingana, sem virkan þátt taka í bardögum. Kennedy öldungadeildar- þingmaður kemur beint að kjarna málsins þegar hann beinir athygli manna að þeim einfalda sannleika, að ef ríkis- stjórnin vilji á annað borð samninga verði hún að semja við óvinina, sem við stöndum andspænis á vígvöllunum. AÐ MÍNU áliti þýðir þetta ekki, að Bandaríkjamenn eigi sjálfir að semja við Viet Cong í þeim tilgangi að mynda sam- steypustjórn í Suður-Vietnam. Um samningalausn í stríðinu f Suður-Vietnam verða Suður- Vietnamar sjálfir að semja, og stefna okkar hlýtur að verða að miðast við að forðast á all- an hátt að koma í veg fyrir það. Við verðum að hætta að beita áhrifum okkar og a- stoð til stuðnings Ky hershöfð- ingja einum, sem neitar að semja. Skilyrði til umsamins friðar í Suður-Vietnam hafa ver ið fyrir hendi lengi, örskammt undir yfirborðinu. KY, forsætisráðherra Niðurstaða samninga yrði sennilega einhvers konar sam- steypustjórn, sem mynduð yrði til þess að framkvæma al- mennar kosningar. Slík ríkis- stjórn yrði auðvitað véik fyrir vélabrögðum harðlínu-komm- únista í Hanoi og Peking. Svo erfitt og óaðlaðandi, sem þetta kann að reynast, yrði það þó miklu betra en ótakmarkað stríð til þess að knýja fram skil yrðislausa uppgjöf. Ekki má heldur gleyma því, að eftir sem áður stæði okkur opið eina raunverulega hlutverkið, sem við höfum að mínu viti nokk- um tíma haft að gegna í Suð- austur Asíu. En það er að leggja fram þau gögn og gæði, sem sameinað Vietnam — sennilega undir forustu Ho Chi Minh, þar sem hann er eini þjóðarleiðtoginn í landinu — þarf á að halda til að vera hlutlaust og hernaðarlega óháð Kína. FYLGISMENN stefnunnar, sem nú er fylgt, ættu að kynna sér vel og gaumgæfilega grein- ina, sem Hanson Baldwin skrif- aði í New York Times á mánu- daginn var. Þar er fjallað um ástand virkra hersveita okkar, eins og það nú er. Baldwin er ekki aðeins einn af færustu samtíma blaðamönnunum, sem um hermál skrifa, heldur hef- ur hann einnig verið og er efalaust enn mjög herskár í rök ræðum um Vietnam. Baldwin segir, að „her Banda ríkjanna er að verða uppi- skroppa með þjálfaðar og starfsbúnar hersveitir, og allur tiltækur herafli er hættulega þunnskipaður og dreifður í Vietnam og annars staðar . . að binda yfir 200 þúsund her- menn í Vietnam og öflugan flugher og flota þeim til styrkt- ar, halda tveimur herdeildum f Kóreu, meira en fimm her- deildum í Evrópu og fámenn- ari liðsafla víða annars staðar, þar á meðal í Dominikanska lýðveldinu, hefur fækkað svo hermönnum í Bandaríkjunum sjálfum, að þar er varla um annað að ræða en þá, sem ver- ið er að þjálfa. ÞESSI athugasemd ætti að rifja upp fyrir forsetanum þá óþægilegu spurningu, hvort hann geti lengi úr þessu neit- að herstjórninni um að kveðja til herþjónustu takmarkað vara lið. Ennfremur vekur þetta upp þá spurningu, hvort Rusk utan- ríkisráðherra sé ljóst, að við séum skyldugir að gegna um fjörutíu hernaðarlegum skuldbindingum erlendis og við verðum að vera við því búnir að sinna þeim öllum. Hvernig getur bandaríska þjóð in borið fullt traust til ríkis- stjórnar, sem eykur á skuld- bindingar sínar í jafn ríkum mæli og Rusk utanríkisráð- herra gerir, andspænis því ástandi hersins, sem Hanson Baldwin lýsir? Grein Baldwins gefur okkur einnig tilefni til að spyria, hvort Rusk utanríkisráðherra geri sér grein fyrir, hvað hann er að segja, þegar hann stag- ast á því við okkur, að tiltrú bandalaganna, sem við erum í víðs vegar um heim, sé í húfi í Vietnam. Trúir hann því í RUSK raun og veru, að mat Evrópu- manna á okkur sem bandaþjóð hækki þegar við verðum að kveðja æ fleiri fullþjálfaða her- menn heim frá Evrópu og senda þangað í staðinn fyrir óþjálfað lið? Rusk utanríkisráðherra hefur orðið fastur í þeirri snöru að láta sér sjást yfir, að tiitrúin til bandalags okkar ákvarðast ekki af því, hvað Bandarfkja- menn eru fúsir til að gera, held ur hvað þeir eru í raun og sannleika fúsir tii og færir um að gera.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.