Tíminn - 05.03.1966, Qupperneq 11

Tíminn - 05.03.1966, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 5. marz 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 7 legt var aS til hans væri leitað um aðstoð við að koma alþjóðanefnd sakamálalögreglu á stofn, því auk mikillar reynslu í lögfræði- og löggæzlustarfi hafði hann á valdi sínu frönsku, ensku, spönsku og ítölsku auk þýzkunnar. Hann varð máttarstólpi hinnar nýju stofnunar, þar sem hann gegndi framkvæmdastjórastarfi. Til marks um það er sá aragrúi skjala — handritaðra, vélritaðra og prentaðra — sem hann undirritaði fram til 1939. Sömuleiðis annaðist hann ritstjórn Internationale Öffentliche Sicherheit, fyrirrennara mánaðarrits Alþj óðalögreglunnar. Samt var það Johann Schober, sem veitti stofnuninni leið- sögu. Hann hafði mikla reynslu í löggæzlustörfum, og lög- reglustjórinn í Vín hafði lengi fært skýrslur um alþjóðlega glæpamenn. Árum saman hafði verið leitað þangað frá öðrum löndum eftir upplýsingum, og enda þótt ekkert fast skipulag væri komið á fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina fyrri, vorq samstarfsreglumar, sem settar voru í Monaco fram- kvæmdar í Vín. Hlutverk Alþjóðanefndar sakamálalögreglu var skilgreint á þennan hátt árið 1923: „Að tryggja og stuðla í hvívetna að fyllstu gagnkvæmri aðstoð milli allra yfirvalda, sem við sakamál fást, innan þeirra takmarka, sem lög hvers ríkis um sig setja. Að koma á fót og styrkja allar stofnanir, sem líklegar eru til að stuðla að því að halda í skefjum afbrotum gegn almennri sakamálalöggjöf.“ Fjárhagsvandræðin fyrsta kastið hefðu getað reynzt óleys- anleg, en ur þeim bætti örlæti austumskra yfirvalda. Síðan var aðildarríkjum gert að greiða gjald, einn svissneskan franka á hverja 10.000 íbúa. Á þeessum árum hafði engri fastri skipan verið komið á inntöku nýrra aðildarríkja, en um það skapaðist brátt venja. Ríki gerðist aðili á þann ein- falda hátt að leggja fram yfirlýsingu og greiða gjald sitt. Fyrstu starfsár hinnar ungu stofnunar var hún undir tvo aðila gefin, Alþjóðaþing sakamálalögreglu, sem setti hana á laggimar, og Austurríkismenn, sem stóðu straum af starfs- kostnaði. Fyrst var hún undir yfirstjóm Alþjóðaþingsins, vegna þess að forseti þess og tveir varaforsetar hlutu sömu störf í Alþjóðanefnd sakamálalögreglu. Svo tóku austurrisk yfirvöld við og komu á ýmsum umbótum. Alþjóðanefndin var gersamlega háð lögreglustjórninni í Vín, því sjálf hafði hún ekki umráð yfir neinum fjármunum og Austurríkismenn voru í meirihluta í stjórnarnefndinni. Formaðurinn var Austurríkismaður óslitið fram að innlim- un Austurríkis í Nazista-Þýzkaland. Á sjötta þinginu 1930 voru tengsl Alþjóðanefndarinnar og Alþjóðaþingsins rofin, og ákveðið var að nefndin skyldi framvegis kjósa formann sinn og varaformenn á aðalfund- um og afl atkvæða ráða. Kjörtímabil formanns var ákveðið fimm ár og varaformanna tvö. Þetta var upphafið á sjálfstæði stofnunarinnar, sem nú gengur undir nafninu Alþjóðalögreglan. Framkvæmdastjórn og deildir óháðar Vínarlögreglunni komust á stofn smátt og smátt samfara breytingum á starfsreglum, fjölgun aðildar- ríkja og nýjum þörfum. Þessar deildir létu aðilum í té þjón- ustu á fimm mismunandi vegu. 1. Alþjóðaskrifstofa vann að því að halda í skefjum pen- ingafölsun, ávísanafölsun og fölsun verðbréfa. 2. Gefið var út vandað mánaðarrit á ensku og frönsku. 3. Alþjóðlega sakaskrárskrifstofan sá um skrániíigu al- þjóðlegra glæpamanna. 4. Sérstök deild sá um fingrafaratöku og ljósmyndun al- þjóðlegra glæpamanna. 5. Fölsun vegabréfa var viðfangsefni enn einnar skrifstofu. Skömmu síðar, árið 1934 var komið upp alþjóðlega lög- reglufjarskiptakerfinu. Þetta var undirstaðan að Alþjóðalögreglunni, og hún er við lýði enn í dag, þótt gerðar hafi verið miklar umbætur og starfsemin aukin. Við þessa nauðsynlegu starfsemi bættist enn einn ávöxtur af starfi nefndarinnar, sem jafnvel var þýðingarmestur. Hún glæddi skilning og persónulegt traust milli lögreglustjóra þrjátíu og fjögurra landa, kom þeim til að leggjast á eitt við sameiginlegt verkefni að hafa upp á afbrotamönnum. Smátt og smátt færði nefndin út kvíarnar og henni bættust nýir starfsmenn. Einn nýliðanna, sem komu til starfa 1934 var ungur lögfræðingur frá Bretlandi, Ronald Howe, sem var yfirlögregluþjónn í Scotland Yard undir stjórn þáver- UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMEIMON 1 1. kafli. Lognon Iögreglumaður finnur lík og fárast yfir því að það er frá honum tekið. Maigret geispaði og ýtti skjöl- unum yfir skrifborðið. — Skrifið undir, börnin góð, svo megið þið fara í bólið. „Börnin“ voru sennilega harð- soðnustu náungar, sem glæpalög- reglan hafði komizt í kynni við hin síðari ár. Einn þeirra — sá sem var kallaður Déde — minnti einna helzt á gorillu og sá horað- asti þeirra hefði getað verið af'. raunamaður í sirkus. Janvier rétti þeim skjölin og penna og nú þegar þeir höfðu loksins játað gerðu þeir sér ekki það ómak að röfla, þeir lásu ekki einu sinni skýrsluna yfir, en skrifuðu bara undir með svip, sem bar vott um að þeir væru hund- leiðir á þessu öllu saman. Klukkan var nokkrar mínútur yfir þrjú eftir miðnætti og flest- ar skrifstofurnar á Quai des Orf- evres voru myrkvaðar. í iangan tíma hafði ekki annað hljóð heyrzt en dauft bílflautuhljóð í fjarska eða skrækir í hemlum þeg- ar bílar runnu til á votri brúnni. Þegar þeir komu daginn áður hafði einnig verið dimmt og autt á skrifstofunum, því að klukkan var ekki orðin níu og starfsliðið ekki komið til vinnu. Þá var far- ið að rigna, simágerðu regni, sem enn seitlaði niður. í meira en þrjátíu klukkutíma höfðu þeir verið hér innan sömu veggja, ýmist saman, eða sitt f hvoru lagi, meðan Maigret og fimm aðstoðarmenn skiptust á að láta spurningar dynja á þeim. — Þetta eru meiri bjánarnir hafði Maigret sagt jafnskjótt og hann sá þá. — Ég veit að þetta tekur langan tíma. Bjánar — sem eru þrjóskir í þokkabót, þverskallast alltaf lengi við. Þeir halda að ef þeir bara láti hjá líða að svara eða svari. út í hött og breyti stöðugt fram- burði sínum, takist þeim að sleppa. Þeir halda að þeir séu hin um snjallari og fara ósjálfrátt að verða hrokafullir: „Ef þið haldið, að ykkur takist að hreppa mig“. í nokkra mánuði höfðu þeir nú stundað iðju sína í hverfinu í nánd við Rue La Fayette og blöð- in nefndu þá „múrbrjótana." En vegna upphringingar manneskju, sem ekki lét sín getið, hafði nú loks tekizt að handsama þá. Það var enn þá dálítið eftir i kaffibollunum og á gasvél í horn- inu stóð emaleruð kaffikanna. Andlit mannanna voru grámusku- leg og slikjuð af svefnleysi. Mai- gret hafði reykt svo mikið, að hann kenndi sárinda í hálsinum og hann sat og hugsaði um, að þegar hann væri laus við kauð- ana þrjá, mundi hann stinga upp á því við Janvier að fara út og fá sér lauksúpu á einhverri kránni. Hann fann ekki lengur til syfju. Klukkan ellefu hafði hann skyndilega orðið dauðþreytt ur og hafði farið inn á skrifstofu sína og lagt sig smástund. Nú hugsaði hann ekki meira um svefn. — Biðjið Vacher að flytja þá í fangaklefana. f sömu andrá og þeir gengu út hringdi síminn og Maigret tók upp tólið og rödd sagði: — Hver er það? Hann hrukkaði ennið og svar- aði ekki að bragði. Röddin sagði: — Er þetta Jussieu? Það var nafnið á lígregluþjón- inum, sem átti að vera á vakt, en Maigret hafði sent hann heim klukkan tíu. — Nei, það er Maigret, rumdi í honum. — Ég bið yður að afsaka, hr. lögregluforingi. Þér talið við Ray- mond á símstöðinni. Upphringingin kom frá hinei byggingunni á Quai des Orfevres þar sem öll lögregluútboð eru tek in niður í geysistórum sal. — Jussieu er farin, sagði hann. Þurftirðu að segja eitthvað sér- stakt við hann? — Ekki annað en það, að lík af ungri stúlku hefur fundizt á Place Vintimille. — Og þú veist ekki um það nánar? — Lögreglumennirnir úr hverfi tvö hljóta að vera að „lenda“ á staðnum. Það eru þrjár mínútur síðan hringt var til mín. — Þökkfyrir. Kumpánarnir þrír voru farnir úr skrifstofunni. Janvier kom aft- ur, augu hans voru þrútin eins og alltaf, þegar hann varð af næt- ursvefni sínum, hann var órak- aður og dökkir skeggbroddarnir gáfu útliti hann veikindalegan blæ. Maigret fór í frakkann sinn og leit í kringum sig eftir hattinum sínum. — Kemurðu með? Þeir gengu niður stigann, Mai- gret á undan. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þeir borð- að lauksúpu í næstu krá. Þegar þeir stóðu við svörtu bílana fyrir utan, sagði Maigret eftir nokkra umhugsun: — Það var að finnast lík af ungri stúlku á Place Vintimille. Svo bætti hann við eins og hann leitaði að átyllu til að þurfa ekki heim að sofa. — Eigum við að skreppa þang- að og sjá, hvað hefur komið fyrir? Janvier settist við stýrið. Báðir voru of uppgefnir eftir hina löngu yfirheyrslu til þess að tala. Það hvarflaði ekki að Maigret að hverfi tvö heyrði undir Logn- on, sem meðal starfsbræðra sinna ________________________________11 gekk undir nafninu Lurður lög- regluþjónn. Og þótt hann hefði munað eftir þvi, hefði það engu breytt, því að það var engan veg- inn vist, að Lognon hefði verið á næturvakt á stöðinni. Blautar göturnar voru auðar, fíngerðir regndroparnir mynduðu litla glitrandi hringi umhverfis götuljósin og öðru hverju sást manneskja eigra með húsveggj- um. Á horninu á Montmatre var kaffihús, sem enn var opið og lengra í burtu sáust ljósaskiltin á nokkrum næturklúbbum og á bílum, sem biðu viðskiptavina víð gagnstéttina. Nokkur skref frá Place Balaee var Place Vintimille eins og frið- sæl lítil eyja. Þar^ stóð lögreglu- bíll. Við girðinguna stóðu fimm eða sex manns í kringum ljós- klædda veru, sem lá á götunni. Maigret þekkti strax Lognon, sem var horaður og aumingja- legur. Sigurður lögregluþjónn gekk frá hópnum til þess að sjá hverjir komumenn væru og hann þekkti samstundis Maigret og Janvier. — Ja, hver skollinn, muldraði Maigret. Þvi að Lognon mundi auðvitað ásaka hann fyrir að hafa gert það viljandi. Þetta var hans hverfi, hans verksvið. Þar gerðist harm leikur. meðan hann var á vakt, það gaf honum tækifæri til að láta ljós sitt skína, og vinna þann i BÓNSTÖÐIN | AUGLÝSIR ; Hötum flutt starfsemi okk- ar úr Tryt»gvagötu að Miklubraut 1 Opið alla virlca daga. BÓNSTÖÐIN MIKLUBR.AUT 1. Sími 17522 FRÍMERKI Fym Qver tslenzkt frí- mertti sem þéi sendið mér fáið þér 3 erlend. Sendið minnst 36 stk. JÓN AGNARS P. O. Box 965. Reykjavík. ÚTVARPIÐ í dag Laugardagur 5. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Óskalög sjúklinga Kristín Anna Þórarlnsdóttir kynn Ir lögtn 14.30 I vikulokin, þáttur undir stjórn Jónasar Jónassonar. 16.00 Veðurfregnir 16.05 Þetta vil ég heyra. Guð- mundur Árnason tannlæknir vel ur sér hljémplötur. 17.00 Fréttlr Á nótum æskunnar Jón Þór Hann esson O'g Pétur Steingrimsson kynna létt lög. 17.35 Témstunda þáttur bama og unglinga Jón Pálsson flytur 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Flóttinn“ Rúna Gísla dóttir les þýðingu sína (7) 18.20 Veðurfregnir. 18.30 söngvar í létt um tón. 18.45 Tilkynningar. 19.S0 Fréttir. 20.00 „Saltkom i mold," kvæði eftir Guðmund Böðvarsson Böðvar Guðmundsson les. 20.15 Laugardagskonsert. 21.00 Leikrlt: Þinn ávallt einlægur”, Leikstjóri Ævar R. Kvaran. 22.00 Fréttir og veiurfregnir. 22.00 Dansidg. 24. 00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.